Morgunblaðið - 11.03.1997, Síða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
DÍSARFELL SEKKUR
Frækileg björgun þyrluáhafnar á 10 skipveijum Dísarfellsins við mjög erfiðar aðstæður
„Gámar, olía og brak
um allan sjó“
Morgunblaðið/Júlíus
ÁHOFN TF-LÍF við þyrluna skömmu eftir að lent var með skipbrotsmennina
af Dísarfellinu í Reykjavík í hádeginu á sunnudaginn. Talið frá vinstri eru: Ben-
óný Ásgrímsson flugstjóri, Auðunn F. Kristinsson stýrimaður og sigmaður, Hilm-
ar Ægir Þórarinsson flugvirki og spilmaður, Hermann Sigurðsson flugmaður
og Óskar Einarsson læknir. Að ðskari undanskildum er þetta sama áhöfn og
bjargaði 19 skipverjum af Vikartindi á strandstað síðastliðið miðvikudagskvöld.
ÁHÖFN TF-LÍF, þyrlu Landhelgsisgæsl-
unnar, bjargaði 10 skipveijum Dísarfellsins
og náði einum látnum skipveija við mjög
erfíðar aðstæður eftir að skipið sökk
snemma á sunnudagsmorguninn. Áhöfnin
hafði þá bjargað 29 mönnum úr sjávarháska
á þremur og hálfum sólarhring, en síðastlið-
ið miðvikudagskvöld bjargaði hún 19 mönn-
um af Vikartindi eftir að skipið strandaði,
og í gær bjargaði áhöfn þyrlunnar svo 10
skipveijum af Þorsteini GK til viðbótar.
Auðunn F. Kristinsson sigmaður sagði í
samtali við Morgunblaðið eftir að TF-LÍF
lenti með skipveijana af Dísarfellinu á
Reykjavíkurflugvelli í hádeginu á sunnu-
daginn að björgun skipveijanna af Vikar-
tindi hefði verið barnaleikur miðað við
björgun skipbrotsmannanna af Dísarfellinu
og hann vildi ekki lenda í verri aðstæðum
við björgun en þá voru.
Mjög þrekaður eftir fyrstu tvær
ferðimar
„Aðstæður voru mjög slæmar, 8-10
metra ölduhæð og mikið brak í sjónum og
mikil olía. Eg fór fjórum sinnum niður eft-
ir mönnum og tók þá einn og einn í einu.
Svo sendum við niður lykkjurnar í hin
skiptin og tókum þá tvo og tvo í einu. Ég
var orðinn mjög þrekaður eftir fyrstu tvær
ferðimar og náði svo að hvíla mig á meðan
þeir hífðu fjóra.
Síðan vom tveir orðnir slappir sem þurfti
að taka, en þeir hjálpuðu sér mikið sjálfir.
Þeir vom með fulla meðvitund strákarnir
og gátu allir hjálpað sér sjálfir nema þess-
ir fjórir. Þeir höfðu allir bundið sig saman
nema tveir, og það er í raun og vera það
sem auðveldaði þetta svo mikið að við
þurftum ekki að vera að leita að þeim út
um allan sjó,“ sagði Auðunn.
Olían gerði erfitt fyrir
Mikil olía var á sjónum sem gerði erfitt
fyrir við björgunina og segir Auðunn ol-
íuna hafa þyngt björgunarbúningana mikið
og björgunarlykkjuna.
„ Auk þess er vont að súpa á henni en
það fóm nokkrar gusur upp í okkur. Brak-
ið í sjónum torveldaði líka því það vildu
hengjast á mann einhveijir pokar og dmsl-
ur,“ sagði Auðunn.
Óttuðust hið versta
Benóný Ásgrímsson flugsljóri sagði að
áhöfn þyrlunnar hefði verið ræst út um
kl. fimm á sunnudagsmorguninn með þeim
skilaboðum að Dísarfellið væri komið með
um það bil 60 gráðu slagsíðu.
„Þetta var bráðaútkall og rétt fyrir
hálfsex fómm við í loftið. Það kom í ljós
að þetta voru tæpar 300 mílur á slysstaðinn
sem gerir um tvo tíma. Það var svo klukk-
an sex að ekkert heyrðist frá Dísarfellinu
lengur og menn óttuðust hið versta, sem
svo reyndar kom í ljós þegar við komum
á slysstað. Þá hafði skipinu hvolft og við
sáum í botninn á því og gámar, olía og
brak var um allan sjó.
Það er nokkuð ljóst að mennirnir hafa
farið í Slysavarnaskóla sjómanna því þeir
gerðu allt hárrétt, þeir bundu sig saman
og voru í hóp í sjónum, þannig að við
vorum tiltölulega fljótir að finna þá út
af því. Samt byrjuðum við að Ieita í kring-
um þá hvort hugsanlega væru einhverjir
stakir, og það kom svo í ljós að það var
einn, sem reyndist vera skipstjórinn, og
við byrjuðum á að taka hann fyrst og
hann reyndist vera handleggsbrotinn.
Síðan fórum við að vinna í hópnum," sagði
Benóný.
Þegar búið var að ná mönnunum um
borð í þyrluna kom í ljós að einn úr áhöfn-
inni vantaði. Benóný sagði að strax hefði
verið hafin leit að honum og fljótlega hefði
áhöfn þyrlunnar komið auga á hann í flot-
galla á grúfu í sjónum.
„Við fómm alveg yfir og flugum mjög
lágt, en það var ekkert lífsmark með hon-
um. Við tókum siðan hring og fórum aftur
að honum og það var nokkuð ljóst að það
var ekkert lífsmark, þannig að við hentum
út blysum. Togarinn Hegranes var þarna
ekki langt frá og hann sigldi strax á stað-
inn og náði manninum um borð og stað-
festi að hann var látinn. Þá var orðið tiltölu-
lega lítið eldsneyti eftir hjá okkur þannig
að við urðum að fara strax til Horaafjarð-
ar þar sem við náðum í eldsneyti og skiluð-
um af okkur þeim látna sem við höfðum
híft um borð,“ sagði Benóný.
Aðspurður sagði hann að mjög erfitt
hefði verið að stjóma þyrlunni við björgun-
ina vegna hinnar miklu ölduhæðar, en við
slíkar aðstæður þarf áhöfn þyrlunnar að
sæta lagi til þess að flækja ekki vírinn í
mönnunum sem verið er að bjarga.
„Það er auðvitað mjög erfitt að þurfa
að fylgja öldunni svona eftir, en það hjálp-
aði mikið að við erum með nóg afl í þess-
ari vél,“ sagði Benóný.
39 sjómönnum bjargað úr
lífsháska á fjórum dögum
ENN einu sinni hefur TF-LÍF, Sup-
er Puma þyrla Landhelgisgæslunn-
ar, sannað tilverurétt sinn við björg-
unarstörf þegar hún á örfáum dög-
um hefur í þremur ferðum bjargað
ails 39 sjómönnum úr lífsháska.
Þyrlan kom til landsins í júní 1995
og var tekin í notkun í ágúst sama
ár. Til ársloka 1996 hefur hún alls
farið í 39 sjúkraflug og 11 leitar-
og björgunarflug. Meðalflugtími
þyrlunnar á ári er um 300 tímar
og lætur nærri að fjórðungur hans
sé vegna æfinga.
„Við vissum að þetta er öflug vél
og ég er ánægður og stoltur yfir
því hversu vel þessar aðgerðir tók-
ust. Ég ætla að vona að nú þagni
raddir um að leggja þurfí vélinni í
sparnaðarskyni," segir flugrekstr-
arstjóri Landhelgisgæslunnar, Páll
Halldórsson yfirflugstjóri, í samtali
við Morgunblaðið.
Ríkisstjórnin ákvað 6. maí 1994
að endurnýja björgunarþyrlukost
Landhelgisgæslunnar með því að
kaupa þessa frönsku þyrlu sem er
af gerðinni Aerospatiale AS 332L1
Super Puma. Var hún þá átta ára
gömul og hafði henni verið flogið i
350 tíma. TF-LÍF er ellefta þyrlan
sem Gæslan fær. Kaupverð ásamt
varahlutum og tækjum var tæplega
einn milljarður króna. TF-LIF er
mun stærra og afkastameira tæki
en fyrrý þyrlur Gæslunnar.
TF-LÍF ber við bestu skilyrði 20
farþega ásamt fjögurra manna
áhöfn, þ.e. flugstjóra, flugmanni,
spilmanni og sigmanni, en í björg-
unarflugi bætist fimmti maðurinn
við, læknirinn og getur þyrlan þá
tekið 19 manns um borð. Þegar
farið er í lengstu leiðangrana með
fulla tanka af eldsneyti, t.d. 290
mílur út, getur hún tekið 14 farþega
auk áhafnar. Til samanburðar má
nefna að TF-SIF tekur 8 manns í
sæti ásamt þriggja manna áhöfn.
TF-LÍF er með afísingarbúnaði,
fjögurra ása sjálfstýringu og tvö-
földu björgunarspili.
Við björgun áhafnar Víkartinds
í síðustu viku voru 19 menn hífðir
um borð en fyrir það flug hafði
verið létt á þyrlunni með því að fjar-
lægja kringum 100 kg af læknabún-
aði sem venjulega er um borð og
hún þyrfti heldur ekki að vera full-
hlaðin eldsneyti. Ræðst það af veðri
og slysstað hvort burðargetan
skerðist, þ.e. hversu langt er að
næsta eldneytisstað.
„Viðmiðunin er 290 sjómílur að
slysstað, að geta dvalið þar í 45
mínútur, híft upp 14 manns, flogið
til baka og átt hálftíma flugþol eftir
þegar komið er að næsta eldsneytis-
stað,“ segir Páll Halldórsson, ',,„en
þetta er alltaf samspil milli eldsneyt-
ismöguleika, veðurs og annars sem
meta þarf.“ Páll segir einnig að þrátt
fyrir nákvæmar upplýsingar um
burðargetu geti neyðarástand valdið
því að hugsanlegt sé að leggja meira
á þyrluna, slíkt sé alltaf matsatriði.
„Þetta hefur verið ótrúleg vika
og það er ljóst að TF-SIF hefði aldr-
ei getað annast þessi verkefni. Á
henni er hægt að fljúga 150 mílur
út, vera yfir staðnum í 45 mínútur,
fljúga til baka og eiga 30 mínútur
eftir í flugþoli.“ Páll segir hins veg-
ar að alltaf sé gætt þeirrar hag-
kvæmni að þegar hægt sé að ann-
ast verkefni á TF-SIF sé það gert
en í lengri og erfiðari leiðangra sé
farið á TF-LIF.
Meða] annarra erfiðra leiðangra
á TF-LÍF á síðustu misserum má
nefna þegar ísraelsmenn voru sóttir
í Kverkfjöll, en þá var bæði iangt
að fara og veður og ísing gerðu
öðrum björgunarþyrlum erfitt fyrir;
ennfremur þegar slasaðir farþegar
voru sóttir eftir að langferðabíll
valt skammt norðan við Stað í
Hrútafirði, þá var líka við erfitt
veður að kljást en þá var reyndar
einnig farið á TF-SIF.
Fullkomin bráðamóttaka
Segja má að TF-LÍF sé fljúgandi
bráðamóttaka enda aðstaða um borð
allt önnur en í TF-SIF og öðrum
þyrlum sem Landhelgisgæslan hef-
ur rekið. Læknar þyrluvaktarinnar
hönnuðu ásamt starfsmönnum flug-
deildar nýtt „sjúkrastell" í þyrluna.
Meðal búnaðar eru tæki til endur-
lífgunar þar sem fylgjast má stöð-
ugt með hjartslætti, gefa rafstuð,
og koma fyrir ytri gangráði við of
hægum hjartslætti, einnig öndunar-
vél, búnaður til svæfmga og barka-
þræðingar og svokallaður lífvaktari
sem gerir kleift að fylgjast með lífs-
marki sjúklings. Læknir og aðstoð-
armenn hafa mun betri aðstæður
um borð til að sinna slösuðum en í
minni þyrlunum og hafa læknar
orðað það svo að bakpokalæknis-
fræðin hafí hér vikið fyrir fullkom-
inni bráðamóttöku.
Flugdeild Landhelgisgæslunnar
hefur starfað í rúma íjóra áratugi
en fyrsta þyrlan var keypt í mars
1995. Þáttaskil urðu í rekstri Land-
helgisgæslunnar árið 1985 þegar ný
Dauphin vél, TF-SIF, kom til lands-
ins. Var þá farið að hafa þyrluáhöfn
til reiðu allan sólarhringinn og í kjöl-
farið bættust læknar frá slysadeild
Borgarspítalans í áhöfn þyrlunnar.
Arlegur rekstrarkostnaður Super
Puma þyrlunnar er um 165 milljón-
ir króna miðað við 300 flugtíma
samkvæmt rekstraráætlunum.
Stærstu liðimir eru afskriftir og
vextir, samtals um 70 milljónir
króna, 16 milljónir eru vegna trygg-
inga, annað eins vegna flugmanna,
5,5 milljónir vegna viðhalds og 25
milljónir eru ýmis kostnaður.
Morgunblaðið/Ámi Sæbcrg
ÞÓTT mun meira rými sé um borð í TF-LÍF en TF-SIF getur
orðið þröng á þingi þegar margir em komnir um borð.
STJÓRNKLEFINN. TF-LÍF er með afísingarbúnaði
og fjögurra ása sjálfstýringu.
í
>
\
i
►
i
Morgunblaðið/Halldór
SÉÐ inn í farþegarýmið. Olía af flotbúningum skipbrotsmanna
Dísarfells hefur smitast um veggina.
1