Morgunblaðið - 02.04.1997, Qupperneq 68

Morgunblaðið - 02.04.1997, Qupperneq 68
68 MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ MYNDBÖND/KVIKMYNDIR/ÚTVARP-SJÓNVARP MYNDBOND___________ Hrein afþreying Hvínandi góð Allt á sér endi (Nothing Lasts Forever) D r a m a ★ '/2 Framleiðandi: CBS Video. Leik- stjóri: Jack Bender. Handritshöf- undur: Gerald DiPego eftir sam- nefndri bók Sidney Sheldon. Aðal- hlutverk: Gail OGrady, Brooke Shields, Vanessa Williams og Lloyd Bridges. 155 mín. Bandaríkin. 20th Century Fox/Skífan 1997. Útgáfu- dagur: 24. mars. Myndin er bönnuð börnum yngri en 12 ára. Yfirleitt býst maður ekki við að uppgötva undur og stórmerki, þeg- ar bandarísk sjónvarpsmynd er annars vegar. Þær eru gerðar á öðrum for- sendum en kvik- myndir og t.d. fýrir miklu lægri fjárupphæðir og bitnar það oftast á gæðum myndarinnar á allan hátt. Það á einnig við í þetta skipti. Ég álít þessa sjónvarpsmynd þó ágæta sem slíka og gæti hentað vel til mynd- bandagláps fyrir vissa hópa, eins og aðdáendur Shidney Sheldon bók- anna, og annarra sem leita eftir hreinni afþreyingu. Myndin fjallar um þijár vinkonur sem eru að upp- fylla læknakandidatsárið sitt á EINS og allir vita, hitaði hljóm- sveitin Botnleðja upp fyrir Blur í nýlegri tónleikaferð þeirra um Bretland. Hafsteinn Ingimund- arson, félagi Botnleðjustrák- anna, slóst í för með þeim, tók ævintýrið upp á myndband, og er nú að vinna þátt um ferðina. „Við Þorgeir Guðmundsson kvikmyndagerðarmaður erum að vinna þessa mynd saman. Ég leigði myndavélina, fór út með strákunum, og Þorgeir er að klippa myndina. Við erum líka að reyna að finna styrktaraðila svo hægt verði að koma mynd- inni í sjónvarp," sagði Hafsteinn í samtali við Morgunblaðið. Sváfum ekki Stöð 3 sýndi myndinni áhuga, og ætlaði að senda tökumann í ferðina. Þegar hann komst ekki, vildi Botnleðja að Hafsteinn tæki að sér verkefnið, þótt hann hafi aldrei búið til kvikmynd áður. I „Ég er nú gamall leikari úr kvikmyndabransanum. I myndinni Punktur, punktur, komma, strik lék ég Dodda, besta vin hans Andra. Ég var feitur lítill prakkari. Annars er ég búinn að vinna í álverinu síðan 1988. Það var því mikil ögrun og kærkomin tilbreyting að fara með rokkhljómsveit til útlanda og búa til mynd um hana. Ferðalagið var algjört ævintýri, og svo spennandi að sjúkrahúsi í San Fransisco. Þær eru allar mjög efnilegar, en ýmis per- sónuleg vandkvæði virðast ætla að hefta stúlkurnar í því að ná settu marki. Sagan er í anda Bráðavakt- arinnar; vandmál og sjúkdómar sjúklinganna eru til umfjöllunar ásamt persónulegu lífi læknanna, og hefur eitt áhrif á annað. Verst er fyrir myndina að hinir fjölmörgu áhorfendur þáttaraðarinnar láta ekki bjóða sér hvað sem er þegar að sjúkrahúsdrama kemur. Hér fléttast saman þijár sögur, og er hver saga vandamálasaga hverrar stúlku. Persónur þeirra eru „úr við sváfum ekki áður en við fórum út. Þegar við komum þangað, var mjög margt sem kom á óvart. Þessi geiri er svo miklu viðameiri en hér á Islandi. Þarna er hann alvöru iðnaður og ótrúlega margir hafa atvinnu af popptónlist og engu öðru. Það kom líka á óvart hvað Botnleðju var vel tekið því oft fá upphitunarbönd enga athygli.' Mjög sjóaðir í lokin Hafsteinn var með myndavélina á hælunum á hljómsveitinni, hvort sem þeir voru á sviðinu á tónleikum, baksviðs, í partýjum, eða bara sofandi. Hann á sautján klukkutíma af myndefni, en neðstu bókahillunni" eins og Frakk- inn mynda nefna það (sú mikla sálgreiningarþjóð!), en þar á við afgerandi og einfalda drætti í per- sónusköpun. Leikkonurnar eru ekk- ert sérstaklega góðar, og má kannski kenna handritinu þar um, sem oft á ansi tilgerðarlega spretti. Vanessa Willliams þarf greinilega á styrkari leikstjóra að halda ef hún ætlar að afreka eitthvað. Myndin er heldur óhnitmiðuð, og óvíst hvert stefnir í fyrstu, en svo verður manni ljóst að þetta er hrein afþreying með öllu sem henni fylgir. Hildur Loftsdóttir. þátturinn verður bara hálftími. „Myndin verður skemmtileg að því leyti að hún sýnir hvernig ferðalagið var í raun og veru. Ég er ekki að reyna að blása það upp á hærra plan en það var. Hún verður ekki bara rokk á sviði, heldur lenda strákarnir í alls konar veseni. Þetta er ferðasaga, og svo verða þijú eða fjögur lög klippt saman, tekin upp á mismunandi stöðum. Hún sýnir sem sagt hljómsveit sem fer til útlanda að spila á tónleikum. Fyrst verða hljómsveitarstrákarnir ofsalega hissa yfir öllu, en í lokin eru þeir orðnir mjög sjóaðir, eða með öðrum orðum „ógeðslega kúl“. Stormur (Twister)____________________ Spcnnumynd ★ ★ ★ Framleiðendur: Kathleen Kennedy, Ian Bryce og Michael Chricton. Leikstjóri: Jan De Bont. Handrits- höfundur: Michael Chricton og Anne-Marie Martin. Kvikmynda- taka: Jack N. Green. Tónlist: Mark Mancia. Aðalhlutverk: Bill Paxton, Helen Hunt og Cary Elwes. 108 mín. Bandaríkin. CIC myndbönd 1997. Útgáfudagur: 25. mars. Myndin er öllum leyfð. Á SÍÐASTA ári tröllriðu tvær myndir miðasölunni í Bandaríkjun- um. Þessar myndir voru „Independ- ence Day“ og „Stormur" og áttu þær það sameig- inlegt að vera af flokki svokall- aðra stórslysa- mynda, sem voru feikivinsælar fyrir 20 árum. Stórslysamyndir hafa að geyma ógrynnin öll af eyðileggingu á mannvirkjum af öflum sem mað- urinn ræður ekkert við. Persónur þessara mynda eru oftast nokkrir hugrakkir einstaklingar, sem reyna að lifa eyðilegginguna af og ein- hvern veginn að ráða niðurlögum eyðileggingaraflanna. „Stormur" segir frá hópi vísindamanna, sem reynir að útskýra hinn verðurfræði- lega leyndardóm skýstrókanna. Það sem „Stormur" hefur um- fram stórslysamyndir 8. áratugarins eru hinar tæknilegu framfarir, sem hafa orðið á síðustu árum. Hið hverfula og magnþrungna afl nátt- úrunnar brýst fram í hljóði og mynd. Eyðileggingarmáttur stormsins er undirstrikaður með óaðfínnanlegum tæknibrellum, sem þeyta heilum bensínflutningabílum að hetjum myndarinnar. Hljóðvinnslan er einn- ig fullkomlega af hendi leyst og hefur tónskáldið Mark Mareiana samið kraftmikið stef fyrir storm- inn. Leikstjórinn Jan De Bont, sem áður var kvikmyndatökumaður hjá Paul Verhoeven (Total Recall, Basic Instinct), keyrir myndina áfram af fítonskrafti og veldur það því að aldrei er dauðan punkt að fmna í henni. En tæknin vill oft gleypa í sig hin gömlu gildi kvikmyndanna, þ.e. gott handrit og góðan leik, og er „Stormur" engin undantekning. Allar persónurnar eru flatneskjan uppmáluð og handritið er eins og gatasigti. Þrátt fyrir gallana er myndin hin fínasta afþreying og hver sú mynd sem hefur að geyma fljúgjandi belju er að mínu mati þess virði að horfa á. Ottó Geir Borg MYNDBÖND SÍÐUSTU VIKU Eyðandlnn (Eraser) ★ ★ Vi Sporhundar (Bloodhounds) ★ Glæpur aldarinnar (Crime ofthe Century) ★ ★ ★ '/2 Próteus (Proteus) ★ Svaka skvísa 2 (Red Blooded 2) ★ '/2 Bardagakempan 2 (Shootfighter 2) ★ Ást og skuggar (OfLove and Shadows) ★ ★ Stolt Celtic - liðsins (Celtic Pride) ★ ★ '/2 Töfrandi fegurð (Stealing Beauty) ★ ★ ★ Eyja dr. Moreau (The Island ofDr. Moreau) ★ ‘/2 I hefndarhug (Heaven’s Prisoner) ★'/2 Skriftunin (Le Confessional) ★ ★ ★ ★ Margfaldur (Multiplicity)★ ★ '/2 Hættuleg ást (Sleeping With Danger) ★ Draumar og brimbretti (fílue Juicc)-k ★ Draumurinn um Broad- way (Manhattan Merengue) I nunnuklaustri (Changing Habits) ★ ★ Morðstund (A Time to Kill)★ ★ ★ IbúðJoe (Joe’s Apartment) ★ Vi Heimildamynd um hljómsveitina Botnleðju Algjört ævintýri SIÐUSTU DAGAR - Allt á að seljast - Verslunin hættir Q benelton Laugavegi 97, sími 552 2555
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.