Morgunblaðið - 25.02.1997, Page 15

Morgunblaðið - 25.02.1997, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1997 15 AKUREYRI Morgunblaðið/Kristján JÓHANNES G. Sigurgeirsson spurðist fyrir um möguleika á þvi að fyrsta flug dagsins yrði frá Akureyri þannig að Norðlendingar kæmust sem fyrst suður á daginn. Páll Halldórsson hjá Flugleiðum og Ómar Benediktsson hjá Islandsflugi eru til vinstri á myndinni. Flugfélag íslands Fyrsta ferð dagsins frá Akureyri FLUGFÉLAG íslands hyggst fljúga Páll sagði fyrirhugað að gera slíka beint frá Akureyri fyrstu ferð að morgni eftir að það hefur starfsemi. Þetta kom fram í svari Páls Halldórs- sonar framkvæmdastjóra Flugleiða innanlands á fundi um framtíð inn- anlandsflugs sem haldinn var á Ak- ureyri í gær. Jóhannes Geir Sigurgeirsson spurði á fundinum hvort ætlunin væri að hefja áætlunarfiug dagsins frá Akureyri. Ef svo yrði væri sam- runi Flugleiða innanlands og Flugfé- lags Norðurlands að skila Norðlend- ingum einhverjum ávinningi. Það skipti fjölda fólks miklu máli að kom- ast sem fyrst suður að morgninum til að geta notað daginn, fleiri norð- anmenn sæktu hluta af sinni vinnu suður en öfugt. Jóhannes Geir sagði Flugfélag íslands með nýtt heimilis- fang á Akureyri ekki standa undir nafni nema sú breyting yrði gerð að fyrsta ferð dagsins yrði frá Akureyri. breytingu, það væri mun auðveldara nú þar sem aðstaða væri fyrir hendi og hluti fiugmannahóps félagsins væri búsettur á Akureyri. Ómar Benediktsson framkvæmda- stjóri íslandsflugs sagði á fundinum að félagið hefði prófað að fljúga fyrsta flug dagsins frá ísafirði og það gefist ágætlega, en hvað yrði annars staðar gæti hann ekki fullyrt. Þeir Páll og Ómar áttu von á að mest samkeppni yrði á leiðinni milli Reykjavíkur og Akureyrar, til Vest- mannaeyja, Egilsstaða og Isafjarðar. „Við efumst ekki um að íslandsflug ætli sér að fljúga milli Akureyrar og Reykjavíkur og miðum okkar áætlan- ir við það að verja það sem við höf- um,“ sagði Páll. í máli hans kom einnig fram að það væru tvímælalaust hagsmunir Flugfélags íslands ef beint flug til Akureyrar frá útlöndum ykist. Tollgæslan og lögreglan leituðu í rússneskum togara TOLLGÆSLAN á Akureyri gerði leit í rússneska togaranum Opon um hádegi á sunnudag í samvinnu við lögreglu, en um borð fundust 23 flöskur af vodka auk þess sem hald var lagt á ýmsan annan vam- ing sem grunur lék á að væri illa fenginn. Sigurður Pálsson yfirtollvörður sagði að fylgst hefði verið með tog- aranum undanfarna daga, en hann hefur legið við festar í höfninni. Talsverður straumur hefur verið að togaranum, einkum af yngra fólki sem staðið hefur í viðskiptum við rússnesku sjómennina. Virtist sem vodkinn hefði notið einna mestra vinsælda, en straumurinn um borð var slíkur að ekki þótti annað fært en að setja lögregluvörð um skipið. Lögregla gerði tollgæslu viðvart og var í framhaldinu gerð leit í skipinu. Að sögn Sigurðar virðist sem rússnesku sjómennirnir hafi einkum látið hinar eftirsóttu veigar í skipt- um fyrir gamlar tölvur og mynd- bandstæki. Að sögn Sigurðar verð- ur áfram fylgst með skipinu. Hald lagt á vodkaflöskur Ákæra á hendur manni fyrir kynferðisbrot þingfest Gæsluvarðhald framlengt RÍKISSAKSÓKNARI hefur gefið út ákæm á hendur Akureyringi á sextugsaldri fyrir kynferðisbrot gagnvart ungum stúlkum og dreif- ingu á klámefni. Málið var þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær en frekari málsmeðferð frestað fram í næstu viku að ósk ákæm- valdsins, sem hyggst leggja fram frekari gögn í málinu. Jafnframt verður væntanlega ákveðið nk. þriðjudag hvenær aðal- meðferð málsins fer fram. Dómþing verður haldið fyrir luktum dymm og er það gert til að hlífa vitnum í málinu. Þá var gæsluvarðhaldsúr- skurður mannsins framlengdur í gær til 21. apríl nk. að ósk ríkissak- sóknara. Kynferðisbrot gagnvart sex stúlkum Ákæra ríkissaksóknara á hendur manninum er í fjórum liðum. í fyrsta lagi er manninum gefið að sök að hafa haustið 1991 framið kynferðisbrot gagnvart þremur stúlkum á aldrinum 6-9 ára. í öðm lagi að hafa frá því í byijun árs 1996 og fram á mitt ár, fram- ið kynferðisbrot gagnvart þremur öðrum stúlkum á sama aldri. í þriðja lagi að hafa á eins árs tímabili, frá nóvember 1995, dreift klámljósmyndum á spjallrás al- netsins. í fjórða lagi er þess kraf- ist að m.a. tölvubúnaður ýmiss konar svo og ljósmyndir sem hald var lagt á við rannsókn málsins, verði gert upptækt. Þá eru hafðar uppi miskabóta- kröfur vegna þeirra sex stúlkna sem tengjast málinu, samtals að upphæð 8 milljónir króna auk kostnaðar. Vél búin: 1.6 lítra rúmmáli 16 ventlum tölvustýröri innspýtingu 116 hestöflum Rafknúnar rúöur Rafknúnir hliðarspeglar Samlæsing í hurðum Vökva- og veltistýri Tveir styrktarbitar í huröum Útvarp/kassettutæki meö 4 hátölurum Litað gler Statíf fyrir drykkjarmál Hólf milli framsæta Stafræn klukka Snúningshraöamælir Barnalæsingar o.m.fl. Það er mikils virði að eignast vel búinn bíl með ríkulegum staðalbúnaði, sem auk þess fylgir verðmætur aukapakki. Að aka svo í burtu á glæsilegum bílnum, sannfærð um að hann er meira virði en hann kostaði. t. D 3 Ð < < O < uo cc n. i— < Elantra vekur athygli í umferðinni fyrir straumlínu- lagað og fallegt útlitið. En kostirnir eru ekki bara á yfirborðinu. Mikil áhersla er lögð á öryggis- atriði, vélin er kraftmikil, hljóðeinangrun góð og innanrými er þaulhugsað og þægilegt. Öll þessi atriði koma vel í Ijós við reynsluakstur. pakkar - veldu þér einn 7 Álfelgur ,/|> Vetrardekkj mottur, jt*F hliðarlistar, bónpakki. Vindskeið vetrardekk, mottur, hliðarlistar, bónpakki. ‘—y GSM sími vetrardekk, mottur, hliðarlistar, bónpakki. Geislaspilari vetrardekk, mottur, hliöarlistar, bónpakki. Meöalverömæti pakkanna er um 80.000 kr. en þeir fást fyrir aöeins 25.000 kr. á PAKKADÖGUM viö kaup á Hyundai bifreiö. Verð frá 1.395.000 HYunoni tilframtíðar ÁRMÚLA 13, SÍMI: 568 1200 - BEINN SÍMI: 553 1236

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.