Morgunblaðið - 15.03.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.03.1997, Blaðsíða 4
KORFUKNATTLEIKUR Sókn vinn- urleikien vöm titla Kanadamaðurínn Antonio Vallejo hefur þjálfað körfuknattleikslið ÍR í vetur. Edwin Rögnvaldsson ræddi við þjálfarann og komst að því að skoðun hans á íslenskum vamarleik er áhugaverð. Allir geta leikið vörn VALLEJO segir að ekki sé öllum í blóð borið að leika sóknarleik, en allir ættu að geta leikið vöm ef þeir hljóta leiðsögn. „Ef leiðbeinandi tekur að sýna tuttugu krökkum helstu handtökin í sóknarleik, munu aðeins þrír þeirra nýta sér kennsluna og verða þess vegna góðir sóknar- menn. Til þess að verða góður sóknarmaður verður viðkomandi að vera ákveðinn að eðlisfari. Öðru gildir um vamarleik. í vöm er nauð- synlegt að kunna undirstöðuatriði og að vera fljótur að átta sig á mismunandi aðstæðum í leiknum. Þess vegna ættu öil lið að geta leik- ið viðunandi vamarleik, því hann er hægt að kenna. Það á aftur á móti ekki við um sóknina, þvf aðeins þeir ákveðnu geta orðið góðir á Varnarleikur er einkar mikilvægur í körfuknattleik, eins og í flest- um boltaíþróttum. Vallejo notar sína eigin útgáfu við að útskýra mikil- vægi hans. „Margir leikmenn eru góðar skyttur, en að sama skapi slak- ir vamarmenn. Gefum okkur að ein- hver leikmaður taki 15 til 20 skot í leik, og sá sem tekur svo mörg skot hlýtur að vera einn af bestu mönnum deildarinnar. Það tekur u.þ.b. hálfa sekúndu að taka eitt skot og því má gera ráð fyrir því að umræddur leik- maður noti alltént sjö til tíu sekúnd- ur af leiktímanum í skottilraunir. Hann þarf samt að leika vöm í tutt- ugu mínútur, ef liðin tvö hafa bolt- ann jafnlengi. Það nægir samt ekki að aðeins einn leikmaður leiki viðun- andi vamarieik, heldur þurfa allir fímm mennimir að gera það. Þeir þurfa að vinna saman í vöminni," segir þjálfarinn. Kom körfuknattleikurinn, sem hér er leikinn, þér á óvart að einhveiju leyti þegar þú komst hingað? „Ég átti alltaf von á því að ís- lensku leikmennimir væru frekar smávaxnir og ekki mjög snöggir. Þeir eru aftur á móti nokkuð vel á sig komnir. Leikstíllinn kom mér þó á óvart. Hér virðist sem allir hafí sama hlutverki að gegna á vellinum. í mínu heimalandi gegndi hver leik- maður sínu hlutverki. Þar voru ekki fímm skyttur inni á vellinum samtím- is, heldur voru ef til vill tvær sl'kar á vellinum ásamt tveimur fráköstur- um og miðheija. Því var ég alls ekki vanur því þannig er ekki leikið f Norður Ameríku. Það er samt ekki annað að gera en að sætta sig við slíkt því þetta er bara einkenni deild- arinnar." „Rugby“ í úrvalsdeildlnni Vallejo hefur líkt vamarleik á ís- landi við „rugby“, en hann er ekki sá eini sem er þeirrar skoðunar. Hann segist hafa heyrt aðra áhuga- menn um körfuknattleik segja það sama, án þess að hafa nefnt það sjálf- ur við nokkum mann. „Ég tel að íslenskur varnarleikur snúist ein- göngu um boltann og Ieikstjómand- inn er beittur töluverðri hörku. Hann er ítrekað snertur en í kanadísku deildinni er m.a.s. bannað að leggja höndina á mjöðm sóknarmannsins, er hann hefur boltann. Þá er dæmd villa. Þegar vamarmaður í „mgby“ reynir að ná til knattarins, slær hann í átt til hans. Það sama á við um vamarleik hér í úrvalsdeildinni. Vamarmenn slá sífellt til boltans og slá þá oftar en ekki í hönd sókn- armannsins. Stundum fá þeir á sig villu fyrir slíkt en stundum ekki. Margir útlendingar hafa notað sömu samlíkingu og ég hvað þetta varðar, hvort sem það em áhorfendur, þjálf- arar eða dómarar. Þeir hafa allir sagt að slegið sé allt of mikið til leik- mannsins með boltann. Leikurinn er því stöðvaður meira en ella og hann fær sjaldan að ganga eðlilega. Einnig tel ég að þegar leikmenn- imir keppa erlendis, hagnist þeir ákaflega lítið á þessum vana sínum. Mun harðar er tekið á þessari ítrek- uðu snertingu erlendis og íslensku bakverðimir fá líklega oft villu á sig fyrir slíkt. Erlend lið geta því nýtt sér þennan veikleika Islendinganna og þá geta margir íslensku leikmann- anna lent í villuvandræðum," segir Vallejo. Qóð fótavinna og hugsun nauðsynleg Er til einhver einfóld lausn til að minnka þessa snertingu, sem þú minntist á? „Fljótvirkasta lausnin á þessu væri að stíga skrefíð til fulls og setja almenna vinnureglu á meðal dómar- anna um að dæma undantekningar- laust á það þegar vamarmaðurinn slær í hönd sóknarmannsins. Ef það væri gert þyrftu allir dómaramir að Urvalsdeildin að sumu leyti lík þeirri kanadísku ANTONIO Vallejo er alinn upp í Toronto í Kanada. Þar starfaði hann sem aðstoðar- þjálfari hjá háskólaliði, sem lék i helstu körfuknattleiksdeildinni þar í landi. Hann segir að sú deild sé að sumu leyti nyög lík íslensku úrvalsdeildinni, „Enginn íþrótta- maður í Kanada fær skólastyrki vegna góðr- ar frammistöðu í íþróttum og leikmennimir í deildinni fá ekkert borgað fyrir leik sinn, þannig að þessar tvær deildir eru afskap- lega líkar hvað það varðar. Kanadísku leik- mennirnir leika í deildinni frá u.þ.b. 19 til 25 Ara aldurs, en fara svo suður yfír landa- mærin til Bandaríkjanna í leit að tækifær- um,“ sagði Vailejo. Morgunblaðið/Halldór ANTONIO Vallejo, hlnn kanadískl þjálfarl úrvalsdelldarllðs ÍR-lnga i körfuknattlelk, lengst tll vlnstri, ræðlr hór við þá Tlto Baker og Atla Björn Þorbjörnsson á æflngu f Seljaskóla. fylgja reglunni. Þá myndu leikmenn- imir neyðast til þess að treysta meira á góða fótavinnu auk þess að hugsa meira í stað þess að teygja sig til boltans. Þegar leikmaður reynir að veijast sér sterkari manni eingöngu með því að nota hendumar, bíður hann lægri hlut. Til að hafa betur í slíkri baráttu, er nauðsynlegt að leika vöm með góðri fótavinnu og hugsun. Þetta viðhorf á að kenna yngstu iðk- endunum í íþróttinni." Finnast samt ekki einhverjir góðir vamarmenn innan deildarinnar? „Það eru vissulega nokkrir leik- menn í deildinni sem gegna því hlut- verki að gæta helsta sóknarmanns andstæðinganna. Sumir þeirra leysa það vel af hendi og við megum ekki gleyma því að margir erlendu leik- mannanna, sem leika hér á landi, koma frá mjög hátt skrifuðum er- lendum skólum eða deildum. Það er því ekki þeirra sök, ef liðið fær mörg stig á sig. Menn verða að leika góða vöm í sameiningu. Leikmenn tala of lítið saman Sum lið geta jafn- vel átt 4 til 6 góða vamarmenn, en samt leikið slaka vöm sem liðsheild. Vamar- kerfíð, sem viðkom- andi lið leikur, verður að vera vel útfært. Ég tel að marga leik- menn á íslandi skorti skilning á varnarleik, eða að leikmennirnir nái einfaldlega ekki að gera það sem lagt er fyrir þá. Einföld atriði eins og hjálpar- vörn em illa út.færð af sumum liðum í deildinni. Helsta ástæða þess, að mínu mati, er sú að hér tala leikmenn ekki nógu mikið saman á vellinum. Það er í raun ótrúlegt. Stundum gæta tveir vamarmenn leikstjómanda andstæðinganna samtímis, en einnig getur farið svo að enginn geri það. Þannig getur stundum myndast mik- il ringulreið þegar vamarmennimir reyna að komast að því hver á að gæta leikstjómandans. í NBA-deildinni og bandarísku háskóladeildinni tala leikmennimir saman allan leikinn, hátt og snjallt, og stefna þeir allir sem einn að að- eins einu markmiði. Hérna er allt annað uppi á teningnum. Ef vamar- maður missir sóknarmann framhjá sér, veit enginn félagi hans af því fyrr en það er um seinan. Hjálp berst ekki nema annar vamarmaður sé fyrri til og komi til hjálpar í tæka tíð. Leikmenn verða að tala saman svo þeir viti hvað um er að vera á vellinum. Körfuknattleikur er leikur fyrir hugann. Hann er ekki leikur þeirra, sem aðeins eru sterkir og fljótir. Ef leikmaður veit hvert and- stæðingur hans ætlar að fara, getur hann komið í veg fyrir það. Stærð andstæðingsins skiptir ekki máli.“ Aöeins 3 til 4 sendingar í hverri sókn Vallejo segir einnig að stigafjöld- inn í leikjunum gefí ekki rétta mynd af frammistöðu leikmannanna sjálfra. „fslendingar eiga góðar skyttur, en stigafjöldinn í leikjunum endurspeglar ekki gæði körfuknatt- leiksins sem hér er leikinn. Menn geta túlkað þessa fullyrðingu að vild, en þetta er sannleikur. Mörg skot- anna sem leikmennimir taka eru úr mjög góðum færum. Það þarf ekki neina stórstjömu til að hitta úr opnu stökkskoti. Skotin eru líka tekin mjög snemma í hverri sókn, því vömin hörfar yfírieitt í átt að sinni eigin körfu. Meðallengd sóknar í deildinni er sennilega u.þ.b. þijár til fjórar sendingar. Það er mjög frábrugðið því sem gerist t.d. í Norður Amer- íku, að NBA-deildinni undanskilinni. Þar þarf yfirleitt að senda boltann sex eða sjö sinnum svo að glufa myndist í vöm andstæðinganna. Hér á landi má sjá glufu í vöminni allan leikinn. Verða að kunna fleira heldur en að skjóta Ef íslenskur varnarleikur batnar, verða leikmenn að kunna margt ann- að en að skjóta. Þeir verða að bæta boltameðferð sína og sendingar. Einnig verða nokkrir að geta skotið úr þröngum fæmm þegar leikurinn er í jámum, eða brotist upp að körf- unni af harðfylgi. Hér á Islandi ráð- ast úrslit flestra leilganna nær ein- göngu af því hvort liðið hittir betur úr stökkskotum fyrir utan. Þegar leikmaður fær sendingu fyrir utan, er hann oftar en ekki óvaldaður og því fijálst að skjóta," segir þjálfarinn kanadíski. Er viðhorf íslenskra leikmanna til leiksins öðruvísi hér en annars stað- ar? „Já, það tel ég. Sumir leikmenn virðast hafa þannig viðhorf að þeir séu bestir, muni alltaf vera bestir og þurfí því ekki að leggja jafn hart að sér og flestir aðrir. Margir aðrir leikmenn segja við sjálfa sig, „Ég er ekki bestur, verð aldrei bestur og því er tilgangslaust fyrir mig að leggja jafn hart að mér og aðrir." Aðra sögu er að segja af þeim sem æfa samviskusamlega, því þeir vita vel hveijir þeir eru og að þeir eru að leika eins vel og þeir mest mega. í mínu heimalandi er samkeppnin mun meiri. Þar tilheyrir fólk ekki ákveðnu félagi alla sína ævi, eins og sumir virðast gera hér. í Kanada skipta menn hiklaust um skóla til þess að fá frekari tækifæri til að verða betri. Þar vilja menn aðeins leika fyrir lið sem þarf á þeirra styrk að halda. Hér er miklu minna um félagaskipti og t.d. þegar eitthvert íslenskt félag á ekki öfluga yngri flokka, verður það í lægð næstu ár á eftir."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.