Morgunblaðið - 25.02.1997, Side 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1997
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Magnús Hávarðarson
MIKLAR skemmdir urðu á húsinu við Dísarland 10 af völdum snjóflóðs og fylltust herbergi sem snúa að Traðarhyrnu af snjó.
íbúar húsanna sem lentu í snjófloðum í Bolungarvík í nýtt húsnæði
Bið eftir viðvörun gagnrýnd
SVEFNHERBERGISÁLMA hússins varð fyrir mestum skemmd-
um og brotnuðu meðal annars steyptir milliveggir undan flóðinu.
BÚIÐ er að finna nýtt húsnæði
fyrir ijölskyldurnar tvær í Bolung-
arvík sem urðu fyrir því að hús
þeirra skemmdust í snjóflóðum á
föstudagskvöld. Snjóflóðahættu var
aflýst í Bolungarvík um klukkan
18 á sunnudag og fengu þá íbúar,
á annað hundrað talsins, að snúa
aftur til heimila sinna.
Fulltrúi Viðlagatryggingar ís-
lands hóf í gær að meta skemmdir
af völdum flóðanna og má gera ráð
fyrir að niðurstaða liggi fyrir í
næstu viku. Ólafur Kristjánsson,
bæjarstjóri í Bolungavík, segir hús-
in sem urðu fyrir skemmdum ekki
íbúðarhæf í núverandi ástandi og
óvíst sé að íbúar vilji búa í þeim
áfram eða að þau verði lagfærð.
Veðurstofa ber ábyrgð
„Nú heijast viðræður við sveitar-
félagið og ráðuneytið um aðgerðir,
þ.e. hvort húsin verði keypt eða
gripið til vamaraðgerða. Við mun-
um verða eins hjálplegir og við
getum í þeim efnum,“ segir hann.
Hjá íbúum í Bolungarvík hefur
komið fram gagnrýni á hendur al-
mannavarnanefnd staðarins að
hafa ekki gefið út snjóflóðahættu-
viðvörun fyrr, en hún var ekki gef-
in fyrr en um hálfum öðrum tíma
eftir að fyrsta flóðið féll. Ólafur
kveðst sammála því að ferli mála
hafi verið of seinvirkt og gefa hefði
átt út viðvörun fyrr en raun varð á.
Jónas Guðmundsson, formaður
almannavarnanefndar Bolungar-
víkur, og sýslumaður þar, kveðst
hafa heyrt af fyrsta flóðinu skömmu
fyrir klukkan 20 á föstudagskvöld
og látið Veðurstofu íslands strax
vita. Hann líti svo á að samkvæmt
núgildandi lögum beri Veðurstofan
ábyrgð á því hvenær formlegu
hættuástandi er lýst yfir.
„Ég kallaði saman nefndina og
komst að því að íbúar í efstu húsum
hefðu verið látnir vita, en aðrir íbú-
ar ekki. Síðan biðum við í einn og
hálfan tíma eftir fyrirmælum frá
Veðurstofu íslands, og vorum ansi
undrandi á því hversu langan tíma
það tók, en vorum ekkert að taka
fram fyrir hendurnar á stofnun-
inni,“ segir Jónas.
Hann kveðst fagna því að ný lög
um framkvæmd þessara mála séu
nú í undirbúningi á Alþingi, því að
núverandi fyrirkomulag sé óljóst
að hans mati. Jónas kveðst þó viður-
kenna að nefndin hafi vanmetið
hættuna miðað við það sem síðar
kom í ljós. Hann myndi hins vegar
taka strax af skarið, kæmi upp
svipað ástand nú.
Ekki ástæða til biðar
Magnús Jónsson veðurstofustjóri
kveðst ekki telja þörf á að ræða
þessi mál með milligöngu fjölmiðla.
„Veðurstofa beið að mínu mati
ekki lengi áður en aðvörun var gef-
in, en það er túlkun manna að bið
hafi orðið. Ef náttúruhamfarir af
einhverju tagi eiga sér stað, hlýtur
í sjálfu sér ekki að vera nein ástæða
til að bíða eftir viðbrögðum frá
aðilum sem hafa með viðvörunar-
þáttinn að gera,“ segir hann.
Magnús kveðst telja þetta mál
dæmi um byijunarhnökra á kerfi
sem nýlega hefur verið tekið til
notkunar enda ekki hægt að sjá öll
tilvik fyrir.
„Það hefur aldrei verið ætlunin
að flytja vald til Veðurstofu í
neyðarástandi, en í nýja frumvarp-
inu er tekið fram, til að taka af öll
tvímæli, að almannavarnanefndun-
um sé að sjálfsögðu heimilt að
ganga til verka án þess að yfirlýs-
ing komi frá Veðurstofu."
íslenskt dagsverk 97
Menntun til frelsis
Selfossi - „íslenskt dagsverk 97“
efndi til þriðja landsfundar síns
dagana 21.-23. febrúar. Fundur-
inn fór fram á Hallanda, skammt
austan við Selfoss.
Islenskt dagsverk er sam-
stöðuverkefni sem námsmanna-
hreyfingamar á íslandi hafa
staðið að í samvinnu við Hjálpar-
stofnun kirkjunnar síðan í maí
1996. Höfuðmarkmiðið er að
ungt fólk á íslandi sýni sam-
stöðu með jafnöldrum sínum í
öðrum heimshlutum og beiti sér
fyrir því að auka tækifæri
þeirra til náms.
Á fundinum á Hallanda voru
saman komnir fulltrúar frá 20
framhaldsskólum á íslandi. Jó-
hanna Eyjólfsdóttir, frá íslands-
deild Amnesty Intenational,
fjallaði um mannréttindi og
ástandið í þeim efnum á Ind-
landi. Jónas Þórisson, fram-
kvæmdastjóri Hjálparstofnunar
kirkjunnar, flutti einnig erindi
um starfsemi samstarfsaðila á
Indlandi, en íslenskt námsfólk
beitir kröftum sínum að þessu
sinni í þágu námsfólks frá Ind-
landi.
Morgunblaðið/Sig. Fannar
FULLTRÚAR frá 20 framhaldsskólum á íslandi voru saman
komnir á fundinum á Hallanda.
Sæluvika Skagfirð-
inga undirbúin
Metþátt-
taka í dæg-
urlaga-
keppni
Sauðárkróki - Metþátttaka er í
dægurlagakeppni Kvenfélags Sauð-
árkróks, að sögn Guðmundar Ragn-
arsson framkvæmdastjóra, en skila-
frestur á lögum rann út hinn 1.
febrúar sl.
Guðmundur sagði að alls hefðu
94 lög eftir 80 höfunda borist og
nú væri að búið að velja þau 10 lög
sem mundu keppa til úrslita á föstu-
dagskvöldi í Sæluviku þann 2. mars
nk. Hljómsveitarstjóri er Eiríkur
Hilmisson en hann sér einnig um
útsetningar og undirbúning lag-
anna fyrir upptöku á geisladiski
sem kemur út á úrslitakvöldinu.
Guðmundur sagði að Ijóst væri
að þessi dægurlagakeppni Kvenfé-
lags Sauðárkróks væri búin að
vinna sér fastan sess og sýndi það
síaukinn fjöldi þeirra sem sendu inn
lög til keppninnar, og einnig að
meðal flytjenda væru margir af
þekktari söngvurum landsins. Þá
sagðist Guðmundur vilja fyrir hönd
þeirra sem að keppninni stæðu
þakka öllum þeim fjölmörgu sem
sent hefðu lög og þannig lagt sitt
af mörkum til þess að gera keppn-
ina sem glæsilegasta.
-----»
Fagranesið
með bíla
frá Arn-
gerðareyri
Kaldalóni - Það gerðist hér á Isa-
fjarðardúpi fyrsta góudag, sunnu-
daginn 23. febrúar, að Djúpbátur-
inn Fagranes sigldi frá Arngerðar-
eyri til ísafjarðar með þrjá full-
hlaðna flutningabíla og þar að
auki fullhlaðinn flutningavagn í
viðbót við þijá fólksbíla, en þá
mátti kalla skipið fulllestað.
Er þetta fyrsta ferðin sem þetta
skip fer með slíkan flutning síðan
í vetur að feijubryggja var byggð
í Arngerðareyri.
Á Isafirði varð að leggja stál-
plötur milli skips og lands til að
keyra góssinu upp úr skipinu en
verið er að byggja feijubryggju á
ísafirði fyrir þennan flutning. Snjó-
flóðahætta í Súðavíkurhlíð lokaði
allri umferð um Djúpið en þeir dóu
ekki ráðalausir flutningapostulam-
ir og fleyttu sér á Fagranesinu
yfir Djúpið með góðum árangri.
-----♦ ■♦ ♦---
Eldur í
íbúðarhúsi
á Flúðum
Hrunamannahreppi - Litlu mun-
aði að illa færi þegar kviknaði í
tvíbýlishúsi að Smiðjustíg 7a á
Flúðum eftir hádegi á laugardag.
Húsráðandi brá sér að heiman
en maður sem býr í hinni íbúðinni
var heima við. Eldur hafði læst sig
í þiljur í eldhúsi og er talið að
kviknað hafi í út frá brauðrist.
Nábúinn ásamt manni sem býr við
sömu götu voru búnir að slökkva
eldinn með slökkvitækjum þegar
slökkviliðið bar að.
Tjón af völdum eldsins varð ekki
mjög verulegt en innbú var vá-
tryggt. Húsnæðið er í eigu sveitar-
félagsins.
I
I
l
i
i
-