Morgunblaðið - 25.02.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.02.1997, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Ég mat Smugudeiluna rangt - segir HaRdór Asgrimsson ( | j j i 11 samtali við norska Qðlrrtðla. Jón BaWvin: No comment Dóri er aö læra. WiíM A gMuaJo- ÉG hélt að ég væri utanríkisráðherra, Jón minn Sendiherrann í Osló áréttar þjóðerni Snorra „MÉR fínnst sjálfsagt að nota hvert einasta tækifæri sem gefst til að minna Norðmenn á að Snorri Stur- luson var ekki norskur heldur ís- lenskur,“ segir Eiður Guðnason, sendiherra íslands í Noregi, en hann hefur sent framkvæmdastjóra norsku bókaútgáfunnar J.M. Sten- ersen Forlag bréf þess efnis að rétt sé farið með þjóðerni Snorra í aug- lýsingu fyrirtækisins. Umrædd auglýsing birtist í norska dagblaðinu Aftenposten í síðustu viku en þar var verið að auglýsa til sölu kvæðabálkinn „Nordlands Trompet" eða Norður- lands trómet, sem norski presturinn Petter Dass kvað á síðasta fjórð- ungi sautjándu aldar. í auglýsing- unni segir að Petter Dass sé elsti norski rithöfundurinn, fyrir utan Snorra, sem eigi verk er enn séu þekkt. Sama dag og auglýsingin birtist sendi Eiður bréfið til framkvæmda- stjóra bókaútgáfunnar þar sem hann áréttaði m.a. að enginn vafi léki á því hverrar þjóðar Snorri Sturluson væri. Hann hefði fæðst á íslandi um þrjú hundruð árum eftir að ísland byggðist. Eiður segir reyndar að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem hann hafi þurft að árétta þjóðerni Snorra en Norðmenn séu gjarnir á að eigna sér hann. Lyftari í lausu lofti GÁMALYFTARI sporðreistist á athafnavæði Samskips ný- lega- þegar hann var að flytja um 30 tonna þungan gám. Lyftarinn lenti ofan i holu þannig að jafnvægi hans rask- aðist með fyrrgreindum afleið- ingum, auk þess sem hálka og snjór áttu þátt í óhappinu. Gámurinn, sem var hlaðinn loðnu, skemmdist lítilsháttar en ekki varð tjón á lyftaranum eða meiðsli á ökumanni hans. Samkvæmt upplýsingum frá Samskipi hefur sambærilegt atvik orðið einu sinni áður og ekki hafi verið hætta á ferðum. Lyftarinn komst á réttan kjöl með aðstoð krana. Hannes Hlífar vann atskákmót TAFLFÉLAGIÐ Hellir stóð fyrir helgaratskákmóti þann 21. og 22. febrúar s.l. Mótið var vel skipað og meðal keppanda var stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson. Hannes vann reyndar öruggan sigur, vann allar sínar skákir 7 að tölu. í 2.-3. sæti urðu svo bræðumir Bragi og Björn Þorfinnssynir með 5 vinninga. -----» ♦------ Hellisheiði Veglýsing kost- ar 200 milljónir KOSTNAÐUR við að lýsa upp Suður- landsveg frá Reykjavík að Hvera- gerði, um 35 kílómetra kafla, er áætlaður um 200 milljónir króna. Viðhaldskostnaður er talinn nema um 6-7 milljónum króna á ári. Halldór Blöndal samgönguráð- herra telur veglýsingu á Hellisheiði ekki forgangsverkefni í vegagerð. Þetta kom fram á Alþingi í svari ráðherra við fyrirspurn frá þing- mönnunum Guðna Ágústssyni og Guðmundi Hallvarðssyni. Morgunblaðið/Kristinn Samtök hjálparstofnana kirkna í Evrópu Hagsmuna- vörður fátækra í Brussel Martin Bax ARTIN Bax, fram- kvæmdastjóri APRODEV, sam- taka hjálparstofnana mót- mælendakirkna í Evrópu, var staddur hér á landi í síð- ustu viku og ræddi við for- ráðamenn Hjálparstofnunar kirkjunnar, sem á aðild að APRODEV. Hvað er APRODEV og hvert er hlutverk samtak- anna? „Aðilar að APRODEV eru hjálparstofnanir mótmæl- endakirkna í Evrópu. Við erum tengd Heimskirkjuráð- inu og Lútherska heimssam- bandinu. Samtökin voru stofnuð vegna þess að menn vildu bregðast við því að ákvarðanir, sem hafa áhrif á fátækt fólk í þriðja heimin- um, voru í auknum mæli teknar á vettvangi samevrópskra stofnana. Það var orðið erfiðara fyrir ein- stakar stofnanir að hafa áhrif í sínum höfuðborgum, vegna þess að ákvarðanatakan hafði færzt til stofnana í Brussel. Hjálparstofn- animar óttuðust líka að innri markaður Evrópusambandsins myndi hafa áhrif á fjáröflunar- möguleika þeirra, en það varð að vísu ekki raunin, þegar til kom. Hjálparstofnanirnar ákváðu því að setja á fót stofnun, sem gætti hagsmuna þeirra sameiginlega í Brussel og það er meginverkefni mitt; að vera fulltrúi fátækustu íbúa heimsins við stofnanir Evr- ópusambandsins í Brussel. Fram- kvæmdastjórn ESB er mikilvæg, Evrópuþingið er líka mikilvægt og auðveldara að eiga við, ráðherra- ráðið er kannski mikilvægast, en afar erfitt að öðlast aðgang að því. Á hinum evrópska vettvangi er einnig að finna ýmiss konar bjarg- ir, sem stofnanir án þátttöku stjórnvalda hafa aðgang að. Hluti af starfi mínu er að hjálpa aðildar- stofnunum að fá aðgang að þess- um björgum, til dæmis peningum og matvælaaðstoð, sem oft er út- deilt í gegnum sjálfstæðar hjálpar- stofnanir." í þriðja lagi reyni ég að aðstoða aðildarstofnanimar við að finna betri samstarfsaðferðir, hjálpa hver annarri og reyna að forðast tvíverknað." Getur þú nefnt dæmi um að APRODEV hafi tekizt vel upp sem þrýstihópi? „Okkur hefur til dæmis tekizt að fá mjög góðan aðgang að Evr- ópuþinginu. Við erum vel þekkt í þinginu og okkur tekst alloft að koma upplýsingum á framfæri við Evrópu- þingmenn og inn í um- ræðumar. Ástæðan er sú að við höfum betri uppsprettur upplýsinga en þeir. Það er oft erfitt að fá góðar upplýsingar um ástand mála í þriðja heiminum, en við erum í beinu sambandi við fólk, sem er á vettvangi og hlustar á grasrótina. Þetta á sérstaklega við þegar neyðarástand kemur upp; meðan á borgarastríðinu í Rúanda stóð, vorum við mun betur upplýst en stjómmála- og embætt- ismenn. Við getum því komið upplýsing- um okkar til þeirra og stundum þrýst á þá að grípa til aðgerða. Þetta snýst allt um að þeir geti treyst okkur og ég held að eftir sjö ár njóti APRODEV virðingar fyrir nákvæmar upplýsingar, sem menn hafa getað sannreynt." Hver er tilgangurinn með heim- sókn þinni til íslands? ► Martin Bax er fæddur í Bret- landi en hefur lengst af búið utan heimalandsins. Hann starf- aði m.a. hjá einkafyrirtækjum í Suður-Afríku og í Ródesíu um fimmtán ára skeið, en um leið tók hann þátt í kirkjulegu hjálp- arstarfi í sjálfboðavinnu. Um fimmtán ára skeið starfaði hann hjá Christian Aid, hjálparstofn- un mótmælendakirkna á Bret- landi, en hefur undanfarin ár verið framkvæmdasljóri APRODEV, samtaka hjálpar- stofnana mótmælendakirkna í Evrópu, með aðsetur í Brussel. „Ég reyni að heimsækja aðild- arstofnanimar reglulega. Það er einkum tvennt, sem ég hef rætt við Hjálparstofnun kirkjunnar hér á íslandi. Annars vegar hefur það færzt í vöxt á undanfömum árum að ríkisstjómir feli sjálfstæðum hjálparstofnunum að koma þróun- araðstoð sinni til skila. Þetta er til dæmis tilfellið í hinum norrænu ríkjunum og Evrópusambandið hef- ur einnig á að skipa fjármunum, sem varið er með þessum hætti. Það hefur verið sýnt fram á að með þessu móti verður aðstoðin ódýrari, hún kemst frekar til þeirra, sem þurfa á henni að halda og borgarar í ríkjunum eru já- kvæðari í garð slíkrar aðstoðar. Ég geri ráð fyrir að reyna að hjálpa Jónasi Þórissyni framkvæmda- stjóra og starfsliði hans að knýja á um að íslenzka ríkið feli Hjálpar- stofnun kirkjunnar í auknum mæli að koma þróunaraðstoð íslands til skila. ísland veitir að vísu minni þróunaraðstoð til þriðja heimsins en flest nágrannaríkin, en þeirri aðstoð, sem um er að ræða, mætti koma til skila með ódýr- ari og skilvirkari hætti. Hins vegar hyggj- umst við skoða í samein- ingu hvort Hjálpar- stofnun kirkjunnar geti til lengri tíma litið feng- ið aðgang að sjóðum Evrópusambandsins til að takast á hendur neyðaraðstoð við þriðja- heimsríki. Það er ekki mjög líklegt að það takist, en við ætlum að reyna. Loks höfum við rætt um að auka samstarf um miðlun íslend- inga á alnetinu. Mér skilst að flest- ir íslenzkir skólar hafi aðgang að netinu og hafí byrjað að nota það við kennslu. Við getum aðstoðað Hjálparstofnun kirkjunnar að leita uppi góðar upplýsingar um þróun- arhjálp og hjálparstarf og miðla til kennara og skólabarna á alnet- inu. Þannig myndu böm læra strax á unga aldri að skilja aðstæður fólks, sem býr hinum megin á hnettinum.“ Hjálparstofn unin fái að- gang að sjóð um ESB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.