Morgunblaðið - 02.04.1997, Síða 55

Morgunblaðið - 02.04.1997, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 1997 55 AFMÆLI Gleðidagarnir eru hinn ljúfasti timi í land- inu, því að þá er vorið í nánd, þegar gyðinga- tunglið er fullt hina næstu daga eftir vor- jafndægur og páskarnir snemma eins og nú. Hinir 40 dagar, sem bera þessa fallegu yfir- skrift í kirkjuárinu, anda af sumaryl og ilmi úr jörðu, þegar upprisu- hátíðin er síðar í hinu veturkalda landi. Á þriðja dag páska 1907, hinn 2. apríl, fæddist hjónunum Guðmundi Hróbjartssyni og Þórunni Helgadóttur hið fimmta og yngsta barnið. Var það Ingibjörg, sem í dag er níræð. Hún er fædd í Áshverfinu í Áskirkjusókn, síðan 1908 Kálfholtssókn. Eftir gamalli venju gátu vinir og vandamenn Ingi- bjargar frá Hellatúni efnt til sam- fagnaðar i gær, en sá siður að halda til afmælis síns á fæðingardag í viku en ekki mánuði var algengur fram um miðja öldina, að ekki sé talað um, þegar hátíð var til heilla. Það mun Ingiríður Einarsdóttir í Skál- holti hafa gert, amma Ingibjargar. Var hún Árnesingur, dóttir Guðrún- ar Kolbeinsdóttur prests og skálds í Miðdal í Laugardal, Þorsteinsson- ar. Er af honum komið listafólk, þar sem geta má Einars myndhöggvara Jónssonar. Eftir mann sinn, Ólaf Helgason bónda í Skálholti, hafði Ingiríður lífstíðarábúð í Skálholti, en eftir hennar dag hlaut fólk henn- ar að leita annars jarðnæðis. Varð úr, að flutt var að Drangshlíð undir Eyjafjöllum 1876. Þá var Þórunn á 9. ári, fædd í Skálholti 1868. Minnt- ist hún ævilangt náttúrufegurðar- innar í Drangshlíð, en ekki var þar sauðganga. Hafði Helgi beðið konu sína, Valgerði Eyjólfsdóttur, að flytja aftur út á sveitir, ef sín missti við, en á varð raunar ekki löng lífs- stundarbið. Báðir Drangshlíðar- bændur dóu undireins í yfirgeysandi fallsótt. Fór Valgerður þá búnaði | sínum að Laxárdal í Efri-Hrepp og ólst Þórunn síðan upp þar og var löngum með móður sinni, unz hún réðist til Guðmundar Hróbjartssonar, sem þá hafði fengið eitt hinna gamalkrónu útbýla stórjarðarinnar í Ási til ábúðar. Var það 1897 og giftust þau um haustið, en tengsl og kunnleikar áður. Mar- gret hét dóttir Guð- mundar, sem hann átti fyrr, og ólst hún að öllu leyti upp með þeim Þór- unni. í fardögum 1908 færðu Guð- mundur og Þórunn sig um set í Áshverfinu, er þau fengu Hellatún til ábúðar. Bjuggu þau þar til 1941, en þá tók við jörðinni Guðni sonur þeirra, og varð hann sjálfseignar- bóndi, en Valgerður Helga systir hans ráðskona. Voru foreldrar þeirra um kyrrt í Hellatúni, þótt hætti bú- skapnum. Þórunn dó 1959 og hafði einn um áttrætt, Guðmundur 1962, nær tíræður, en hann var fæddur á Ásmundarstöðum, sem fyrrum var hluti hinnar miklu Ásjarðar, 1863. Var hann því að kalla heimamaður í Áshverfinu aldarlengi, en í 30 ár íjallkóngur á Holtamannaafrétti. Þóktu þau hjón sveitarsómi og Þór- unn talin fluggáfuð. - Fyrsta barn sitt misstu þau, Valgerði, en elzt hinna fjögurra var Guðrún, víðkunn af líknarstörfum, d. 1967, þá Val- gerður Helga, sem fyrr getur og nú dvelur á Lundi á Hellu í 95 ára aldur- dómi, Guðni bóndi í Hellatúni lézt á sl. ári, 92 ára. Fósturbróðir þeirra og frændi, Ólafur Helgi Guðmunds- son, er einnig látinn fyrir skemmstu, bóndi í Hellatúni II, en uppeldis- systkini þeirra Ingibjargar voru 4, þeirra á meðal Valgerður Helga, nú 84 ára í Reykjavík. Átti Ingibjörg glaða æsku að útistörfum og innan- bæjar með foreldrum sínum, systkin- um og fósturfrændum, en við mikinn bóklestur, fróðskap og uppfræðslu. Einnig félagslíf, því að mannmargt var í Áshverfi þá sem ávallt áður, samkomuhald í fundarhúsinu á hin- um gamla þingstað Ásahrepps og farskóli í Ási. Ung fór Ingibjörg til Reykjavíkur, þar sem hún var í vist frá miðjum morgni yfir nón og svo í kvöldskóla, en bezti kennarinn hét Árni Guð- mundsson, læknastúdent úr Norður- sýslu. Jafnframt fullkomnaði hún sig í orgelleik, eins og framhaldsnám góðra organista var kallað. Þar kenndi hinn þekkti tónlagasmiður Sigfús Einarsson. Að vori hins fyrsta Reykjavíkurvetrar var Ingibjörg 19 ára og þegar ráðin til organista- starfa í Kálfholtskirkju. Stóð sam- starf þeirra síra Sveins Ögmunds- sonar í full 3 ár, svo ánægjulegt, að hún minnist síra Sveins jafnan síðan af þeirri óbrigðulu vinar- tryggð, sem henni er borin í merg og bein. Gaf presturinn hinum unga organista sjálfdæmi um útgöngu- sálminn og er það vitnisburður um færni, mennt og kirkjulega hefð Ingibjargar. Svo er hún minnug, að jafnvel enn hefur hún á hraðbergi númerin í sálmabókinni 1909. Fjölda sálma lærði hún utanað og söng hiklaust við eigin organleik. - Þá stofnaði hún barnakór í Áshverfinu, og var nýmæli milli Þjórsár og Eystri-Rangár. Enn gleðjast kórfé- lagar frá 1926-29 við hin gömlu minnin. í hjarta Ingibjargar er musteri Guðs, eins og skáldið og fyrrum sýslumaður á Stóra-Hofi orðaði það svo minnilega, þegar trúin traust er heil í von og faileg í eilífðarsýn. Andi síra Matthíasar mun og hafa svifið yfir vötnunum, þegar hún átti bernsku- og mótunarár í héraðinu, þar sem hann sat að þjónustu í fijáls- lyndri kenningu orðs og spámann- legs ljóðs í 6 vetur, áður fór að brauði á Akureyri 1886. Með vorskipinu 1933 kom cand.med. Árni Guðmundsson frá Lóni í Kelduhverfi heim frá Dan- mörku, þar sem hann hafði stundað framhaldsnám í 3 greinum læknis- fræðinnar. Þau höfðu kynnzt í kvöld- skólanum 1926 og gifzt hinn 12. maí 1929. Urðu fagnaðarfundir ungra hjóna og sonar á þriðja ári, samveran stutt, því að læknisstörf voru ákveðin á Akureyri og þoldu ekki bið. Nokkru síðar héldu mæðg- inin norður til fyrirheitna landsins við Eyjafjörð, þar sem starfsárin urðu 21. Var Árni jafnan stofu- og heimilislæknir, lengi spítalalæknir, auk þess sem hann var iðulega sett- ur héraðslæknir, einkum fyrstu árin, er Steingrímur Matthíasson var að þreyttur og með annan fótinn erlend- is. - Ingibjörg var ein þeirra læknis- kvenna, sem taka allan þátt í starfi eiginmannsins. Var til þess tekið frá fyrstu tíð hennar nyrðra, hve gott var til hennar að leita, holl ráðin, hetjulund og mannúð hennar í sjúk- dómum og vanda. Fyrstu árin voru læknishjónin lengst af í prýðilegri leiguíbúð á lofti kaupfélagshússins, en 1938 fluttu þau í eigið húsnæði, stóra hæð í nýreistu tvíbýlishúsi á Bjarmastíg 9. Er þar viðbrigða fag- urt og vítt útsýni, en falleg lóð við brekkuhallann, þar sem brátt varð vöxtulegur tijálundur, blóma- og matjurtagarður, en hvers konar ræktun var yndi og unaður Árna læknis. - Og hér áttu börn þeirra bernsku og æsku og synirnir fram um tvítugt. Báðir stúdentar frá MA, Guðmundur Örn skógverkfræðingur og Haukur yfirlæknir og lector. Þór- unn ljósmóðir var unglingur, þegar foreldrarnir kvöddu á Akureyri 1954, er Árni gerðist röntgenlæknh' á Landspítalanum. Gekk hún í VÍ, en Svava, sem er þeirra yngst, var auk skólanáms skiptinemi Þjóðkirkj- unnar vestanhafs og flugfreyja. Öll eru þau systkinin íjölskyldufólk og búsett í Reykjavík og nágranna- byggðum. Nýkomin suður, snemma vetrar, flutti íjölskyldan í glæsilegt timbur- hús við Barðavog 20. Dafnar einnig þar fagur tijálundur. Eru tréin nú sem vænta má 40 árum eftir að Árni læknir fór hér um gróðurhönd- um sínum, hávaxnir meiðir. Frú Ingi- björg býr enn með rausn og reisn í húsi sínu, ekkja frá haustinu 1971. Ein hin síðari ár á stundum, en barna- börnin hafa oft verið hjá ömmu sinni í ákjósanlegu næði námsmanna. Urðu þau 18 og niðjarnir nú 40. Ingibjörg frá Hellatúni er enn svo minnisheil, að óvenjulegt er, 'þegar fyllt er nírætt ár. Hún er mjög ætt- fróð og eflir við þann lestur, sem gjarna helzt er ógleymdur, og þjóð- fræði eru einnig vakandi áhugamál hennar. Margra ára störf í Þjóð- minjasafni voru mikil Iífsfylling og elskuleg kynnin, þá sem fyrr, við dr. Kristján Eldjárn, sem var ná- frændi Árna læknis. Gott þókti henni að vita af gripum úr hinni gömlu Áskirkju á safninu. Á Akureyri bjuggu tengdaforeldr- ar Ingibjargar í næsta húsi, Guð- mundur B. Arnason og Svava Daní- eisdóttir, bæði úr Kelduhverfi, og Sigurveig skrifst.m. dóttir þeirra. Náinn félagsskapur var með Ingi- björgu og tengda- og mágafólki hennar nyrðra. - Auk þess sem frú Agnete, kona Jóhanns Þorkelssonar héraðslæknis átti Ingibjörgu að trúnaðarvini, voru mjög nánir vinir hennar Sunnlendingarnir Guðbjörg Sveinbjörnsdóttir, nágranni hennar á Bjarmastíg, Þóra í Fagraskógi og móðir mín og menn þeirra, og Jór- unn Bjarnadóttir frá Geitabergi, sem hóf ljósmóðurstörf á Akureyri litlu fyrr en Árni læknisferil sinn þar. Er hér efalaust margra ógetið í firrð tímans, en svo voru fyrstu kynni foreldra minna og læknishjónanna hlý og traustvekjandi, enda með af- brigðum skemmtileg, að vinátta var brátt bundin og hélzt órofa til enda- dægurs þeirra seint á 7. áratugi. - Þegar bæjarbruninn varð á Möðru- völlum í vetrarbyijun 1937, kom Ingibjörg Guðmundsdóttir skjótt á vettvang til að hjálpa og hugga og efla kjark, og Árni læknir með slík- an viðbúnað, er þyrfti, ef slys yrði á fólki. Hinn yfirvegaði, Ijöllesni bókamaður og læknir, sem hafði djúp áhrif með kyrrð sinni og nær- gætni. Þenna vetur, sem gekk svo hastarlega í garð, var samfélag þeirra frú Ingibjargar og móður minnar og manna þeirra á Akureyri ómetanlegur styrkur og sú gleði, sem gaf nýjaða von og bjartsýni. Lauk vetursetu fjölskyldunnar á Möðruvöllum þar innfrá á vordögum á skírn lítils drengs, sem fæðzt hafði á útmánuðum í Munkaþverárstræti 3, og var athöfnin á heimili og í boði Ingibjargar organista frá Hella- túni og Árna læknis frá Lóni. Heill hinni sunnlenzku höfðings- konu, sem bætti og fegraði líf ann- arra norður við Eyjafjörð fyrr á öld- inni. Hamingjufylgd á fjórða gleði- daginn í páskaviku til allra bjartra daga heiðurlegs aldurdóms hins tí- unda tugar. 59 ára vináttu, drenglund og manndáð, eins_ í sól og byl, þakkar Ágúst Sigurðsson frá Möðruvöllum. INGIBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR Til sölu veiðileyfi í i Svalbarðsá, Þistilsfirði i 26/8-29/8, 29/8-1/9,1/9-4/9, 7/9-10/9 og i 10/9—13/9. Þrjárstangirog gott veiðihúsfyrir 7 manns. Verð frá kr. 10 til 16. þús. Upplýsingar gefur Jörundur í hs. 567 4482, fax 567 4480 og vs. 505 0248. LISTMUIMAUPPBOS Málverk Höfum kaupendur að góðum verkum gömlu meistaranna. Leitum sérstaklega að verkum eftir Kjarval, Kristínu Jónsdóttur og Jón Stef- ánsson. Höfum hafið móttöku á verkum fyrir næsta málverkauppboð. Vinsamlegast hafið samband sem fyrst. Aðalstræti 6, sími 552 4211. Opiðfrá kl. 12-18 virká daga. KEIMIMSLA Einsöngsnám í anda Suzuki fyrir börn og unglinga. Kennt er í gegnum leiki. Hlustun — einbeiting — líkamsstaða. Raddæfingar, samsöngur, einsöngur, þjálfun í að koma fram. Námið byggist á aðferðafræði finnsku söngkonunnar Páivi Kukkamáki. Einnig grunnnámskeið í söng- og tónfræði fyrir fullorðna. Helga Björk, sími 551 9871. BOBGr s M Á A U G L V S 1 IM G A R FÉLAGSLÍF I.0.0.F, 18 e= 177428 = 0.8)4 □ Glitnir 5997040219 III 1 Helgafell 5997040219 VI 2 Frl. □ Hlín 5997040319 VI 2. I.0.0.F, 7 = 17804028)4 ■ I.O.O.F. 9 = 178248’/2 s Kynning REGLA MUSTERISRIDDARA RM Hekla 2-4-VS-FL- ATKV Biblíuskólinn við Holtaveg Leiðtogi í mótun Á námskeiðinu verður fjallað um hlutverk leiðtoga og forsvars- fólks í kristilegu starfi. Efni, serr tekin verða fyrir, eru m.a. köllun náðargjafir, andlegar viðmiðanii og hæfileikar, sjálfsmynd, áætl- anir og tímaráðstöfun, sam- komu- og fundarstjórn og seta i stjórn. Kennt verður mánudagana 7. og 14. apríl kl. 17-22. Umsjón: Jóhannes Ingibjarts■ son, byggingafræðingur. Námskeiðsgjald kr. 2.400. Inni falið er léttur kvöldverður bæð kvöldin og námsbókin: Leidtogi í mótun eftir nokkra höfunda. Innrítun lýkur föstudaginn 4. april. Orð lífsins, Grensásvegi 8 Samkoma I kvöld kl. 20. Jódís Konráðsdóttir prédikar. Beðið fyrir lausn á þínum vandamálum. Námskeid - Kristín Þorsteinsdóttir - hagnýtt námskeið fyrir alla. ★ Tekurðu mikið inn á þig? ★ Gerirðu þér grein fyrir öllum áreitunum sem við búum við i nútímaþjóðfélagi og hvaða áhril þau hafa á okkur? ★ Hefurðu uppiifað það að fram- koma, hegðan og tal annarsfólks hefur breytt líðan þinni í einn svipan? ★ Langar þig til að læra að losna undan slíku og bera sjálf(ur) ábyrgð á líðan þinni alla daga? Ef svo er, komdu þá á námskeið um helgina þar sem verður farið í ofangreint efni, kenndar leiðii til að þú getir sjálf(ur) stjórnað þinni eigin líðan í samskipturr þínum við umhverfi þitt. Námskeiðið verður laugardag og sunnudag frá kl. 10.00-15.30. Kennari: Kristín Þorsteinsdóttir Verð kr. 8.000 (afsl. fyrir hjón) Innifaldar í verði eru veitingar hádegi báða dagana. Allar frekari upplýsingar eru gefnar í síma 554 1107 frá kl. 9.00-12.00. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00 e* * i mmmamm Aðalfundur 2. apríl Aðalfundur Útivistar verðui haldinn í Kornhlöðunni, miðviku- daginn 2. apríl kl. 20.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Lagabreytingar. 3. Önnur mál. Munið eftir félagsskírteinum. Myndakvöldið 3. apríl. Árni Johnsen mun sýna myndir. Sýningin hefst kl. 20.30 í Fóst- bræðraheimilinu. Hlaðborð kaffi- nefndar innifalið í aðgangseyri Aðganseyrir kr. 600. Netslóð http://www.centrum.is/utivist Skógræktar- félögin Skógræktarfélag Kópavogs Aðalfundur verður haldinn mánu daginn 7. april kl. 20.30 i Félags heimili Kópavogs, 1. hæð (aðal dyr). Á dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Erindi Friðriks Baldurssonar, garðyrkjustjóra: ,,Trjá- og skógrækt í Kópavogi". Allir velkomnir. Þórhallur Guðmundsson verður með námskeið í Hvera- gerði helgina 5.-6. apríl um heil un með litum og tónum. Skráning í síma 486 6622. Stjórn Sálarrannsóknarfélags Suðurlands. Námskeið um orkustöðvar manns og jarðar Erla Stefánsdóttir, sjáandi, verð- ur með námskeið á Flúðum helg- ina 5.-6. apríl um orkustöðvai manns og jarðar. Skráning í síma 486 6622. Stjórn Sálarrannsóknarfélags Suðurlands. Frá Sálarrannsóknarfélagi íslands Bjarni Kristjáns- son miðill verður með umbreyt- ingafund fimmtu- daginn 3. apríl kl. 20.30 í Garða- stræti 8. Fundur- inn er opinn öll- um á meðan húsrúm leyfir. Miðar seldir á skrifstofunni og við innganginn, kr. 800 fyrir félagsmenn og kr. 1.000 fyrir aðra. SRFÍ. KENNSLA Námskeið Nú hefjast ýmis námskeið i Litla rauða húsinu, Laugavegi 27. T.d silkimálun, olíumálun, vatnslita málun og saumanámskeið. Upplýsingar í símum 561 1614 og 561 0085.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.