Morgunblaðið - 14.02.1997, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 14.02.1997, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1997 IDAG MORGUNBLAÐIÐ ALHLIBA TÖLVUKERFI BÓKHALDSHUGBÚNAÐUR fyrirwmom BÓKHALDSHUGBÚNAÐUR fyrir WINDOWS Á annað þúsund notendur W\ KERFISÞRÓUN HF. “ Fákafeni 11 - Sími 568 8055 www.treknet.is/throun Sjáðu nýjan frábæran hugbúnað: gl KERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 - Sími 568 8055 www.treknet.is/throun PURA CUT frá MARBERT Ekki lengur feita og glansandi húð Regulating kremið gerir glansandi húð matta og kemur réttu jafnvægi á húðina. Sérstaklega ætlað fyrir blandaða húð. Balancing Gel er sérstaklega ætlað fyrir feitari og óhreinni húð. Gelið hefur þurrkandi áhrif og mattar húðina. Komdu við og fáðu prufur: Libia Mjódd. Nana Hólagarði. Holtsapótek Glæsibæ. Spes Háaleitisbraut. Evíta Kringlunni. Brá Laugavegi. Bylgjan Kópavogi. Snyrtihöllin Garðabæ. Sandra Hafnarfirði. Galley Förðun Kelfavík. Krisma ísafirði. Tara Akureyri. Apótekið Húsavík. Apótek Vestmannaeyja. PURA COT puMC0I PURA CUT Rcgulatlng Crcam Rcgululing Croam MARBEIIt Baiandng Gd Oll-fTW MARBÍRT MADBERT esomi-Dozsnw Dagsferðir austur á Skeiðarársand, til að skoða ísjaka og hina stórkostlegu íshella sem mynduðust í hlaupinu á dögunum. Upplýsingar og pantanir hjá: GRfcNN ÍS FERÐfiPJÓNCISTfi Eyravegi 1. Selfossi símar: 482 3444 Fax: 482 3443 VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Svar frá CCU-sam- tökunum FORMAÐUR CCU-sam- takanna, Siggeir Þor- steinsson, hafði samband við Velvakanda vegna fyr- irspumar stúlku í blaðinu 12. febrúar. Hann bendir á að það sé hægt að ná í sig í heimasíma 588 2095. Hverjir fá bílastyrki? Ég er öryrki og sótti um bensínstyrk hjá Trygginga- stofnun ríkisins en fékk synjun þar sem ég er ekki talin vera hreyfihömluð en verkir sem fylgja sjúkdómi mínum hamla því að ég geti hreyft mig eins og mig langar til. Þvi er þetta mjög baga- legt fyrir mig þar sem ör- orkulífeyririnn er ekki há upphæð. Á sama tíma heyri ég í fréttum að laun banka- stjóra hafí hækkað mikið á síðustu misserum, rosalega mikið, og voru þau há fyrir og að auki er bílastyrkur sjálfsagður hlutur hjá þeim. Einnig veit ég að bflastyrk- ur er veittur alþingismönn- um og ráðherrum. Ég spyr: Er þetta fólk hreyfíhamlað, er það ekki á fullum laun- um. Hvað réttlætir það að við séum að borga af al- mannafé bfla undir fólk sem er á hæstu launum í þessu þjóðfélagi á meðan að ör- yrkjum er neitað um lítinn styrk fyrir bensíni? Ég trúi ekki öðru en að einhver fari að vakna til meðvitund- ar um það hvað þetta er mikið óréttlæti. Ég vona að þessir hlutir verði leiðréttir, þetta geng- ur ekki svona. Ég vann fulla vinnu í 30 ár og borg- aði minn bíl sjálf undir mig til að geta farið í vinnu áður en ég varð öryrki og ég var ekki á neinum styrk til þess eins og alþingis- menn og bankastjórar. Kona. Ábending til Ferðamálaráðs ÞAÐ er miklu tilkomumeira að sjá hvalinn I fullri stærð á planinu í Hvalfirði en að sjá bara blástur, sporð eða jafnvel bæli, fyrir utan kostnaðinn við bátaleigu og leit. Þetta má allt sameina til hagsbóta fyrir alla. Meiri hval á diskinn minn. Skúli Einarsson, Tunguseli 4, Reykjavík. Frábært þorra- blót Friðar 2000 ÉG undirrituð er klúbbfé- lagi í Ambassadorklúbbi Friðar 2000 og hef notið ágætra fríðinda sem félagi með ódýrum símtölum til útlanda og alnetsþjónustu. Ambassadorfélögum gafst kostur á að fara í þorrablót Friðar 2000 á L.A. kaffi fyrir einungis 990 kr. Þetta var stórkostlega vel útilát- inn matur og hef ég aldrei séð svo gott þorrahlaðborð áður. Vil ég koma á fram- færi þakklæti fyrir mig og mína vini til samtakanna Friður 2000 fyrir frábæra skemmtun og ekki síst frá- bæran mat. Linda Lundbergsdóttir. Tapað/fundið Veskið tapaðist SKÆRBLÁTT lítið nælon- veski, með ökuskírteini, tapaðist fyrir nokkrum dögum. Skilvís fínnandi hafí samband í síma 568 6606. Fundarlaun. ACT-skór töpuðust NÝIR ACT-skór töpuðust á sólbaðsstofunni Topp Sól í Faxafeni sl. föstudag 9. febrúar. Skómir eru svip- aðir og gönguskór, svartir á litinn og með spennum ekki ósvipað og var á skfð- um í gamla daga. Skilvís fínnandi vinsamlega skili skónum aftur á sólbaðs- stofuna eða hringi í Rósu Halldórsdóttur í síma 553 7981 eða 588 8787. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson HVÍTUR leikur og vinnur Staðan kom upp á nýárs- mótinu í Reggio Emilia á Ítalíu. Dmitri Komarov (2595), Úkraínu hafði hvítt og átti leik en Júrí Rasúvajev (2.560), Rúss- landi, var með svart. Hvítur nýtir sér það að biskup hans og drottning á löngu skálínunni „röntgenvalda" g7 reitinn í gegnum svörtu drottninguna: 15. Hxg7+! - Kxg7 16. Dg4+ - Kh8 17. Bxf6+ - Hxf6 18. Rg5 - Rd7 19- Rxe6 og þar sem svarta drottningin er fallin þá vann hvítur auð- veldlega. Úrslitin í Reggio urðu: 1. Krasenkov, Póllandi 7 v. af 9 möguleg- um, 2. Bolog- an, Moldavíu 6‘A v., 3.-5. Komarov og Romanisjín, báðir Úkraínu og Rússinn Efimov, sem nú teflir fyrir Ítalíu 5 7 2 v., 6. Rasúvajev 5 v., 7. Godena 3‘A v., 8—9. Tatai og Belotti 2-7» v., 10. Mantovani 172 v. HOGNIHREKKVISI „£q i/is&L c& einhv&rrnyndl kjxuprx. söbkulc&í’ þökktu, srrjo/ck-F/smna ■" Tegund: 69207 STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN Tilboðsverð Verð kr 4.995 Verð áður kr. Stærðir: 36-42 Liiur: Svart Hlýfóðraðir. Vatnsfráhrindandi. Efni: Veratex. Ath. einnig til meb rennilás á hliá PÓSTSENDUM SAMDÆGURS STEINAR WAAGE STEINAR WAAGE S K Ó V E R^L U N SKOVERSLUN ^ SÍMI 8519 SÍMI 568 9212 > Víkveiji skrifar... ENGU virðist logið um vinsældir Bjarkar Guðmundsdóttur og frægð víða um heim. Kunningi Vík- verja, sem nú dvelur í Toronto í Kanada, sagði frá því í spjalli í vik- unni að ungt fólk þar um slóðir vissi talsvert um Island þegar að væri spurt. Fyrsta nafnið sem kæmi í huga þeirra væri Björk og vitn- eskjan um ísland væri mjög tengd söngkonunni. Hann sagðist nýlega hafa rekist á síðu með þremur plötudómum í þarlendu blaði. Þar var meðal ann- ars fjallað um disk Bjarkar, Tele- gram, sem út kom þar um slóðir á síðasta ári. Gagnrýnandinn gaf Björk fjórar stjörnur af fimm mögu- legum. Ekki nóg með það, heldur var fimm dálka fyrirsögn yfir þvera síðuna tengd tónlist Bjarkar. xxx KUNNINGINN sagði jafnframt að nýlega hefði hann fylgst með tveimur spurningaþáttum í sjónvarpi þar sem ísland hefði bor- ið á góma. í flokki um landafræði hefði ísland verið meðal flokka sem valdir hefðu verið. Sá sem valdi ísland stóð sig vel og svaraði skil- merkilega því sem að var spurt. í öðrum þætti versnaði í því þeg- ar spurt var í hvaða landi nyrsti 18 holu golfvöllur í heimi væri og til að hjálpa svarendum var upplýst að hann væri í bæ með því skrýtna nafni Akureyri. Sá sem fyrstur hringdi bjöllunni hefði betur látið það ógert því hann taldi að golfvöll- urinn norðlægi væri í Japan. Sá sem þá fékk svarréttinn vissi betur og stig fyrir ísland. xxx MTV sjónvarpsstöðin er ein út- breiddasta gervihnattastöð í heimi og sýnir einkum tónlistar- myndbönd og annað tónlistarefni. Inn á milli tónlistaratriða er skotið fréttapistlum sem gjaman segja frá poppgoðum, ungu fólki og áhuga- efnum þess. Mun stöðin njóta mik- illa vinsælda um allan heim. Kvöld eitt í vikunni var hringt í Víkverja og hann hvattur til að kveikja á MTV. Þá var verið að sýna þátt sem tekinn var upp hér á landi og gaf aðra mynd af íslend- ingum en venjulega er sýnd í land- kynningarmyndum - að minnsta kosti þeim sem við gerum sjálf. Sögumaður var hrokkinhærður og rauðbirkinn, glaðlegur strákur. Þegar Víkveiji kveikti á tækinu var piltur úti í garði við einbýlishús þar sem maður stóð við grill að elda kjötstykki. Á grillinu var líka bakki með þorramat, sviðum, súrs- uðum hrútspungum, hákarli og öðru sem fæstir tengja grillmat. Kokkurinn lýsti hinum þjóðlega kosti og tróð svo upp í sig súrsuð- um hrútspungum og stundi af vel- líðan. Því næst fór piltur með félögum sínum að kaupa landa áður en haldið var í samkvæmi þar sem ungmenni sveifluðu bjórdósum, sungu afmælissöng og viðhöfðu ýmis drykkjulæti. Leikurinn barst síðan í Austurstræti þar sem hundruð ungmenna röngluðu um að næturlagi, einhveijir veltust um í faðmlögum og fangbrögðum. Lík- lega var þetta nokkuð sönn mynd af skemmtanalífi margra. Glöggt er gests augað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.