Morgunblaðið - 14.02.1997, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 14.02.1997, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ MYNDBÖND/KVIKMYNDIR/ÚTVARP SJÓNVARP HELGARMYIMDIR SJONVARPSSTOÐVAIMNA Villuráfandi sauðir ramba í réttina ANDFÆTLINGAR okkar í Ástralíu leika lausum hala í kvikmyndasýn- ing^um Stöðvar 2 í febrúarmánuði. Þessar svokölluðu þemasýningar stöðvarinnar eru almennt fagnaðar- efni þótt stundum virðist tilviljun nokkuð ráða hvers konar sauðum tekst að smala saman í þemagirðing- una. Og í anda prédikunar minnar í síðasta pistli væri ennþá meira fagnaðarefni ef sjá mætti á þemaval- inu að þar þyrptust ekki einna helst nýlegar bíómyndir sem falla óvart saman í einhveija rétt, hvort sem hún er þjóðernisleg, efnisleg eða snýr að leikara eða leikstjóra. Best af öllu væri ef þemað helgaðist af markvissri dagskrárákvörðun og djarflegri innkaupastefnu. En uilin og síðar kjötið standa fyrir sínu, burtséð frá smalamennskunni. Föstudagur Sjónvarpið ►23.05 Ævintýraheim- ur fornrar riddaramennsku og leitar- innar að hinum helga kaleik birtist með þróttmiklum og litríkum hætti í Excalibur (1981), en höfundurinn, John Boorman, mætti þó gefa ridd- urum hringborðsins og Arthúri kon- ungi skarpari persónusköpun. Kynlíf og ofbeldi eru nútímakrydd þessarar gömlu sögu og myndsýn Boormans er mögnuð að vanda. Aðalhlutverk Nigel Terry, Helen Mirren o.fl. ★ ★★Stöð2 ►13.00og0.10 Sá sérstæði og mistæki bandaríski leik- stjóri Spike Lee samdi ásamt systk- inum sínum Joie og Cinque spaug- samt fjölskyldudrama frá Brooklyn- hverfí New Yorkborgar á miðjum 8. áratugnum, byggt á þeirra eigin HAPPDRÆTTI Vinningaskrá 38. útdráttur 13. febrúar 1997 íbúðarvinningur Kr. 2.000.000_______ Kr. 4.000.000 (tvgfaldur) 72261 Ferðavinningar Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 18115 37532 53815 66289 Kr. 50.000 Ferðavinningar 2522 8722 38008 67554 74744 76124 3997 37564 46438 72691 75005 77386 Húsbúnaðarvinningar Kr. 10.000 Kr. 20.000 í 98 10525 18843 29900 38287 48777 59071 68233 143 10908 18920 29990 38985 48937 59110 68370 212 11085 19029 30076 39344 49078 59467 69122 680 11774 19156 30100 40055 49496 59560 69673 1557 11909 19263 30304 40137 49850 59916 69679 1572 12122 19474 30431 40354 49903 60505 69861 1603 12590 19866 30503 "D80 50898 61303 70761 1914 12793 19948 30509 •*u/24 50993 61959 70824 1917 12816 20444 30626 41292 51234 62100 71280 2154 13081 20505 30643 41506 51388 62385 71416 2183 13083 21521 30938 41705 51394 62486 71538 2481 13096 21741 31165 42033 51429 62987 71574 3290 13456 22368 31728 42084 51604 63184 72447 3315 13468 22991 31834 42491 52224 63294 72690 3371 13735 23593 31942 42854 52353 63299 72752 3987 14167 23704 32754 43333 52505 63408 72886 5056 14208 25215 32891 43429 52826 63599 73310 5534 14447 25242 33476 43534 53211 63646 74409 5938 14477 25292 34549 43631 53396 63977 75177 6315 14607 r25667 34669 44911 53474 64114 75602 7627 14834 25924 34976 45121 53610 1 64658 75660 7856 15097 27379 35044 45297 53899 64690 76032 8158 15369 27905 35116 45954 54329 64860 76703 8661 15426 28526 36072 46729 54932 65272 78124 8919 15451 28689 36385 46747 55455 66184 78196 9506 15771 28722 36598 46783 55550 66583 78484 9752 15784 29365 36749 46923 56125 66688 79138 10074 16213 29485 36927 47156 56305 66970 79433 10168 17755 29650 37246 48735 57832 67782 10193 18083 29899 37776 48758 59033 67876 Heimasíða á Interneti: Http//www.itn.is/das/ Meistari Matthau ILLGJARNIR menn gætu lýst andlitinu sem greppitrýni eða uppþornaðri kartöflu. En velkt leðrið á sér- kennilegum hunds- haus Walters Matt- hau er eitt af því sem gerir þennan ástsæla bandaríska leikara jafnástsælan og hann er; annað er maka- iaus hollning og göngulag og það þriðja hvemig hann mjakar út úr sér tils- vörum af næmri, kó- mískri tímasetningu. Walter Matthau, fæddur Walter Mat- uschanskavasky, er núna á 77. aldursári. Hann hóf feril sinn á leiksviði sem krakki í gyðingaleikhúsi í New York til að vinna sér inn vasapeninga enda kominn af fátækum innflytjendum. Fullorðinn lék hann í leikhúsum, sjónvarpi og loks kvikmyndum á 6. áratugnum þar sem hann var einatt í hlutverki glæpona. Árið 1960 leikstýrði hann kvikmynd í fyrsta og eina skiptið, glæpamyndinni Gangst- er Story. Snilld hans i gamanleik uppgötvaðist skömmu síðar með myndum á borð við Charade (1963) og The Fortune Cookie (1966), þar sem hann fékk Óskarsverðlaun fyrir leik sinn á móti Jack Lemmon, sem varð hans helsti samstarfsmaður og vinur í fjölda mynda eins og The Odd Couple (1968) og The Front Page (1974). Matthau er líka eftirminnilegur sem lestarlögga í spennu- myndunum The Taking Of Pelham One Two Three, gamall krimmi í Charley Varrick (1973) og löggan Martin Beck í The Laughing Policeman (1974). Hann var frábær sem önugur karlskröggur í Kotch (1971), þar sem Lemmon leikstýrði félaga sínum og nýlega áttu þeir glæsilega endurkomu í hinum bráðskemmtilegu myndum um gömlu fýlupokana Grumpy Old Men og Grumpier Old Men. í sjónvarpsmyndinni Saga úr smábæ (Incident In a Smail Town, 1995, Sjónvarpið, laugardagur ►22.00) fer Matthau enn á kostum í hlutverki roskins þorpslögfræðings sem tekur að sér erfitt morð- mál. Myndin, sem er leikstýrt af Delbert Mann, er annað framhaldið af Emmy-verðlaunamyndinni The Incident (1990). WALTER Matthau sem gamall banka- ræningi í Charley Varrick. lífsreynslu. Myndin Crooklyn (1994) líður nokkuð fyrir það hversu ná- komið efnið er höfundum þannig að heildin er brotakennd. En margt er prýðilega gert og leikið af Alfred Woodard, Delroy þindo o.fl. Of löng. ★ ★ ‘A Stöð 2 ►20.55 Johnny Depp er heillandi í hlutverki ungs manns sem kannski - en kannski ekki - hefur misst tökin á veruleikaskyninu og trúir því að hann sé kvennagullið mikla Don Juan í óvenjulegri kvik- mynd, Don Juan DeMarco (1995). Konurnar sem verða á vegi hans trúa því flestar líka og sálfræðingur- inn hans á erfitt uppdráttar en hann leikur Marlon Brando sem virðist aka um með sjálfan sig í hjólbörum. Einkalíf sálfræðingsins er til vand- ræða fyrir myndina sem í heild er sjarmerandi. Efnileg leikstjórnar- frumraun Jeremys Leven. ★ ★ ‘A Stöð 2 ►22.35 Sannsögulega sjón- varpsmyndin Baráttan gegn Gotti (Getting Gotti, 1994) segir frá glímu yfirvalda við að hafa hendur í hári mafíuforingjans Johns Gotti og leik- ur Lorraine Bracco saksóknara sem á sama bakgrunn og glæponinn, leikinn af Anthony John Denison. Martin og Potter segja þetta þétt- ingsfast réttarfarsdrama og gefa ★ ★ ★ ‘A (af fimm mögulegum). Leikstjóri Roger Young. Stöð 3 ►21.05 og 22.35 Engar umsagnir finnast um spennumynd- irnar Engu að tapa (Everything To Gain), þar sem Sean Young leitar að þeim sem myrtu eiginmann henn- ar og ung börn, og Reimleikar (The Haunting ofLisa) um morð og yfir- náttúrulega atburði. Stöð 3 ► 24 .00 Gregory Hines og Christopher Lloyd eru skemmtilegir leikarar yfirleitt og Martin og Potter segja þá leggja sig alla fram í grín- spennumyndinni Smákrimmar (T Bone’n’Weasel, 1992), þar sem þeir leika titilpersónurnar sem lenda í ýmsum hrakföllum, en allt komi fyr- ir ekki - hláturinn láti á sér standa. Þau gefa ★ ★ (af fimm). Leikstjóri Lewis Teague. Sýn ►21.00 Kanadískur kappróðr- arkappi á 19.öld er söguhetjan í Meistarinn (TheBoyln Blue, 1986) og þótt hann sé leikinn af Nicolas Cage vekur hann ekki sérstakan áhuga, ekki frekar en myndin yfír- leitt. Klisjukennt. Leikstjóri Charles Jarrott. ★ 'h Sýn ►23.25 Ef annar hvor þeirra félaga Corey Haim eða Corey Feld- man eru á leikaraskrá kvikmyndar - að ekki sé minnst á þá báða sam- an (sjá sunnudag) - er yfírleitt slök meðalmennska í vændum. í grínhas- arnum Harður flótti 2 (Fast Getaway 2,1993) er Haim í hlut- verki fyrrum bankaræningja sem orðinn er öryggissérfræðingur banka. Sá sem stóð að þeirri ráðn- ingu ætti að fara sömu leið og sá sem ræður Haim í hlutverk, - í þessu tilviki leikstjórinn Oley Sassone. Hefur nokkuð til hans spurst síðan? ★ Laugardagur Sjónvarpið ►22.00 - Sjáumfjöllun í ranima. Sjónvarpið ►23.35 Breski leik- stjórinn Colin Nutley hefur sest að í Svíþjóð og þótti með myndinni Englagarði ná þjóðareinkennum Svía betur er innfæddir. Englagarð- ur var lunkin mynd og falleg á köfl- um enda sló hún í gegn á Norður- löndum. I tvöfalda hjónabandsdram- anu Síðasti dansinn (Sista dansen, 1993) tekst Nutley ekki alveg eins vel upp en þó er vel þess virði að fylgjast með hjónabandssælu verða að hjónabandshelvíti og berst sá leik- ur m.a. til Bretlands. Vel leikin af eiginkonu Nutleys, Helena Berg- ström, Ewa Fröling, Reine Brynolfs- son og Peter Andersson. ★ ★ ‘A Stöð2 ►15.00 Prúðuleikararnir gerast spæjarar á slóð skartgripa- þjófa í London í Prúðuleikararnir leysa vandann (The Great Muppet Caper, 1981). Missnarpir kaflar en yfirleitt fín skemmtun undir stjórn Jims heitins Henson. ★ ★ 'h Stöð 2 ► 21 .10 Geiflur ogglennur og gúmmíandlit Jims Carreys hafa ekki verið betur nýtt, hvorki fyrr né síðar, en í bjánafarsanum Heimskur, heimskari (DumbAnd Dumber, 1994). Efnisþráðurinn er dellumakerí út í gegn, húmorinn af grófustu sort, en mikið asskoti er gaman. Jeff Daniels kemur á óvart sem gamanleikari í hlutverki annars fífls og félaga Carreys. Leikstjóri Peter Farrelly. ★ ★ ★ Stöð 2 ►23.00 Laurence Fishburn og Ellen Barkin eru heldur hjárænu- leg í spennumyndinni Slæmir félag- ar (Bad Company, 1995), enda ger- ist fléttan - um svik á svik ofan í stríði hins opinbera við einkarekstur í njósnabransanum - æ meira þreyt- andi eftir því sem á líður. Leikstjóri Damian Harris, ★ 'A , Stöð 2 ►O .50 Ameríski draumurinn var tekinn hressilega til bæna í hippaópusnum Á þjóðveginum (EasyRider, 1969), sígildri tíma- mótamynd Dennis Hoppers um leit tveggja vélhjólakappa að hinni einu sönnu Ameríku. Músík og myndir grípa anda tímans á lofti og geyma hann. Velgengni þessa sjálfstæða smáiðnaðar gjörbreytti bandarískri kvikmyndagerð. Jack Nicholson varð stjarna eftir frammistöðu sína hér. ★ ★ ★ 'h Stöð 3 ►20.20 og 21.50 Umsagnir liggja ekki fyrir um fjölskyldumynd- ina Andi móður minnar (MyMoth- er’s Ghost, 1996) og sannsögulegu spennumyndina Sprengjuvargurinn (Unabomber, 1996) um nýlegt hryðjuverkamál í Bandaríkjunum. Síðarnefnda myndin fékk tæplega miðlungseinkunn í myndbandaum- sögn hér í blaðinu nýverið. Stöð 3 ►23.20 Leikstjórinn og handritshöfundurinn Barry Levinson gerði eina sína persónulegustu og best heppnuðu mynd þar sem er frumraunin Manndómsvígslan (Diner, 1982), hlýleg og húmorísk þroskasaga frá heimaborg hans Baltimore í lok 6. áratugarins. Prýð- is leikur hjá Mickey Rourke, Daniel Stern, Kevin Bacon o.fl. ★ ★ ★ Sýn ^21.00 Tveir harðsnúnir bræður í baráttu við jafnharðsnúna morðingja er viðfangsefni spennu- myndarinnar Hefndarhugur (Train- ed To Kill, 1988). Myndin er eitt stórt spurningamerki og nafn leik- stjórans H.K. Dayl vekur líka spurn- ingar eins og: Hver í fjáranum ber slíkt nafn? Sýn ►24.00 Leikstjórinn Neal Jim- enez byggir á eigin reynslu af lömun af slysförum í dramatísku myndinni Dansað á vatni (The Waterdance, 1992), sem lýsir þremur félögum bundnum við hjólastól á endurhæf- ingarstöð. Áhrifamikil mynd og vel leikin af Michael Steinberg, Eric Stoltz, Wesley Snipes og William Forsythe. Sem betur fer er húmorinn ekki langt undan í erfiðum aðstæð- um. ★ ★ ★ Sunnudagur Sjónvarpið ►22.50 Umsagnir finnast ekki um bresku spennu- myndina Blái drengurinn (The Blue Boy, 1994) en dularfullir atburðir við vatn í skosku hálöndunum og leikarar á borð við Emma Thomp- son, Adrian Dunbar og Eleanor Bron lofa góðu. Leikstjóri Paul Murton. Stöð 2 ►22.55 í Heimi fyrir hand- an (They Watch, öðru nafni They, 1993) leikur Patrick Bergin sakbit- inn og sorgmæddan föður sem er vitjað af svip látinnar dóttur. Hið dulræna og hið sálræna er fínlega ofið saman í þessu vel heppnaða drama, þar sem Vanessa Redgrave ber af í hlutverki sjáanda. Leikstjóri John Korty. ★ ★ ★ Sýn ►23.15 Ogþáerkomiðað þeim félögum báðum Corey og Cor- ey - Haim og Feldman - að brillera enn og aftur í sinni slöku meðal- mennsku í dellugríninu Sólstranda- hetjurnar (Scuba School, 1993). Skárra að vera hér á klakanum en í þessum sólarstrandarfélagsskap. ★ Árni Þórarinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.