Morgunblaðið - 11.03.1997, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1997 45
Þér var nú ekkert sérlega vel við
að ég vildi fara til sjós og þannig
feta í fótspor ykkar pabba. Eg veit
líka að þú reyndir að fá pabba til
að hætta við að fara til sjós en
þegar ég ræddi þetta við þig varst
þú fljótur að sjá að þetta myndi
vera gott fyrir mig og það svo að
þú hjálpaðir mér að fá pláss á skipi
sem bar sama nafn og skipið sem
þú varst síðast skipstjóri á og fyrir
það er ég þér þakklátur.
Um borð í Hofsjökli sigldi ég
með mönnum sem höfðu verið með
þér til sjós. Þarna kynntist ég lítil-
lega skipstjóranum afa mínum, sem
reyndar var kominn í land þegar
ég fæddist, oft var stormur í kring-
um þig og þú lentir í mörgu mis-
jöfnu veðrinu. En þú komst í gegn-
um allt farsællega.
Þú varst mikill söngmaður og
fóstbróðir, eins og pabbi, færri vita
að þú settir saman lög og kórinn
þinn flutti eitt þeirra, óveður við
ljóð Hannesar Hafstein, fyrir nokkr-
um árum.
Steypir sér af naktri klettabrún,
norian stormur þindarlaus, hvín með
rokuhlátrum.
Ryðst hann um við björgin og rekur svo
upp org
svo rymur við og stynur þungt í svörtum
skútalátrum.
Blístrar gjóstur í gjá
og við grátennta rönd
stendur stundum á önd
strýkst svo hvínandi hjá.
Þá heyrast raddabýsn svo að blöskrar öllum
mönnum
sem berjgtröll opni gin og láti þjóta í
skögultönnum.
Atvik höguðu því svo að ég gat
ekki umgengist þig síðustu mánuð-
ina en ég veit að þú fylgdist vel
með mér og hafðir eins og alltaf
mikinn háhuga á vellíðan minni eins
og annarra bamabarna þinna.
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
lngólfur Þórður.
Elsku afí.
Nú ertu farinn frá okkur. Við
viljum þakka þér fyrir alla þá hlýju,
hvatningu og þann stuðning sem
þú hefur veitt okkur. Þin verður
sárt saknað og það verður skrýtið
að geta ekki heimsótt þig á Dal-
brautina, en þó gleðjumst við yfír
því að þú og hún amma eruð sam-
einuð á ný. Við vitum að þið munuð
vaka yfír okkur hinum. Minningin
um þig mun fylgja okkur alla tíð.
Setur sól hjá Ægi,
sígur höfgi yfír brá,
einu ljúflings lagi
ljóðar fugi og aldan blá.
Þögla nótt, í þínum örmum
þar er rótt og hvíld í hörmum
hvfldir öllum oss.
(Sig. Sig. frá Amarholti.)
Vertu blessaður, elsku afi.
Fríða, Anna Sif
og Þóra Margrét.
Þegar Skúli Möller sonur Ingólfs
hringdi í mig og tilkynnti mér lát
föður síns, kom mér það ekki á
óvart, þar sem ég hafði fylgst með
heilsu hans, en í huga minn
streymdu 75 ára gamlar æskuminn-
ingar, eða allt frá því er vinátta
okkar hófst, og haldist hefur fram
á síðasta dag.
Þetta byijaði sumarið 1922, að
móðir hans andaðist frá fjórum son-
um sínum og þrír bræðranna komu
til sumardvalar til Húsavíkur,
Gunnar og Ingólfur til Stefáns Guð-
johnsen móðurbróður, og Baldur,
sem dvaldi hjá Kirsten Guðjohnsen
Blöndal móðursystur. Bræðurnir
höfðu gælunefni, Dundi, Dúlli og
Daddi, eins og alvanalegt var, og
alla tíð síðan höfum við Ingólfur
notað milli okkar gælunöfnin Dúlli
og Venni.
Þetta sumar verður mér alltaf
minnisstætt. Ég var fímm ára en
Ingólfur níu ára, og varð hann sjálf-
kjörinn foringi enda kominn frá
Reykjavík og með heimsborgara-
legt fas. Einhvetjum árum áður
hafði enskur togari farist fyrir norð-
an, og komu skipveijar róandi til
lands á stórum björgunarbát, sem
faðir minn hafði keypt á uppboði.
Þar sem báturinn var óþjáll, þá lét
faðir minn hesta draga hann heim
að húsinu handa okkur að leika í.
Þessi bátur hafði verið nefndur
Stundvís af Ásgeiri bróður mínum
eftir skipi úr „Sjómannalífi" eftir
Kipling, sem var mikið lesin,
drengjabók og hetjusaga drengja.
Ingólfur var fljótur að ákveða að
breyta þessu í farþegaskip, og voru
sóttir margir misstórir kassar og
var þá komin kommandó-brú. I
botninn var sett ýmislegt jámarusl,
gömul skilvinda sem ég átti að snúa
sem vélstjóri. Gunnar bróðir átti að
berja saman einhveiju járnamsli til
að gera vélarhávaða, en í efsta
kassanum stóð Ingólfur skipstjóri í
brúnni og kallaði hástöfum: Strák-
ar, meira stím, meira stím og meiri
ferð. Og ég sneri skilvindunni upp
á líf og dauða.
Þetta vom æskuárin, síðan komu
fullorðinsárin, og sigldum við Ing-
ólfur saman hásetar á Brúarfossi
gamla á árunum 1932 og 1933,
þegar Ingólfur fór í land í 2. bekk
Stýrimannaskólans. ÖIl ár síðan
hafa mörg og ólík viðskipti verið
milli okkar. Mörg ár framleiddi ég
físk og hafði með skipaafgreiðslu
að gera á Húsavík. Ingólfur var þá
skipstjóri og lestaði þá oft hjá mér,
og alltaf verið sami vinskapur okk-
ar í milli.
Ingólfur var af einhveijum
þekktustu ættum Reykjavíkur, af-
komandi Knudsens-systra, Guð-
johnsen og Möller, sem er þekkt í
Reykjavíkursögu, tónmenningu og
listum, og var Ingólfur söngvið
glæsimenni, og engan þeirra mörgu
ættingja tel ég líkjast eins mikið
afa sínum og glæsimanninum Þórði
Guðjohnsen sem Ingólf, en ég sá
hann þegar hann kom síðast til
Húsavíkur 1925 að mig minnir.
Ég kveð þennan æskuvin minn
með miklum kærleik, og veit að
margir munu taka á móti honum
handan móðunnar miklu, um leið
og ég sendi öllum aðstandendum
alúðarkveðjur.
Vernharður Bjarnason.
• Fleiri minningargreinar um
Ingólf Möller bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.
+
Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og
amma,
ÁSTA BRYNJÓLFSDÓTTIR
frá Hrísey,
Álfheimum 52,
Reykjavík,
lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur laugardaginn
8. mars.
Alfreð Kristjánsson,
Sigurveig Alfreðsdóttir, Gunnar H. Hall,
Ásta Herdís, Alfreð og Gunnsteinn Hall.
+
Bróðir okkar og mágur,
GARÐAR SIGMUNDUR JÓNSSON,
Höfðagrund 4,
Akranesi,
sem andaðist 6. mars sl., verður jarðsunginn frá
Akraneskirkju fimmtudaginn 13. mars nk.
kl. 14.00.
Kristfn H. Jónsdóttir, Hörður Sumarliðason,
Ólafur Ingi Jónsson, Helga Guðmundsdóttir.
+
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og
dóttir,
JÓNÍNA AUÐUNSDÓTTIR,
Funafold 20,
Reykjavík,
andaðist á Landspítalanum sunnudaginn
9. mars sl.
Gunnbjöm Guðmundsson,
Kolbrún Sævarsdóttir,
Stefán Kristján Gunnbjörnsson,
Eva Guðrún Gunnbjömsdóttir,
Soffía Gísladóttir.
+
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
SIGURRÓS GUÐMUNDSDÓTTIR,
Hrafnistu í Reykjavík,
lést þann 1. mars sl.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Þökkum auðsýnda samúð og vináttu.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu.
Hermann Daníelsson,
Ragna Guðrún Hermannsdóttir, Guðsteinn Magnússon,
Jón Haukur Hermannsson, Guðrún Þórarna Þórarinsdóttir,
Ólína Fjóla Hermannsdóttir, Pétur Torfason,
Díana Svala Hermannsdóttir, Þorleifur Kristján Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
MARGRÉT JÓNSDÓTTIR,
Kleifahrauni 2A,
Vestmannaeyjum,
andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur sunnudaginn
9. mars.
Haukur Kristjánsson, Ester Friðjónsdóttir,
Jóna Sigríður Kristjánsdóttir, Birgir Sigurðsson,
Guðbjörg Kristjánsdóttir, Jóhann I. Guðmundsson,
Edda Kristjánsdóttir,
Ester Kristjánsdóttir, Sigurður Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnaböm.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
GUÐRÚN JÓNA SIGURJÓNSDÓTTIR
fangavörður,
Álfhólsvegi 92,
Kópavogi,
varð bráðkvödd á heimili sfnu laugardaginn
8. mars. Útförin verður auglýst síðar.
Guðmundur Ásbjömsson,
Jón Ásbjömsson, Pierina Ligander,
Sigurjón Guðmundsson, Halldóra Gísladóttir,
Danfel Guðmundsson, Elfn Finnbogadóttir
og barnabörn.
+
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
BJÖRG HARALDSDÓTTIR
fyrrum húsfreyja
á Mýri, Bárðardal,
verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstu-
daginn 14. mars kl. 13.30.
Sigrfður Karlsdóttir,
Jón Karlsson, Hóimfrfður Friðriksdóttir,
Hildur Svava Karlsdóttir,
Aðalbjörg Karlsdóttir, Bjargmundur Ingólfsson
og fjölskyldur.
<
+
Okkar ástkæra,
GUÐNÝ STEFÁNSDÓTTIR
kennari,
Hraunflöt v/Álftanesveg,
verður jarðsungin frá Víöistaðakirkju fimmtu-
daginn 13. mars kl. 15.00.
Magnús Hjörleifsson,
Erla Magnúsdóttir, Sigurður Óli Sigurðsson,
Ari Magnússon, Silja Magnúsdóttir,
Magnús Óli Sigurðsson,
Erla Guðmundsdóttir, Stefán V. Þorsteinsson.
Inga Þóra Stefánsdóttir, Helga Björg Stefánsdóttir,
Elfa Stefánsdóttir, Vfðir Stefánsson,
Guðmundur Vigfússon.