Morgunblaðið - 25.02.1997, Side 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
JRwgtiiifrlafrife
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
SVIPTINGAR A
SJÓNVARPSMARKAÐI
TjAÐ SEM fyrst og fremst blasir við eftir þær
sviptingar, sem urðu á sjónvarpsmarkaðnum
um helgina er minnkandi samkeppni. Kaup íslenzka
útvarpsfélagsins hf. á íslenzkri margmiðlun hf.,
sem hefur rekið Stöð 3 og sú ákvörðun kaupand-
ans að hætta útsendingum þeirrar stöðvar leiða til
þess, að sú aukna samkeppni, sem virtist fyrirsjáan-
leg á milli sjónvarpsstöðva eftir endurskipulagningu
á rekstri Stöðvar 3 verður ekki að veruleika. Hag-
ur sjónvarpsnotenda verður verri af þeim sökum.
Samkeppni leiðir til þess að allir aðilar leggja sig
meira fram og sjónvarpsnotendur eiga fleiri kosta
völ.
Fyrir rúmu ári hóf ný sjónvarpsstöð útsendingar
og var henni ætlað að veita bæði ríkissjónvarpinu
og Stöð 2 samkeppni. Sú samkeppni var af hinu
góða og hefur þegar orðið sjónvarpsáhorfendum
til hagsbóta vegna þess, að í kjölfar útsendinga
Stöðvar 3 jókst framboð á sjónvarpsefni allveru-
lega.
Þegar eigendur Stöðvar 3 endurskipulögðu rekst-
ur sjónvarpsstöðvarinnar sl. haust var markaðs-
staðan könnuð mjög rækilega og niðurstaða þeirrar
könnunar var sú, að nokkur öflug fyrirtæki gengu
til liðs við þá eigendur Stöðvar 3, sem fyrir voru.
Ákvörðun þeirra um sölu á Stöð 3 til íslenzka út-
varpsfélagsins hf. gegn liðlega 9% eignarhlut í því
fyrirtæki er væntanlega til marks um, að þær
áætlanir hafi verið endurskoðaðar og hluthafar
hafi komizt að annarri niðurstöðu.
Það er auðvitað áfall fyrir samkeppni á ljósvaka-
markaðnum. En hún er eftir sem áður hörð, þegar
litið er á fjölmiðlamarkaðinn í heild.
SAMKOMULAG UM
STÆKKUN NATO?
'C'LEST bendir nú til þess, að samkomulag sé að
nást við Rússa um að stækkun Atlantshafs-
bandalagsins geti farið fram með sæmilegu sam-
komulagi við stórveldið í austri. Um helgina gaf
Jeltsín Rússlandsforseti yfirlýsingar, sem benda til
þess, að Rússar muni að lokum sætta sig við stækk-
un bandalagsins en ætlast áreiðanlega til að eitt-
hvað komi á móti.
Stækkun Atlantshafsbandalagsins er eitt mikil-
vægasta mál, sem nú er á döfinni í Evrópu. Mörg
fyrrum leppríki Sovétríkjanna leggja mikla áherzlu
á að fá aðild að Atlantshafsbandalaginu, eins og
glöggt kom fram hjá Klaus, forsætisráðherra Tékk-
lands í samtölum hans við Davíð Oddsson forsætis-
ráðherra fyrir nokkrum dögum. Þar er ekki sízt
um að ræða Pólland, Tékkland og Ungverjaland
svo og Eystrasaltsríkin þrjú.
Forystumenn margra þjóða á Vesturlöndum hafa
haft af því áhyggjur að ganga til verks um stækk-
un Atlantshafsbandalagsins í fullri andstöðu við
Rússa. Þess vegna m.a. hafa staðið yfir miklar
viðræður á milli Rússa og einstakra aðildarríkja
Atlantshafsbandalagsins á undanförnum misserum.
Rússar hafa margítrekað eindregna andstöðu sína
en nú bendir margt til þess að samkomulag sé að
nást.
Ef marka má yfirlýsingar Jeltsíns um helgina
má gera ráð fyrir, að það samkomulag verði innsigl-
að á fundi þeirra Clintons Bandaríkjaforseta í Hels-
inki í næsta mánuði. Fari svo verður þar með stig-
ið stórt skref í átt til öryggis fyrir þau Evrópu-
ríki, sem hafa búið við óvissu undanfarin ár.
BÚNAÐARÞING
KJÖR bænda eru brýnasta
viðfangsefni þessa Bún-
aðarþings," sagði Ari
Teitsson, formaður
Bændasamtaka Islands, í skýrslu sem
hann flutti þinginu í gær.
Þetta varð raunar ljóst strax við
setningu þingsins á sunnudag. Þar
sagði Ari Teitsson að á undanförnum
árum hefði afkoma flestra greina
landbúnaðarins farið versnandi. „Nú
er svo komi að endurnýjun landbún-
aðarbygginga er nær engin og stór
Kjaramá
í brenr
hluti stéttarinnar gerir ráð fyrir að
vera síðasti ábúandi á jörð sinni. Þeg-
ar svo er komið er þessi erfiða staða
ekki lengur eingöngu vandamál stétt-
arinnar, það er hluti af efnahag og
atvinnustefnu þjóðarinnar, auk þess
að vera félagslegt úrlausnarefni,"
sagði Ari.
Hann sagði að samhliða öllum miili-
ríkjasamningum reyndu flestar þjóðir
að styrkja landbúnað sinn bæði af
atvinnu- og efnahagsástæðum, en
einnig vegna matvælaöryggis í sí-
breytilegum heimi. Þetta hefðu íslensk
stjórnvöld einnig gert en þó í minnk-
andi mæli. „Við þær aðstæður sem við
blasa nú verður að gera kröfu um að
ekki verði frekar dregið úr þeim stuðn-
ingi sem bæði hefur falist í innflutn-
ingsvernd og beinum framlögum til
lækkunar á matvælaverði," sagði Ari.
Ekki dregið úr ríkisútgjöldum
Guðmundur Bjarnason landbún-
aðarráðherra tók undir þetta í ávarpi
sem hann flutti við setningu þingsins,
og sagði það skoðun sína að eins og
ástandið væri nú hjá bændum væri
ekki viðunandi að draga meira út rík-
isútgjöldum til greinarinnar.
„Ef menn vilja meiri niðurskurð
kallar það á stórfellda fækkun bænda
og breyttar áherslur í byggðamálum.
Ég er þeirrar skoðunar að sveitir
landsins og þjóðin öll geti ekki verið
án íslensks landbúnaðar. Stórfelldar
breytingar með tilheyrandi byggða-
röskun, á borð við þær sem sumir
boða í málflutningi sínum um meiri
lækkun ríkisútgjalda og stórfelldan
innflutning búvara, eru ekki á minni
stefnuskrá. Ég hef aftur á móti unnið
að skipulagsbreytingum sem auka
frelsi og minnka opinber afskipti, fært
framleiðendur nær neytendum svo
markaðsvitund landbúnaðarins aukist
og hvatt til frekari hagræð- ______
ingar í úrvinnslu og sölumál-
um. Hægfara þróun í átt tii
meira frelsis og markaðsvit-
undar, en án þess að fórna
þeim hreinleika og gæðum
Kjaramál bænda eru
mjög til umræðu á Bún-
aðarþingi sem sett var á
sunnudag á Hótel Sögu
í Reykjavík og stendur
fram eftir vikunni. Land-
búnaðarráðherra lýsti því
yfir við setningu þingsins
að bændur byggju við
óviðunandi kjör og ekki
mætti draga meira en
orðið væri úr ríkisút-
gjöldum til landbúnað-
arins því meiri niður-
skurður þýddi stórfellda
fækkun bænda.
ÝMIS fyrirtæki landbúnaðarins k
Hægfara
þróun í átt til
meira frelsis
sem við höfum og viljum hafa áfram,
er stefna sem ég tel vera farsæla,"
sagði Guðmundur.
Óviðunandi kjör
Guðmundur rakti áhrif búvöru-
samningsins sem gerður var 1991 um
fasta hagræðingarkröfu í framleiðslu
nautgripa- og sauðfjárafurða og stór-
fellda lækkun ríkisútgjalda. Þetta
hefði fært neytendum verulega verð-
lækkun á þessum afurðum en á sama
tíma hefðu bændur mátt þola sam-
drátt í neyslu og þvi ekki getað hagr-
ætt eins og samningurinn gerði ráð
________ fyrir. Raunveruleikinn hafí
því verið óhagkvæmari
rekstur og nær öil raun-
lækkun búvara á tímabilinu
hafí lent á launalið bænda.
-„Það er því ljóst að ís-
lenskir bændur hafa lagt mikið að
Hann sagði að kjör bænda væru
óviðunandi og það ætti ekki að koma
neinum á óvart að þau hefðu versnað
undanfarin ár í samanburði við aðrar
stéttir.
mörkum til að viðhalda góðum lífskjör-
um í landinu á meðan aðrir hafa feng-
ið kjarabætur," sagði Guðmundur.
Tekjur aukast
Fram kom að hagur bænda hefði
heldur vænkast undanfarið. Landbún-
aðaráðherra sagði að almennur efna-
hagsbati í landinu undanfarið hefði
haft áhrif á kjör bænda.
Neysla landbúnaðaraf-
urða hefði farið vaxandi
o g ferðaþjónusta nyti
góðs af uppsveiflunni og
við meiri umsvif fjölgaði
atvinnutækifærum og
möguleikum bænda til að
auka tekjur sínar.
Ari Teitsson sagði á
þinginu í gær að fram-
kvæmd nýs búvörusamn-
ings í sauðfjárframleiðslu
hefði gengið eftir vonum.
Tekist hefði að ná birgða-
stöðu í viðunandi horf
með útflutningi á um
1.800 tonnum af kinda-
kjöti innan greiðslu-
marks, og kostnaður við
það næmi um 400 millj-
ónum króna, sem skiptist
á milli ríkisins og verðskerðingarsjós
sem bændur og sláturleyfíshafar
greiða í.
Ari sagði, að athuganir bentu til
Ari Teits
maður I
samtaka
í ræðusti
aðarþ
„Smjör drýpur af h\
LANDBÚNAÐARVERÐLAUN-
IN voru veitt í fyrsta skipti við
opnun Búnaðarþings á sunnu-
dag. Þau á að veita árlega aðilum
sem á einn eða annan hátt þykja
hafa sýnt áræðni og dugnað með
verkum sínum.
Að þessu sinni var fernum
hjónum, ábúendum fjögurra bú-
jarða, veitt verðlaunin fyrir ár-
angursrík störf í þágu landbún-
aðar. Verðlaunahafarnir voru
Birna Lárusdóttir og Sturlaugur
Eyjólfsson á Efri-Brunná í Dala-
sýslu, Vigdís Guðbrandsdóttir og
Þorsteinn Geirsson á Reyðará í
Lóni í Austur-Skaftafellssýslu,
Guðrún Þorvaldsdóttir og Val-
geir Þorvaldsson á Vatni á
Höfða, J. Valberg og Ólafur
Eggertsson á Þorvaldseyri undir
Eyjafjöllum.
Guðmundur Bjarnason land-
búnaðarráðherra veitti verð-
launin og fór nokkrum orðum
um verðlaunahafana. Hann sagði
að á Efri-Brunná drypi smjör af
hveiju strái í bókstaflegri merk-
ÞAU hlutu landbúnaðarverðlaunin. Frá vinstri eru Ólafur Eggertssc
valdsdóttir, Valgeir Þorvaldsson, Vigdís Guðbrandsdóttir, Þorsteinn
Sturlaugur Eyjólfsson.
ingu því þar hefði um langt skeið Um Reyðará sagði ráðherra að
verið rekið meitt afurðamesta þar hefði verið stundaður af-
kúabú landsins. burðagóður ræktunarbúskapur á „