Morgunblaðið - 14.02.1997, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 14.02.1997, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1997 39 + i ■ * 1 J I J 0 fl i 3 € 4 ci f é I í 4 4 4 i 4 4 4 4 I 4 4 BRÉF TIL BLAÐSINS Stóri bróðir fylg ist með þér Meðferð upplýsinga í fjölmiðlum Frá Steinunni Björk Birgisdóttur: ÞAÐ er ekki lengur nóg að stóri bróðir fylgist með þér heldur er hann nú farinn að leita að þér. Fyrir nokkrum árum var sýnd fram- tíðarkvikmynd þar sem myndavélar voru um allt og yfírvaldið fylgdist með hverri hreyfingu þinni og fjöl- skyldu þinnar. Þessi framtíðarmynd virðist ekki svo fjarlæg lengur. í Morgunblaðinu 6. þ.m. er kynnt meðferð og ráðgjöf fyrir unglinga og foreldra. Hverjum og einum er heimilt að „benda á“ þann sem þeim fínnst bestur. Ef einhveijum hentar að benda á einhvern þá eru yfirvöldin komin með annan fótinn inn á heimilið með afskipti og yfir- ráð í formi góðlátlegrar leiðsagnar. Þessi leiðsögn getur falið í sér að barnið verði tekið í umsjá yfirvalda og annarra „sérfróðra einstakl- inga“, s.s. „skólastjórar, skóla- hjúkrunarfræðingar, skólasálfræð- ingar, umsjónarmenn sérkennslu, fulltrúar kennara og námsráðgjaf- ar“. Þetta er enginn smá eftirlits- hópur. Ég tel líklegt að þeim fækki sem leita sér aðstoðar námsráðgjaf- anna. Þeir sem sérstaklega eru undir eftirliti eru frávik þjóðfélags- ins eða áhættuhópar, s.s. „stúlkur sem hafa verið í slagtogi með sér eldri drengjum, drengir sem eiga eldri bræður í neyslu og unglingar sem koma úr fjölskyldum alkóhól- ista“. Ánnar áhættuhópur, sem nefndur er í sambandi við vernd ungra barna af Hallveigu Finnboga- dóttur og Kolbrúnu Jónsdóttur, hjúkrunarfræðingum í Tímariti hjúkrunarfræðinga, eru ungir for- eldrar, þeir sem koma úr brotnum fjölskyldum og foreldrar með léleg- an fjárhag. Það má nú búast við að fækki í meðferð hjá meðferðar- stöðvunum af ótta við að stimpillinn sem í þessu felst verði nú yfirfærð- ur á börn þeirra sem sækja með- ferð. Ef til vill sér þessi hópur sér ekki annað fært en að leita meðferð- ar erlendis eða flýja land eins og atvinnulausir af ótta við afskipti ríkisins. Við skulum líka hafa í huga að þessi sérvaldi hópur sér- fróðra „góðu“ einstaklinganna er ef til vill ekki fullkominn sjálfur. Eins og Jung (1983) segir: „Ham- ingjan hjálpi okkur, allt mennta- kerfíð þjáist af einhliða aðferð við barnið sem á að mennta og af jafn einhliða skorti á áherslu á mennta- leysi þeirra sem eiga að mennta okkur.“ Eða Thomas Szasz (1990) sem segir m.a.: „Barnalegt fólk sem hefur gleymt hvernig á að biðja en hefur ekkert lært í staðinn er ákaft yfirheyrt af sálfræðingum. Að lok- um lærir það að biðja aftur: Fríaðu okkur frá sálgreiningu!“. Börn flýja frá Stuðlum og hafa verið reyrð niður hjá Unglingaheimili ríkisins. Félagsmálastofnun og Barnavernd- arstofa hafa nú ekki verið þekkt fyrir fagleg vinnubrögð, eins og fram kemur í bók Péturs Gunn- laugssonar (1993) lögfræðings, „Utan marka réttlætis". Þar talar hann um fjölskyldur í hlekkjum barnaverndarkerfis. Sá lestur er enginn gleðilestur um óréttlæti sem fjölskyldur hafa mátt þola af hálfu yfirvalda. Félagsráðgjafar fara gjarnan langt út fyrir sitt svið í sínu eftirlitshlutverki og sýna fjöl- skyldum allt að því óþolandi „of- beldi“. Hann spyr: „Ef barnavernd- aryfírvöld telja það hlutverk sitt að vernda börn gegn foreldrum sínum, þá vaknar sú spurning hver geti verndað börnin gagnvart yfirvöld- um (bls. 194). Einnig má spyija hver getur verndað foreldra gagn- vart yfirvöldum. Það lítur út fyrir að þroskaðar stúlkur sem velja eldri drengi að félögum, fjölskyldur sem hafa farið í meðferð, fólk sem býr í félagslega kerfinu og einhleypir foreldrar, m.ö.o. konur, verði lagt í einelti af yfirvöldum. Þetta er hreint ótrúlegt og tekur engan endi hvemig minnihlutahópar þessa samfélags verða stöðugt undir áreiti og eftirliti af yfirvaldinu og sérfróð- um starfandi innan vængja þess. STEINUNN BJÖRK BIRGISDÓTTIR, félagsfræðingur. Frá Jóni Bjartmarz: í FRÉTTATÍMA Stöðvar 2 föstu- daginn 7. febrúar var flutt frétt um sölu lögreglunnar í Reykjavík á skammbyssum. Fréttin var í veiga- miklum atriðum röng svo sem að halda því fram að umrædd sala hafi átt sér stað nýverið. Hér er um gamla frétt að ræða því fjallað var um málið af öðrum fjölmiðli fyrir nokkrum árum. Þá skipti lög- reglan á gömlum skammbyssum fyrir nýrri tegund við löglegan byssusala. Samkvæmt skotvopna- löggjöf hérlendis gilda strangar reglur um hveijir geti keypt og flutt inn til landsins skammbyssur, hvort sem um þessi vopn er að ræða eða önnur. Fréttaflutningur fréttastofu Stöðvar 2 um málið vekur upp ýmsar spurningar. Fréttastofan óskaði eftir upplýsingum um við- skiptin og vísaði til ákvæða upplýs- ingalaga í því sambandi. Lögreglan í Reykjavík varð strax við erindinu og sendi henni afrit af kaupsamn- ingi þar sem skýrt kemur fram að umrædd viðskipti áttu sér stað árið 1991 og að vopnin voru seld einum aðila, í þessu tilfelli löglegum inn- flutnings- og söluaðila á skotvopn- um. Fréttastofan rangfærði hins vegar þær upplýsingar sem hún fékk í krafti upplýsingalaganna. í kynningu á fréttinni er t.d. ítrekað farið rangt með og því hlýtur að vakna spuming um hver sé ábyrgð fjölmiðla varðandi meðhöndlun upp- lýsinga sem fengnar eru með vísan til upplýsingalaga. Upplýsingalögin hljóta að hafa verið sett til þess að þjóna hagsmunum almennings en rangfærslur við fréttaflutning gera það hins vegar ekki. Slík vinnu- brögð eru ekki samboðin fréttastofu sem vill láta líta á sig sem trúverð- ugan fréttamiðil. Spurning er af hvaða hvötum slíkar rangfæslur eru sprottnar. Sú spurning hefur og vaknað í framhaldi af umfjöllun Stöðvar 2 undanfarið af málum, sem varða lögregluna, hvort fjölmiðlar hafi ekki einhverjar skyldur gagnvart viðskiptavinum sínum varðandi meðferð og meðhöndlun upplýs- inga er þeir afla vegna ákvæða upplýsingalaga, eða hvort þeir eigi að geta meðhöndlað slíkar upplýs- ingar sundurlaust og án samheng- is, eins og raunin hefur orðið á. Getur verið að setja þurfi „upplýs- ingaskyldulög" á fjölmiðla til að tryggja að altnenningur fái réttar upplýsingar? JÓN BJARTMARZ, aðalvarðstjóri. RAÐAUGi YSINGAR A TVINNUAUGL ÝSINGAR Tangi hf. á Vopnafirði óskar eftir vélstjóra Aðalverksvið: Yfirumsjón með búnaði í nýju frystihúsi, þar sem fryst verður síld og loðna. Utan álagstíma verður viðkomandi að leysa af í öðrum deildum fyrirtækisins. Við leitum að vélstjóramenntuðum manni, sem kemur til með að hafa búsetu á Vopna- firði. Viðkomandi verður að vera kunnugur rekstri á ammoníaksfrystikerfum. Þar fyrir utan er um rekstur á flutningsbúnaði að ræða, sem stjórnast af iðntölvum. Viðkomandi verður að geta hafið störf nú þegar. Upplýsingar í síma 473 1143. Tangihf. FUNDIR - MANNFAGNAÐUR Vélstjórafélag íslands Vélstjórar, sem starfa í landi Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háö á þeim sjálf- um, sem hér segir: Ránargata 5, Flateyri, þingl. eig. Byggingasjóður rikisins, gerðarbeið- andi Byagingarsjóður ríkisins, miðvikudaginn 19. febrúar 1997 kl. 13.30. Sæból II, Mýrarhr., ísafjarðarbæ, þingl. eig. Elísabet Anna Pétursdótt- ir og Ágúst Guðmundur Pétursson, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður rikisins og Grávara hf., miðvikudaginn 19. febrúar 1997 kl. 15.00. Öldugata 1B, Flateyri, þingl. eig. Hinrik Haraldsson, gerðarbeiðandi Vátryggingafélag íslands hf., miðvikudaginn 19. febrúar 1997 kl. 13.45. Sýslumaðurinn á isafirði, 13. febrúar 1997. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Hörðuvöllum 1, Selfossi, þriðjudaginn 18. febrúar 1997, ki. 10.00, á eftirfarandi eignum: Borgarhraun 17, Hveragerði, þingl. eig. Guðmundur Agnarsson, gerðarbeiðendur Byggingarsjóöur ríkisins, Landsbanki íslands, lögfr.deild, Landsbanki Islands, Selfossi, og Sameinaði lífeyrissjóöurinn. Breiðamörk 25, Hveragerði, þingl. eig. Hrefna Haildórsdóttir, gerðar- beiðendur Búnaðarbanki (slands 303, Byggðastofnun, Ferðamála- sjóður, Húsasmiðjan hf., Kaupfélag Árnesinga, Landsbanki íslands, 0101, Landsbanki íslands, lögfr.deild, Ljósbrá ehf., og S.G. eininga- hús hf. Búðarstígur 3, Eyrarbakka, þingl. eig. Nanna Bára Maríasdóttir, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins og sýslumaöurinn á Sel- fossi. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálf- um, sem hér segir: Ásgarður, Eyrarbakka, þingl. eig. Lena Sigurmundsdóttir og Róbert Guömundsson, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkísins, Lands- banki Islands, Eyrarbakka, og Sýslumaöurinn á Selfossi, fimmtudag- inn 20. febrúar 1997 kl. 10.30. Borgarbraut 1c, Grímsneshr., þingl. eig. Drífandi hf., gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á Selfossi, fimmtudaginn 20. febrúar 1997 kl. 15.30. Eyrarbraut 16, Stokkseyri, þingl. eig. Auður Gísladóttir, gerðarbeið- andi Landsbanki íslands, fimmtudaginn 20. febrúar 1997 kl. 11.00. Heiðarbrún 57, Hveragerði, þingl. eig. Sigursteinn Tómasson, gerðar- beiðendur Byggðasel hf., Helgi Þorvalds Gunnarsson, Hveragerðis- bær og Vátryggingafélag l’slands hf., fimmtudaginn 20. febrúar 1997 kl. 13.00. Laufhagi 14, Selfossi, þingl. eig. Eygló Linda Hallgrímsdóttir, gerðar- beiðendur Byggingarsjóður ríkisins og Selfosskaupstaður, fimmtu- daginn 20. febrúar 1997 kl. 10.00. Selvogsbraut 11, Þorlákshöfn, þingl. eig. Stoð, gerðarbeiðandi Landsbanki Islands, fimmtudaginn 20. febrúar 1997 kl. 14.00. Strandgata 1, Stokkseyri, þingl. eig. Jón H. Bjarnason, gerðarbeið- endur Húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar, Jón Aðalsteinsson, Leifur Árnason og Sýslumaðurinn á Selfossi, fimmtudaginn 20. febrúar 1997 kl. 11.30. Sumarb. á lóð nr. 6 í landi Reykjab., Hrun., (ehl. Sv. Kr.), þingl. eig. Sverrir Kr. Kristinsson, Gestur Hjaltason, Þorbjörg E. Kristinsdóttir, Elísabet Kristinsdóttir og ingimar Kristinsson, gerðarbeiðandi spari- sjóðurinn í Keflavík, fimmtudaginn 20. febrúar 1997 kl. 16.30. Sýslumaðurinn á Selfossi, 12. febrúar 1997. Almennur félagsfundur verður haldinn í Borg- artúni 18, Reykjavík, laugardaginn 15. febrúar. Fundurinn hefst kl. 14.00. Vélstjórafélag íslands. KENNSLA Þýskunámskeið Germaníu Undirbúningsnámskeið fyrir þýskuprófið „Zertifikat deutsch als fremdsprache" hefst 17. febrúar 1997. Upplýsingar og innritun hjá Rebekku Magn- úsdóttur Olbrich í síma 568 4919 milli kl. 13.00-14.00 og 16.00-17.00. Ennþá er hægt að bæta við nemendum í byrjunarhópa. Upplýsingarog innritun hjá Magnúsi Sigurðs- syni í síma 551 0705 milli kl. 11.30 og 13.00. Germanía. Engjavegur 47, Selfossi, þingl. eig. Ingibjörg Guðmundsdóttir og Árni Brynjólfsson, gerðarbeiöendur Byggingarsjóður ríkisins og Sam- vinnulífeyrissjóðurinn. Gagnheiði 1, Selfossi, þingl. eig. Hótel Gullfoss ehf., Selfossi, gerðar- beiðendur Iðnlánasjóður, S.G. Einingahús hf., Selfosskaupstaður og Vátryggingafélag íslands. Hásteinsvegur 12, Stokkseyri, þingl. eig. Kjartan Jónsson, gerðar- beiðandi Vátryggingafélag Islands hf. Hrísholt, Laugarvatni, þingl. eig. Sigurður Sigurðsson, gerðarbeið- endur Byggingarsjóður ríkisins, Heilbrigðiseftirlit Suðurlands, Lífeyr- issjóðurverkalýðsfélaga á Suðurlandi og sýslumaðurinn á Selfossi. Kartöflugeymsla með lóð úr landi Einarsh., Eyrarbakka, þingl. eig. Helga Guðjónsdóttir, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Selfossi. Lindarskógar 6-8, Laugarvatni (eignahl. gþ.), þingl. eig. Sigurður Sigurðsson og Ásvélar hf., geröarbeiðendur Fjölhönnun hf., Laugar- dalshreppur, Ríkissjóður og sýslumaðurinn á Selfossi. Reykjamörk 1, Hveragerði, þingl. eig. Gunnar Berg Sigurjónsson, gerðarbeiðandi Félag veggfóörarameistara. Seftjörn 18, Selfossi, þingl. eig. Védis Ólafsdóttir, gerðarbeiðandi Selfosskaupstaður. Sýslumaðurínn á Selfossi, 13. febrúar 1997. auglýsingar I.O.O.F. 1 = 1782148V2 = Fl. I.O.O.F. 12=1782148'/2 = E.R. Frá Guðspeki- félaginu Ingólfsstræti 22 Askriftarsími Ganglera er 896-2070 Föstudagur 14.febr. 1997 I kvöld kl. 21 flytur Jón Arnalds erindi um „Mannþekkingu" í húsi félagsins, Ingólfsstræti 22. Á laugardag er opið hús frá kl. 15-17 með fræðslu kl. 15.30 í umsjón Einars Aðalsteinssonar. Á fimmtudögum kl. 16-18 er bókaþjónusta félagsins opin með mikiö úrval andlegra bók- mennta. FEHÐAFÉIAG @ ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SÍMI 568-2533 Þorraferð í Öræfasveit 15.-16. febrúar. Farið að Skeiðarárjökli. Skafta- fell ivetrarbúningi. Brottför laug- ard. kl. 8. Þorrahlaðborð. Sjá til- kynn. í gær. Farmiðar á skrif- stofu. Reykjavegur á skiðum. Fyrsti áfangi af fjórum á sunnu- daginn 16. febr. kl. 10.30. Mos- fellshelðl-Nesjavellir. Göngu- ferð kl. 13. Ferðafélag íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.