Morgunblaðið - 25.02.1997, Page 44

Morgunblaðið - 25.02.1997, Page 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1997 MININIINGAR MORGUNBLAÐIÐ HILDUR SOLVEIG ARNOLDSDÓTTIR + Hildur Sólveig Arnoldsdótt- ir (Hilde S. Henckell) fædd- ist í Hamborg í Þýskalandi 6. ágúst 1939. Hún lést á Land- spítalanum 27. janúar síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 4. febrúar. Okkur langar til að minnast í fáum orðum Hildar Sólveigar Arn- oldsdóttur, sem nú er farin frá okk- ur langt um aldur fram. y Hildur Sólveig, eða Hildí, eins og hún var alltaf kölluð innan fjöl- skyldunnar, kom fyrst að Sandlæk með eldri systur sinni til sumardval- ar hjá afa okkar og ömmu, Lofti og Elínu, þegar hún var sjö ára gömul. Þær amma og María móðir systranna voru bræðradætur. Hildí og Helga Guðrún systir hennar dvöldu á Sandlæk næstu átta sum- ur og oft þess utan. Þær systur urðu góðir vinir föðursystkina okk- ar og var fljótt eins og þær til- heyrðu systkinahópnum. Helga Guðrún lést af slysförum fyrir okk- ar minni, en eftir Hildí munum við fyrst sem góðri frænku og vinkonu Siggu föðursystur, sem lést fyrir - fimm árum. Þegar við lítum til baka er fjölmargt sem kemur fram í hugann. Hildí kom oft akandi aust- ur á Sandlæk á forláta fíat sem hún átti. Ungu frænkunum í Sandlækj- artorfunni þótti þetta heldur en ekki fínn bíll, en dyrnar opnuðust fram, öfugt við aðra bíla og þóttust þær aldeilis heppnar þegar Hildí bauð þeim í stuttar ökuferðir í þessu fína ökutæki, en það virtist vera henni svo eðlilegt og sjálfsagt. Þær Sigga brölluðu margt sem var mjög spennandi í augum ungu kynslóðar- innar, fóru í langa útreiðartúra á síðkvöldum, veiðiferðir fram að Þjórsá og önnur ferðalög. Þær voru líka bjargvættar t.d. þegar lítil sál hafði týnt aleigunni á kappreiðun- um og gat ekki keypt sér sælgæti eins og hinir. Hildí tengdist okkur síðan enn frekar, þegar hún giftist Sigga móðurbróður okkar, en í okkar huga er hann alveg sérstakur frændi. Árin liðu og Hildí og Siggi eignuð- ust börnin tvö, Helgu Guðrúnu og Hjalta. Magnús, sonurinn sem Siggi hafði eignast áður, var líka stundum í hópnum. Fjölskyldan hefur búið í Reykjavík en alltaf haldið mikilli tryggð við ættingjana austur á Sandlæk. Hefur sú tryggð verið gagnkvæm. Þau hafa iöngum verið tíðir gestir í sveitinni og hafa tekið þátt í öllu þar af lífi og sál. Fyrir um 20 árum fengu þau til umráða lítinn landskika í túnfætinum á Sandlæk þar sem þau reistu sumar- bústað, Ranakot. Þar hafa þau í sameiningu ræktað einstaklega fal- legan og skjólsælan gróðurreit og með árunum hafa vaxið þar upp fjölmargar tegundir blóma, tijáa, runna og grænmetis sem bera eig- endunum fagurt vitni. Var Hildí afskaplega dugleg ræktunarkona og hafði yndi af að vinna við gróður- inn. Ranakot varð fljótt jafn sjálfsagt „býli“ á landareigninni og Sandlæk- ur og Breiðanes og í þessari bæjar- torfu hefur ætíð verið gott sambýli og iðandi mannlíf. Þar er oft fjöl- mennt á sumrum og hafði Hildí gott samband við alla, unga og gamla og fylgdist vel með hvernig hveijum og einum vegnaði í lífinu. Gróðurreiturinn í Ranakoti hefur löngum verið vinsæll samkomustað- ur fyrir kaffíspjall, grill, afmæli og sólböð og aðrar samkomur, enda t Systir okkar og ástkær frænka, SIGRÍÐUR J. JÓHANNESDÓTTIR frá Skálholtsvík, til heimilis að Austurbrún 2, Reykjavík, verður jarðsungin frá Áskirkju fimmtu- daginn 27. febrúar kl. 10.30 árdegis. Rannveig Jóhannesdóttir, Jón Jóhannesson, Þórdfs Jóhannesdóttir og frændfólk hinnar látnu. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNHEIÐUR INGIBERGSDÓTTIR, Asparfelli 12, áður Selási 8, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 23. febrúar. Jaröarförin verður auglýst síðar. Arni Steingrímsson, Jón Steingrímsson, Ellert Steingrfmsson, barnabörn og barnabarnabörn. Steinunn Sigurðardóttir, Kristín Sigurðardóttir, Islenskur efniviður íslenskar steintegundir henta margar afar vel í legsteina og hverskonar minnismerki. Eigum jafnan til fyrir- liggjandi margskonar íslenskt efni: Grástein, Blágrýti, Líparít og Gabbró. Áralöng reynsla. Leitið upplýsinga. II SS. HELGASON HF STEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 * SÍMI 557 6677 húsráðendur einstaklega góðir heim að sækja og eigum við þaðan ótal góðar minningar um Hildí. Eitt okkar systkinanna lagði stund á nám við Garðyrkjuskólann á síðustu árum og oftar en ekki þegar setið var yfir kaffibolla í Ranakoti barst talið að garðyrkju. Garðyrkjunem- inn nefndi þá stundum ýmsa hluti sem hann hafði verið að læra um í skólanum eins og tijáklippingar, sem höfðu virst honum dálítið fram- andi til að byija með. En í augum Hildíar voru þeir ekki framandi, þetta voru hlutir sem hún þekkti vel af reynslunni og sem hún hafði lesið um og tileinkað sér í gegnum árin. Umræðurnar snerust líka oft um margbreytileika mannlífsins. Hildí vann síðustu árin við kennslu fjölfatlaðra og hafði frá mörgu að segja af þeim vettvangi. Þar heyrði maður margt sem kenndi manni að vera þakklátur fyrir og kunna að meta eigin aðstæður. Hún fylgdist af áhuga með uppvexti barna okkar og miðlaði af þekkingu sinni og reynslu. Fjölskyidan sem heldur mikið til í Ranakoti á sumrin hefur í gegnum árin átt sitt heimili við Háaleitis- braut í Reykjavík. Við systurnar fórum í framhaldsnám til Reykja- víkur og síðar fór bróðir okkar þangað í söngnám. Kom fyrir að ekki fékkst leiguhúsnæði fyrr en leið á haustið og þá voru það Hildí og Siggi sem skutu skjólshúsi yfir húsnæðislausa skólanema sem voru að feta sín fyrstu spor í lífinu fjarri foreldrahúsum. Þótti það svo sjálf- sagt mál að það þurfti varla að nefna það. Eins var það þegar söng- neminn var kominn í framhaldsnám til útlanda að það var Hildí sem annaðist hans mál gagnvart Lána- sjóði íslenkra námsmanna og hefur það eflaust kostað margan snúning- inn. Á Háaleitisbraut varð okkar fasti punktur í tilveru höfuðborgar- innar og mikils virði að eiga sér þar nokkurs konar aðra foreldra. Hvort sem við höfum verið þar í vinnu eða við nám hefur það alltaf staðið okkur opið og hefur þar ver- ið tekið á móti okkur með hlýju og gleði. Helgi bróðir okkar, sem nú er látinn, átti þar öruggan samastað þegar hann þurfti á að halda og hafði Hildí sérstakan skilning á hvers hann þurfti með. Börnin okk- ar hafa einnig mætt þar sérstakri alúð og umhyggju. Það mun áfram verða gott að koma í Ranakot og á Háaleitis- braut, en nú er skarð fyrir skildi. Hildí tekur ekki framar brosandi á móti manni og spyr frétta að aust- an og hvernig gangi í skólanum eða vinnunni eða í lífinu yfirleitt. Við minnumst hennar með söknuði og þökkum henni fyrir allt það sem hún gaf okkur. Og minningin lifir áfram í ilmi blóma og skrjáfi aspar- laufa þegar aftur vorar í Ranakoti. Hafðu þökk fyrir, elsku Hildí. Elsku Siggi, Helga, Hjalti og Maja amma, Magnús, Guðbjörg og börn, við sendum ykkur okkar dýpstu samúðarkveðjur og megi Guð styrkja ykkur í sorginni. Elín og börn, Valgerður, Loftur, Sólveig og börn. + Tryggvi Stein- grímsson fædd- ist í Reykjavík 2. apríl 1992. Hann lést 19. febrúar síð- astliðinn á Land- spítalanum. For- eldrar hans voru hjónin Steingrímur Magnússon sjómað- ur og Vilborg Vig- fúsdóttir. Hann var elstur af sex systkinum og eru nú þrjú þeirra á lífi. Hinn 10. júní 1944 giftist Tryggvi eftirlifandi eiginkonu sinni, Ásu Karlsdóttur, f. 29.3. 1924 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Karl Guðmunds- son og Sigríður Pétursdóttir. Börn Tryggva og Ásu eru: 1) Guðrún, f. 12.11. 1944, flug- freyja hjá Atlanta. 2) Karl, f. 17.3. 1947, læknir. 3) Björn, f. 19.1. 1953, læknir, og 4) Ing- veldur María, f. 22.1.1959, við- skiptafræðingur. Barnabörn Tryggva og Ásu eru tíu og eitt barnabarna- barn. Utför Tryggva verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Tilveran er óútreiknanleg. Elsku afi okkar er látinn. Hjá okkur systkinunum og afa var ekki langt í hláturinn. Við fór- um mjög oft til afa og ömmu í Bjarmalandi. Og í hvert skipti var tilhlökkunin mikil. Þegar þau fluttu upp í Hæðargarð 33 var allt á fullu. Allir voru að hjálpast að við að bera út og inn alls kyns dót á meðan afi sat á sínum stól og skip- aði fyrir. Það verður skrýtið að fara í heimsókn til ömmu og hafa engan afa þar til þess að spjalla við eða horfa á fótboltann með í sjónvarp- inu. Allar minningarnar sem við eigum um hann afa munum við varðveita vel í hjarta okkar. Elsku amma, guð blessi þig og styrki í sorg þinni. Þó að kali heitur hver, hylji dali jðkull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Vatnsenda-Rósa.) Ása Vilborg og Daníel Heiðar. Við bræðurnir viljum minnast móðurbróður okkar, Tryggva Steingrímssonar, í örfáum orðum. Tryggvi kom úr stórum systk- inahópi. Haraldur og Rannveig eru bæði látin um aldur fram, en eftir- lifandi eru Margrét, Guðrún og Þór. Hann var dugnaðarforkur eins og systkini hans, enda kominn af sterkum meiði, þeim heiðurshjón- um Steingrími Magnússyni sjó- Erfidrykkjur Glæsileg kafíi- hlaðborð. fallegir salir og mjög góð þjúnusta. Upplýsingar í símtim 5050 925 og 562 ”575 HÓTEL lOFTLEŒm tt <r *T £ A í 1» A II B iv 0 T i t S manni og Vilborgu Vigfúsdóttur. Við minnumst Tryggva sem gleði- manns, sem var hvorki afskiptasamur né stjórnsamur. Gagn- vart okkur var hann ávallt tillitssamur og nærgætinn, en þetta eru eiginleikar sem börn kunna vel að meta. Hann hafði ákveðnar skoðanir, sem hann lét gjarnan í ljós, en hann virti fólk og persónuleika þess. Hann var góður kokkur, og sérstaklega eru vegleg matarboð á heimili hans og Ásu okkur minnis- stæð. Þar var gjarnan girnilegur kalkúnn að hætti brytans á borð- um. Tryggvi og systkini hans hlutu í vöggugjöf bæði dugnað og þraut- seigju. Vilborg og Steingrímur voru verðugir fulltrúar aldamóta- kynslóðarinnar, sem lagði horn- stein að okkar nútímasamfélagi, og þurfti að beijast fyrir tilveru sinni við miklu erfiðari aðstæður en þær sem við eigum að venjast. Tryggvi var búinn að vera veik- ur í mörg ár, en ekki heyrðum við hann kvarta; hann virtist axla þá byrði í hjóði. Við vottum eiginkonu hans Ásu Karlsdóttur, börnum hans, barna- börnum og systkinum, okkar dýpstu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Tryggva Steingrímssonar. Egill Másson, Steingrímur Dúi Másson, Már Másson. Slæm fregn barst yfir hafið miðvikudaginn 19. febrúar. Hann Tryggvi frændi, móðurbróðir minn, var fallinn frá. Það er á slíkri stund sem búseta erlendis verður manni allt að því um megn. Tryggvi frændi var að mörgu leyti meiri áhrifavaldur í lífi mínu en flestir aðrir. Það var hann sem var innanhandar með mína fyrstu vinnu vorið sem ég lauk landsprófi og það var með hjálp Tryggva frænda sem undirritaður komst að sem messagutti hjá Eimskip nokkrum mánuðum síðar, sem varð upphafið að tíu ára sjómannsferli. Það var Tryggvi frændi sem maður hafði alltaf samband við og heimsótti eins oft og auðið var. Þær heimsóknir eru mjög minnis- stæðar og ekki síst síðan úr barn- æsku þegar farið var til Tryggva og Ásu í Grænuhlíðinni og daginn eftir var fyrsta spurningin ævin- lega hvenær yrði næst farið til Ásu og Tryggva. Heimsókn til þeirra var sem heimsókn til höfðingja og sú lífsgleði og orka sem Tryggvi og Ása báru með sér er sjaldséð og óviðjafnanleg. Eftirlifandi eiginkona Tryggva, Ása Karlsdóttir, og börn þeirra, Guðrún, Kalli, Bjössi og Inga Maja, fá mínar innilegustu samúðar- kveðjur. í dag er hugurinn heima á Islandi. Þór Saari, New York. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 5691115, eða á netfang þess þess Mbl@centrum.is en nánari upp- lýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínu- bil og hæfilega línuleng — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. TRYGGVI STEINGRÍMSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.