Morgunblaðið - 14.02.1997, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 14.02.1997, Blaðsíða 52
0 BljNADARBANKI ÍSLANDS Jími£d -setur brag á sérhvern dag! MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBLfSCENTRUM.IS / AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTl 1 FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Launa- og skattakröfur ASÍ kynntar í dag Ný mynd í anda Barna náttúrunnar? . Taxtakaup hækkí um 10-20 þúsund ALÞÝÐUSAMBAND íslands mun síðdegis í dag kynna sameiginlegar áherslur landssambandanna í launamálum vegna yfirstandandi kjaraviðræðna og kröfugerð verka- lýðshreyfingarinnar á hendur stjórnvöldum í skattamálum og fleiri málum. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins verður lagt til í launa- málum að samið verði til rúmlega tveggja ára og höfuðáhersla lögð á krónutöluhækkun fastra launa. Mun vera samstaða um að krefjast þess að allir grunntaxtar hækki um tíu þúsund kr. á samningstímanum í tveimur áföngum eða um 5.000 kr. í hvort skipti en lægstu dag- vinnulaun hækki þó meira eða um samtals 20 þúsund kr. á tímabilinu. Þannig verði því markmiði náð fyr- ir lok samningstímans að lágmarks: laun verði komin yfir 70 þús. kr. í kröfum landssambandanna er einn- ig gert ráð fyrir að hluti kaupauka- greiðslna verði færður inn í taxta- kaupið. I kröfugerð Alþýðusambandsins gagnvart stjómvöldum er meginá- hersla lögð á skattalækkun þar sem tekið verði upp 37% skattþrep á laun á bilinu 62-150 þúsund en núverandi skattþrep verði óbreytt á laun þar fyrir ofan. Jaðarskattar verði einnig lækkaðir með breyting- um á tekjutengingu bóta. Einnig er m.a. gerð krafa um verðlækkun á kjúklingakjöti og eggjum en nokkrar deilur urðu um þá kröfu- gerð í gær innan verkalýðshreyfing- arinnar samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Ágreiningur um skattakröfur Samkvæmt heimildum blaðsins hefur verið nokkur ágreiningur milli ASÍ og samtaka opinberra starfs- manna um þá ákvörðun ASÍ að setja fram kröfur um skattabreyt- ingar með þessum hætti. Það mun vera skoðun BSRB að ekki sé skyn- samlegt að tengja kröfur um lækk- un skatta samningum um kaup og kjör, heldur eigi menn að gefa sér lengri tíma og reyna að ná breiðri samstöðu í þjóðfélaginu um breyt- ingar á tekjuskattskerfinu og vinna að því verkefni í jaðarskattanefnd stjórnvaldg, og aðila vinnumarkað- arins. Richard Harris vill aðalhlutverkið VIÐRÆÐUR fara nú fram milli Friðriks Þórs Friðrikssonar, er- lendra fjárfesta og írska ieikarans Richard Harris um að Friðrik Þór geri mynd líka Börnum nátt- úrunnar með Harris í aðalhlut- verki. Friðrik Þór kveðst hafa hitt Harris fyrir skömmu og hafi hann þá vakið máls á þessu. Harris hafði séð Börn náttúrunnar og hrifist af henni. Harris lýsti yfir áhuga á að Friðrik Þór gerði mynd í svipuðum anda með Harris í aðal- hlutverki. Sú mynd á að gerast á Irlandi. Friðrik Þór sejgir að þetta verði ekki dýr mynd. A fundi hans með Harris voru einnig erlendur fjár- festir og umboðsmaður. Fjárfest- irinn lýsti því yfir að ekkert vandamál yrði að finna fjármagn til að gera svo ódýra mynd. „Þetta er aðeins eitt af mörgum verkefnum sem ég er að vinna að en þetta er ekki komið á það stig að ákvarð- anir hafi verið teknar. En ef af þessu verður, verður það mjög fljótlega. í kvik- myndagerð hef- ur orðið fljótlega merkinguna inn- an þriggja ára,“ segir Friðrik Þór. Hann segir að á fundinum hafi verið rætt um þijár leikkonur til þess að taka að sér annað aðalhlut- verkið. Þar hafi þekkt nöfn borið á góma. Richard Harris hefur leikið í mörgum þekktum breskum og bandarískum myndum, t.d. Byss- urnar frá Navarone, A Man Called Horse og Unforgiven. Richard Harris Hraðfrystihús Eskifjarðar byijað að frysta loðnu fyrir Japansmarkað Loðnan flokkast illa Handtekin M vegna fíkniefna FÍKNIEFNADEILD lögreglunnar í Reykjavík handtók í gær þijá karl- menn og eina konu vegna gruns um fíkniefnamisferli og lagði hald á töluvert mikið af hassi og amfet- amíni. Einn mannanna var úrskurðaður í varðhald til 7. mars og er lögregl- an að vinna að kröfugerð um gæslu- varðhald yfir fleiri mönnum. NIÐURSTÖÐUR könnunar með 3.000 manna úrtgki, sem gerð var í apríl á síðasta ári, sýna að 1,3% kvenna og 0,8% karla höfðu orðið fyrir ofbeldi af hálfu núverandi eða fyrrverandi maka síns á tólf mán- aða tímabili. Séu þessar tölur umreiknaðar miðað við fjölda karla og kvenna á aldrinum 18 til 65 ára sést að á bilinu 1.000 til 1.100 konur hafi verið beittar ofbeldi af hálfu maka á einu ári á landinu, en um 650 karlar. Þetta kemur fram í skýrslu um heimilisofbeldi, sem nefnd á vegum dómsmáiaráðherra hefur unnið og lögð var fram á Alþingi í gær. Yfir helmingur kvennanna beittur grófu ofbeldi Spurt var um það hvort fólk hefði orðið fyrir ofbeldi yfírleitt á sama tímabili og svöruðu 2,8% kvenna því játandi en 9,4% karla. Nærri helmingur alls ofbeldis gegn konum á tímabilinu var því ofbeldi af hálfu maka, en karlar verða fyrst og fremst fyrir ofbeldi af hálfu ókunnugra. í skýrslunni kemur einnig fram að um 54% þeirra kvenna, sem beittar voru ofbeldi af hálfu maka, hafi orðið fyrir grófu of- beldi á borð við hnefahögg eða hrindingar á húsgögn eða niður stiga. Hins vegar voru 34% karla, sem urðu fyrir heimilisofbeldi, beittir grófu ofbeldi. „Konur eru bæði fremur beittar ofbeldi og einnig oftar grófu ofbeldi," segir í skýrslunni. ■ Konur verða oftast/27 ÞÓTT loðnan sé nú komin með 15% hrognafyllingu og henti þess vegna í frystingu fyrir Japansmarkað hafa fæst frystihúsin fengið leyfi kaup- endanna til að hefja frystingu. Jap- anir vilja helst fá eingöngu stóra kvenloðnu en loðnan er lítil í þeim göngum sem veitt hefur verið úr til þessa og sérstaklega hængurinn svo afay erfitt er að flokka hann frá. A Seyðisfirði og víðar var hætt að fiokka fyrir hádegið í gær vegna þess hvað lítið kom út úr farminum. Hraðfrystihús Eskifjarðar var eina frystihúsið sem gat fryst eitthvað að gagni fyrir Japansmarkað í gær, eftir því sem næst verður kornist. Frystingu á loðnu úr Jóni Kjartans- syni var þó hætt um miðjan dag vegna þess að hráefnið var að missa ferskleika en von var á öðru skipi fyrir kvöldið. Benedikt Jóhannsson frystihússtjóri sagði að á Eskifírði v, væri verið að frysta smærri ioðnu en reynt væri að flokka eins og mögulegt væri til að ná út þeim stærðum sem um væri beðið. Frekar þungt hljóð er í frystihús- mönnum fyrir austan vegna þess hvað loðnan flokkast illa og sumir eru hræddir um að þeir séu að missa af lestinni í ár. Morgunblaðið/Ásdís FULLTRÚAR japönsku kaupendanna taka sýni við pökkun loðnunnar og meta stærð og gæði. Könmm á heimilisofbeldi á tólf mánaða tímabili 1.100 konur og 650 karlar beitt ofbeldi maka Plastprent hf. SH selur bréf fyrir 138 millj- ónir kr. SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrysti- húsanna hefur selt hlutabréf að nafnvirði 21,2 milljónir króna í Plastprenti hf. eða sem svarar 10,6% af heildar- hlutafé fyrirtækisins. Bréfín voru seld á genginu 6,50 þannig að söluandvirði þeirra nemur 138 milljónum króna. Hlutabréf SHseld í stórum skömmtum Sölumiðstöðin átti áður 29,6% hlut í Plastprenti hf. en fyrir sex mánuðum hóf hún að selja hlutabréf sín í fyrirtækinu í stórum skömmt- um. í lok september seldi fyr- irtækið bréf í Plastprenti að nafnvirði 18 milljónir, einnig á genginu 6,50, eða fyrir 117 milljónir og í október seldi það bréf fyrir 20 milljónir á sama gengi eða fyrir 130 milljónir. A hálfu ári hefur Sölumiðstöðin því selt öll hlutabréf sín í Plastprenti hf. fyrir 385 milljónir króna að markaðsvirði. Fagfjárfestar keyptu hlutabréfin Ekki fékkst uppgefið í gær hveijir hefðu keypt bréfín. Jóhann ívarsson, forstöðu- maður hjá Kaupþingi, sem hafði umsjón með viðskiptun- um, sagði að kaupendurnir hefðu verið sjóðir og aðrir fagfjárfestar. Piastprent bauð út nýtt hlutafé síðastliðið vor á geng- inu 3,25 og hefur gengið því tvöfaldast á þeim tíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.