Morgunblaðið - 15.03.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.03.1997, Blaðsíða 2
2 C LAUGARDAGUR 15. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ UMHELGINA Handknattleikur Laugardagur: Undankeppni HM kvenna: Seltjarnarn.: ísland - Sviss..kl. 16.30 2. deild karla: Seltjamarn.: KR-HM............kl. 18.30 Sunnudagur: 8-Iiða úrslitakeppni karla: Varmá: UMFA-FH....................kl. 16 Vestm.: ÍBV - Fram................kl. 20 Mánudagur: Strandgata: Haukar-Valur..........kl. 20 KA-heimilið: KA - Stjarnan........kl. 20 Aukakeppni um fall í 2. deild: Seljaskóli: ÍR-Selfoss............kl. 20 Körfuknattleikur Laugardagur: Undanúrslit kvenna: Hagaskóli: KR - IS............kl. 18.00 Keflavík: Keflavík - UMFG.....kl. 20.00 Sunnudagur: Undanúrslit karla: Grindavík: UMFG-UMFN..........kl. 16.00 Keflavík: Keflavík - KR.......kl. 20.00 Undaúrslit i 1. deiid karla: Garðabær: Stjarnan - Snæfell..kl. 15.00 Austurberg: Leiknir-Valur.........kl. 20 Knattspyrna Deildarkeppni KSÍ Laugardagur: Leiknisv.: Þróttur R. - UMFA......kl. 11 Kópavogsv.: UMFN-KR...............kl. 11 Ásveilir: Fram-KA.................kl. 13 Lfiiknisvöllur: Stjarnan - Fylkir.kl. 13 Ásvellir: Leiftur - Reynir S....."kl. 15 Kópavogsv.: ÍBV - KS..............kl. 15 Leiknisvöllur: Valur-ÞórA.........kl. 15 Kópavogsv.: Fjölnir - Dalvík......kl. 17 Sunnudagur: Ásvellir: Léttir-ÞórA.............kl. 11 Kópavogsv.: VikingurÓ. - HK.......kl. 11 Ásvellir: Selfoss - KA............kl. 13 Kópavogsv.: KS - Breiðablik.......kl. 13 Leiknisv.: VíkingurR.-Ægir........kl. 13 Ásvellir: Dalvík - Skallagrímur...kl. 15 Leiknisv.: ÍR-LeiknirR............kl. 15 Sund Meistaramóti íslands í sundi innanhúss verður framhaldið í Vestmannaeyjum um helgina. Mótið hófst í gær og lýkur á morg- un. Borðtennis íslandsmótið í borðtennis fer fram í TBR- húsinu um helgina. Úrslitaleikimir í karla- og kvennaflokki verða kl. 15.30 á sunnudag. Fimleikar Bikarmót íslands í fimleikastiganum fer fram í Laugardalshöll í dag. Á morgun verður meistaramót í fimleikastiganum. Íshokkí Fyrsti leikurinn um íslandsmeistaratitilinn í fshokkí milli Skautafélags Akureyrar og Bjamarins verður á skautasvellinu á Akur- eyri í dag. Leikurinn hefst kl. 19.00. Annar leikur liðanna verður á sama stað kl. 14 á sunnudag. Þijá sigra þarf til að hreppa ís- landsmeistaratitilinn. Listhlaup á skautum íslandsmótið í listhlaupi á skautum fer fram á skautasvellinu á Akureyri í dag, laugar- daginn 15. mars, og hefst með mótssetn- ingu kl. 11.30. Keppt verður í fjórum aldurs- flokkum, 11 áraogyngri, 12-13ára, 14-15 ára og kvennaflokki. Mótinu lýkur með verðlaunaafhendingu kl. 16.30. Mótið átti upphaflega að fara fram um síðustu helgi en því varð að fresta vegna veðurs og ófærð- ar. Skíði Bikarmót SKÍ í alpagreinum fullorðinna, Hermannsmótið, verður í Hlíðarfjalli við Akureyri um heígina. Keppt verður tvívegis f stórsvigi f dag og ! svigi á morgun, sunnu- dag. Á Siglufirði verður bikarmót í göngu og á ísafirði verður bikarmót í alpagreinum 13-14 ára. Frjálsíþróttir Meistaramót ísland 15-22 ára í fijálsíþrótt- um innanhúss fer fram um helgina. Keppt verður i Baldurshaga og Laugardalshöll. Tennis fslandsmót unglinga í einliðaleik í tennis fer fram í Tennishöllinni ! Kópavogi um helgina. Mótinu lýkur á sunnudag. Badminton fslandsmót unglinga í badminton verður haldið í Keflavík um helgina. Mótið hófst f gærkvöldi og lýkur á sunnudag. Keppend- ur eru 210 talsins frá 15 félögum. Glíma Landsflokkagliman fer fram í íþróttahúsi Fjölnis í Grafarvogi á morgun, sunnudag, og hefst keppni kl. 10. Keppnin fór fyrst fram 1947 og á þessum tímamótum er metþátttaka í 15 flokkum karla og kvenna. • Grunnskólamót fslands í glímu, 4. til 10. bekkur drengja og stúikna, fer fram í íþróttahúsi Fjölnis f dag og hefst kl. 10. Blak Bikarúrslit kvenna Seltjn.: ÞrótturN. - ÍS.........12.30 FELAGSLIF Herrakvöld Stjörnunnar Hið árlega herrakvöls Stjörnunnar verður haldið í samkomuhúsinu Garðaholti föstu- dagskvöldið 21. mars. Miðar eru seldir í Stjömuheimilinu alla virka daga kl. 13 til 19 en ekki við innganginn. ÍÞROTTIR HANDKNATTLEIKUR Einar Þorvarðarson, þjálfari Aftureldingar, hreykin Gotft að eiga svona menn Afturelding braut blað í sögu félagsins þeg- ar liðið varð deildarmeistari í 1. deild karla í handknattleik í fyrrakvöld. Þetta er stærsti sigur félagsins í Mosfellsbæ og af því tilefni ræddi Steinþór Guðbjartsson við Einar Þorvarðarson, þjálfara liðsins síðustu tvö ár. Sigur Aftureldingar í deildar- keppninni sýnir að markviss vinnubrögð og þrotlaus vinna skila árangri. Þrátt fyrir tröppugang og mótlæti í nær tvo áratugi misstu sporgöngumennirnir aldrei móðinn, ákvörðun var tekin um að snúa vörn í sókn, búa til meistaralið og það tókst. „Raunverulegt uppbyggingar- starf með því markmiði að búa til meistaralið hófst 1991 þegar Jó- hann Guðjónsson tók við for- mennsku í deildinni,“ sagði Einar. „Stjórnin gerði sér grein fyrir að erfítt væri að búa til meistaralið eingöngu skipað strákum í Mos- fellsbæ og ákvað að fara þá leið að fá menn annars staðar frá. Vissulega sætti þetta gagnrýni og enn heyrast óánægjuraddir en fyrr- nefnd ákvörðun var tekin vegna aðstæðna. Enginn framhaldsskóli er í Mosfellsbæ og staðreyndin er að strákar á framhaldsskólaaldri í Mosfellsbæ hafa farið í Reykjavík- urfélögin. Kjarninn hefur tvístrast á marga staði.“ Uppgangur Ungmennafélagið Afturelding sendi lið til keppni í handknattleik á árum áður og varð m.a. meistari i 2. deild 1952, 1955 og 1959. Á tímabili voru hávaxnir og þungir menn í liðinu, menn eins og Jón á Reykjum, Ásbjöm á Álafossi, Skúli Skarp, Halldór Lárusson og Einar Kristjánsson, „dvergarnir sjö“ eins og það var kallað. En handknatt- leiksdeild félagsins var ekki stofnuð fyrr en 1973 að frumkvæði Davíðs B. Sigurðssonar og Ingólfs Árna- sonar. Liðið byrjaði í 3. deild, vann sér sæti í 2. deild 1979, féll í 3. deild 1983, meistari þar tveimur árum síðar, sigraði í 2. deild 1993 og hefur verið í 1. deild síðan. Einar sagði að uppbyggingin hefði tekið mörg ár og reyndar væri ekki séð fyrir endann á henni. „Guðmundur Guðmundsson tók við liðinu í 2. deild 1992 og byggði upp kjarna þess. Hann fékk unga og efnilega leikmenn sem áttu eft- ir að sanna sig, menn eins og Ingi- mund Helgason, Þorkel Guð- brandsson og Róbert Sighvatsson sem var reyndar áður í Aftureld- ingu. Næsta ár bættust Jason Ól- afsson, Gunnar Andrésson og Páll Þórólfsson í hópinn ásamt reynslu- manninum Alex Trúfan en síðan Bergsveinn Bergsveinsson. Bjarki Sigurðsson kom með mér en þá fór reyndar Jason til Italíu. í fyrra fór Róbert í atvinnumennsku og Jó- hann Samúelsson til Danmerkur og þá vantaði okkur línumann. Enn kom upp spuming um hvað ætti að gera og úr varð að við fengum Selfyssingana Siguijón Bjarnason og Einar Gunnar Sigurðsson, sem ég þekkti vel en vom á ákveðnum tímamótum, auk þess sem Sigurður Sveinsson og Jón Andri Finnsson komu aftur. Þetta sýnir að liðið hefur verið byggt upp skref fyrir skref og kjarninn hefur fengið tíma til að þroskast." Utanaðkomandi álag Aftureldingu var spáð góðu gengi í fyrra en Einar sagði að spáin hefði verið óraunhæf og ótímabær. „Okkur var stillt upp í toppsæti ásamt Val en það var óraunhæft því hópurinn var óslípaður. Við enduðum í sjötta sæti í deildinni og féllum síðan úr keppni í und- anúrslitum. Þetta var tímamótaár; nýr þjálfari, við vorum í Evrópu- keppni í fyrsta sinn, Bjarki var nýr í liðinu og þurfti tíma til að aðlag- ast og þótt ég hefði viljað enda ofar var liðið ekki útsprungið." Margir Mosfellingar voru ekki ánægðir með árangurinn en Einar sagði að stjórnin hefði staðið þétt við bakið á hópnum. Forráðamenn félaganna spáðu Aftureldingu fyrsta sæti fyrir keppnina sl. haust og lengi vel stóð liðið undir vænt- ingum en þegar tók að halla undan fæti heyrðust óánægjuraddir. Einar sagði að sem fyrr hefðu úrtölurnar og kröfurnar fyrst og fremst komið frá þeim sem væru á móti samsetn- ingu liðsins og fjölmiðlum en hópur- inn og stjórnin hefðu haldið settu marki. „Hjá mörgum í Mosfellsbæ hefur samsetning liðsins, að það skuli vera skipað mönnum víðs vegar að, ekki þótt vinsæl og þetta fólk hefur verið andstæðingar okkar. Tilfinn- ing mín er sú að þar sem við vorum settir í fyrsta sæti ættum við að vera í því að mati þessa fólks en tilfellið er að flestir leikirnir hafa verið sveiflukenndir. Við höfum náð góðri stöðu en misst hana niður. Þótt heildarútkoman hafi verið góð hefur meira verið talað um slæmu hlutina hjá okkur en þá góðu í fjöl- miðlum og til lengdar er erfitt að vinna við slíkar aðstæður. Mín EINAR Þorvarðarson fékk ma Guðmundi Ingvarssyni, forma reynsla í íþróttum er að menn eiga að fagna og vera ánægðir í kjölfar sigurs en okkur hefur verið gert erfitt fyrir - höfum mest fengið að heyra skammir." Stóðumst álagið Það hefur sýnt sig að bestu lið geta átt erfitt uppdráttar þegar þau verða fyrir áföllum eins og að missa lykilmenn um lengri eða skemmri tíma vegna meiðsla. Afturelding fékk að finna fyrir þessu í vetur en þrátt fyrir mótlæti stóð það á hæsta tindi þegar yfir lauk. „Ég er sérstaklega ánægður með að við skyldum standast álagið. Þegar íjórar umferðir voru eftir var útlitið ekki bjart og það var erfitt að mæta á Seltjarnarnesið í 19. umferð. Liðið var vængbrotið og staðan var svo slæm að homamenn urðu að taka að sér skyttuhlutverk og reynsluminni menn urðu að taka af skarið. Þarna kom styrkur hóps- ins greinilega í ljós. Menn fóru ein- huga í verkefnið, leystu það með prýði og léku geysilega vel á móti Gróttu. Síðan hefur púsluspilið ver- ið í gangi og reyndar brenndum við okkur á móti FH en sýndum góðan „karakter“ þegar mest á reyndi." Stórt skref Mörg skref, sum létt, önnur þung, hafa verið stigin hjá Aftur- eldingu en Einar sagði að erfiðleik- arnir væru til að sigrast á þeim og stórt skref væri að baki. „Félagið hefur náð settu mark- miði og það er stór stund. Reyndar er alltaf stór stund þegar titill er í höfn, fyrir viðkomandi bæjarfélag, íbúana, stuðningsmennina, stjóm- armennina og leikmennina. Fyrir mig sem þjálfara er þessi sigur geysilega mikilvægur. Þetta er fimmta árið sem ég þjálfa í 1. deild DAVÍÐ B. Sigurðsson stóö að stofnun handknattleiksdeildar Aftureldlngar 1973, hefur verló með llðinu síðan og fagnaði langþráðu takmarkl, þegar deildarmelstaratitilllnn var í höfn. 1. DEILD KARLA-LOKASTAÐAN HEIMALEIKIR ÚTILEIKIR SAMTALS Lelkir U J T Mörk U J T Mörk Mörk Stig UMFA 22 8 0 3 277:255 9 0 2 287:257 564:512 34 HAUKAR 22 7 1 4 301:292 8 1 1 257:231 558:523 32 KA 22 8 1 2 282:269 5 0 6 293:293 575:562 27 \BV 22 7 1 3 275:239 5 1 5 261:252 536:491 26 FRAM 22 8 2 1 278:228 2 2 7 244:264 522:492 24 STJARNAN 22 6 1 4 297:282 4 2 5 275:270 572:552 23 VALUR 22 5 2 4 239:235 3 1 7 251:266 490:501 19 FH 22 7 1 2 273:252 2 0 10 276:333 549:585 19 HK 22 5 1 5 247:258 2 1 8 246:272 493:530 16 IR 22 5 0 6 278:263 2 1 8 250:272 528:535 15 SELFOSS 22 5 1 5 276:289 1 2 8 262:303 538:592 15 GROTTA 22 3 1 7 262:292 3 1 7 252:272 514:564 14 eLokastaðan í 1. deild karla var röng í blaðinu í gær. Úrslit í leik FH og Hauka höfðu snúist við. Staðan er rétt hér að ofan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.