Morgunblaðið - 25.02.1997, Síða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1997
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Hvað hyggst
R-listinn fyrir?
FYRIR nokkrum dög-
um var haldinn „samn-
ingafundur" með
samninganefndum rík-
is og Reykjavíkurborg-
ar annars vegar og
fulltrúum BSRB hins
vegar. Þar kom skýrt
í ljós að ríkið stendur
- beinlínis i vegi fyrir því
' að eðlilegar samninga-
viðræður um kaup og
kjör geti farið fram.
Samningamenn ríkis-
ins halda fast við að
félög opinberra starfs-
manna eigi ekki að
hafa afskipti af kjara-
samningum nema að hluta til. Vísað
er til 9. greinar laga um réttindi
og skyldur starfsmanna ríkisins, en
með henni er forstöðumönnum
stofnana gefíð stóraukið svigrúm
til að ákveða starfsmönnum svoköll-
uð viðbótarlaun. Sé ekki samið um
fyrirkomulag viðbótarlaunanna i
kjarasamningi, fá forstöðumenn
'stofnana stóraukið vald til að
ákveða tilteknum hópum laun að
eigin geðþótta.
Sjálfstæðisflokkurinn mótar
launastefnu R-listans
Ríkisstjórn hlýtur á hveijum tíma
að ákveða launa- og starfsmanna-
stefnu sína. Það hefur núverandi
ríkisstjórn gert. Nú bregður hins
vegar svo einkennilega við að
Reykjavíkurborg hefur tekið upp
sömu stefnu og ríkið. Borg og ríki
->hafa með sér sameiginlega samn-
inganefnd, undir formennsku full-
trúa ríkisins. Þeim sem studdu R-
listann þykir þetta furðuleg ráðstöf-
un, þar sem forsætis-
og ijármálaráðherr-
ann, þeir sem mestu
ráða um stefnuna í
þessum efnum, eru úr
þeim flokki sem er í
minnihluta í borgar-
stjórn. Með öðrum orð-
um: R-listinn hefur fal-
ið Sjálfstæðisflokknum
að móta launa- og
starfsmannastefnu
sína í yfirstandandi
kjarasamningum.
Flokkur minnihlutans
ræður launastefnu
meirihlutans!
R-listinn hefur unnið
að margvíslegum framfaramálum í
borginni sem vonandi munu standa
Góðæríð, sem allir eru
sammmála um að nú
ríki í landinu, segir
Sjöfn Ingólfsdóttir, er
líka í Reykjavík,
sem lengst, borgarbúum til heilla.
Launa- og starfsmannastefna, sam-
skipti og samstarf við stéttarfélög
starfsmanna, eru líka mikilvæg
hagsmunamál, ekki bara starfs-
manna, heldur allra borgarbúa. Því
betur sem búið er að starfsmönnum,
því betur geta þeir sinnt starfi sínu,
borginni helst betur á góðu starfs-
fólki og stendur sig betur í harðri
samkeppni um gott vinnuafl.
Reykjavíkurborg er næst stærsti
atvinnurekandinn í landinu, aðeins
ríkið hefur fleira fólk í vinnu. Borg-
Sjöfn Ingólfsdóttir
in hefur þess vegna alla burði til
að móta sína eigin stefnu gagnvart
starfsmönnum og hefur enga þörf
fyrir að binda trúss sitt við ríkið í
þeim efnum.
Góðærið til allra
Góðærið, sem allir eru sammála
um að nú ríki í landinu, er líka í
Reykjavík. Fjölmörg fyrirtæki í
borginni hafa stórbætt afkomu sína
á undanfömum misserum. Góðærið
er hins vegar langt frá því að vera
komið á launareikninga starfs-
manna borgarinnar. Er nema von
að starfsfólkið spyiji hvað valdi.
Svarið felst í þeirri launastefnu, sem
ríkið hefur mótað og R-listinn geng-
ist undir og felur beinlínis í sér þá
fýrirætlun að auka launamuninn
innan borgarkerfisins, og snið-
ganga stéttarfélögin við þær
ákvarðanir. Frá þessari stefnu vill
hvorki borg eða ríki falla, stefnu
sem sýnist ganga þvert á þær hug-
myndir um jöfnun lífskjara, sem
R-listinn hefur verið talinn standa
fyrir, og boðaði fyrir síðustu kosn-
ingar. Nýjar upplýsingar í atvinnu-
vegaskýrslu Þjóðhagsstofnunar lofa
ekki góðu um afleiðingar geðþótta-
launakerfisins. I henni kemur fram
að á sama tíma og þjóðarsátt var
um að hækka ekki kaup launa-
fólks, þar sem atvinnuvegirnir réðu
ekki við launahækkanir á tímabil-
inu, þá hafa ýmsir æðstu stjórnend-
ur hins opinbera fengið launahækk-
anir sem nema tvöföldum eða jafn-
vel þreföldum launum láglaunahóp-
anna, að ekki sé nú minnst á banka-
stjóralaunin frægu.
I þessu Ijósi er ástæða til að
spyija: Hvað hyggst R-listinn fyrir?
Ætlar hann að láta ríkið draga sig
á asnaeyrunum áfram, eða mæta
til alvarlegra samningaviðræðna við
Starfsmannafélög borgarinnar um
kaup og kjör?
Höfundur er formaður
Starfsmannafélags
Rcykjavíkurborgar.
„Noblesse oblige“
ÞESSI frönsku orð
eru oft viðhöfð, þegar
menn taka við virð-
ingastöðum. Þau eru
venjulega þýdd á
óbeinan hátt: „Vandi
>fylgir vegsemd hverri“.
Þau orð finnast mér
all lágkúruleg og ná
ekki hinni réttu merk-
ingu. Nær væri að
segja: „Tignin skyld-
ar“. í orðunum felast
líka kröfur um ábyrgð.
Hæstaréttardómarar
hafa sérstöðu. Það eru
gerðar kröfur til
þeirra; þeir þurfa að
vera vammi firtir.
Einn vinur minn, mjög grandvar
maður, sem lét af störfum sem
hæstaréttardómari fyrir nokkrum
árum, sagði oftar en einu sinni, að
hann skyldi segja mér álit sitt, á
- einu eða öðru, þegar hann væri
hættur í réttinum. Þó langt sé um
liðið, er hann jafn tregur til slíks í
nú og áður.
Bókin „The Judge is always al-
one“ eftir bandarískan hæstaréttar-
dómara kom út fyrir skömmu. I
henni kryfur hann starfsævi við lok
og heldur því m.a. fram, að hæsta-
réttardómarar megi ekki þekkja
nokkurn né umgangast aðra en þá,
sem þeir myndu verða að víkja úr
dómarasæti fyrir vegna vanhæfi.
Ætlast er til þess, að hæstarétt-
ardómarar láti stjórnmál afskipta-
laus. Enda ekki kjörgengir til Al-
þingis. Þeim er aftur á móti fijálst
að bjóða sig fram til forsetaembætt-
is og ættu að öðru jöfnu að vera
vel til slíks starfs fallnir.
Þegar Pétur Kr. Hafstein bauð
sig fram til forseta lýðveldisins,
hafði hann fengið leyfi frá störfum
-J- í Hæstarétti. Þar sem framboðið
tókst ekki, settist hann að nýju í
Hæstarétt. Hvorki
dómsmálaráðherra né
Hæstiréttur gerðu
neina athugasemd við
það, enda hafði fram-
boðið ekki haft nein
áhrif á hæfni hans.
Lögmönnum ber að
sýna Hæstarétti
virðingu
Lögmennska gerir
svipaðar kröfur um
virðingu. Það er til
vandræða og hneisu,
þegar lögmenn grípa
til heiftarlegra og illa
grundaðra árása á
Hæstarétt eða dóm-
endur hans.
Lögmenn komast stundum
hörmulega úr jafnvægi vegna tap-
Lögmennska gerir kröf-
ur um virðingu, segir
Gunnlaugur Þórðar-
son. Það ertil vandræða
og hneisu, þegar lög-
menn grípa til heiftar-
legra og illa grundaðra
árása á Hæstarétt eða
dómendur hans.
aðs máls og gremju sinni svala þeir
e.t.v. með því að fara með dylgjur
og grunsemdir í garð réttarins í
fjölmiðla. Með slíku athæfi grafa
þeir undan því trausti, sem okkur
lögmönnum ber að sýna æðsta dóm-
stól landsins.
Auðvitað er sjálfsagt, að lög-
fræðingar gagnrýni dóma, en mál-
efnalega. Það er sannfæring mín,
að lögmenn treysta Hæstarétti.
Allir eru þeir albúnir næsta dag að
áfrýja máli, af því að þeir gera sér
vonir um að rétturinn sjái málið í
öðru ljósi en undirrétturinn. Þeir
treysta Hæstarétti.
Hæstarétti getur skjátlast, þeir eru
ekki alvitrir dómaramir. Það sama á
við hina misvitru þingmenn, sem
samþykkja oft vitlaus lög. Við því
er ekki annað að gera en að taka
því, en reyna að hafa áhrif til bóta,
en það stendur lögmönnum næst.
Frumhlaup Hreins Loftssonar
Hitt má ekki dyljast neinum, að
vanhæfi dómara og aðrar grun-
semdir eru afskaplega óáþreifanleg
atriði í lögmennsku og að bera slíkt
á borð fyrir Hæstarétti er oft vottur
um illa grundaða lögfræði. Frum-
hlaup hins óreynda hæstaréttarlög-
manns, Hreins Loftssonar, stafar
bersýnilega af því, að hann hefur
hvorki haft manndóm né sannfær-
ingarkraft til þess að koma vitinu
fyrir ólöglærðan húsbónda sinn. Sá
einþykki kaupsýslumaður hefur
ekki viljað átta sig á því, hve vafa-
söm og glær hegðun hans í viðskipt-
um var. Kaup á tveimur faliít fyrir-
tækjum, gerð í þeim tilgangi að
geta snuðað samfélagið um milljóna
tugi í opinberum gjöldum. Athæfið
var tæpast löglegt og tvímælalaust
siðlaust og Hæstiréttur dæmdi það
löglaust, svo sem vera bar.
Það er dapurlegt og óafsakanlegt
þegar kollegar mínir grípa til þess
að leggja mál sín í dómstól götunn-
ar og ekki síður ískyggilegt, þegar
fjölmiðlar í ákafa sínum til þess að
skapa æsing í þjóðfélaginu, gína
við slíkum fréttum, hráum frá sögu-
manninum sjálfum. Þeir eru yfir-
leitt vafasamir heimildarmenn.
Höfundur er
hæstaréttarlögmaður.
Gunnlaugur
Þórðarson
Umhverfis-
mál á ábyrgð
okkar allra
ÞAÐ hefur sjálfsagt ekki farið
fram hjá neinum sú umræða um
umhverfismál, tengd fyrirhugaðri
stóriðjuuppbyggingu, sem verið
hefur í fjölmiðlum að undanförnu.
Er það vel. I rauninni er ég undr-
andi á því að þessi umræða skuli
ekki hafa orðið háværari mikið
fyrr og að mínu áliti hafa fjölmiðl-
ar alls ekki sinnt upplýsingaskyldu
sinni þar að lútandi. Umfjöllun um
stóriðjumálin í fjölmiðlum hefur
hingað til verið ansi einhliða og
stórlega hefur vantað að um þessi
málefni væri fjallað á víðtækari
og faglegri máta. Lítið hefur verið
minnst á umhverfisvandamál
tengt þessum stóriðnaði eins og
engin mengun hlytist af honum.
Reyndar lét hæstvirt-
ur iðnaðarráðherra
hafa það eftir sér í
blaðaviðtali varðandi
fýrirhugað álver á
Grundartanga að íbú-
ar Kjósarhrepps
þyrftu engar áhyggjur
að hafa því mengun
yrði engin! Ég ætla
að vona að umhverf-
isvitund almennings
sé betri en hæstvirts
ráðherra því þetta
stenst náttúrulega alls
ekki! Það vita allir sem
eitthvað vita um um-
hverfismál að frá allri
stóriðju kemur meng-
un, spurningin er hversu kröfu-
hörð við erum varðandi mengunar-
varnarbúnað hversu mikla meng-
un við sleppum með. En hvers
vegna að hafa yfirhöfuð einhveijar
áhyggjur af mengun hér á þessu
skeri í N-Atlantshafi þar sem íbú-
ar eru svo fáir, getum við ekki
bara mengað eins og okkur lystir,
Ég ætla að vona, segir
Sigrún Theódórsdótt-
ir, að umhverfisvitund
almennings sé betri en
hæstvirts ráðherra.
fer þetta ekki bara allt hvort sem
úr út í loftið og hverfur? Frá fyrir-
huguðu álveri munu berast
300.000 tonn af koltvísýringi
(CO2) sem er það sama og frá
öllum íslenska flotanum saman-
lagt sem þýðir 11% aukningu CO2
á Islandi. Og í stað þess að vera
eins metnaðarfullir og nágrannar
okkar Norðmenn sem leyfa
0,3-0,4 kg flúor/áltonn ætlum við
að láta duga að miða við hámarks-
tölu í alþjóðiegum staðli sem er
100% hærri, eða sem nemur 0,6
kg/áltonn. Sama er að segja með
brennisteinstvísýringinn (S02)sem
m.a. veldur súru regni og drepur
skóga (er það jú ekki töfralausn
ríkisstjórnarinnar að veita pening
í uppbyggingu skóga til að bæta
fyrir aukna C02 mengun en þá
verður skógurinn að lifa það af
en ekki skemmast af völdum S02
útblásturs). Þar ætlum við að
sætta okkur við 21 kg/áltonn í
stað 2 kg/áltonn ef vothreinsibún-
aður er notaður.
Of hár styrkur koltvísýrings
(C02) í andrúmsloftinu er orðið
viðurkennt vandamál í heiminum
og það leiðir af sér m.a. hækkað
hitastig. Nú eru sjálfsagt ein-
hveijir sem hugsa að það sé til
hagsbóta fyrir okkur sem búum
á þessu kalda skeri, en málið er
ekki svona einfalt. Talið er að
þetta muni m.a. hafa í för með
sér að óveður verða tíðari, yfir-
borð sjávar hækkar og láglendi
og smáeyjar fara undir vatn.
Einnig mun staðbundinn vatnss-
kortur aukast og 1/3—1/2 jökla
hverfa og síðast en ekki síst munu
hafstraumar í N-Atlantshafi
verða veikari. Það er nokkuð ljóst
að þetta síðastnefnda er nokkuð
afdrifaríkt fyrir okkur íslendinga
því samkvæmt þessu mun stefna
Golfstraumsins breytast, hann
mun leita fyrr austur með lítilli
aðkomu á íslandi. Þá þarf nú
ekki að rífast mikið lengur yfir
því hversu mörg álver
á að byggja á Islandi
eða hversu mörg tonn
fisks eigi að veiða við
íslandsstrendur því
þá verður ekki lengur
byggilegt á íslandi.
En hvers vegna á
almenningur að vera
að skipta sér af þessu
máli, hvi ætti stjórn-
völdum ekki að vera
treystandi til að meta
þessi mál af skynsemi
með langtímahags-
muni þjóðarinnar að
leiðarljósi en ekki með
skammtímadollara-
merki í augum? Best
væri ef hægt væri en reyndin virð-
ist því miður allt önnur. í fyrsta
lagi virðast stjórnvöld íslands
nefnilega vera búin að gleyma því
að þau samþykktu alþjóðlegan
samning í Ríó 1992 sem skuld-
bindur þá að sjá til þess að engin
aukning verði á C02 mengun þjóð-
arinnar frá árinu 1990 til ársins
2000. Með þennan samning að
leiðarljósi samþykkja þau með
bros á vör, 11% aukningu C02 á
Islandi með nýju álveri, auk allrar
annarrar aukningar sem þegar
hefur átt sér stað á C02 því lítið
sem ekkert hefur verið brugðist
við þessu vandamáli hérlendis.
Annað sem bendir til þess að hags-
munir almennings virðast fyrir
borð bornir af háttvirtri ríkisstjórn
er að 1995 var gefinn út bækling-
ur af markaðsdeild Iðnaðarráðu-
neytisins og Landsvirkjunar sem
heitir: „Lowest energy prices“
(lægsta orkuverðið). I þessum
bæklingþ eru tíundaðir kostir þess
að við íslendingar getum boðið
allra lægstlaunaða vinnuaflið í
sambærilegum ríkjum Evrópu.
Þetta er nú góður grunnur fyrir
verkalýðshreyfinguna í komandi
kjarasamningum. Auk þess, og
takið nú vel eftir, séu starfsleyfi
fyrir stóriðnað hér á landi vana-
lega samþykkt með lágmarkskröf-
um til umhverfismála (the operat-
ing licence is usually granted with
a minimum of environmental red
tape). Er furða þótt manni líði eins
og sé verið að selja mann lægst-
bjóðanda?
Einhvers staðar stendur skrifað
að við höfum ekki fengið jörðina
að gjöf frá foreldrum okkar heldur
erum við með hana að láni frá
börnunum okkar. Ég skora á ís-
lensk stjórnvöld að endurskoða
stefnu sína í umhverfismálum og
horfa í augun á börnunum sínum
þegar þau viðurkenna það stefnu-
og ábyrgðarleysi sem ríkt hefur í
þeim málum hingað til.
Höfundur er garðyrkjufræðingur.
Sigrún
Theodórsdóttir