Morgunblaðið - 02.04.1997, Page 24

Morgunblaðið - 02.04.1997, Page 24
24 MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 1997 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Parsifal eftir Richard Wagner í Bastilluóperunni Kristni Sigmundssyni vel fagnað á frumsýningu París. Morgunblaðið. KRISTNI Sigmunds- syni, óperusöngvara, var vel fagnað á frum- sýningu á óperunni Parsifal eftir Richard Wagner í Bastilluóper- unni í París á föstu- daginn langa. Kristinn söng hlutverk Klings- or og ef dæma má af undirtektum áheyr- enda við lok sýningar- innar var mat þeirra, að Kristinn væri í fremstu röð þeirra, sem þátt tóku í sýn- ingunni. Flutningur á Parsif- Kristinn Sigmundsson al tekur tæpar sex klukkustundir og er óperan síðasta óperan, sem Wagner samdi. Var hún fyrst flutt árið 1882. Óperan hef- ur ekki verið flutt í París frá árinu 1976. Sviðsetning og sviðsbúnaður á sýn- ingu Bastilluóperunn- ar á Parsifal var með nútímalegum hætti og mátti heyra, að sá þáttur sýningarinnar féll sýningargestum misjafnlega í geð. Var gert hróp að þeim, sem ábyrgð báru á þeim þætti sýning- arinnar, við lok hennar. Syngur á átta sýningum Kristinn Sigmundsson mun syngja á samtals 8 sýningum á Parsifal í París en síðan tekur við hlutverk í Lohengrin eftir Wagner, sömuleiðis í Bastilluóperunni. Aðrir helztu söngvarar í sýning- unni voru Wolfgang Schöne, sem syngur hlutverk Amfortas, Gwynne Howell í hlutverki Titur- el, Jan-Hendrik Rootering, sem syngur hið kröfuharða hlutverk Gurnemanz, Thomas Moser, sem syngur Parsifal, og Kathryn Harri- es, sem syngur hlutverk Kundry. Sýningunni Ný aðföng í Listasafni Islands að ljúka Nýjar hljóðbækur • Hljóðbókaklúbburinn hefur gefið út bókina /Kvosinni - æskuminn- ingar og bersöglismál eftir Flosa Ólafsson í flutn- ingi höfundar. Bókin kom fyrst útárið 1982 og hlaut afbragðs góðar viðtökur og seldist fljótlega upp. Höfundur kynnir verkið á þessa leið: „Ég held að ég sé tiltölulega meinlaust grey. Eg á það til að vera dálítið illkvittinn, en það er þá bara í nösunum á mér. Ég hef svolítið gaman af því að ganga framaf fólki og þá auðvitað helst fólki sem hefur gott af því að geng- ið sé fram af því. Þeir sem þekkja mig vita að ég vil ekki gera flugu mein, nema það sé mjög aðkallandi, en þeir sem þekkja mig ekki halda yfirleitt að ég sé fúlmenni. Stundum hef ég, svona með sjálf- um mér, verið að óska þess að ég væri svolítið gáfaðri en ég er, því satt að segja er ég nú hálfgerður bjáni.En þá hugsa ég bara í leið- inni: Égerþó sæmilegurtil heils- unnar.“ / Kvosinni var hljóðrituð í Hljóð- bókagerð Blindrafélagsins. Bókin erá 3 snældum (um 5 klst.) og verðurfyrst um sinn aðeins á boð- stólum fyrirfélaga Hljóðbóka- klúbbsins. Verðkr. 1.990. NÚ FER hver að verða síðastur að sjá sýninguna Ný aðföng i Lista- safni íslands. Sýningin er sú fjórða í röð sýninga á nýjum aðföngum til safnsins, kaupum og gjöfum. Sýningunni lýkur sunnudaginn 6. apríl. A sýningunni eru 35 verk eftir 24 íslenska Iistamenn og 5 erlenda, en þeir eru Anna Líndal, Brynhildur Þorgeirsdóttir, Daníel Magnússon, Eggert Pétursson, Guðjón Ketils- son, Guðmunda Andrésdóttir, Guð- rún Einarsdóttir, Guðrún Gunnars- dóttir, Halldór Ásgeirsson, Hall- grímur Helgason, Hannes Lárus- HÉR á landi er staddur um þessar mundir drengjakór Crosfields skól- ans frá Reading í Englandi og held- ur hann þrenna tónleika meðan á dvöl hans stendur hér. Crosfields er einkagrunnskóli fyrir 350 drengi. í kórnum eru 36 drengir á aldrinum 8 til 13 ára en 29 þeirra komu til landsins nú. Kórinn hefur sungið í Royal Albert Hall og Queen Eliza- beth Hall í London og komið fram í enska sjónvarpinu. Hann hefur einnig sungið í dómkirkirkjunum í Winchester og Bristol og gefíð út son, Hrafnkell Sigurðsson, Hreinn Friðfinnsson, Húbert Nói, Ingólfur Arnarson, Jón Axel Björnsson, Jón Óskar, Kristján Guðmundsson, Magnús Pálsson, Níels Hafstein, Ólöf Nordal, Sigurður Örlygsson, Steingrímur Eyfjörð Kristmunds- son, Þorvaldur Þorsteinsson, Carl André, Ola Billgren, Hamish Ful- ton, Vincent Shine og Marianne Uutinen. Listasafnið er opið alla daga nema mánudaga kl. 11-17 og er kaffistofa safnsins opin á sama tíma. Bókasafnið er opið þriðju- daga-föstudaga kl. 13-16. tvær snældur. Stjórnandi kórsins er Stephen Yates. Hann er tónlist- arkennari og kenndi um tíma tón- list hér á landi þ.e. í Norður-Þing- eyjarsýslu á árunum 1978—’83 og við Tónskóla Sigursveins í Reykja- vík 1984-’86. Kórinn flytur bland- aða dagskrá. Fyrstu tónleikar kórsins voru í Húsavíkurkirkju 1. apríl. Tónleikar verða í Glerárkirkju, Akureyri fimmtudaginn 3. apríl kl. 20. Síð- ustu tónleikarnir verða í Laugarnes- kirkju, laugardaginn 5. apríl kl. 16. Tónleikar drengjakórs Crosfields-skólans ❖ LJÓSGEISONN... er Ijósmyndinni jafnmikill lífgjafi og hann er öllu öðru í umhverfi okkar. Augnablik.. JÁKVJEÐ MTND AF HEIMINUM AUGNABLIK... í andliti og landslagi fellur saman í Ijósi og skugga á filmunni. Þessi augnablik verða minningar... sem filman geymir. Filman er þín minningahirsla og það verður aö fara vel með hana. Þegar þú smellir af.. ------------------- 4 Fagurt og franskt * GUÐRÚN S. Birgisdóttir flautu- leikari og Peter Máté píanóleikari efna til tónleika í Listasafni Kópa- vogs - Gerðarsafni í kvöld kl. 20.30. Á efnisskrá eru Rómansa op. 37 eftir CamiIIe Saint-Saéns, Inngangur, stef og tilbrigði um lagið Trockne Blumen úr Malara- stúlkunni fögru eftir Franz Schu- bert, Fantasía eftir Gabriel Fauré, Sónata eftir Francis Poulenc og Sónatina eftir Henri Dutilleux. „Þetta eru allt verk sem ég tók ástfóstri við í æsku. Schubert- verkið leikum við í tilefni af tvö hundruð ára fæðingarafmæli tón- skáldsins en hin verkin á efnis- skránni eru hins vegar öll frönsk, sem stafar einfaldlega af því að mér finnst franskur flautustíll langfallegasti flautustíll í heimi,“ segir Guðrún en hún ætti að vita hvað hún syngur þar sem hún lagði stund á framhaldsnám í Frakk- landi. „Það er engin til- viljun að þar hefur verið saminn aragrúi einleiks- verka fyrir flautu." Guðrún hefur starfað sem tónlistarmaður á Is- landi frá 1982 en hefur einungis hin síðari ár látið að sér kveða sem einleikari. Kveðst hún alltaf hafa verið stað- ráðin í að koma fram sem einleik- ari en hins vegar ekki gefist tími til þess fyrr en fyrir fáeinum árum. „Það er tímafrekt að búa sig undir einleikstónleika og framan af ferlinum hafði ég ein- faldlega of mörg járn í eldinum til að koma því í kring.“ Meðal þess sem togaði í Guð- rúnu - og togar enn - er tónlist- arkennsla enda kveðst hún njóta þess að starfa með börnum - og flautan hafi sjaldan eða aldrei verið vinsælli en um þessar mund- ir. „Það hvarflar því ekki að mér að gefa kennsluna upp á bátinn, þótt ég hafi þurft að minnka hana eftir að ég fór að koma reglulega fram sem einleikari." Guðrún dregur enga dul á að það sé erfitt að vera tónlistarmað- ur á íslandi, einkum ætli fólk sér að „berjast áfram á eigin forsend- um“. Það geri smæð þjóðarinnar og návígið af verkum. Undir þetta sjónarmið tekur Peter Máté, sem fæddur er í Tékkóslóvakíu, sem þá var, en hefur starfað á íslandi undanfarin sjö ár: „Tónlistar- menn eru flokkaðir eins og tölvu- skjöl hér á landi. Hafi þeir einu sinni komið fram með kammer- hljómsveit verða þeir alltaf kam- mertónlistarmenn í hugum fólks, efni þeir einu sinni til einleikstón- leika verða þeir alltaf einleikarar og svo framvegis. Áheyrendur mæta oft með tilbúna hugmynd á tónleika, þar sem þeir hafa þekkt listafólkið svo lengi - með öðrum orðum er varla gert ráð fyrir að það þroskist. Sennilega stafar þetta af því að þjóðfélagið sem við búum í þolir ekki að hlutirnir séu lausir í reipunum." " Tjá sig með mismunandi hætti Sundur ljúka þau Guðrún um það einum munni að ekki sé hægt að draga tónlistarmenn í dilka með þessum hætti - eðli sínu sam- kvæmt tjái þeir sig með mismun- andi hætti. „í raun er nauðsynlegt að stokka íslenskt tónlistarlíf upp - gera grundvallarbreytingar. Einangrunin hefur leikið okkur grátt, það hefur stundum verið of langt í næsta land - næsta sjón- armið. Fyrir þetta líða Iistamenn- irnir." Guðrún hnýtir því við að ákvarðanataka sé iðulega í röng- um höndum í íslensku tónlistar- lífi. Þeir sem hafi „neistann" haldi sig einhverra hluta vegna til hlés I - rækti bara eigin garð - og fyr- ir vikið „sitjum við uppi með traktora sem taka mikilvægar ákvarðanir". I ljósi þessa viðhorfs þarf ekki að koma á óvart að Guðrún og Peter séu, í félagi við Martial Nardeau flautuleikara og eigin- mann Guðrúnar, í auknum mæli farin að leita út fyrir landsteinana en i seinni tíð hafa þau farið í nokkrar tónleikaferðir til útlanda ( og fleiri eru á döfinni. „Tónlistar- menn þurfa tilbreytingu," segir Peter. „Það er engum greiði gerð- ur með því að standa alltaf í sama eldhúsinu og elda sama matinn.“ Því fer þó fjarri að þau hafi gefist upp á íslensku tónlistarlífi - baráttan sé rétt að byrja. Eitt af stóru verkefnunum sem fram- undan er hjá Guðrúnu og Martial er til að mynda að frumflytja stór- an tónbálk eftir Snorra Sigfús I Birgisson í vor. Þtí SMELLBR. AF... þarftu ekki að vera að hugsa um hvernig myndin framkallast á pappír, Við framköllum... VIÐ FRAMKÖLLUM. • ■ fyrir þig filmuna og leggjum okkur fram við að veita þér eins góða þjónustu og við getum. Svo erum við jafn væn við umhverfið...

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.