Morgunblaðið - 14.02.1997, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 14.02.1997, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Dýraglens Grettir Snjóflóðavarnir - Flateyri - Bíldudalur Frá Önundi Ásgeirssyni: MISTÖKIN við hönnun og þaraf- leiðandi framkvæmd snjóflóða- vama á Flateyri eru nó orðin aug- ljós eftir að fyrsta áfanga þessara framkvæmda er lokið. Þetta má sjá af meðfylgjandi mynd, sem tekin var 7. janúar sl. og sýnir Eyrarfjall ofan Flateyrar með hættugiljunum tveimur. Sjá má af myndinni að varnargarðamir, sem hönnuðimir NGI og VST hafa ranglega nefnt „leiðigarða" eru enn að mestu gagnslausir til vam- ar gegn snjóflóðum úr báðum gilj- unum. Myndin er tekin frá vestur- jaðri stóra snjóflóðins 26. október ’95 og sést að vestan í bílskúr húss, sem slapp að mestu, en að austan (t.h.) er grunnplata húss, sem flóðið tók. Sjá má að stefna snjóflóðs úr Skollagróf á vamar- garðinn er um 70 gráður, en mesta hom til að leiðigarður geti komið að gagni er um 10-12 gráður. Stefna snjóflóðs á kirkjugarðinn, litlu austar, er um 60 gráður og stefna á veginn upp í Krókinn er um 50 gráður, en strengurinn þar olli mestu tjóni. Þetta eru þannig augljós mistök við hönnun þessa mannvirkis. Varnargarðarnir era gerðir úr grús, auri og eðju og geta þannig ekki orðið meira en um helmingur þeirrar hæðar, sem áskilið var af NGI, en þeir töldu þá verða að vera að lágmarki um 15-20 m háa. Það er á ábyrgð verkkaupenda að samþykkja þessa hönnun og framkvæmd verksins. Þannig verða ísafjarðarbær og umhverfis- ráðuneytið ábyrgir aðilar fyrir þessari framkvæmd og með öllu er óskiljanlegt, hvemig þeir hugsa sér að afhenda þetta ónýta verk í hendur Flateyringum. Fram- kvæmdasýsla ríkisins hefir reynzt haldlaus til eftirlits með verkinu. Bíldudalur Fyrir nokkram dögum féll krapaflóð á byggðina á Bíldudal og tók með sér mikið magn af aur, sem olli veralegu tjóni þar. Segja má að aðstaða til varna sé þar nokkuð áþekk og á Flateyri, en þó sýnu verri á Bíldudal, því að þar era snjóflóðagilin staðsett beint ofan byggðarinnar, en á Flat- eyri era þau til beggja handa við byggðina. Sameiginlegt er þó að gera þarf snjóflóðafarvegi neðan giljanna og stýra þannig rennsli flóðanna. Þetta er einfalt mál á Flateyri, en nú er verið að klúðra því þar. Maður frá Snjóflóðavörnum kom í Sjónvarpið til að skýra út að krapahlaupið á Bíldudal hefði kom- ið ofan af fjallinu fyrir ofan, þar sem það hafði safnast fyrir. Hann huggaði Bílddælinga með að Snjó- flóðavamir ynnu nú að gerð rým- ingarkorts fyrir Bíldudal, rétt eins og þetta væri lausn á vandamál- inu. Lausnin er augljóslega sú sama og á Flateyri: Það verður að gera farvegi neðan giljanna til að taka við flóðum úr þeim. Það má ekki henda, að sómu mistökin verði gerð á Bíldudal og gerð hafa verið á Flateyri. Aðkallandi hlýtur því að vera að spyija, hvort fela eigi sömu hönnuðum og framkvæmda- raðilum snjóflóðavamir á Bíldudal? Menn bíða eftir viðbrögðum um- hverfisráðuneytisins. ÖNUNDUR ÁSGEIRSSON, fyrrv. forstjóri OLÍS. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Ráðgjöf Bókhald Skattskil Skipholli 50b__sími 561 0244/898 0244__fax 561 0240 Öll bókhalds- og framtalsþjónusta af bestu gerð ■ Framtöl einstaklinga ■ Ársreikningar ■ Vsk-skýrslur og fyrirtækja og ráðgjöf og uppgjör RBS Gunnar Haraldsson hagfræðingur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.