Morgunblaðið - 11.03.1997, Page 50

Morgunblaðið - 11.03.1997, Page 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1997 AFMÆLI MORGUNBLAÐIÐ ÞURÍÐUR PÁLSDÓTTIR Á sólbjörtu síðdegi árið 1943 eru tvær konur í gönguferð um bæinn í veðurblíðunni. Hamingjukenndin sem bærist með þeim báð- um er undrunarbland- in, því að þótt þær séu mæðgur, eru þær að uppgötva hvor aðra. Móðirin sér dóttur sína í fyrsta skipti sem konu og talar við hana eins og ein kona við aðra. Dóttirin er sext- án ára gömul, hefur verið að vinna úti á landi, en er í nokkurra daga leyfí í bænum. Hvorug þeirra veit á þessari stundu að þær eru þama á vissan hátt að mætast á þröskuldi lífsins. Önnur er að heíja lífíð, en hin að kveðja það. Þetta er ein af síðustu sólskinsstundum sem Þuríður Páls- dóttir á með móður sinni Kristínu Norðmann. Þennan kyrráta hamingjudag liggur leið þeirra niður Barónsstíg- inn og Þuríður kvartar yfir því við móður sína hvað hún sé stór. - „Það er fallegt að vera stór,“ segir heimskonan. „Þú vekur at- hygli, af því að þú sést alltaf. Þess vegna áttu að bera þig eins og drottning.“ Nú, þegar Þuríður vinkona mín Pálsdóttir er öllum að óvörum orð- in sjötug, langar mig til að votta henni virðingu mína og væntum- þykju. Einhverra hluta vegna get ég ekki hætt að hugsa um orð móður hennar, af því að Þuríðar Pálsdóttur hefur lengst af verið í sviðsljósinu, ævinlega vakið at- hygli og borið sig eins og drottn- ing, hvemig sem aðstæður hafa verið. En fyrst og síðast er hún, og hefur alltaf verið stór. Ekki aðeins hávaxin, heldur stór per- sónuleiki, manneskja og listamað- ur. Stórhuga, stórlynd og vex ekk- ert í augum, - nema smáatriði. En þau geta líka vaxið henni dálít- ið mikið í augum. Mér kemur stundum í hug lítið atvik sem gerðist fyrir rúmum ára- tug þegar ég var að skrifa bók um líf henn- ar. Eiginmaður henn- ar, Öm Guðmundsson, sem lést um aldur fram fyrir nokkrum ámm, sýndi mér það vinarbragð, þegar hann heyrði að ég var að leita að vistarverum utan Reykjavíkur, að krefjast þess að ég ynni í Lindarlóni, sum- arhúsi þeirra hjóna við ströndina á Stokks- eyri. Það var vinar- bragð, vegna þess, að þetta var á þeim árstíma sem hann naut þess mjög að vera þar sjálfur. Ég var þarna ein fáeinar vikur, skildi bílinn eftir í Reykjavík og var náttúrlega ekki með síma. Síð- ustu dagana var Þuríður með mér. Eitt kvöldið gerði hún mikið veður út af því að hún rakst á könguló í húsinu, sem mér þótti varla geta talist til tíðinda í sumarbústað. Þegar ég var að festa svefn um kvöldið heyrði ég skaðræðisvein og hljóp í ofboði fram. Söngkonan hafði uppgötvað aðra könguló á veggnum fyrir ofan rúmið og var gjörsamlega úr jafnvægi. Ég þoli þetta ekki! Ég er farin! Eg verð ekki hér í nótt!“ sagði hún æst og æddi um gólfíð. Og hvernig hefurðu hugsað þér að fara Þuríður mín?“ spurði ég þurrlega. „Ætlarðu að ganga um miðja nótt til Reykjavíkur, af því að köngulær koma óboðnar í sumarbústaðinn þinn?“ Ekkert varð úr næturferðinni og við sváfum báðar ágætlega það sem eftir lifði nætur. Næsta morg- un sátum við og snæddum morgun- verð, þegar ég heyrði hljóð sem mér fannst eins og þytur í loftinu fyrir ofan okkur. Eg vakti athygli Þuríðar á þessu, sagðist hafa heyrt þetta nokkrum sinnum. Líkast til þyrfti að þétta þakið. „- Nei, nei, þetta eru áreiðan- lega bara mýsnar,“ sagði hún ró- lega og hélt áfram að maula brauð- ið sitt._ „- Áttu við að það séu mýs hér Nýr listi fullur af fjölskylduna fyrir sumariö. Hringdu strax í dag eftir eintaki. Sími 565 3900 Fax 565 2015 Glæsilegt urval vorfatnaði í verslun okkar. Opið virka daga 9-18 og lau- gardaga 10-14. Bæjarhrauni 14, í húsinu?“ spurði ég vantrúuð og hugsaði ókát til langra daga og nátta með þennan fjöruga félags- skap innan seilingar. Glaðlegur skellihlátur söngkon- unnar fyllti sumarbústaðinn og barst út í morgunkyrrðina: „- Þú ert þó ekki hrædd við mýs?“ spurði hún. „Hagamýs? Það er varla hægt að hugsa sér fal- legri dýr. Það er ekki eins og þetta séu rottur, sem mér er þó ekkert illa við,“ bætti hún við. Þetta er Þuríður Pálsdóttir. Það sem öðrum vex í augum, þykir henni leikur einn. Svo getur hún fjargviðrast yfir hlutum sem flestum þykja lítið mál. Þessi kona gerir alla hluti vel. Hvort sem hún er að syngja, kenna, halda fyrirlestra um hin ólíkustu efni, stjóma fundum eða kórum, eða hugsa um heimilið sitt. Ekkert er ijær henni en yfírborðsmennska. Hún er einlæg, heil og sterk í hveiju sem hún gerir. Sjálfri þykir mér kannski mest varið í hvað hún er alltaf ný og forvitin um lífið í víðasta skiln- ingi. Hvað áhuginn er lifandi og hugsunin fleyg. Á góðri stund er enginn hlýrri og enginn skemmti- legri. Og hún er órög við að fara ótroðnar slóðir. Þegar hún er að byija að fóta sig í tilverunni innan við tvítugt, búin að ná inntökuprófi í virtan skóla, eftir að hafa undibrúið sig af kappi veturinn áður, kemst hún að raun um að hún á von á bami. Hún veit um konur sem hafa farið í fóstureyðingu hjá viðurkenndum læknum, og getur valið að gera slíkt hið sama. Faðir hennar er þjóðþekktur og vinur hans Ragnar í Smára hefur útvegað fjárstyrk til námsins. Þjóðin veit að dóttir Páls ísólfssonar er farin út til tón- listamáms. Þuríður Pálsdóttir vel- ur því ekki auðveldustu leiðina þegar hún ákveður að hætta námi og snúa heim. Eftir að hún fer að syngja opin- berlega, fara að heyrast raddir um að hún þurfí að komast í fram- haldsnám, sem hún gerir. Þó að flestar mæður sem þess eiga kost sendi böm sín í sveit fjóra mánuði á ári og sjálfsagt þyki að hæfileika- ríkir karlar fari utan til náms hvað sem fjölskylduaðstæðum líður, þykir engan veginn sjálfsagt að hún fari til Ítalíu frá manni og bami. Jafnvel þótt bæði búi í stór- ijölskylduhúsi. Það er ekki auðvelt fyrir fjölskyldumanneskjuna Þuríði að fara, en hún fer samt. Þegar hún ákveður að setjast á skólabekk á miðjum aldri og ljúka því sem hún var byijuð á í London tuttugu ámm áður, tíðkast það ekki að fullorðið fólk hefji nám með ungu fólki. Hver og einn get- ur sagt sér sjálfur hvemig það hefur verið fyrir konu sem hefur verið helsta óperusöngkona þjóðar- innar um árabil að setjast á bekk með byijendum. Hún gerir það samt. Þegar pólitískur titringur er á þann veg hér á landi að ekki er talið álitlegt fyrir listamenn að vera hægri sinnaðir, gengur hún til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Þegar hún kemst á miðjan aldur fer hún að kynna sér hvernig aldur- inn fer með líkamsstarfsemina og verður þekktur fyrirlesari um efni sem þá var algjört feimnismál og bæði konum og körlum þótti vand- ræðalegt að væri orðað. í dag er eins sjálfsagt að tala um breytinga- skeið kvenna og sund og Ieikfími. Hvar sem Þuríður Pálsdóttir fer og hvaða hlutverki sem hún gegn- ir, setur hún svip á umhverfi sitt. Gerir það stærra og áhugaverðara. Á þessum tímamótum eru henni færðar heillaóskir og hlýjar vinar- kveðjur. Ég er þess fullviss að þjóðin getur átt von á að sjá hana í enn einu hlutverkinu ef eitthvað nýtt vekti áhuga hennar á næstu árum. Aldur er enginn fyrirstaða fyrir fólk sem æskan hefur aldrei vikið frá. Jónína Michaelsdóttir. ARNI GUNNLAUGSSON Lífsbrautarganga er mæld á tímans kvarða í áranna röð og þegar sjö tugir ára eru að baki er talið við hæfí að líta yfir farinn veg og raða upp minninga- brotum sem eftir standa líkt og væru þau vörður við vegar- brún. í dag er Árni Gunnlaugsson, einn fjölvirkasti athafna- maður í Hafnarfírði á liðnum Ijórum áratug- um, sjötugur. Þar sem svo hefur ráðist að ég hef á liðnum rúmum tveim áratug- um átt því láni að fagna að hafa átt einstæð samskipti við afmælis- barnið á vináttu- og drengskapar- velli er mér ljúft að festa á blað í knöppu máli staðfestingu á framan- sögðu um athafnamann. Árni er sonur Gunnlaugs Stef- ánssonar kaupmanns og útgerðar- manns að Austurgötu 25 í Hafnar- fírði. Foreldrar hans voru Stefán Sigurðsson trésmiður í Hafnarfirði, en hann var fóstursonur Ásgeirs Einarssonar bónda og alþingis- manns að Þingeyrum í Húnavatns- sýslu, og kona hans Sólveig Gunn- laugsdóttir frá Sviðholti á Álfta- nesi, en amma hennar var Sólveig hálfsystir Björns yfírkennara á Bessastöðum og nafnfrægs stærð- og stjömufræðings. - Móðir Árna var Snjólaug Guðrún Árnadóttir húsfrú á sama stað. Foreldrar henn- ar voru Ámi Björnsson prófastur að Görðum á Álftanesi og kona hans Líney Siguijónsdóttir frá Laxamýri, prestsfrú að Görðum. Hún var systir Jóhanns skálds í Kaupmannahöfn. Amma þeirra var Snjólaug Baldvinsdóttir húsfreyja að Krossum á Árskógsströnd en faðir hennar var séra Baldvin Þor- steinsson að Upsum í Svarfaðardal og var föðurbróðir Jónasar „lista- skáldsins góða“. Ámi óx upp á rausnar- og menn- ingarheimili ásamt systkinum sín- um, Stefáni og Sigurlaugu og Sig- uijónu uppeldissystur Jóhannes- dóttur frænku frá Laxamýri. Áma var ungum ákvörðuð menntabraut en hann vann frá unglingsárum sem hjólreiðasendill og við afgreiðslu- störf í verslun föður síns á summm. Hann lauk stúdentsprófí frá Menntaskólanum í Reykjavík 1947 og varð cand. juris frá Háskóla ís- lands 1953. Ami stundaði fram- haldsnám erlendis 1955-6, einkum í skaðabótarétti. Hann öðlaðist rétt- indi sem héraðsdómslögmaður 1955 og hæstaréttarlögmaður 1963. Ámi hefur starfrækt eigin málflutnings- stofu og fasteignasölu í Hafnarfírði frá 1953. Hann gegndi margvísleg- um trúnaðarstörfum í félags- og bæjarmálum og í framhaldi af því varð hann fmmkvöðull að stofnun Félags óháðra borgara í Hafnar- firði, formaður þess frá upphafi og bæjarfulltrúi óháðra 1966-1982. Hann var forseti bæjarstjómar 1966-68, sat í bæjarráði í fjögur kjörtímabil og var formaður þess í 13 ár. Ámi kvæntist 1957 Maríu hjúkrunarfræðingi, dóttur Alberts Stolpmann verksmiðjueiganda í Flötenstein í Þýskalandi og konu hans Maríu, fædd Schnase hús- freyju, síðast í Köln. Sonur þeirra er Ámi Stefán, verslunareigandi í Hafnarfírði. Rekstrammsvif Árna jukust n\jög 1966 og réð hann þá til sín lögfræðing sem fulltrúa. Annaðist hann öll lögfræðileg störf, einkum innheimtur. Hann hefur þá sér- menntaðan bókara, nafna sinn og frænda, svo og skrifstofustúlku. Það er því ljóst að Árni hafði um þessar mundir allgott svigrúm til þess að takast á við opinbert við- fangsefni sem vinir hans höfðu fyr- ir skömmu vakið athygli hans á. Töldu þeir að brýnt væri að kanna gmndvöll fyrir stofnun samtaka óháðra landsmálaflokkum er störf- uðu að bæjarmálum. Þar með fór Árni að kynna hugmynd þessa ýmsum mönnum úr öll- um flokkum stjórnmála og fékk hún fádæma- góðar undirtektir. Þegar bæjarstjórn- arkosningarnar 1966 fóm í hönd var svo komið að Hafnarfjarð- arbær hafði glatað lánstrausti vegna skulda. Ekki má þó gleymast að bæjarfé- lag Hafnarfjarðar varð auðugt á stríðsáranum vegna bæjarútgerðar. Réttsýnir stjórnendur nýttu m.a. ágóðann til byggingar Sólvangs og Bæjarbíós. En nú hafði bakslag í bæjarrekstri gengið svo nærri framkvæmdaþörf- um í ört vaxandi bæ að til óheilla horfði og stóðu stjómendur ráð- þrota. Á marsdögum 1966 berst inn um bréfalúgur Hafnfirðinga fundarboð: „Stofnfundur Félags óháðra borgara í Hafnarfírði verður haldinn í Góð- templarahúsinu sunnudaginn 27. marz kl. 4. e.h.“ í meðfylgjandi greinargerð er m.a. eftirfarandi: „Nokkrir áhugamenn í Hafnarfirði um bæjarmálefni hafa bundist fast- mælum um að beita sér fyrir stofn- un félagsskapar, sem beri heitið Félag óháðra borgara. Áformað er jafnframt að félagið standi að nýju framboði í næstu bæjarstjórnarkosn- ingum í Hafnarfirði, sem verði alveg óháð og óbundið stjómmálafl.“ Bæjarbúar brugðust vel við og mættu á þriðja hundrað manna til hins boðaða fundar. Félagið var stofnað og kjörin var þriggja manna stjórn sem færi með málefni þess. Blað þess var stofnað og nefnt „Borgarinn“. Heilsaði hann lesend- um 19. apríl 1966 og birti á baks- íðu velvalda átján frambjóðendur H-listans. Var Ámi þar í öðm sæti. Ekki er auðið að nefna nöfn hinna virku í fylkingarbijósti utan fmm- heijans. Bæjarstjórnarkosningar fóm fram 22. maí 1966 og hlaut H-list- inn 988 atkvæði og 3 menn kjörna. Óháðir mynda samstarf með sjálf- stæðismönnum og Árni er kosinn forseti bæjarstjómar. Hann nær samstöðu á bæjarstjómarfundi um að Kristinn Ó. Guðmundsspn hrl. verði ráðinn bæjarstjóri. Ámi er málshefjandi á fundi 28. júni um að hið alvarlega ástand í vatnsmál- um bæjarins verði tekið til meðferð- ar. Árni nýtir sér sterka stöðu í bæjarráði og beinir hugum manna að hættuástandi vegna lausaskulda og leggur áherslu á heilbrigðan fjár- málagmndvöll. Bæjarstjómin er samvirk, utan ágreinings um bæjar- útgerð, og er sammála um bæjar- stjóra. Við lok kjörtímabilsins 1970 seg- ir á forsíðu „Borgarans" að þátt- taka óháðra í stjórn bæjarins hafí borið gifturíkan árangur og það undirstrikað í 12 liðum. Ámi segir þar að mikilvægasti árangurinn sé endurreisn fjárhagsins. I bæjar- stjórnarkosningum 31. maí 1970 var Árni í fyrsta sæti flokks óháðra borgara sem fékk 1019 atkvæði og 2 menn kjöma. Nýr bæjarstjómar- meirihluti samanstendur nú af Flokki óháðra borgara, Alþýðu- flokki og Framsóknarflokki. Bæjar- stjóri er endurráðinn. Við bæjar- stjórnarkosningar 26. maí 1974 má lesa í „Borgaranum“: „Farsæld og gæfa hefur fylgt ábyrgri forustu Öháðra borgara við_ stjórn bæjarins s.l. 8 ár.“ Þá var Ámi í öðru sæti flokksins sem óx að 100 atkvæðum og fékk tvo menn kjöma. Nú bregður svo við að óháðir semja um meirihlutasamstarf við sjálfstæðismenn á grundvellí mála og samstöðu um endurkjör bæjar- stjóra. Er nú sýnt að óháðir em komnir til þess að vera því þeir verða í meirihlutastjóm bæjarins til ársins 1986, í fimm stjómartímabil (20 « i 5 I c í i i < i ( I ( < I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.