Morgunblaðið - 02.04.1997, Síða 2

Morgunblaðið - 02.04.1997, Síða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 1997 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Verkfall hófst á mið- nætti á Vestfjörðum Verkalýðsfélögin í Bolungarvík og á Tálknafirði fresta verkfalli VERKFALL Alþýðusambands Vest- fjarða hófst á miðnætti í nótt. Fund- ur samninganefnda deiluaðila hófst hjá sáttasemjara kl. 16.30 í gær og stóð fram yfir miðnætti. Verkalýðs- félögin í Bolungarvík og Tálknafirði hafa samþykkt að fresta verkfalli þar sem þau telja ekki forsendur fyrir viðræðum fyrr en búið er að telja atkvæði um samninga Verka- mannasambandsins við vinnuveit- endur, en talið verður 15. apríl. Fyrir helgi lagði samninganefnd ASV tilboð fyrir Vinnuveitendafélag Vestfjarða, en það gerði ráð fyrir að vinnuveitendur kæmu til móts við kröfuna um 100 þúsund króna lágmarkslaun. Vinnuveitendur höfnuðu kröfunni. Samiðn samdi við borg og ríki SKRIFAÐ var í gær undir kjara- samning Samiðnar og Reykjavíkur- borgar og jafnframt var frestað verkfalli sem hefjast átti í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Samiðn eru samningarnir á svipuð- um nótum og aðrir samningar með sömu prósentuhækkunum og samn- ingstíma. Ágreiningur var einkum um að hve miklu leyti bónusgreiðslur ættu að koma inn í kauptaxtana til hækkunar. Á skírdag var skrifað undir kjara- samning Samiðnar og ríkisins og verkfalli sem boðað hafði verið var jafnframt frestað. Að sögn Gunnars Björnssonar, formanns samninga- nefndar ríkisins, var samningurinn nánast samhljóða samningum sem Samiðn hafði áður gert fyrir al- menna vinnumarkaðinn. DAVÍÐ Gill Jónsson og Hall- dóra Sif Halldórsdóttir. Danskeppni í Blackpool Islenskur sigur Blackpool. Morgunblaðið. ÍSLENSKUM keppendum í Dans- keppninni í Blackpooi, óopinberri heimsmeistarakeppni barna og unglinga í samkvæmisdönsum, hefur gengið vel það sem af er keppni. Davíð Gili Jónsson og Halldóra Sif Halldórsdóttir sigruðu í fiokki 11 ára og yngri í cha-cha-cha á mánudag, í standarddönsum í gær og annað ísienskt par, Benedikt Einarsson og Bergiind Ingvars- dóttir, varð í 4. sæti í fiokki 12-15 ára í samba á mánudag. Á fundi í stóru samninganefnd Alþýðusambands Vestfjarða, sem haldinn var í fyrradag, lýstu fulltrú- ar Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungai-víkur því yfir að þeir teldu sig ekki hafa stuðning félagsins til boðunar verkfalls 2. apríl og óskuðu eftir að því yrði frestað. Aðrir fund- armenn skoruðu á Bolvíkingana að tjúfa ekki samstöðuna, en þeir ósk- uðu eftir að menn stæðu saman um nýja dagsetningu. Á fundinum var upplýst að Tálknfirðingar myndu fresta verkfalli. Þingeyri tekur ekki þátt í aðgerðum vegna hins erfiða FÉLAGAR í unglingadeild björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ gengu með „sjúkl- ing“ á börum um sjötíu kíló- metra leið meðfram bæjarmörk- um Mosfellsbæjar um helgina. Tilgangur ferðarinnar var að safna fé fyrir deildina auk þess FORSETI og framkvæmdastjóri ASÍ áttu í gær fund með forsætis- ráðherra og fjármálaráðherra um frumvarp ríkisstjórnarinnar um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Engin niðurstaða varð á fundinum, en Ari_ Skúlason, framkvæmdastjóri ASÍ, segir útilokað fyrir verkalýðs- hreyfinguna að sætta sig við frurn- varpið eins_ og það lítur út í dag. ASÍ og VSÍ hafa rætt um sameig- inlegar aðgerðir til að þrýsta á rík- isstjórnina um að breyta afstöðu sinni. Að mati forystu ASÍ gengur frumvarpið þvert á yfirlýsingu for- sætisráðherra frá 24. mars sl. um atvinnuástands þar. Þá er ágrein- ingur um lögmæti boðaðra aðgerða í Súðavík þar sem vinnuveitendur gera athugasemd við orðalag í verk- fallsboðuninni. Verkfall er alvarlegur hlutur „Verkfall er alvarlegur hlutur og ef formaður og stjórn hafa ekki baklandið með sér er illt í efni,“ sagði Daði Guðmundsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Bol- ungai-víkur. Hann sagði að á fundi samninganefndar félagsins, sem haldinn var síðar um kvöldið, hefðu að æfa flutning slasaðra. Gekk hvort tveggja vel, að sögn leið- angursmanna. Unga fólkið lagði upp frá bækistöðvum Kyndils um hádegi á Iaugardag, héít niður í fjöru og þaðan rangsælis meðfram bæjarmörkunum. Gengið var forræði almennu lífeyrissjóðanna á 10% iðgjaldi launþega og atvinnu- rekenda. Samkvæmt frumvarpinu verður 10% lífeyrisiðgjaldi skipt í lágmarksiðgjald og viðbótariðgjald. LaunamannLer heimilt að ráðstafa viðbótariðgjaldi, en það er það ið- gjald sem er umfram 10.000 kr. á mánuði. Lagt fram í ríkisstjórn í dag Frumvarpið verður lagt fram í ríkisstjórninni í dag og fer þaðan til umfjöllunar í þingflokkum stjórn- arinnar. Ari sagði að á fundinum hefðu hann og Grétar Þorsteinsson, for- seti ASI, kynnt fyrir ráðherrunum allir verið sammála um að fresta verkfalli til 23. apríl. „Við metum stöðuna þannig að atvinnurekendur geti ekkert gert fyrr en búið er að greiða atkvæði um samninga Verkamannasambandsins og þess vegna sé ekki staða til að gera eitt eða neitt. Við viljum ekki vera með fólkið okkar í verkfalli í tvær eða þijár vikur í þessari stöðu." Verkalýðs- og sjómannafélag Tálknaflarðar hefur einnig frestað verkfalli til 18. apríl. Kristín Ólafs- dóttir, fonuaður félagsins, sagði að eining hefði verið um þessa niður- stöðu innan féiagsins. Félagið vildi ekki fara í verkfall fyiT en ljóst væri hvaða niðurstaða fengist út úr at- kvæðagreiðslu um samninga VMSÍ. fram á kvöld en við Litlu kaffi- stofuna var sjúklingurinn fluttur yfir í snjóbíl, sem ók honum yfir Mosfellsheiði. Um miðja nótttók göngufólkið aftur við sjúklingn- um á börunum og kom honum í hús björgunarsveitarinnar um hádegi á páskadag. sjónarmið ASÍ í málinu. Þeir hefðu lagt áherslu á að með frumvarpinu væri ríkisstjórnin að svíkja loforð sem forsætisráðherra gaf við undir- ritun kjarasamninga 24. mars. Uti- lokað væri fyrir Alþýðusambandið að sætta sig við frumvarpið í óbreyttri mynd. Ari sagði að ráð- herrarnir hefðu ekki gefið neinar yfirlýsingar um að þeir myndu breyta frumvarpinu, en menn myndu ræða saman áfram. Viðræður hafa farið fram milli forystu ASÍ og VSÍ um þetta mál og er í undirbúningj að þessi sam- tök þrýsti sameiginlega á ríkis- stjórnina með það að markmiði að fá frumvarpinu breytt. Dag’sbrún/ Framsókn 8.000 eintök af samningi sett í póst ALLIR félagsmenn í Dags- brún/Framsókn fá nýgerða kjarasamninga senda heim fyrir atkvæðagreiðslu um samningana sem fer fram í næstu viku. Að sögn Þráins Hallgríms- sonar skrifstofustjóra Dags- brúnar er um að ræða bæði aðalkjarasamning og sérkjara- samninga sem gerðir voru við fyrirtæki og sveitarfélög. Eru samningarnir sendir út til við- komandi félagsmanna, ásamt skýringum þar sem útskýrðar eru breytingar frá eldri samn- ingnum. Þráinn sagði að samning- , arnir hefðu verið sendir út til ! um 8.000 félagsmanna Dags- brúnar og Framsóknar. Þar af hefðu verið send út um 6.000 eintök af aðalkjara- samningnum og um 2.000 ein- ’ tök af sérkjarasamningum. „Nú móta félagsmenn okkar afstöðu sína til samningsins á grundvelli þessara upplýs- inga,“ sagði Þráinn. Atkvæða- greiðsla um samningana fer fram í Skipholti 50a í Reykja- vík dagana 8., 9. og 10. apríl. Líkamsárás í Stykkis- hólmi UNGUR maður í Stykkishólmi réðst á móður sína með hnífi og veitti henni slæman áverka á hendi þegar hann kom heim frá drykkju á laugardagsmorg- un. Móðirin kallaði til nágranna síns sem reyndi að róa piltinn niður. Hann var ekki á því og hugðist ráðast á grannann en honum tókst að nota hurð sem skjöld. Lögregla var kölluð til og tókst að yfirbuga unga manninn eftir að hann hafði reynt að veita lögregluþjóni áverka. Árásarmaðurinn var yfir- bugaður og fluttur á lögreglu- stöð, þar sem hann var á sunnudagsmorgun úrskurðað- ur í gæsluvarðhald til 13. apríi nk. Hann hefur komið við sögu lögreglu áður. Móðirin var flutt á Sjúkra- hús Reykjavíkur þar sem hún gekkst undir aðgerð. Stúlka lést í bílslysi SEX ára gömul stúlka lést um klukkan tíu í gærmorgun þeg- ar bifreið sem hún var farþegi í skall á ljósastaur við Borgar- nes.skammt frá vegamótunum til Olafsvíkur. Móðir stúlkunnar ók bifreið- inni, sem hafnaði á ljósastaur og vafðist utan um hann af svo miklum krafti að losa þurfti bílinn með málmklippum. Stúlkan var farþegi í aftursæti bifreiðarinnar. Ökumaðurinn slapp án telj- , andi líkamlegra áverka, sam- kvæmt upplýsingum frá lög- reglu. Tildrög slyssins eru ekki að fullu ljós. Ekki er hægt að birta nafn stúlkunnar að svo stöddu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Gengið með „sjúkling“ umhverfis Mosfellsbæ Ágreiningur er enn um lífeyrisfrumvarpið ASI og VSI ræða um sameiginlegar aðgerðir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.