Morgunblaðið - 25.02.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.02.1997, Blaðsíða 1
112 SÍÐUR B/C 46. TBL. 85. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Utför Dengs Xiaoplng fór fram í gær „Farðu varlega, félagi Xiaoping44 Pekinjr. Reuter. UTFOR Dengs Xiaoping, leiðtoga Kínverja, sem lést sl. miðvikudag, fór fram í gær. Var lík hans flutt frá sjúkrahúsi í miðborg Peking, þar sem fjölskylda hans og hátt- settir embættismenn kvöddu hann hinstu kveðju, áður en það var flutt í Babaoshan-kirkjugarðinn þar sem það var brennt. I dag fer fram minningarathöfn um hann í Höll alþýðunnar, sem búist er við að um 10.000 manns taki þátt í. Að henni lokinni verður ösku Dengs dreift á hafi úti. Þúsundir manna vörðuðu leiðina frá sjúkrahúsinu að kirkjugarðinum er lík leiðtog- ans var flutt á milli og vottuðu honum virðingu sína. Deng var afar mótfallinn per- sónudýrkun og óskaði hann eftir því að lík hans yrði brennt auk þess sem hann baðst undan því að lík hans yrði látið liggja á við- hafnarbörum. Það var hins vegar gert í skamma stund í gær er fjöl- skylda hans og leiðtogar Alþýðu- lýðveldisins kvöddu hann. Emb- ættismennirnir hneigðu sig í þrí- gang og vottuðu fjölskyldunni samúð sína en eiginkona hans og dætur kysstu Deng og grétu. „Þú ert ekki dáinn,“ hrópaði Deng Rong, dóttir hans. Sjónvarpað var frá sjúkrahúsinu þar sem lík Dengs lá á viðhafnar- börum. Var það sveipað kínverska fánanum og börurnar nær huldar blómum. A borða yfir börunum stóð „Eilíf dýrð til handa félaga Deng Xiaoping". Fremstur leið- toganna, sem þóttu þungbúnir og þöglir, fór Jiang Zemin, forseti Kína, sem búist er við að verði næsti leiðtogi landsins. Mun hann lesa minningarræðu um Deng við athöfnina í Höll alþýðunnar í dag. Líkbíllinn sem flutti lík Dengs í kirkjugarðinn var þakinn svört- Reuter ZHUO Lin, ekkja Deng Xiaoping, kveður eiginmann sinn hinstu kveðju en við hlið hennar standa dætur þeirra; Deng Nan, Deng Rong og Deng Lin. um og gulum borðum, sorgarlitum um. Grétu margir og flestir höfðu Kínveija, og þúsundir manna fest hvít pappírsblóm á yfirhafnir stóðu við götunar sem ekið var sínar. „Farðu varlega, Xiaoping" stóð á einum borðanum og „Út- hell heitum tárum fyrir félaga Xiaoping“ stóð á öðrum. Reuter Málstöðvar kvenna stærri London. The Daily Telegraph. KARLMENN hafa löngum haft á orði að konur séu mun mál- gefnari en karlar og nú hafa ástralskir vísindamenn tekið undir þetta og gert tilraun til að skýra ástæðuna. Hún sé sú að málstöðvar í heila kvenna séu stærri en í körlum. Áður hafa verið birtar rann- sóknir sem renna stoðum und- ir þá fullyrðingu að konur eigi auðveldara með að tjá sig og eiga samskipti við aðra en karlar. Áströlsku vísinda- mennirnir komust að því að svæðin tvö þar sem málstöðvar eru í heilanum, svokölluð Broca- og Wernicke-svæði, eru um 20% stærri í konum en körlum. Telja þeir að þessi stærðar- munur sé skýringin á sam- skiptahæfileikum kvenna. Sögðu vísindamennirnir, sem starfa við háskólann í Sydney, að mestur munur væri á heil- um kynjanna á áðurnefndum svæðum. Ráðgjafanefnd NATO og Rússa í sjónmáli Ósló, Brussel. Reuter. Ættingja leitað í bruna- rústum GRÁTANDI hindúar leita ætt- ingja sinna í brunarústum strá- kofaþyrpingar sem brann í þorpi í austurhluta Indlands á sunnudag. Að minnsta kosti 200 manns fórust í eldhafinu en aðeins hefur tekist að bera kennsl á um fjórðung líkanna. Reyna læknar nú að bjarga lífi á annað hundrað manna sem eru með alvarleg brunasár. ÖIl fórnarlömbin munu hafa verið karlar, en þeir voru á árlegri trúarráðstefnu hindúa. Ind- verskir embættismenn sögðu í gær að þessi atburður sýndi að eldvörnum væri afar ábótavant á Indlandi. ■ Tugir manna á sjúkrahúsi/22 RÚSSAR og Atlantshafsbandalagið (NATO) hafa nálgast samkomulag um formleg samskipti, þrátt fyrir að enn sé ósamið um mörg útfærsluat- riði. Jevgení Prímakov, utanríkisráð- herra Rússlands, átti fund með Jav- ier Solana, framkvæmdastjóra NATO, á sunnudagskvöld og í gær fór hann í opinbera heimsókn til Noregs, eina NATO-ríkisins sem á landamæri að Rússlandi. Á blaða- mannafundi í Ósló sagði Prímakov að NATO og Rússar væru nú nær bindandi samkomulagi en áður um samskiptin. Heimildarmenn innan NATO stað- festu í gær að Rússar og bandalagið væru sammála um þörfina á fastri ráðgjafanefnd sem hefði eftirlit með samskiptum þeirra. Rússar hafa lagt fast að NATO að það verði gert í lagaiega bindandi skjali en Atlants- hafsbandalagið vill að samkomulagið verði lausara í reipunum. Nefndin yrði algerlega aðskilin frá stofnunum NATO og Rússar og NATO ættu þar jafnmarga fulltrúa. Prímakov sagði Rússa hóflega bjartsýna á að samkomulag næðist sem þeir gætu sætt sig við. Þeir myndu halda áfram viðræðum við NATO, en næsti fundur rússneskra ráðamanna og Solanas verður í Moskvu í byijun næsta mánaðar. Heimildarmenn innan NATO segja að lokasamkomulag Rússa og NATO kunni að liggja fyrir, áður en leið- togafundur bandalagsins hefst í Madríd í júlí. Þá er búist við því að NATO bjóði nokkrum ríkjum í Mið- og Austur-Evrópu aðild. Prímakov ítrekaði í gær andstöðu Rússa við stækkun bandalagsins og sagði hana ekki hafa verið rædda á fundi hans og Solanas. Á sunnudag lýsti Borís Jeltsín Rússlandsforseti því hins vegar yfir að hann hygðist ná samkomulagi við Bandaríkjamenn um stækkun NATO á fundi hans og Bill Clintons Bandaríkjaforseta, sem boðað hefur verið til í Helsinki í mars. Er þetta túlkað sem svo að Rússar hafi í reynd fallið frá and- stöðu sinni, þó að þeir muni reyna að tefja hana með öllum ráðum. ■ Jeltsín ætlar að semja/24 Lofa fjöl- miðlafrelsi í Serbíu Washington. Reuter. SLOBODAN Milosevic, forseti Serb- íu, hyggst aflétta hömlum á tjáning- arfrelsi fjölmiðla, að því er upplýs- ingaráðherra Serbíustjómar sagði í Washington í gær. Segir ráðherrann það m.a. þýða að stjórnarandstæð- ingar muni hafa aðgang að ríkisrekn- um sjónvarpsstöðvum. Upplýsingaráðherrann, Radmila Milentijevic, sagði að með þessu verði Milosevic við einni helstu kröfu stjórnarandstöðunnar í tengslum við kosningar sem halda á síðar á árinu. „Við viljum fínna fijálslyndustu lög um fjölmiðla í allri Evrópu og hafa þau sem fyrirmynd er við mótum reglugerðir okkar,“ sagði Mil- entijevic. ♦ ♦ ♦--- Meller eftirmaður Engells Kaupmannahöfn. Reuter. DANSKIR íhaldsmenn völdu í gær eftirmann Hans Engells, sem sagði af sér flokksformennsku í síðustu viku eftir að hann var staðinn að ölvunarakstri. Per Stig Meller, sem var umhverfisráðherra í stjórn borg- araflokkanna 1990-1993, tekur við af Engell en hann þykir heldur til vinstri í íhaldsflokknum. Meller, sem er 54 ára og hefur samið bækur um heimspeki og bók- menntir, sagðist í gær myndu leggja áherslu á áframhaldandi samstarf við Venstre, flokk Uffe Ellemann- Jensens. Sagði hann flokkana stefna að því að mynda stjórn eftir næstu kosningar með aðstoð miðjuflokka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.