Morgunblaðið - 25.02.1997, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.02.1997, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLÁÐIÐ ÚRVERIIMU NEYTENDUR Vinnsla loðnuhrogna að hefjast á næstu dögum LOÐNUFRYSTINGU er nú að ljúka hjá frystihúsum um allt land og gera má ráð fyrir að hrogna- vinnsla hefjist á næstu dögum. Mörg loðnuskip hafa hætt veiðum til vinnslu og veiða nú eingöngu loðnu í bræðslu. Nokkur loðnuskip voru þó að veiðum norðvestur af Garðskaga í gær en þar er stærsta loðnan og freista menn þess að ná meira af henni í frystinguna. Hjá Vinnslustöðinni í Vest- mannaeyjum var ennþá verið að frysta loðnu í gær en Viðar Elías- son vinnslustjóri segist reikna með að ekki verði hægt að frysta nema í einn til tvo daga til viðbótar. „Loðnan er þegar farin að missa hrogn og það er til merkis um að verulega er farið að styttast í fryst- ingunni. Við erum ennþá að frysta loðnu en ég geri síðan ráð fyrir því að við getum farið að vinna hrogn eftir viku eða tíu daga en hrognfyll- ingin þarf þá að hafa náð 21-22%,“ segir Viðar. Innsiglingin tafið vinnslu í Grindavík Ólafur Sæmundsson, verkstjóri hjá Fiskimjöli og lýsi hf. í Grinda- vík, segir að líklega verði síðasti farmurinn frystur í dag og þá verði farið að gera klárt fyrir hrogna- vinnsluna. „Við erum búnir að frysta Heilfrystingu á loðnu hins vegar að ljúka um 700 tonn á þessari vertíð og ætlum að reyna að frysta eins lengi og við getum. Innsiglingin hér í Grindavík hefur háð okkur svolítið á meðan mest hefur verið að gera. Sum skipin komast ekki hér inn og oft orðið löndunarbið vegna þess. Við höfum því í mörgum tilfellum ekki fengið hráefnið eins ferskt og við vildum,“ segir Ólafur. Veiðarnar ganga illa „Við erum mitt á milli Stokks- ness og Hornafjarðar. Það er mikið að sjá af loðnu en veiðarnar ganga illa,“ sagði Lárus Grímsson, skip- stjóri á Júpíter ÞH, í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann sagði loðnuna í þessari göngu vera nokk- uð á eftir í hrygningu en ennþá væri hún smá. Nokkur loðnuskip voru að veiðum á þessu svæði í gær, einkum skip sem landa loðnu í verksmiðjurnar á Austfjörðum. „Það er ágætis fyrirkomulag. Þannig dreifist loðnan betur á bræðslurnar. Það gengur bara ekki nógu vel að veiða úr þessum eftir- göngum. Við erum ekki vanir að standa í slíku brasi yfir hábjarg- ræðistímann. Þó að við sjáum hér mikið af loðnu er hún mjög gisin og gengur hratt yfir á suðvestur- fallinu. Reyndar fengum við eitt 300 tonna kast í nótt [fyrrinótt] en síðan höfum við tekið tvö 30 tonna köst. Á þessum árstíma erum við vanir að taka aðeins þijú til fjögur köst og fara í land með full- fermi. Reyndar hafa veiðarnar ekki gengið óvenju illa á vertíðinni. Þar að auki er loðnan smá en segja má að veiðarnar í haust hafi gefið tóninn í þeim efnum. Þá var hvergi hægt að veiða fyrir smáloðnu," sagði Lárus. Fylla fyrir bræðslu „Við erum búnir að fylla hér út af Grindavík, fylltum á sex tímum, og ætlum að sigla með farminn í bræðslu á Siglufirði," sagði Sveinn ísaksson, skipstjóri á Jóni Sigurðs- syni, um hádegisbilið í gær. „Við erum hættir að reyna að veiða vinnsluloðnuna og erum því hér í eftirgöngunni en þar er loðnan nokkuð smærri. Það má segja að það sé loðna á blettum alla leið frá Hvítingum og vestur fyrir Garð- skaga. Stærsta loðnan er vestast og þar eru vinnsluskipin en margir eru hættir að frysta og flestir að veiða í bræðslu,“ sagði ísak. Hvalveiðar frá hagrænu og pólitísku sjónarmiði ALÞJÓÐLEG ráðstefna um hag- ræn og pólitísk sjónarmið varðandi hvalveiðar í Norður Atlantshafi verður haldin hér á landi laugar- daginn 1. mars nk. Að ráðstefn- unni standa Sjávarútvegsstofnun Háskóla íslands og High North Alliance. Fjöldi erlendra gesta sæk- ir ráðstefnuna, auk málþings sem haldið verður í tengslum við hana. Guðrún Pétursdóttir, forstöðu- maður Sjávarútvegsstofnunar Há- skóla íslands, segir að hlutverk ráðstefnunnar sé varpa ljósi á for- sendur og afleiðingar þess að taka upp hvalveiðar að nýju. Hún segir að Háskóli íslands komi að ráð- stefnunni sem faglegur aðili sem hvorki sé hlynntur né andsnúinn hvalveiðum. „High North Alliance, sem eru samtök nýtingarsinna á norðurslóð, höfðu samband við okk- ur og báðu okkur um að taka þátt í undirbúningi ráðstefnunnar. Markmiðið er að þetta verði fagleg og hlutlæg ráðstefna en ekki verði þar boðuð stefna annaðhvort með eða á móti hvalveiðum. Við viljum leiða saman menn með mismunandi skoðanir á þessum málum og skapa þannig málefnalega umræðu,“ seg- ir Guðrún. Áhrif hvalveiða á útflutning íslendinga Á ráðstefnunni verður tekið á ýmsum hagrænum og pólitískum þáttum sem máli skipta þegar ís- lendingar gera upp hug sinn um það hvort heíja eigi hvalveiðar á ný og þá með hvaða hætti. Guðrún segir að gerð verði grein fyrir af- stöðu áhrifamikilla fjölþjóðlegra samtaka, svo sem Alþjóða hvalveiði- ráðsins, NAMMCO og CITES, sem er nefnd um alþjóðaviðskipti með afurðir af dýrum í útrýmingar- hættu. „Meðal þeirra spuminga sem velt verður upp á ráðstefnunni er sú hvernig alþjóðalög og samþykkt- ir sem lúta að vernd dýra samrým- ast alþjóðalögum og samþykktum um frelsi í viðskiptum, hvaða áhrif Fjöldi erlendra gesta á ráðstefnu um hvalveiðar viðskiptahindranir og aðgerðir nátt- úruvemdarsinna hafi haft á útflutn- ing hvalveiðiþjóða og hver séu möguleg áhrif hvalveiða á útflutn- ing íslendinga,“ segir Guðrún. Þekktir erlendir sérfræðingar Af hálfu íslendinga mun Jóhann Siguijónsson, sjávarlíffræðingur og sendiherra, ræða um hvala- stofna í Norðurhöfum og sjálfbæra nýtingu auðlinda. Þórður Friðjóns- son, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, mun halda erindi um möguleg áhrif hvalveiða á útflutning Islendinga. Meðal erlendra gesta verður Robert L. Friedheim sem er prófessor í alþjóðasamskiptum við háskólann í Suður Kaliforníu. Guðrún segir prófessor Friedheim vera þekktan sérfræðing og hann hafi meðal annars skrifað fjölda bóka um þessi málefni. „Dr. Friedheim stjórnaði auk þess sérstöku rannsóknarverkefni fyrir sendinefnd Bandaríkjanna á síðustu hafréttarráðstefnu Samein- uðu þjóðanna og er þekktur fyrir skrif sín um stjórn hvalveiða. Hann mun á ráðstefnunni í Reykjavík ræða um framtíð hvalveiðistjómun- ar. Meðal annarra erlendra gesta má einnig nefna prófessor William Burke sem er einn af þekktustu sérfræðingum veraldar um hafrétt. Hann er Iagaprófessor við háskól- ann í Washington, Seattle og hefur flallað töluvert um hvalveiðar og aðgerðir Alþjóða hvalveiðiráðsins. Þá mun Ted MaeDorman, lagapró- fessor við háskólann í Toronto, ræða á ráðstefnunni hvort, og þá hvernig, viðskiptabönn og verslun- arhindranir í nafni umhverfisvernd- ar samrýmast alþjóðalögum og samþykktum um frelsi í viðskipt- um. Jaques Berney, sem er fyrrver- andi aðstoðarframkvæmdastjóri CITES, mun einnig ræða afstöðu samtakanna til alþjóðaviðskipta með hvalaafurðir og mun hann væntanlega koma inn á möguleika á breyttum viðhorfum varðandi ein- stakar tegundir," segir Guðrún. Ýmsir aðrir erlendir sérfræðing- ar munu halda erindi á ráðstefn- unni og fulltrúar stjórnvalda og hagsmunasamtaka taka þátt í hringborðsumræðum að henni lok- inni þar sem rædd verður framtíð hvalveiða í Norður-Atlantshafi. Meðal þeirra eru John Petersen, sjávarútvegsráðherra Færeyja, Áqqualuk Lynge, formaður Heim- skautaráðs Inuita, Kristján Lofts- son, forstjóri Hvals, Jon Yard Arna- son, formaður íslensk-ameríska verslunarráðsins og Árni Ragnar Árnason, formaður nefndar sjávar- útvegsráðuneytis um hvalveiðar. Guðrún segist strax hafa orðið vör við mikinn áhuga á ráðstefnunni og þegar hafi verið tilkynnt þátt- taka, meira að segja frá aðilum í Japan. Ráðstefnan verður haldin að Hótel Lofleiðum frá klukkan 9-18. Umræður fara fram á ensku en túlkað verður jafnóðum á íslensku. Ráðstefnan er öllum opin. Málþing um áhrif hvalveiða í tengslum við ráðstefnuna verð- ur haldið málþing á vegum Sjávar- útvegsstofnunar HÍ þar sem þeir dr. Robert Friedheim, dr. Ted MacDorman, Peter Örebech, kenn- ari í lögfræði við háskólann í Tromsö, og Gunnar Schram, pró- fessor í stjórnskipunar- og þjóðar- rétti, munu flytja stutt erindi og skiptast á skoðunum við kennara og nemendur HÍ og aðra þá sem áhuga hafa á hafrétti, viðskiptum og verndun auðlinda. Málþingið fer fram föstudaginn 28. febrúar klukkan 15-17 í stofu 203 í Lög- bergi og er öllum opið. Uppskriftasamkeppni Eftirlætis afmæl- isréttur barnanna UPPSKRIFTASAMKEPPNI stend- ur nú yfir á vegum Matreiðslu- klúbbsins Nýir eftirlætisréttir og er verið að leita að eftirlætis afmæl- isrétti barnanna. Ætlunin er að börn og foreldrar gefi hugmyndafluginu lausan taum- inn og búi til uppskrift að afmælis- rétti eða sendi inn uppskrift að uppáhaldsrétti sem hefur verið á borðum í afmælum ár eftir ár. Af- mælisrétturinn getur verið ís, pítsa, heimagert sælgæti, heitur eða kald- ur réttur, smábiti, drykkur, kaka eða annað skemmtilegt sem borið er á borð í barnaafmæli. Eina skil- yrðið er að uppskriftin hafi ekki birst á prenti áður. Uppskrift á að senda til Vöku- Helgafells undir dulnefni en láta nafn foreldra og barns fylgja með í lokuðu umslagi fyrir 7. mars. Fyrstu verðlaun í samkeppninni er 18 gíra Wheeler barnareiðhjól og Melissa brauðvél. Önnur verðlaun eru bókapakki og ársáskrift að Andrésar andar blöðum með möppu. Þriðju til fimmtu verðlaun eru ársáskrift að Andrésar andar blöðum með möppu. SKILAFRESTUR er til 7. mars næstkomandi. Nýtt i i ) ) I \ I i Breskar karamellur í staukum KOMNAR eru á markaðinn breskar karamellur í staukum frá fyrirtæk- inu Raveners. Þijár gerðir eru fáan- legar hér á landi, ijómakaramellur, molar með myntubragði og kara- mellur fylltar með súkkulaði. Ás- geir Sigurðsson ehf. er innflytjandi og þær fást í ýmsum matvöruversl- unum og söluturnum. Þrír hrein- lætisúðar ÞRÍR nýir hreinlætisúðar hafa bæst við hreinlætisvörur frá Jif. Eldhús- úðinn á að vinna á erfiðum blettum og hann leysir upp fitubletti. Bað- herbergisúðinn inniheldur kraft- mikil efni sem henta til hreingern- inga á baðherbergjum og síðan er um að ræða sérstakan úða sem ætlaður er fyrir^ glugga, gler og spegla. Það er Ásgeir Sigurðsson ehf. sem flytur Jif vörurnar inn til landsins og þær fást í nær öllum matvöruverslunum. Bæklingar um félags- legar íbúðir j sveitarfélaga » HÚSNÆÐISSTOFNUN ríkisins hefur gefið út nýja bæklinga um félgslegar íbúðir á vegum sveitar- félga, endur- skoðaða í sam- ræmi við breyt- ingar á lögum og reglugerð- um. Bækling- arnir gefa mynd af félagslega íbúðakerfínu, annars vegar með kynningu á þessum valkosti í húsnæðismál- um og hins veg- ar með ítarleg- um upplýsing- um fyrir íbúa í félagslegum íbúðum. Fyrri bækl- ingurinn, Félagsleg íbúð fyrir mig?, er almenn kynning á félags- legum íbúðum sveitarfélaga. Þar er m.a. farið ofan í valkosti sem bjóðast, sagt er frá skilyrðum sem umsækjendur þurfa að uppfylla til að geta fengið ráðstafað íbúð, kostnaði við kaup á íbúð og hvað þurfi að fylgja umsókn um félags- lega íbúð. Að búa í félagslegri íbúð Síðari bæklingurinn, Að búa í félagslegri íbúð, er ætlaður íbúum í félagslegum íbúðum. Þar er m.a. fjallað um helstu réttindi og skyld- ur eigenda og leigjenda, ákvæði laga um fjöleignarhús og húsa- leigulaga, reglur um endurbætur, sölu á íbúðum og eignamyndum. Hægt er að nálgast bæklingana hjá Húsnæðisstofnun og hús- næðisnefndum um land allt. > í ; L I \
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.