Morgunblaðið - 25.02.1997, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 25.02.1997, Qupperneq 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1997 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Um öryggismál sjómanna og dánarbætur HINN 25. iúlí 1996 sökk Æsa Is 87 í mynni Arnarfjarðar. Það var um kl. 13 í algjöru logni sem þessi harmleikur átti sér -Stað, menn voru á leið heim, voru að klára að ganga frá veiðarfær- um og þrífa, þegar báturinn lagðist skyndilega á hliðina og hvolfdi. Þetta gerðist á nokkrum sekúndum og komust 4 þeirra á kjöl skipsins. Þegar hvorki skipstjóri né stýrimaður skiluðu sér á kjölinn, var þeim ljóst að hörmulegur atburður hafði gerst. En þolrauninni var ekki lokið hjá þessum vösku mönnum sem sátu á Löngu er kominn tími til, segir Hörður Albert Harðarson, að endurskoða dánar- bætur sjómanna kjöl skipsins. Þeim var fljótlega ljóst að björgunarbáturinn hafði ekki skotist út eins og hann átti að gera. Einn af þeim varð að kafa niður á u.þ.b. 2 metra dýpi til að losa björgunarbátinn. Það vekur óneitanlega upp margar spurningar þegar skip sökkva á svona skömmum tíma. Hvað gerðist og hvað er hægt að gera til þess að samskonar atburð- ur gerist ekki aftur? Til er fyrirtæki sem nefnist Djúp- mynd hf. í Mosfellsbæ sem sérhæf- ir sig í neðansjávarmyndatöku, björgunum af sjávarbotni ásamt ýmsum öðrum störfum. Fyrirtæki þetta hefur öflugum tækjabúnaði á að skipa til þessara starfa og var fengið til að mynda skipið og kanna að- stæður. Skipið liggur á 60 til 70 metra dýpi. Það var send neðansjávar- myndavél til að kanna aðstæður. Kom þá í ljós að botnstraumur var enginn, skyggni í meðallagi, báturinn sat á kjöl en lítilsháttar skemmdur á stefni. Símaskrá á lestarlúgu skipsins og aðrir hlutir á víð og dreif um skip- ið. Þegar myndað var aftur í nóvember höfðu þessir hlutir ekki færst úr stað, þannig að aðstæður til björgunar eru þær ákjósanlegustu ef veður leyfir. Að vísu var neðansjávar- skyggni það sama og straumur nánast enginn. í það skiptið var kafað með myndavél sem kannaði mannaíbúðir og sáu þeir þá að hurðin hjá stýrimanni var lokuð, en töldu að skipstjóri væri senni- lega á öðrum stað. Tillaga sjóslysanefndar Mér skilst að nefndin hafi um 7 milljónir til umráða á ári til að komast að orsökum slysa sem verða til sjós. Hvaða fjárhæð er það þeg- ar mannslíf er á annað borð í húfi? Þeir telja að ef komast ætti til botns í „hvað gerst hafi þurfi skip- ið að nást upp. Það er talið að það þurfi um 18 til 20 milljónir að ná upp skipinu. Er það mikið þegar um er að ræða mál sem þetta? Þessar 7 milljónir eru nær ein- göngu laun sjóslysanefndar til reksturs skrifstofubatterísins. Hvað er að gerast? Eru ráðamenn þessarar þjóðar úti að aka? Gera þeir sér ekki grein fyrir því að sjó- mennskan er hættulegt starf sem kallar á nákvæm og rétt vinnu- brögð þegar skip fara niður? Er það venjan að sópa öllum dýrum Hörður Albert Harðarson Menn og minjar UM daginn sagði einn viðmælenda í Þjóðarsálinni að sér kæmi ekkert við hver eða hvemig menn hefðu búið á Bessa- stöðum í gamla daga. Þegar horft er yfir meðferð íslendinga á fortíðarminjum (öllu eldra en t.d. 50 ára) og það afl sem lagt er «$' rannsóknir á forn- minjum, sést glögg- lega að þessi ríflega miðaldra Islendingur á sér fleiri skoðana- bræður en þá hina sem eru forvitnir um sögu Bessastaða. Gömul er sú þráhyggja að rækt við gömul hús, gamla muni, gaml- ar heimildir og leit að upplýsingum úr jörðu sé fjársóun, tímasóun og truflandi í nútíðinni. Fram eftir þessari öld var hún svo ríkjandi **að leitun er á úthugsaðri verndun minja, nema helst sé um kirkjur og helgigripi að ræða. Vafalaust eru skýringar á fortíðarfyrirlitn- ingu eða fortíðarskömm margar. Oft er svo að þeim mun risminni sem sú fortíð er, því harðar ganga menn fram í að „hreinsa" eftir gengnar kynslóðir. Samt vinnur sú skoðun sem betur fer á að sam- hengi í vitund fólks og þjóða, skilningur á umhverfi og nútíð og sýn inn í framtíð er best komið með sem mestri þekkingu á sögu og menningu þjóða. Endurnýjun húsa í eigu Alþingis ber vott um slíkt og styrkir umhverfisvit- und fólks. Á sama hátt borgar sig í beinhörð- um peningum að opna sögu Bessastaða fyrir samtímanum. Okkur kemur hún við og er- lendum gestum sömu- leiðis, líkt og verk Þórðar Tómassonar að Skógum. Mér er í barnsminni örvænting föður míns, sem var listamaður og áhugamaður um drasl eins og það kallaðist, þegar verið var að brenna gamlan torfbæ á Suðurlandi og urða heilt hverfi útróðravara og verbúða á Vestfjörðum. Ég man líka eftir orðum lærdómsmanns sem var góðvinur ftölskyldunnar og líkti söfnun gamalla húsa úti í móa í jaðri Reykjavíkur við niður- rif og endurreisn Hólastóls á Akur- eyri. Auðvitað á ekki að varðveita allt sem gamalt er, en varðveita skal harla margt og vernda skipu- lega með nýjar kynslóðir í huga. Ari Trausti Guðmundsson. rannsóknum undir teppið og vona það besta? Svona eiga menn ekki að starfa sem gæta að hagsmunum okkar sjómanna. Hvers vegna er svona mikill seinagangur með þetta mál? Það var ekki neitt venjulegt við þetta sjóslys, það var renniblíða og báturinn á heimleið. Væri ekki nær að ráðast á þetta mál af fullri al- vöru eins og eftir Skeiðarárhlaupið þegar vegir og brýr fóru í sundur. Það var dæmi upp á hundruð millj- óna. Það er smánarlegt hvernig þess- ir háu herrar loka fyrir öll skynsöm rök af því það kostar peninga. Er ekki kominn tími til að endurskoða hver á að gera hvað? Þegar einhver er spurður um hver ræður þessu, benda menn hver á annan en eng- inn getur tekið ákvörðun. Þetta kallast stjórnleysi. Maður hefur haldið að upplýs- ingastreymið væri það gott nú á tímum, að það ætti ekki að vera fyrirstaða. Getur verið að menn í ráðuneytunum sitji enn með „fjað- urpenna og kertaljós“? Hver veit? Það er áætlun upp á 20 milljónir að ná upp flakinu og koma því að bryggju, að mati sérfróðra manna. En áfallið var ekki búið fyrir mig né aðra sem málið snerti. Þeg- ar tryggingabætur voru greiddar út urðum við fyrir andlegu áfalli. Bæturnar sem ekkjan og lögerf- ingjarnir áttu að fá voru svo lágar og svo smánarlegar að það jaðraði við annað áfall, því maður hefur haldið að menn sem hafa stundað sjómensku frá blautu barnsbeini, eða um 30 ár, væru búnir að vinna sér inn ákveðin réttindi, en það er öðru nær. Maður sem er á fimmtugasta ári er metinn á u.þ.b. 1.900.000 kr. en ef þú er kominn yfir fimmtugt er dæmið um rétt rúm 1.300.000. Þetta er alveg framúrskarandi hvemig þessu er komið fram; því eldri og reyndari sem þú ert því ódýrari, ef svo má að orði komast. Ef þetta mun vera útkoman mun ég hætta til sjós og finna mér ann- að að gera sem er meira metið en sjómannsstarfið. Það er löngu kominn tími til að endurskoða þessar bætur. Mér skilst að þetta hafi alltaf verið eitt- hvað húmbúkk með þessar trygg- ingabætur eins og flestar þær bæt- ur sem greiddar eru til almúgans. Höfundur er vélstjóri. Víða um sveitir, segir Ari Trausti Guð- mundsson, er búið að eyða öllum minjum um búsetu eldri en 50-100 ára. Víða um sveitir landsins er búið að eyða öllum minjum um búsetu sem eldri eru en 50-100 ára. í bæjum og kaupstöðum hefur víða verið unnið skipulega að því að hreinsa burt vel yfir helming allra bygginga í elstu hverfum. Undan- tekningar eru sem betur fer marg- ar en verst er svo að sjá þegar bílastæðin ein koma í staðinn. Á ferðalögum mínum um landið und- anfarin ár hef ég sannreynt að óbætanlegt tjón hefur verið unnið á menningarsögu landsins. Menn hafa nýlega brennt og brotið stór- hýsi eftir einn virtasta arkítekt þjóðarinnar Guðjón Samúelsson. Fyrir fáeinum áratugum var ein sérstæðasta kirkja landsins við Mývatn rifin og stærsta vindmylla landsins brennd. Þannig mætti lengi telja. Sem betur fer eru mörg dæmi þess að einstök hús fái upp- reisn æru en sumstaðar er líka um allra síðustu forvöð að ræða. Þegar kemur að fornleifarann- sóknum er almennt viðhorf mjög á þann veg að ekki beri að veija Einum bent og tveimur kennt ÖRFÁAR athuga- semdir til Leifs Sveinssonar lögfræð- ings. Þakka þér grein- arnar allar, sem þú hefur frá þér látið fara. Þar hefur örlað á þeirri skemmtan, sem þú átt í ríkum mæli. Sagnfræði þín er þó lítið betri en Jón- asar á Hriflu, sem við vorum látnir læra í skólum á æskuárum okkar, sem þó var lið- lega skrifuð. Það er mikill mis- skilningur að við Þorvaldur höfum rekið söðlasmíði og ferðaskrifstofu saman. Það kom til að við vorum í sama húsnæði, að einn sunnu- dagsmorgun, er ég mætti til að sinna einhverjum erindum, þá kom ég að því að slökkviliðið var önnum kafið við að slökkva eld í söðlaverk- stæði Þorvaldar, sem hét Baldvin og Þorvaldur, og var andspænis minni skrifstofu. Þannig var því varið í húsnæði því er ég leigði, að ég hafði eitt herbergi aflögu í leiguhúsnæðinu og bauð Þorvaldi að setjast þar að, meðan hann væri að ná sér eftir tjónið. Var því boði þakksamlega tekið og við vor- um þar saman í nokkur ár. Þannig varðst þú gestkomandi og við- skiptavinur oftsinnis. Ekki man ég til þess að þú keyptir farmiða hjá mér. Hitt man ég að bræður þínir og þú voruð viðskiptavinir Þorvald- ar. Þið eruð hyggnir viðskiptajöfr- ar og vissuð mætavel hvar átti að versla hnakka og söðla. Ég hugð- ist minnast þessa mæta manns, Þorvaldar, fyrir tæpu ári, með minningargrein um hann. Minn- ingargrein þessi hefur ekki enn birst, hvernig sem á því stendur. Ekki sá ég heldur minningar- grein eftir þig um þennan mæta vin okkar. Kannske hafa þær báð- ar lent í tapað en ekki fundið hjá þeim fóstbræðrum, húskörlum þín- um. Ég er þó ekkert að sýta þetta við ykkur Moggamenn. Ekki man miklu fé til slíks. Lætur nærri að búið sé að kanna um 1-2% forn- minja í landinu með viðunandi hætti. Erfiðlega gengur að fjár- magna rannsóknir, sbr. fjárskort Þjóðminjasafnsins eða erfiðleika við að fjármagna uppgröft, t.d. fornbýlis norðaustan Mývatns. Á fjölsóttum ferðamannastöðum, eins og þar, er tilvalið og tekjuauk- andi að leggja fé í gefandi rann- sóknir og minjavörslu. Þar er lík- lega að finna lítt skemmdan 18. aldar bæ í hraunjaðri. Uppgröftur hans, uppgröftur fornbæjar, gamla kirkjan sem fyrr var getið og vind- myllan; allt hefði þetta auðgað mjög þekkingu okkar á sjálfum okkur og orðið vaxandi ferðaþjón- ustu á svæðinu dýrmæt tekjulind. Vissulega eru fornleifarann- sóknir dýrar. Ef til vill mætti vinna þar brýn verkefni með því að leita eftir erlendu fé til rannsókna í miklum mæli. Mig grunar að and- staða gegn slíku hafi verið landlæg hér vegna þess misskilnings að vísindi teljist innlendur munaður og einkamál íslenskra vísinda- manna (nema þegar fræðilegrar aðstoðar er þörf). Skrýtinn skiln- ingur á heiminum, það. Ef til vill mætti fá hingað stórfé til rann- sókna og samvinnuverkefna, væri opnað fyrir slíkt. Kann einhver svar við því? Höfundur erjarðvísindamaður með áhuga á byggingnlist og sögum sem jörðin geymir. ég hvort ég leitaði, eft- ir aðstoð þinni við að telja asna eða múldýr í Búlgaríu. En hafi svo verið hefi ég á stund- um viljað taka ráðum gætnari manna og eflaust veist þú betur um tölu asna og múl- dýra í heiminum en ég. Margt lofið get ég þeg- ið frá þér, sem öðrum, en ekki að ég hafi ver- ið frumkvöðull að því að útvega mönnum tanngóma. Þann sóma verður þú að færa á registur lagsbróður þíns úr Framsóknarflokknum, Kristins Finnbogasonar. Hann auglýsti þessar ferðir margsinnis. Ertu ekki að rugla okkur saman? Eða ertu bara að ljúga þessu upp? Nema að fátækt þín í skrifum til þess að koma lagi á mig hafí verið svona mikil. Ég læt slíkt mér í léttu rúmi liggja. Ef einhver land- inn hefur fengið ódýrari og betri tannviðgerðir í Búlgaríu en á Is- landi, þá er það gott. Ekki veitir af að spara. Eða er það ekki það sem þið fijálshyggjumenn eruð að hvetja fólk til? En gerið þar litlar kröfur til ykkar sjálfra, ef dæma má af lúxuslífínu. Hvort þú vilt hafa mig á stalli hjá þér sem uppáhaldskreppu- komma, segir Kjartan Helgason, læt ég mér í léttu rúmi liggja. Hvort þú vilt hafa mig á stalli hjá þér sem uppáhaldskreppu- komma, læt ég mér í léttu rúmi liggja. Það hefur hver sitt átrúnað- argoð. En lái mér hver sem vill að ég skyldi bera það við að kalla þig uppáhaldsíhaldsmann komma. Hver fagnar ekki afturhvarfi synd- ugs manns? En það er með það eins og mörg önnur goð að þau eru fljót að falla eins og þú veist. Einu sinni var blað ykkar, Mogginn, kallaður danski moggi, það var þegar danskir kaupmenn áttu þar hlutabréf, síðar kom til enski moggi, það þótti víst hald- betra, að vera breskur en þýskur. Þá kom bandaríski moggi. Eftir stríð. Og nú er það hver veit hvað? Ég átta mig ekki á stefnu blaðs- ins. Þú fyrirgefur. Kannske er það best að hafa það stefnulaust, eins og á stendur. Enda kvartar Davíð sáran. Þetta er, eins og þú getur skilið, ekki minn vandi. En það mega þeir eiga, tvílembingarnir, að blaðið er snyrtilegt og læsilegt. Þó verð ég að játa það fyrir þér, að ég sæki lítinn pólitískan fróð- leik í blaðið þitt. Einna helst er að líta yfir dánartilkynningar. Þær eru óljúgfróðar að vanda. Ég kveð þig með virktum, eins og vera ber. Skrifaðu meira af æskuminningum, þær eru eins og ég reyndar sagði þér fyrr ágætar, að ekki sé meira sagt. Það gerir ekkert til þetta með greinarnar, sem eru í athugun hjá ykkur, um frímúrarana og fátæktina. Þær geta beðið svolítið lengur. Þær eru ekki tímabundnar. Það er leiðin- legra með minningargreinina eins og þú getur skilið. P.s. Þegar þú vitnar næst í Jó- hannes úr Kötlum, myndi ég telja rétt að þú hefðir samband við Matthías, áður en þú segir „al- heimsbrandara“. Höfundur er ellilífeyrisþegi. Kjartan Helgason
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.