Morgunblaðið - 11.03.1997, Side 26

Morgunblaðið - 11.03.1997, Side 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Samkomulag náðist milli stjórnar og stjórnarandstöðunnar í Albaníu Stj órnarhermenn flúnir frá suðurhluta landsins Tirana. Reuter. MESTÖLL Suður-Albanía er á valdi uppreisnarmanna í landinu og stjórnarherinn er flúinn burt úr landshlutanum. Talsmenn upp- reisnarmanna kváðust hlynntir samkomulagi Salis Berisha, for- seta landsins, og stjórnarandstöð- unnar um þjóðstjórn og kosningar innan skamms en almennt kváðust þeir ekki mundu leggja niður vopn fyrr en hann hefði sagt af sér. Bærinn Berat féll í gær í hend- ur uppreisnarmönnum eftir að stjórnarherinn hafði yfírgefíð hann og einnig nágrannabærinn Kucove þar sem fólk lét greipar sópa um yfirgefna bækistöð albanska flug- hersins. Barist var hins vegar um bæinn Permet og féllu þar fímm menn og sex særðust. Sagt er, að stjómarhermenn hafí hafíð skot- hríð á aðaltorgi bæjarins þegar þeir forðuðu sér burt. Viya Berisha frá Uppreisnarmenn, sem eiga sér engan einn talsmann, segjast ánægðir með samkomulagið um þjóðstjóm í landinu og kosningar í júní en flestir þeirra ætla samt ekki að láta vopnin af hendi fyrr en Berisha forseti hefur sagt af sér. Segja þeir hann bera ábyrgð á pir- amítafyrirtækjunum, sem rændu kannski flesta Albani sparifé sínu. Talsmaður ítalska utanríkis- Reuter ALBANSKIR stjórnarhermenn flýðu úr bækistöðvum sínum í borginni Gjirokaster um helgina og skildu eftir mikið af vopnum. Hér eru nokkrir drengir komnir með alvæpni. ráðuneytisins sagði í gær, að ít- við uppreisnarmenn í borginni samningi Berisha forseta og alski sendiherrann í Tirana, Paolo Vlore, þar sem uppreisnin hófst, stjórnarandstöðunnar hefði verið Foresti, hefði náð samkomulagi um að leggja niður vopn strax og hrint í framkvæmd. Ásakanir á FBI Farið á bak við Clinton? Washington. Reuter. FBI, bandaríska alríkislögreglan, skýrði tveimur mönnum í banda- ríska þjóðaröryggisráðinu frá því í júní á síðasta ári, að grunur léki á, að Kínveijar væru að reyna að kaupa sér áhrif með kosningafram- lögum. Var þeim sagt að láta það ekki fara lengra þannig að þessar upplýsingar komust aldrei til Bills Clintons, forseta Bandaríkjanna. Stórblaðið The Washington Post skýrði frá þessu á sunnudag og hefur fréttin vakið mikla athygli. Mike McCun-y, talsmaður Hvíta hússins, sagði í gær, að hann kynni enga skýrðingu á því hvers vegna þessu hefði verið haldið leyndu fyr- ir forsetanum og öðrum ráðamönn- um. Beðnir að þegja „Fundurinn með öryggisráðgjöf- unum var haldinn í júní á síðasta ári og þar var íjallað um tilraunir Kínveija til að styðja suma fram- bjóðendur með fjárframlögum," sagði McCurry og þegar einn fréttamannanna á fundinum í gær sagði, að það væri „fáheyrt", að FBI hefði falið þessar upplýsingar fyrir Clinton, svaraði hann eftir langa þögn: „Það hefur ekki farið framhjá okkur.“ Sagði hann einnig, að hefði ríkisstjórnin vitað um þes- ar tilraunir Kínveija, hefði verið brugðist við þeim. Viðræður Atlantshafsbandalagsins og Rússa Nálgast sam- komulag um stækkun NATO Brussel, Moskvu, London. Reuter. Alltað 100.000 flótta- menn í hættu í Zaire Reuter BÖRN biðja um mat í flóttamannabúðum í Tingi Tingi í Zaire. Börnin voru skilin eftir í búðunum ásamt öldruðu fólki og sjúkling- um þegar um 170.000 manns flúðu frá Tingi Tingi fyrir tíu dögum. ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ og Rússar hafa lagt drög að sam- komulagi um stækkun bandalags- ins í austur en ýmis deilumál eru þó enn óleyst, að sögn stjómarer- indreka í Brussel í gær. Heimildarmennimir sögðu að Rússar vildu ekki falla frá þeirri kröfu sinni að bandalagið reisti ekki hernaðarmannvirki í ríkjunum sem fengju aðild að bandalaginu. „Þetta er nú eitt af helstu vanda- málunum, Rússamir skilja einfald- lega ekki hvernig NATO starfar," sagði einn stjómarerindrekanna. Hann sagði að ríkin sem væru líklegust til að fá aðild að NATO, Pólland, Tékkland og Ungveija- land, myndu endumýja hemaðar- mannvirki sín og vopn, hvort sem þau yrðu í Atlantshafsbandalaginu eða ekki. NATO segist ekki geta orðið við kröfum, sem þýddu í raun að nýju aðildarríkin yrðu „annars flokks“ NATO-ríki, en kveðst ekki ætla að koma fyrir kjarnavopnum eða senda hersveitir til ríkjanna. Bandalagið þurfí að hins vegar að geta endurbætt fjarskiptastöðvar og flugvelli í löndunum til að mannvirkin fullnægi kröfum bandalagsins. Rússar sögðu í gær að viðræður Javiers Solana, framkvæmdastjóra NATO, og Jevgenís Prímakovs, utanríkisráðherra Rússlands, í Moskvu á sunnudag hefðu verið ,jákvæðar“ en ýmjs deilumál væru enn óleyst. Stjórnarerindrekar í Moskvu sögðu að svo virtist sem Rússar hefðu fallið frá þeirri kröfu sinni að bandalagið gerði lagalega bindandi samning við Rússa um stækkunina og tengslin við Rúss- land. Solana hélt í gær í ferð til Mið- Asíuríkja en aðstoðarmaður hans, Gebhardt von Moltke, varð eftir í Moskvu til að ræða málið frekar við Níkolí Afanasíevskí, aðstoð- aratanríkisráðherra Rússlands. Varað við nýju „Járntjaldi“ Malcolm Rifkind, utanríkisráð- herra Bretlands, sagði í gær að ef Rússum tækist að koma í veg fyrir stækkun NATO í austur gæti það skapað mikinn titring og tog- streitu í Evrópu. Rifkind sagði í ræðu í Washing- ton að nýtt „Járntjald" myndi ein- angra fyrrverandi Varsjárbanda- lagsríki frá Vestur-Evrópu ef NATO félli frá þeim áformum sín- um að veita nokkram ríkjanna aðild að bandalaginu. „Ríkin myndu þurfa að gera eigin ráðstaf- anir í öryggismálum, óháð ríkjun- um í vestri sem hafa sömu hags- muni... Svæðisbundin bandalög myndu koma fram á sjónarsviðið og minna ískyggilega á Evrópu fyrir síðari heimsstytjöld," sagði Rifkind og bætti við að þetta gæti valdið „nýjum skjálftum eftir þjóð- ernislegum misgengislínum“. Hervernd sögð nauðsynleg til að bjarga fólkinu Goma, París. Reuter. ALLT AÐ 100.000 rúandískir flóttamenn streymdu til bæjarins Ubundu í Zaire um helgina vegna sóknar uppreisnarmanna í austur- hluta landsins, að sögn Matvæla- stofnunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) í gær. Franski ráðherrann Xavier Emmanuelli, sem var á svæðinu um helgina, sagði að nauðsynlegt væri að senda þangað hersveitir til að koma hjálpargögn- um til flóttamannanna og afstýra því að uppreisnarmennirnir myrði þá. „Flóttamennirnir eru mjög illa á sig komnir, þeir þarfnast matvæla og lyfja þannig að við erum að reyna að hraða aðstoðinni eins og kostur er,“ sagði talsmaður Mat- vælastofnunar Sameinuðu þjóð- anna, Michele Quintaglic. Stofnunin var aðeins með fjóra starfsmenn í bænum og þeir voru alltof fáir til að geta ráðið við vand- ann. 65 tonn af matvælum vora flutt til bæjarins í vikunni sem leið og reynt var í gær að senda þang- að fleiri starfsmenn og birgðir með flugvélum og lestum. „Flóttamennirnir flúðu úr búð- unum í Tingi Tingi áður en upp- reisnarmenn náðu bænum á sitt vald og fregnir herma að fólkið sé skelfíngu lostið, tali um að fara frá Ubundu og óttist sókn uppreisnar- manna,“ sagði Quintaglie. Um 170.000 flóttamenn frá Rúanda og Búrúndí fóru frá Tingi Tingi fyrir tíu dögum, nokkra áður en bærinn féll. Flestir þeirra eru Hútúar og flúðu frá Rúanda fyrir þremur áram og óttast að upp- reisnarher Tútsa hefni sín á þeim vegna drápa á allt að 800.000 Tútsum og hófsömum Hútúum í Rúanda árið 1994. Á meðal flótta- mannanna í Tingi Tingi voru fyrr- verandi hermenn og öfgamenn sem tóku þátt í fjöldamorðunum í Rú- anda og hafa barist með stjórnar- her Zaire. Varað við fjöldamorðum Emmanuelli sagði að flóttafólkið í Ubundi og Kisangani, þriðju stærstu borg Zaire, hefði aðeins matvæli til tveggja daga. „Verði hjálparaðgerðir ekki skipulagðar og öryggi flóttamannanna tryggt er ljóst að allt þetta fólk, karlar, konur og börn, mun deyja fyrr eða síðar af völdum hungurs, þreytu og sjúkdóma eða að uppreisnar- mennirnir, sem hafa elt flótta- mennina í rúma þijá mánuði, myrði þá.“ Uppreisnarmennirnir vilja steypa Mobutu Sese Seko, forseta Zaire, af stóli og hafa náð stóru svæði í austurhlutanum á sitt vald. Þeir sögðust í gær sækja að Kis- angani, sem er helsta vígi stjórnar- hersins. Didier Ratsiraka, forseti Madag- ascar, ræddi við Jacques Chirac, forseta Frakklands, í gær og sagði að þjóðir heims þyrftu þegar í stað að gera ráðstafanir til að afstýra upplausn Zaire. Ef það yrði ekki gert væri líklegt að fleiri Afríku- ríki, svo sem Nígería, leystust upp.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.