Morgunblaðið - 25.02.1997, Page 54
J
54 ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
Grettir
Ferdinand
Smáfólk
IM TIRED OF PON't\
ALL THI5
KINPER6ARTÉN
5TUFF..
IP WE 60T ON A PLANE
AT MIDNI6HT, WE COULD
BE IN PARI5 TOMORROU)..
DO VOU
0 HAVE ANY
MONEY?
Ég er orðin leið á öllu þessu leik-
skóladóti. Af hverju hlaupumst
við ekki á brott til Parísar?
Ef við færum í flugvél á mið-
nætti, þá gætum við verið i Par-
ís á morgun.
Áttu einhveija peninga? Ég á 35
krónur, kannski við fáum okkur
flutt upp á Sagaklass.
BREF
ITL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329
• Netfang:lauga@mbl.is
„Þá skiptir mestu
máli að maður
græði á þvíu
Frá Arna Helgasyni:
Aðeins nokkur orð vegna
frelsishugmynda prangaranna
UM LANGT skeið hafa talsmenn
Kaupmannasamtakanna og Versl-
unarráðsins krafíst þess að sala á
eina vímuefninu, sem leyfilegt er
að selja á íslandi, verði fengin í
hendur kaupmönnum. Nú hefur
svokölluð stjórn ÁTVR boðað nýja
stefnumörkun og er hún algerlega
í anda þessara hagsmunasamtaka
verslunarinnar. Það stingur í augu
þegar maður sér hverjir eru í þess-
ari stjórn að vafamál er hvort það
samrýmist góðum stjórnsýsluhátt-
um að stjórnandi fyrirtækis, sem
sjálfsagt á aðild að þessum samtök-
um, skuli vera formaður stjórnar-
innar. Er aðili að þeim samtökum,
sem árum saman hafa krafist þess
að ÁTVR yrði jafnað við jörðu, skuli
fenginn til þess af stjómvöldum að
gera tillögnr um framtíðarskipulag
áfengisverslunar í landinu? Og hvað
með endurskoðandann í stjóminni?
Er hann kannski endurskoðandi
einhverra fyrirtækja sem aðild eiga
að Verslunarráðinu eða Kaup-
mannasamtökunum?
Mér er spurn: Voru engir menn
hæfir til að vinna að þessari stefnu-
mörkun, þeirra sem vit hafa á vímu-
efnamálum og em á engan hátt
tengdir þeim gróðapungum er líta
á áfengissölu með gímga hagnaðar-
von í melrakkaauganu? Hvað með
þekkta vísindamenn á borð við dr.
Tómas Helgason? Er hann kannski
templari eða afturhaldssamur
stjórnmálamaður? Víkverji segir
nefnilega að það séu allir þeir sem
andvígir em auknu „fijálsræði í
smásölu áfengis". Það væri gaman
að fá upplýst í hvorn flokkinn ber
að skipa dr. Tómasi og þeim fjöl-
mörgu vísindamönnum á þessu sviði
sem stóðu að riti Heilbrigðisstofn-
unar Sameinuðu þjóðanna um þessi
mál? Hvort er ritstjóri þeirrar bók-
ar, Griffith Edwards, templari eða
afturhaldssamur stjómmálamaður?
Hitt er svo annað mál að hæf-
ustu löggjafar okkar á 20. öld, frá
Birni Jónssyni til Bjarna Benedikts-
sonar, stóðu að þeirri áfengislöggjöf
sem svo vel hefur reynst að hvergi
í Evrópu hefur verið minna dmkkið
en á Islandi alla öldina og hvergi
hefur tjónið af völdum áfengis ver-
ið minna. Enda sýnir það sig að
a.m.k. sjö af hveijum tíu íslending-
um em ánægðir með þjónustu
ÁTVR. Hvað á þá þessi gauragang-
ur að þýða? Og hvers vegna em
menn að gaspra um hluti sem þeir
hafa enga þekkingu á? Nefndur
Víkveiji telur að aukið aðgengi að
áfengi breyti engu um neysluvenjur
ofdrykkjumanna. Það er nú öðm
nær. Allar rannsóknir sýna að þeir
hópar, sem næmastir eru fyrir því
ef aðgengi að áfengi er aukið með
fleiri sölustöðum eða lengri sölu-
tíma,_ em ofneytendur og ungling-
ar. Á sama hátt dregur fyrst úr
neyslu þessara hópa ef aðgengi er
takmarkað. Það er þess vegna
ógeðsleg hræsni ef menn í öðm
orðinu þykjast vilja stuðla að minni
drykkju unglinga og barna en
heimta í hinu orðinu frelsi sem allra
flestra til að græða á sölu þessa
vímuefnis.
Þingskörungurinn Pétur Ottesen,
sem lengst allra hefur setið á Al-
þingi, hefði sjálfsagt seint trúað því
að upp mundi vaxa í landinu hópur
fólks sem teldi áfengi matvæli en
ekki vímuefni. En hann sat nú bara
á fimmta áratug á Alþingi og hafði
líklega ekki jafnmikið vit á þessum
málum og það fólk sem telur að
„þótt borgir standi i báli
og beitt sé eitri og stáli
þá skipti mestu máli
að maður græði á þvi.“
ÁRNI HELGASON,
Stykkishólmi.
Jaðarskattar?
Frá Tryggva Hjörvar:
ÉG VÍSA máli mínu til starfsmanna
Orðabókar Háskólans og vonast
eftir svari hér á þessum stað.
Að undanfömu hefur orðið jaðar-
skattar dunið á þjóðinni í öllum fjöl-
miðlum. En hvað þýðir það? Það
eru fleiri en ég sem ekki vita.
Ég er ekki hissa þótt alþingis-
menn noti orðið án þess að skil-
greina það. Það er svo margt sem
þeir þurfa að skrifa undir án þess
að skilja, þetta er víst mest orðið á
„belgisku". Var ekki einhver ráð-
herrann að kvarta yfir því að ný-
búið væri að samþykkja lög sem
virkuðu öfugt við það sem ætlast
var til?
En þegar samningamenn verka-
lýðsins, baráttuhópur aldraðra og
fleiri og fleiri nota þetta orð í um-
ræðunni vil ég fá að vita hvað það
stendur fyrir.
Ég hef spurt en enginn getað
svarað mér viðunandi. Stundum
þegar menn nota þetta orð eru þeir
allt í einu farnir að tala um barna-
bætur, húsaleigubætur, vaxtabætur
og fleira í þeim dúr, t.d. heimilisupp-
bót sem mun vera hluti þess sem
ríkinu hefur ekki tekist iað hirða
af ellilífeyrinum. Sé það þetta sem
menn eiga við með jaðarsköttum
er einhver að vaða reyk. Ég sé
ekki hvernig uppbót getur verið
skattur, ekki einu sinni endur-
greiddur skattur því margir sem
njóta uppbóta hafa ekki greitt neinn
skatt.
TRYGGVIHJÖRVAR (eldri),
Austurbrún 35, 104 Reykjavík.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.