Morgunblaðið - 02.04.1997, Síða 23

Morgunblaðið - 02.04.1997, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 1997 23 Heiðursviður- kenning Rótarý til Jónasar Ing-i- mundarsonar RÓTARÝKLÚBBUR Kópavogs hef- ur veitt Jónasi Ingimundarsyni tón- listarmanni heiðursviðurkenningu starfsársins 1996 til 1997. Jónas hlýtur viðurkenninguna fyrir listræn störf og margháttaða forgöngu um tónlistarflutning, bæði í Kópavogi og á höfuðborgarsvæðinu sem og á landinu öllu. í kynningu segir: „Jónas er fædd- ur á Bergþórshvoli í Austur-Land- eyjum árið 1944. Hann nam píanó- leik hjá úrvals kennurum við Tónlist- arskólann í Reykjavík og síðan í framhaldsnámi við tónlistarháskól- ann í Vínarborg. Hann hefur verið mikilvirkur píanóleikari í öllum meg- ingreinum þeirra listar: sjálfstæðum einleik og með sinfóníuhljómsveit og kammersveitum og meðleik með ein- söngvurum og kórum. Hefur hann sem slíkur haldið eða átt hlut að §ölda tónleika heima og erlendis, í hljómleikasal, útvarpi og sjónvarpi og tekið þátt í listahátíðum heima og víða erlendis. Jafnframt því hefur hann stundað píanókennslu og stjóm nokkurra kóra. Þá hefur hann leikið inn á fjölmargar hljómplötur, bæði einleik og með söngvurum. Þessir listrænu verðleikar væru í sjálfum sér nægt tiiefni til viður- kenningar. Jónas er hins vegar eng- inn venjulegur listiðkandi, sem vinn- ur eftir pöntun, heldur hefur í mikl- um og vaxandi mæli tekið eigið frumkvæði að tónlistarflutningi og fengið listamenn til liðs við sig og kynnt marga þeirra og komið á framfæri sem og heiðrað hina eldri með forgöngu sinni. Þetta hefur komið skýrast fram með forgöngu og stjórn hljómleikaraða í lista- og menningarmiðstöðvum, sem for- stöðumaður árlegra söngdaga í Skálholti og skipuleggjandi og píanóleikari á ljóðatónleikum í Gerðubergi. Sams konar hlutverki hefur hann gegnt í tónleikaröðinni Við slaghörpuna í Listasafni Kópa- vogs á vegum Fræðslu- og menn- ingardeildar Kópavogsbæjar og að auki staðið fyrir öðru tónleikahaldi í bænum, svo sem Digraneskirkju. Loks hefur hann staðið fyrir tónlist- arkynningu undir heitinu Tónlist fyrir alla í skólunum í Kópavogi og víðar. Jóns er Kópavogsbúi, en félagi í Rótarýklúbbi Reykjavíkur. Á báðum vettvöngum hefur hann sýnt mikla ræktarsemi og verkað sameinandi." Japanskir höf- undar og hægrimenn METAÐSÓKN var að frönsku bóka- stefnunni í ár og eini skugginn eyði- legging deildar öfgamanna til hægri. Skiptar skoðanir eru reyndar um hvort þetta hafí verið vont eða gott, stjórnmálamenn segjast margir harma atganginn en lýsa jafnframt furðu yfir því að liðsmönnum LePen hafí verið hleypt inn á bókastefn- una. Menningarmálaráðherrann fyrrverandi, Jaques Lang, er meðal þeirra sem svona tala við blaðamenn. Japan var land landanna á bóka- Franska bókastefnan var eiginlega japönsk í ár og sterkt lituð póli- tískt. Þórunn Þórs- dóttir fór að fletta bók- um og hlusta á fólk tala um öfgar ýmist til hægri eða vinstri. stefnunni og fjölmargir höfundar komu þaðan. Brasilía verður í mið- punkti næsta ár. Þetta var sautjánda bókastefnan í París, haldin í geysi- stórum sýningarsölum við Porte de Versailles, þar sem nautgripir og annar fénaður trampaði á landbún- aðarsýningu í febrúar. Serge Eyrolles, forseti bókaþings- ins, sagði gesti hafa verið fleiri en 300.000 og það væri fleira en nokkru sinni. Bókaormar voru 193.000 tals- ins en hinir sem fylla þriðja hundrað- ið komu að skoða nýjungar í mynd- böndum og margmiðlun að ógleymd- um skólamálum. 100.000 munu hafa heimsótt skólastefnu og 40.000 skoðað myndbandasal. Á bókastefnunni kynntu nær öll frönsk forlög sem nöfnum tjáir að nefna nýja og gamla höfunda. Alls voru þeir um 1.500. Glænýjar bækur voru í öndvegi en eldri gæðabókum og endurútgáfum teflt fram líka. Allt gerðist þetta frá 12. til 17. mars og sérkennilegt var um að lit- ast í lokin. Verkamenn tróðu bókum og veggspjöldum í kassa, tóku til í menningunni. Þeir töluðu um átök fímmtudagskvöldsins þegar fram- takssamur hópur gerði hróp að út- gáfunni sem tengd er Front Nati- onal og henti til bókum og borðum. Viðbrögð ýmissa forkólfa í stjórn- málum voru hin sömu og nýverið þegar nýjum lögum um innflytjendur í Frakklandi var mótmælt: Þetta virkar öfugt, er vatn á myllu öfga- manna vegna þess að fólk fær sam- úð með þeim. Sérstaklega var höfðað til prentfrelsis hvað varðar atburðinn á bókastefnunni. Alveg sama þótt fylgismenn LePen sem komist hafa til valda í nokkrum frönskum bæjum banni hikstalaust „hættulegar bæk- ur“ sem minnir á árin fyrir stríð. ^emantaAóáiá Fermingagjafir, glæsilegt úrval DEMANTAHÚSIÐ Nýju Kringlunni, sími 588 9944 Morgunblaðið/Ámi Sæberg JÓNAS Ingimundarson hlaut heiðursviðurkenningu Rótarýklúbbs Kópavogs fyrir listræn störf og margháttaða forgöngu um tónlistarflutning. TILEFNI EITT ÞÚSUND ÁRA KRISTNITÖKUAFMÆLIS ***. 2000 AUGLÝSIR KRISTNIHÁTÍÐARN FFND EFTIRMERKI FYRIR KRISTNITÖKUHÁTÍÐINA Kristnhátfðamefnd hefur ákweðið að gangast fyrir opimi samkeppni i samráði wið FfT, Félag isienskra teiknara og samkwæmt keppnisregken þess, um hðnnun meriris fyrir Kristnitökuhátfð árið 2000. Öllum er heimii þátttaka, jafnt félögum kman FÍT sem ððram. Uerklýsing og hlutverk 1 Merkið skal vera stílhreint og minna á kristnitökuna, samfylgd kirkju og íslenskrar þjóðar og menningar í 1000 ár. 2 Heimilt er að notast við allt að 4 liti við hönnun merkisins en jafnframt skal það geta staðið í einum lit í grunni, án þess að tapa stíl eða táknrænni merkingu. Tillögum skal skilað í arkarstærð DIN A4 (29,7 x 21,0 sm). Merkið skal vera í tveimur stærðum, 15 sm og 2 sm í þvermál, bæði í litum og svörtu. 3 Auk þess að vera merki Kristnihátíðar er gert ráð fyrir að það verði notað til kynningar við hátíðarhöld hérlendis og erlendis og annað sem tengist hátíðinni. 4 Tillögur má setja í póst eða koma til Kristnihátíðarnefndar merktan Kristrahátfdamefnd, Sfðumúia 32, 108 Roykjawfk. Hver tillaga skal merkt dulnefni, en nafn höfundar ásamt heimilisfangi og símanúmeri viðkomandi, skal fylgja í ógagnsæju, lokuðu umslagi, merktu dulnefni. 5 Skilafrestur er til 15. apríl 1997. Dómnefnd og verðlaun 6 Fimm manna dómnefnd hefur verið skipuð en hana skipa: Biskup íslands hr. Ólafur Skúlason, formaður, Jón Ágúst Pálmason F(T, Guðmundur Oddur Magnússon FÍT, Ólöf Birna Garðarsdóttir FÍT og Þóra Kristjánsdóttir listfræðingur. Dómnefndin velur þærtillögur sem hljóta verðlaun. Henni er heimilt að hafna ölium tillögum ef þátttaka og gæði þeirra merkja sem send verða í keppnina teljast, að mati dómnefndar, vera ófullnægjandi. Trúnaðarmaður dómnefndarer Júlíus Hafetein, framkvæmdastjóri Kristnihátíðarnefndar og veitir hann upplýsingar í síma 533 2350. 7 Þegar endanlegt val á merkjum liggur fyrir, verða viðkomandi umslög opnuð, vinningshöfum tilkynnt úrslit og verðlaun afhent við sérstakt tækifæri þar sem öll þau merki sem berast i samkeppnina verða til sýnis. 8 Veitt eru þrenn verðlaun, 1. verðlaun 400.000 kr., 2. og 3. verðlaun 200.000 kr. hvor, ásamt eðlilegri greiðslu höfundar fyrir hönnun og frágang þess merkis sem notað verður. 9 Kristnihátíðarnefnd áskilur sér ótímabundinn notkunar- og ráðstöfunarrétt á því merki sem hlýtur verðlaun í samkeppninni og notað verður án þess að aukagreiðslur komi til umfram það sem getið er í 8. lið. Kristnihátíðarnefnd mun taka ákvörðun um hvaða tillaga sem borist hefur verður notuð sem kristnihátíðarmerki. KRISTN IHATIÐARN EFND

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.