Alþýðublaðið - 13.12.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 13.12.1920, Blaðsíða 1
1920 Mánudagian 13 desember. 287 tölubl. Sykírsýki Vísis. Ritsíjóri Vísis hefir nú í œörg ár haft þá atvinnm, að reyna að ríða niður heildsöluverzlun iands- ins, og fengið k.aup sitt í breiðum auglýsiagum heildsalanna. Sérstak lega hefir ritstjórinn verið haldinn af ákafri pólitískri sykursýki, og prédikað ár og dag að sykur- verziunina mmtti Iandsverziunin undir engum kringumstæðum hafa á hendi. Fyrir tilstilli hans og áiíka gáfaðra sómamanna var sykurverzlunin gefin öilum frjáls vorið 1919. Sykur fékst þá frá Ðanmörku, e/ hann var keyptur fyrir milligöngn stjórnarinnar eða landsverzhinarinnar, mun ódýrari heldur en aanarsstaðar í heiminum, enn aftur á móti fékst ekki nógu mikið þar tii þess að fuiinægja þörfum iandsmanna, svo að einnig varð að kaupa sykur frá öðrum löndum dýrars. verði. Eina ieiðin, sem fara átti þá, var auðvitað só, að landsverzlun hefði eiukasölu á sykri. Keypti frá Danmörku það sém hægt væri, en afganginu frá öðrum iöndum, og jafnaði útsölu- verðinu þannig, að allir landsmenn íengju hið rétta meðalverð á sykri sfnum. Sú Ieið var ekki farin, heldur sykurverzlunia gefin frjáls öllum, fyrir aðgerðir fylgifiska »Vísis“. En hver varð árangurinn f Fyrst voru heildsalar hræddir við að kaupa nokkurn sykur, vegna óttans við verðfall á heims- markaðinum og samkepni af hálfu landsverziunar, svo að sykurþurð varð í landinu, Þegar augsýnilegt var að sykur- verðið f útlöndum fór hækkandi, keyptu þeir þó jafnt og þétt og seldu sykur með mikilli álagningu, því að altaf var mikil eftirspurnin innanlands. Landsverzíunin keypti einnig hinn ódýra danska sykur og seidi harm miklu ódýrara. En í smásöluverði kaupmanna kom þessi rnunur hvergi fram, Kaup- ■xnennirnir seldu auðvitað mest- allan sykurinn hœsta verði, sem svaraði til heildsataverðsins. Hagn- aðurinn af hinu lága verði hjá landsverzluninni rann i þeirra vasa, en ekki almennings. Varla er gerandi ráð fýrir að ritstjóri Vísis hafi ætlast tii. þessa. Hann hefir, eftir sínu innræti, líklega hugsað, að bezt væri að landsverziunin keypti engan sgkur, sv& að allur sykur, sem til lands- ins hefði fluzt, hefði verið með háa verðinu? Ef nokkur maður getur þá botnað í „hugsun* rit- stjórans og núverandi þingmanns Rykvíkinga I „Vísir" hefir haldið áfram syk- urgrelnum sínum. nú í haust og sagt að allir kaupmenn ættu að fá innflutningsleyfi á sykri eftir vild, en landsverzlun ekki að verzla með þá vörutegund. En hver hefði árangurinn orðið, ef vinsamlegum ráðleggingum blaðsins hefði verið fylgt? I september í haust fékk lands- verzlunin sykur frá Danmörku, sem kominn var upp í heims- markaðsverðið og seldi hann fyrir 3 kr, 30 aura kílóið, höggvinn. Uca sömu mundir fluttu tveir heiidsalar inn sykur, sem mun hafa verið keyptur inn sama verði. Annar þeirra hafði selt sykur sinn miklu hœrra verði fyrirfram til kaupmanna, og hinn œtlaði að gera hið sama. Verðlagsnefnd- in varð þá að taka i laumana og ákveða lágmarksverð á sykri jafnt landsverzlunarverðinu. Síðan mun innflutningsleyfi ekki hafa verið veitt að ráði, og fyrzti innflutningurinn, sem nokkuð mun- ar um, mun koma með Gullfossi til Iandsverzlunarinnar. En ef aliir hefðu fengið inn- flutningsleyfi ? Sykurinn lækkaði f útlöndum f nóvember, niður í yerð er svar- aði til liðl. 3 kr. smásöluverðs hjá kauptnönnum, eftir venjulegri á- lagningu þeirra. Þá vildu þeir, hver um annan þveran, kaupa sykur frá útlöndum, og mundu þrir hafa byrgt landið upp fyrir allan veturinn og eytt í það því veltufé sem til var á hendur út- lendum bönkum. Afleiðingin af því, að þeir hafa ekki fengið vilja sinn, er sú, að sykur kemur með Gullfossi til landsverzlunar, keypt- ur seinna, miklu ódýrari og ekki meiri en nauðsyn krefur, eflir þvi sem hefir fengist upplgst. Þatta sparast við landsverzlun, þar sem skipulag er á verzluninni, í stað hugsanalauss gróðafáims heildsala. Það er óhætt að segja að „Vísir" hafi með skrifum sínum um þessi mál, á síðustu árum, bakað almenningi fjárhagsleg* tjón með of háu sykurverði, sem nemur miljónum. Hefði blaðsins viturlegu ráðum verið fylgt nú, þá hefði það getað bætt a!l álit- legri upphæð við þá fúigu. En yrði heilræðum Vísis fylgt á öll- um sviðum, þá mundu sennilega innan skamms ekki verða margir mean eítir í landinu til þsss að kaupa „Vísi". *** Status Mundi. í kolagröf logandi er Lloyd George að hrapa. Lenin og Trotzkij forlögin skapa. Buðlungur Grikklands var bitinn af apa. Bolsjarar vinna, en kóngarnir tapa. H esiodos. (íslendingur) Fyrirlestur um suðurför Sir Ernest Shachleton, er hann lagði af stað f byrjum ófriðarins œikla, héldu tvéir af förunautum hans á laugardagskvöldið f húsi K. F. U. M. Fyrirlesturinn var vel sóttur og vel fluttur og hinn skemtilegasti. Menn þessir eru yfírmenn á skipi er hér er statt og heitír „Aurora*.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.