Morgunblaðið - 25.02.1997, Page 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1997
MIIMNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
STEFÁN JÓHANN
ÓLAFSSON
+ Stefán Jóhann
Ólafsson fædd-
ist í Reykjavík 19.
ágúst 1917. Hann
lést á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur að
morgni hins 17.
febrúar síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru hjónin Ólafur
Þorsteinsson, háls-,
nef- og eyrnalækn-
> ir, fæddur í Reykja-
vík 20. nóvember
1881, d. 16. sept.
1972, Tómassonar
járnsmiðs í Reykja-
vík og Valgerðar Ólafsdóttur,
og Kristín Ingveldur Guð-
mundsdóttir, f. 20. des. 1892
að Hraunum í Fljótum, d. 8.
sept. 1976, Einarssonar og Jó-
hönnu Jórunnar Stefánsdóttur.
Bræður Stefáns eru Þor-
steinn Guðmundur, tannlæknir
i Reykjavík, f. 21. des. 1920,
d. 6. nóv. 1984, kvæntur Ólöfu
Vilmundardóttur, og Ólafur,
lögfræðingur, f. 20. júní 1925,
kvæntur Elsu Einarsdóttur.
Stefán kvæntist 6. ágúst 1949
Kolbrúnu Ólafsdóttur, f. 12.
april 1925 í Reykjavík, Proppé,
f. 12. maí 1886, d. 19. des. 1949,
kaupmaður og alþingismaður á
Þingeyri, síðar framkvæmda-
stjóri SIF, og Áslaugar Hall
Proppé, f. 19. maí 1887, d. 4.
sept. 1952. Börn þeirra eru
Áslaug, f. 24. júní 1950, meina-
tæknir, gift Einari Erni Krist-
inssyni, f. 30. júní 1949, banka-
starfsm. Dóttir hennar og Jóns
Á hendur fel þú honum,
sem himna stýrir borg,
það allt, er áttu í vonum,
og allt, er veldur sorg.
Hann bylgjur getur bundið
og bugað storma her,
hann fótstig getur fundið,
sem fær sé handa þér.
(B. Halld.)
Elskulegur tengdafaðir minn,
Stefán Ólafsson, er látinn eftir
stranga baráttu við illkynja sjúk-
dóm. Það var á haustdögum 1995
sem sjúkdómur hans greindist og í
kjölfarið fylgdi erfið læknismeðferð,
sem því miður bar ekki þann árang-
Barðasonar, f. 28.
júlí 1949, er Anna
Margrét, f. 9. ágúst
1975. Dóttir Ás-
laugar og Einars er
Kolbrún, f. 24. jan.
1990. Ólafur, f. 5.
janúar 1952, við-
skiptafr. og lögg.
fast.sali, kvæntur
Ingibjörgu Þórðar-
dóttur, f. 19. mars
1955, banka-
starfsm., synir
þeirra eru Þórður
Sigfús, f. 24. nóv.
1973, Stefán Jó-
hann, f. 6. janúar 1981, og Ólaf-
ur Már, f. 16. des. 1986. Einar
Baldvin, f. 4. sept. 1957, lög-
fræðingur, kvæntur Ragnhildi
Steinbach, f. 23. febrúar 1952,
lækni, sonur þeirra er Baldvin,
f. 19. mars 1981.
Stefán varð stúdent frá MR
1936 og lauk kandidatsprófi í
læknisfræði frá HÍ 1943. Hann
stundaði framhaldsnám í
Bandaríkjunum á árunum 1943-
1948, í Madison, Wisconsin
1943-1944 og á Mayo Clinic
Rochester, Minnesota, 1944-
1948. Hann var sérfræðingur í
háls-, nef- og eyrnalækningum
og starfaði sem læknir við
Landakotsspítala frá 1949,
einnig við Landspítalann frá
1951 og kenndi við læknadeild
HI frá 1951, var skipaður dós-
ent 1959.
Útför Stefáns verður gerð
frá Dómkirkjunni i dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
ur sem vonir stóðu til. Stefán reynd-
ist mér ætíð hinn mætasti maður
og ef eitthvað bjátaði á með heilsuf-
ar okkar var hann boðinn og búinn,
jafnt að nóttu sem degi, að hjálpa
okkur. Mannkosti Stefáns þarf ekki
að tíunda, því öllum þeim, er hann
þekktu, eru þeir kunnir. Þegar Stef-
án Jóhann sonur minn var skírður
hélt Stefán honum undir skírn og
var guðfaðir hans og vona ég að
Stefán minn hafi erft eitthvað af
mannkostum afa síns. Stefán var
góður faðir, tengdafaðir og afi og
er hans nú sárt saknað af allri fjöl-
skyldunni. Stefán átti mjög góða
eiginkonu og voru þau afar sam-
t
Ástkær eiginkona mín,
HELGA ÁSTA ÓLAFSDÓTTIR,
Holtabraut 12,
Blönduósi,
lést á Landspítalanum 23. febrúar.
Sigurður H. Þorsteinsson.
JJ
t
Þökkum innilega öllum, sem auðsýndu
okkur samúð og hlýju vegna andláts
og útfarar eiginmanns míns, föður,
tengdaföður, afa og langafa,
KRISTMUIMDAR HALLDÓRSSONAR,
skipstjóra og útgerðarmanns,
Ólafsvík.
Laufey Eyvindsdóttir,
Brynjar Kristmundsson, Margrét Jónasdóttir,
Sumarliði Kristmundsson,
Ægir Kristmundsson,
Þór Kristmundsson,
Óðinn Kristmundsson,
Matthildur Kristmundsdóttir,
Laufey Kristmundsdóttir,
Kristin Kristmundsdóttir,
Halldór Kristmundsson,
Steinþór Ómar Guðmundsson, Jóhanna Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Kristin G. Jóhannsdóttir,
Árný Bára Friðriksdóttir,
Jóhanna Njarðardóttir,
Sólrún Bára Guðmundsdóttir,
Árni Guðjón Aðalsteinsson,
Ólafur Helgi Ólafsson,
Klaus Grunhagen,
hent og ber heimili þeirra vitni um
smekkvísi og kærleika.
Stefán var ötull að fylgjast með
í sérgrein sinni og sótti hann ráð-
stefnur víða um heim til að auka
stöðugt við þekkingu sína. Hann
var afar farsæll í sínu starfi og var
mjög vel látinn af samstarfsmönn-
um sínum og nemendum. Margir
af sjúklingum Stefáns hafa sagt
mér hve gott var að leita til hans.
Mig langar til gamans að geta þess,
að mín fyrstu kynni af honum voru
þegar ég, ellefu ára gömul, var
send til Reykjavíkur til þess að láta
taka úr mér hálskirtlana. Þá þegar
kynntist ég því hve góður maður
hann var. Ekki hefði mig órað fyrir
því þá, að þessi maður ætti síðar
eftir að verða tengdafaðir minn.
Stefán átti gæfuríka ævi. Hann
var ættrækinn og voru tengsl hans
við fólk sitt mikil og góð og langar
mig í því sambandi sérstaklega að
minnast Ásu föðursystur hans sem
lést í hárri elli 1991. Hún var fædd
og ól mestan sinn aldur í næsta
húsi við bernskuheimili Stefáns þar
sem hann hafði lækningastofu sína
lengst af, en mikill samgangur var
ætíð milli þeirra heimila. Tel ég að
Ása hafi lagt allt sitt traust á Stef-
án þegar hún varð ekkja, en þar
var ekki í kot vísað hvað greiðasemi
og góðvild snerti.
Þegar heiðursmaður fellur frá er
manni orða vant en minningin um
góðan mann lifir og ég þakka guði
fyrir að hafa átt slíkan tengdaföður
og synir mínir svo góðan afa, sem
þeir nú sárt sakna. Stefáni Jóhanni
Ólafssyni þakka ég góða samfylgd.
Far þú í friði, friður guðs þig blessi.
Inga.
Látinn er í Reykjavík mikill heið-
ursmaður, Stefán Olafsson, læknir.
Stefán var systursonur föður míns,
Einars Baldvins Guðmundssonar.
Mikil vinátta var með þeim frænd-
um þar sem faðir minn bjó á upp-
vaxtarárum sínum hjá systur sinni
og mági í Skólabrú. Þegar Sefán
fæddist held ég að föður mínum
hafi fundist hann vera að eignast
lítinn bróður. Góður vinskapur var
síðan milli foreldra minna og Stef-
áns og Kolbrúnar konu hans. Stefán
var því í mínum huga ekki „bara“
frændi minn því mér fannst ég allt-
af vera mun tengdari honum en
það. Sennilega er það vegna þess
hve mikið ég á honum að þakka
og get ég í því sambandi minnst á
að ég var ekki einnar klukkustund-
ar gömul þegar þurfti að flytja mig
eftir fæðingu í heimahúsi í skynd-
ingu á spítala. Auðvitað var hringt
í Stefán og hann kom eftir nokkrar
mínútur, setti mig í þvottakörfu og
eins og hann sagði oft seinna hlæj-
andi, var sá fyrsti sem bauð mér í
bíltúr. Stefán frændi minn reyndist
mér síðan ætíð mjög vel og á ég
erfitt með að ímynda mér hvernig
allt hefði verið, hefði hans ekki
notið við, einkum eftir að ég hafði
misst foreldra mína, rúmlega tví-
tug, og var komin með tvö börn
og síðan þrjú. Alltaf gat ég hringt
til Stefáns, á nóttu sem degi, þegar
börnin voru veik. Mér fannst um
leið og hann sagði við mig í sím-
ann: „Ég renni við hjá þér á leið
heim af stofunni á eftir“ að þá
þyrfti ég ekki að hafa neinar
áhyggjur lengur. Ég vil einnig
minnast á hversu frábærlega hann
reyndist okkur í veikindum móður
minnar_ og var okkur ómetanleg
hjálp. Ég kveð hér kæran frænda
minn og sendi Kolbrúnu og börnum
þeirra innilegar samúðarkveðjur.
Kristín Klara.
Kynni okkar Stefáns hófust þeg-
ar á menntaskólaárunum þegar
danskir skólapiltar frá 0stre Borg-
erdyds-skóla í Kaupmannahöfn
komu hingað sumarið 1934. Slóst
hann í för með nokkrum 5. bekking-
um til Danmerkur þótt hann væri
þá í 4. bekk. Þetta voru nemenda-
skipti milli skólanna og bjuggum
við á heimilum nemenda. Sérstak-
lega er mér heimferðin mjög minn-
isstæð, sjógangur mikill en við Stef-
án þá orðnir vel sjóaðir. Fjöldi hátíð-
argesta frá Þjóðhátíðinni í Vest-
mannaeyjum kom um borð. Sumir
heldur illa á sig komnir og man ég
sérstaklega hve Stefán vorkenndi
þeim vegna sjóveikinnar. Hann
mátti ekkert aumt sjá. Hann ólst
upp í foreldrahúsum hjá sinum
ágætu foreldrum, sem lögðu mikla
rækt við uppeldi sona sinna, Stef-
áns, sem var elstur, Þorsteins, tann-
læknis og Ólafs, lögfræðings. Á
þessu ágæta heimili, sem annálað
var fyrir gestrisni og höfðingsskap
í hvívetna, gafst mér kostur á að
njóta margra ánægjustunda. Við
félagarnir notuðum hlé sem varð á
náminu 11-12 f.h. til að iðka sund
saman, báðir höfðum við áhuga á
því að spila brids og nýttum við
stundum tímann til þess. Kandí-
datspróf tókum við saman vorið
1943. Nú skildu leiðir en að loknu
framhaldsnámi hittumst við aftur í
Kaupmannahöfn. Vorum við þar
saman fjögur og skoðuðum margt
í borginni.
Þegar heim var komið áttum við
talsverða samvinnu á lækningasvið-
inu og unnum báðir á Landakots-
spítalanum í Reykjavík um árabil,
einnig síðar, því báðir voru starf-
andi læknar hér í borg auk þess
sem Stefán vann meira eða minna
að sérgrein sinni á öllum aðal spít-
ölum í borginni auk tilsagnar og
kennslu. Hann var bæði vel látinn
og vandvirkur kennari. Hann var
áhugasamur um íþróttir og stund-
aði göngur og sund alla ævi og
sama er að segja um Kolbrúnu.
Fáum hjónum hefi ég kynnst,
sem voru jafn samhent og elskuleg
og þau. Margar ánægjustundir átt-
um við saman á hinum glæsilegu
og frábæru heimilum þeirra, þar
sem ávallt ríkti góður andi hollrar
og innilegrar vináttu og ekkert lát-
ið ósparað til þess að gleðja góða
vini og gesti. Um áratuga skeið
höfum við haft tíð samskipti, Ragn-
hildur og ég spiluðum við þau og
síðan hún lést, Ingibjörg Þorsteins-
dóttir frænka hennar og ég. Auk
þess höfum við Stefán haft reglu-
lega spilafundi með ýmsum öðrum,
þ.á m. Ólafi Bjarnasyni, prófessor,
en þeir Stefán stunduðu saman lax-
veiði um árabil.
Stefán var alltaf hreinn og beinn,
drengskaparmaður, vandaður til
orðs og æðis, þeim kostum búinn,
sem bestu menn prýða.
Flyt ég öllum hans nánustu inni-
legustu samúðarkveðjur.
Bjarni Konráðsson.
í dag þegar Stefán Ólafsson,
læknir, er kvaddur langar mig að
minnast hans nokkrum orðum. Við
Stefán vorum systkinabörn og sam-
skiptin milli fjölskyldna okkar hafa
alltaf verið náin. Fyrstu bernsku-
minningar mínar eru bundnar við
æskuheimli hans Skólabrú 2 þar
sem Kristín, föðursystir mín, og
Ólafur Þorsteinsson læknir bjuggu
alla tið. Faðir minn, Einar Baldvin
Guðmundsson, bjó ásamt móður
sinni á heimili þeirra frá unglingsár-
um þar til hann stofnaði sitt eigið
heimili. Faðir minn og Stefán ólust
upp eins og bræður, enda var með
þeim mikil vinátta alla tíð. í Skóla-
brú 2 var gestrisni mikil og safnað-
ist fjölskyldan þar saman alla hátíð-
isdaga og þurfti reyndar ekki slíkra
daga við því Kristín hafði morgun-
kaffi flesta daga þar sem oft var
setinn bekkurinn. Ása mágkona
hennar bjó í næsta húsi og þar var
einnig oft gestkvæmt. Því má segja
að stórfjölskyldan hafi átt sér at-
hvarf á þessum reit.
Að loknu læknisnámi hér heima
hélt Stefán til framhaldsnáms til
Bandaríkjanna þar sem hann dvaldi
í 5 ár. Þegar heim kom kvæntist
hann Kolbrúnu Ólafsdóttur og hóf
starf sem læknir hér í Reykjavík
og síðar jafnframt sem kennari við
læknadeild Háskóla íslands. Mikil
vinátta var með foreldrum mínum
og Kolbrúnu og Stefáni og man ég
vart eftir fagnaði á Víðimel 27 án
þess að Kolbrún og Stefán væru
þar. Við systkinin fórum ekki var
hluta af þessari vináttu enda litum
við ævinlega á Stefán sem okkar
nánasta ættingja.
Við hjónin eigum fjölda góðra
minninga um ánægjustundir með
Stefáni og Kolbrúnu sem við erum
þakklát fyrir. En ekki síst er okkur
í huga þakklæti til Stefáns fyrir
alla umhyggju hans og hjálp sem
hann veitti okkur með læknisstörf-
um sínum. í þeim efnum sparaði
hann hvorki tíma né fyrirhöfn og
fylgdi þar í fótspor föður síns. Þeir
feðgar ráku lækningastofu saman
í Skólabrú 2 í fjöldamörg ár eins
og fiestir eldri Reykvíkingar muna.
Með Stefáni er genginn góður
og vandaður maður sem skilaði
merku ævistarfi. Við hjónin sendum
Kolbrúnu og börnum þeirra innileg-
ar samúðarkveðjur.
Jóhanna J. Thors.
Kær vinur og kollega hefur kvatt.
Stefán Ólafsson, dósent við Lækna-
deild Háskóla íslands, lést úr
krabbameini hinn 17. þessa mánað-
ar.
Mig langar með örfáum orðum
að minnast þessa einstæða dreng-
skaparmanns og höfðinglega ljúf-
mennis.
Kynni mín af Stefáni eru orðin
æði löng eða allt frá menntaskólaár-
unum og koma nú upp í hugann
minningarnar ein af annarri og ylja
sem sól í vetrarnepjunni.
Við læknadeildina áttum við
Stefán samstarf um langt árabil
þar sem við vorum samkennarar.
Kennslustörfin fóru honum ágæt-
lega úr hendi og var hann vel met-
inn og virtur af nemendum. Jafn-
framt rak Stefán eigin lækninga-
stofu og starfaði á sínu sérsviði á
Landakoti og Landspítala.
Stefán stundaði framhaldsnám
við virtar stofnanir í Bandaríkjun-
um. Á starfsferli sínum sótti hann
iðulega læknaþing erlendis í sér-
grein sinni.
Allmörg sumur vorum við Stefán
ásamt eiginkonum okkar við lax-
veiðar í hinu fagra Borgarfjarðar-
héraði og nutum þar unaðssemda
náttúrunnar og veiðimennskunnar.
í slíku umhverfi er gott með góðum
að vera.
Ekki verður Stefáns minnst án
þess að geta Kolbrúnar svo sam-
hent sem þau hjón voru. Hið glæsi-
lega heimili þeirra vitnar um frá-
bæran myndarskap húsmóðurinnar
og margra góðra samverustunda á
heimilinu er að minnast og þakka.
Höfðingleg gestrisni og hlýtt viðmót
þeirra var rómað.
Við Margrét þökkum Stefáni
samfylgdina, vináttuna og öll hin
góðu kynni og kveðjum hann með
þakklæti og virðingu. Við sendum
Kolbrúnu og fjölskyldunni innilegar
samúðarkveðjur.
Ólafur Bjarnason.
Stefán Ólafsson, háls-, nef- og
eyrnalæknir, er nýlátinn eftir all-
langa baráttu við erfiðan sjúkdóm.
Það er mikill sjónarsviptir að Stef-
áni, bæði meðal ótal sjúklinga sem
hann á löngum starfsferli sinnti af
alkunnri nostursemi, sem og starfs-
bræðra sem minnast hans sem góðs
leiðbeinanda og félaga.
Að Stefáni stóðu sterkir stofnar
í báðar ættir. Faðir hans Ólafur
Þorsteinsson fékk, fyrstur lækna á
Islandi, sérfræðingsleyfi í háls-,
nef- og eyrnalækningum og vann
geysimikið brautryðjendastað á því
sviði á fyrri hluta þessarar aldar,
en hann hafði numið fræði sín í
Kaupmannahöfn, Berlín og Munc-
hen. Var hann með eindæmum af-
kastamikill læknir, en fyrstu ára-
tugina starfaði hann við sérgrein
sína á Landakotsspítala en síðar á
Landspítala, allt til ársins 1951, er
hann lét af störfum. Sá hann um
kennslu læknanema í sérgreininni
á sama tíma, en síðan tók Stefán
sonur hans við þeirri kennslu. Átti
hann óvenju langan og glæstan
læknisferil að baki og var af þeim
sökum gerður að heiðursfélaga í
Læknafélagi Reykjavíkur, auk þess
sem hann hlaut Stórriddarakross
Fálkaorðunnar.
Kristín, móðir Stefáns, var af
Hraunsætt úr Fljótum norður og
því afkomandi Einars Guðmunds-