Morgunblaðið - 25.02.1997, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1997 39
AÐSENDAR GREINAR
Gleymdu böm-
in í kerfinu
Ásta Ragnheiður
Jóhannesdóttir
MÁLEFNI einhverfra barna
hafa verið nokkuð til umræðu á
Alþingi frá því að þjónusta við
einhverf börn sem veitt var á
barna- og unglingageðdeild
Landspítalans var lögð niður í
mars sl.
Heilbrigðisþjónustan sinnti
þeim áður
Þjónusta við þennan hóp hefur
verið í þá veru, að eftir að foreldr-
ar hafa fengið úrskurð um það
hjá barnalækni að eitthvað sé að
barninu þeirra og jafnvel sé um
einhverfu að ræða, þá er barninu
vísað á Greiningar- og
ráðgjafarstöð ríkisins.
Ef barnið greindist
þar einhverft eða
sterkur grunur lék á
því að það væri ein-
hverft þá var því vísað
inn á barna- og ungl-
ingageðdeild Land-
spítalans. Þar fór
fram nánari greining
og einnig var útbúin
einstaklingsbundin
meðferðaráætlun fyr-
ir hvert barn. Barninu
var síðan fylgt eftir
reglulega, foreldrar
og stuðningsaðilar á
leikskóla héldu fundi
reglulega með aðilum
á barna- og unglingageðdeild. Þar
var fagfólk með sérþekkingu og
reynslu í vinnu með einhverfa.
Eftirmeðferð lögð af í fyrra
Markviss uppbygging á þjón-
ustu við einhverfa hafði átt sér
stað á deildinni og börnum sem
Grípa þarf snemma
til úrræða, segir Asta
R. Jóhannesdóttir, og
því krafa að börnin
fái þjónustu strax.
voru búsett á landsbyggðinni, jafnt
sem börnum á Reykjavíkursvæð-
inu, var sinnt þaðan með reglu-
legri ráðgjöf og eftirfylgd. Þannig
var starfandi sérfræðihópur, svo-
kallað fagteymi fyrir einhverfa, á
barna- og unglingageðdeildinni,
þó að hann væri ekki formlegur,
þ.e. með föst stöðugildi. Því var
þessi þjónusta ótrygg, eins og kom
á daginn fyrir tæpu ári.
Þann 1. mars sl. hætti Barna-
og unglingageðdeild Landspítal-
ans að sinna þessari þjónustu því
deildin treysti sér ekki til þess að
sinna hópnum vegna niðurskurðar
fjár til deildarinnar. Hún taldi sig
ekki hafa fjármagn til þess lengur.
Á annan tug einhverfra barna
án þjónustu
Frá þessum tíma hafa að
minnsta kosti 11 börn greinst með
einhverfu eða ódæmigerða ein-
hverfu, en inni í þessari tölu eru
ekki þeir einstaklingar með As-
berger-heilkenni en það er fötlun
sem er nátengd einhverfu og
krefst svipaðra úrræða. Fengu
þeir einstaklingar einnig þjónustu
hjá Barna- og unglingageðdeild-
inni áður. Þessi börn og aðstand-
endur þeirra hafa ekki fengið
neina þjónustu frá hinu opinbera
frá því að börnin voru greind með
þennan sjúkdóm, eða í tæpt ár.
Eftir að Barna- og unglinga-
geðdeildin lagði niður þessa þjón-
ustu var sett á laggirnar nefnd
til þess að undirbúa og meta þá
þjónustu sem þessi hópur þyrfti,
en ákveðið var að sú þjónusta
yrði á Greiningarstöð ríkisins, þ.
e. færðist til félagslega kerfisins.
Formaður nefndarinnar var Stef-
án Hreiðarsson læknir, sem er
forstöðumaður Greiningarstöðv-
arinnar. Niðurstöður nefndarinn-
ar urðu þær, að nauðsynlegt væri
að skipa faghóp eða fagteymi
svokallað til þess að sinna hópn-
um. Nefndin gerði ráð fyrir að til
þess að sinna þessu þyrfti þijú
til fimm stöðugildi.
Orð og athafnir ráðherra
verða að fara saman
Félagsmálaráðherra sagði í
umræðum um málið við ijár-
lagaumræðuna á Al-
þingi í desember, að
á döfinni væri að setja
í gang fagteymi fyrir
einhverfa nú á næst-
unni. Nú hefur komið
í ljós að fjárveiting til
fagteymisins, sem
ætluð er til þess að
sinna þessum hópi er
mjög af skornum
skammti og lítur út
fyrir að hún dugi
naumlega fyrir einu
stöðugildi og þá er
ekki talinn með
kostnaður fyrir ferðir
út á land og aðrir
kostnaðarliðir.
Það er því ljóst að
ekki er hægt að standa við þau
loforð sem gefin hafa verið ef
þetta á að vera sú fjárveiting sem
kemur frá félagsmálaráðuneyt-
inu.
Það þýðir ekki fyrir ráðherra
að lofa ákveðinni þjónustu en
standa síðan alls ekki við loforðin
þegar kemur að fjárveitingunum.
Orðum verða að fylgja athafnir.
Börnin fórnarlömb breyttrar
verkaskiptingar
Sérstakur sérfræðihópur, fag-
teymi sinnti þessum málaflokki
meðan hann heyrði undir heil-
brigðisráðuneytið og var hjá
barna- og unglingageðdeild
Landspítalans. En nú, þegar
verkaskiptingu milli ráðuneyta
hefur verið breytt og fagteymið
heyrir undir félagsmálaráðuneyt-
ið, virðist ekki vera nægur vilji
til þess að koma þessari þjónustu
aftur á laggirnar þó svo að menn
hafi haft uppi stór orð um slíkt.
Það er ekkert nýtt að setja
svona fagteymi á laggirnar vegna
þess að þjónustan var fyrir hendi
áður en niðurskurðurinn varð á
Barna- og unglingageðdeildinni.
Börn sem greinst hafa með ein-
hverfu eru því í miklum vanda,
einnig foreldrar þeirra og að-
standendur, því að enn hefur ekki
verið leyst úr þeirri brýnu þörf
sem þau búa við vegna skorts á
þjónustu.
Meðferð hefjist snemma
Þegar fengist er við fötlunina
einhverfu er afar mikilvægt að
gripið sé til úrræða snemma, þar
munar um hveija vikuna svo að
árangur náist, þannig að þessi
börn eru í enn meiri vanda þegar
litið er til þess. Það hlýtur því að
vera krafa til stjórnvalda um að
þessi gleymdu börn í kerfinu fái
þá þjónustu sem þeim ber nú þeg-
ar.
Það getur orðið dýrt samfélag-
inu síðar ef ekki er brugðist við
þegar þessi hópur er annars vegar
því ef þessi börn fá ekki þjónustu
við hæfi geta mörg þeirra leiðst
út í alls kyns óreglu og vanda síð-
ar í lífinu, sem gæti valdið miklum
útgjöldum fyrir samfélagið.
Höfundur er nlþingismaður.
Eíning safnaðar
- eining kirkiu
í MORGUNBLAÐ-
INU þriðjudaginn 18.
febrúar birtist grein
eftir séra Vigfús Ing-
var Ingvarsson um
óstaðbundna söfnuði.
Grein þessi er skrifuð
af þeirri varfærni og
háttvísi, sem við var
að búast af hendi höf-
undar. Hins vegar tel
ég, að í henni séu sett-
ar fram hugmyndir,
sem rétt sé að taka af
allri varúð, og vil því
svara nokkrum orðum,
enda lýsir höfundur
eftir umræðum um
efnið.
Sigurður
Sigurðarson
Séra Vigfús dvelur nokkuð við
málefni fríkirkjusafnaðanna í máli
sínu og telur að tímabært sé að
sameina þá Þjóðkirkjunni. Um það
get ég auðvitað verið honum sam-
mála. Forsendur þess að svo megi
verða eru hins vegar þær, að safn-
aðarfólk fríkirkjusafnaðanna hafí
gleymt þeim sögulegu rökum sem
lágu til stofnunar þeirra eða telji
þær ekki lengur skipta máli. Frí-
kirkjan í Reykjavík var t.d. stofnuð
vegna vanþóknunar nokkurra borg-
ara á meintu dáðleysi stjórnvalda í
að bregðast við aukinni þjónustu-
þörf í Reykjavík. Þar blönduðust
svo einnig í ný sjónarmið varðandi
samband ríkis og kirkju yfirleitt.
Ekki urðu þessir söfnuðir til vegna
þarfa fólks fyrir einhveijar nýjung-
ar í helgihaldi eða kenningu. Kjör-
söfnuðirnir í dönsku kirkjunni, sem
séra Vigfús minnist á, urðu til í
miklu stjórnmálalegu umróti um
miðja síðustu öld. Sá fyrsti varð til
í kringum prestinn Birkedal sem
jafnframt var stjórnmálamaður og
Grundtvigssinni að verulegu leyti.
Tildrög þess að lög voru sett um
kjörsöfnuði í Danmörku eru flókin
átakasaga, sem á sér enga hlið-
stæðu í okkar kirkju. Vert er að
hafa í huga að þó að kjörsöfnuðirn-
ir væru stofnaðir til að viðhalda
einingu kirkjunnar í orði, voru átök-
in sem til þess leiddu ekki alveg
kirkjuleg, heldur einnig almenn
stjórnmálaátök og átök um stefnur
og strauma í menningarlífi þess
tíma.
Aðrir óstaðbundnir söfnuðir sem
séra Vigfús minnist á eru kirkjur
mótmælenda í Norður-Ameríku.
Það mun hafa verið í kringum síð-
ustu aldamót sem þessar kirkjur
tóku ákvörðun um að söfnuðir
þeirra skyldu vera óstaðbundnir.
Voru þær að nokkru knúðar til
þess af aðstæðum. Margir harma
nú að svo skyldi verða. í landnáms-
þjóðfélagi eins og Bandaríkjunum
lagði fólk í fyrstu mikla áherslu á
að varðveita trúarlegan arf sinn og
þar með tengslin við sína kirkju-
deild og játningu. Búseta þess fór
hins vegar sjaldnast eftir því af
hvaða kirkjudeild það var. Seinna
hefur þetta þróast svo, að margt
fólk velur sér kirkju fremur en
kirkjudeild. Margt kemur þá til álita
eins og staðsetning kirkjuhússins,
framboð á fræðslu og afþreyingu
og loks hvers konar fólk maður á
von á að hitta í kirkjunni. Leiðir
þetta meðal annars til þess galla,
sem séra Vigfús getur um, að söfn-
uðir verði stéttskiptir.
Já, söfnuðir verða stéttskiptir í
Ameríku, en þeir skiptast um fleira
og á þingum kirkjudeildanna gætir
mikillar sundrungar. Þar koma full-
trúar ríkra safnaða og fátækra,
hvítra og þeldökkra, fijálslyndra og
íhaldssamra. Þar eru söfnuðir sem
halda uppi þjóðfélagsgagnrýni eða
gera umhverfismál að sérstöku við-
fangsefni sínu. Þar eru söfnuðir sem
fjalla mikið um jafnréttismál en
aðrir sem vara við blöndun kyn-
þátta. Þar eru söfnuðir
fólks sem telur málefni
kvenna komin á villu-
stig og beijast fyrir því
að konur hljóti allar
stöðu bóndakonu á
nítjándu öld. Þar eru
til söfnuðir, sem eru
afar fijálslyndir í trú-
arefnum svo að okkur
þætti flestum jaðra við
rugl en aftur aðrir, sem
binda sig í einstreng-
ingslega bókstafstrú
studda úreltum for-
dómum að okkar mati.
Sem betur fer er meiri
hluti safnaðanna svo
mitt á milli þeirra öfga
sem hér eru nefndar, en augljóst
hvernig þetta allt ógnar einingu
kirkjunnar.
Kirkjur þær, sem
byggja á postulegum
arfi, segir Sigurður
Sigfurðarson, hafa
ávallt þurft að
leggja sig fram um að
varðveita einingu sína.
Það er þetta sundraða ástand
mótmælendakirknanna I Ameríku,
sem þekktur guðfræðingur þar
vestra á við er hann segir að vandi
kirkjunnar þar sé ekki fyrst og
fremst aðskilnaður kirkjudeilda,
heldur blasi við hættan á upplausn
kirknanna. Þar á hann við upplausn
þeirra í ótal sérsöfnuði þar sem ein-
stök guðfræðileg eða siðferðileg
vandamál eru gerð að mælisnúru
fyrir alla hluti.
Kirkjur þær, sem byggja á postu-
legum arfi, hafa ávallt þurft að
leggja sig fram um að varðveita
einingu sína. Þetta er misjafnlega
hægt á hveijum tíma og auðvitað
reynir mjög á í þessu efni á tímum
fjölhyggju og örra þjóðfélagslegra
breytinga. Átökin um eininguna
eiga sér ekki eingöngu stað á sviði
kirkjustjórnar og fræðilegrar um-
fjöllunar háskólamanna heldur í
hveijum einasta söfnuði. Þannig
hefur það ávallt verið og sá söfnuð-
ur, sem ekki reiknar með því, þarfU
að staldra við og íhuga inntak boð-
unar sinnar og starfsemi alla. Ef
fólk hefur einlægan vilja til að gera
tilraunir í kirkjustarfi, þarf slíkt að
rúmast innan safnaðarins. Söfnuð-
urinn og húsakynni hans mega ekki
verða of „fín“ til þess að svigrúm
sé til nýbreytni jafnframt því sem
sígildur arfur kirkjunnar er ræktur.
Niðurstaða mín er því sú, að
þann vanda sem séra Vigfús telur
að hægt sé að leysa með óstað-
bundnum söfnuðum eigi söfnuðimir
að takast á við að leysa innan sinna
vébanda. Þannig greinir okkur lík-
lega síður á um greiningu vandans
en lausn hans. Raunar tel ég að
þetta mál varði það hvort þjóðkirkj-
an verður í framtíðinni samstæð
kirkja sem fær sé um að áminna
og hugga heila þjóð. Til þess að
það megi verða þurfa söfnuðirnir
hver og einn að vera nokkur þver-
skurður þjóðarinnar eins og nú er.
Það tryggjum við ekki nema með
landfræðilegri sóknarskipan. Loks
minni ég á, að nauðsynlegt er að
hafa í huga, að það er sama hver
við emm eða hvemig við höfum
orðið snortin af trúnni, að við getunj^
ekki reiknað með því að í kirkjunni
geti allt verið eins og okkur sjálfum
finnst á hveijum tíma að það ætti
að vera. Hér er ég ekki að hvetja
til umburðarlyndis í venjulegum
skilningi, heldur að minna á að
þátttaka okkar í kristnum söfnuði
snýst um að elska Guð og náung-
ann og þess vegna hlýða boðum
Guðs og beygja okkur fyrir þörf
náungans. Þar göngumst við að
einhveiju leyti við gildum sem hafin
em yfir smekk eða tísku.
Höfundur er vígslubiskup
/ Skálbolti.
- Aukagisting
á ensku ströndinni
á Kanarí
mars
frá kr.
52.432
Við höfum nú fengið nokkrar viðbótaríbúðir í hjarta ensku
strandarinnar á Liberty gististaðnum. Frábær staðsetning,
rétt hjá Yumbo Center, allar íbúðir með einu svefnherbergi,
baði, stofu og eldhúsi. Móttaka og garður í hótelinu.
Bókaðu strax, síðustu stætin.
Viðbótargisting
Verðkr. 52.432
M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára,
2 vikur, Liberty.
Verðkr. 69-960
M.v. 2 í íbúð, 2 vikur, Liberty, 4. mars.
um póskana d
ensku ströndinni
J