Morgunblaðið - 04.04.1997, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 1997 B 5
DAGLEGT LÍF
i menntunarþrá?
Cr sagnfræðin að breytast? *Hafa
roru betri bændur á móti mennt-
•æðslumálum? • Hvað upplýsa
ar? • Hvað er einsaga?
Dauðinn
HUGUM að því hvernig Halldór
leit dauðann eins og það kemur
fyrir sjónir í dagbókunum. I yfir-
liti hans yfir árið 1909 kemur með-
al annars eftirfarandi fram:
Heilsufar fólks hjer hefur ekki
verið rjett gott. Kíghósti gekk hjer
í börnum og barnaveiki stakk sjer
niður, dó þó ekkert úr því. Kvef-
samt hefur líka verið með meira
móti. Bijálsemi á fólki var líka
óvenju mikil (Finnbogi í Arnkötlud-
al varð svo um tíma að slá varð
utanum hann. Ragnheiður, vinnu-
kona á Hrófá varð brjáluð um tíma
uppúr barnaveiki Guðrún kona í
Heiðarbæ sömul. eptir barnsburð.
Jónína á Hvalsá). Fullorðnir sem
dóu hjer í hreppi voru: Elín Jóns-
dóttir unglingsstúlka á Heydalsá
dó úr tæring 18. febr. Ingibjörg
Markúsdóttir miðaldra kvenmað-
ur, hafði verið brjáluð yfir 20 ár,
sveitarómagi með 200 kr. meðlagi,
hún dó 3 maí. — Jónína G. Jónsdótt-
ir vinnukona um 25 ára á Hvalsá
dó 31. maí, lá lengi. Þórður Jónsson
unglingsmaður á Heydalsá, hafði
lengi verið veikur, af magnleysi.
Fjekk krampa, dó 26. des. Helga
Jónsdóttir, sem lengi var í Gests-
staðaseli, nú á Kirkjubóli orðin
gömul og farlama aumingi dó á
gamlársdag. Grímur Jónsson á
Heydalsá, barn á 8 ári mesti aum-
ingi alla stund; og flogaveikur, dó
30. des. Börn hafa dáið 2 og 3 í
hreppnum þ.á. önnur, kornung.
Síðasta setningin vekur sérstaka
athygli, það er hvernig hann flokk-
ar ungabörn. í huga Halldórs er
engu líkara en að þau hafi ekki
talist fullgildir einstaklingar fyrr
en þau hafa sannað og sýnt að þau
næðu að þrauka þorrann og góuna.
Dauðinn krafðist þess að einstakl-
ingar gerðu tilraun til að vernda
sig fyrir öllum þeim áföllum sem
helltust yfir þá og þar var sannar-
lega langlíklegast að slík áf öll
hentu þau yngstu. Halldór telur því
þennan hóp varla með þegar hann
gefur yfirlit yfir þá sem féllu frá
á árinu.
*
Astin
NIELS skildi að efnahagsleg gæði
væru undirstaða hagsældar. Fá-
tæktin blasti við honum í hverju
fótmáli og það sem merkilegt verð-
ur að teljast, er að hann skuli hafa
séð í hendi sér að hagnýt menntun
gæti snúið hamingjuhjólinu á rétta
braut. Smíðanám var lausnin.
Hann er ekki að skafa utan af
hlutunum þegar hann lítur til fram-
tíðarinnar og heldur þrumandi ræð-
ur yfir konuefninu. í þessum ræð-
um, sem hann skeytir á milli fagurg-
alans, eggjar hann Guðrúnu lög-
eggjan og setur stöðu þeirra í sam-
hengi tíma og rúms. í bréfi frá
þessu sama tímabili kemur til dæm-
is eftirfarandi fram:
[... ] þetta er mín daglega vinna,
og ekki annað, jeg hef aldrei átt
aðra eins frítíma og vildi jeg feginn
geta notað þá sem bezt, því tíminn
er dírmætur, sje honum vel varið,
og guð gleðji þig og stirkji í þínu
fyrir træki, því nú vinnum við bæði
það sama, að auðga sálina, og það
er það dírmætasta, og yndælasta,
því svo er lífinu varið, að maður
má minnstan tímann brúka til slíks,
nema við og við, og þá nýtur maður
ávaxtanna af yðni sinni og (velbrúk-
un) tímans, með gleði yfir því að
hafa brúkað hann vel, og varið hon-
um betur en þessi, eða þessi, sem
hægt er að sjá til saman burðar
eptir ástæðum, því margir gá ekki
að því að tíminn flýgur eins og ör,
og ætla sjer einlægt að gjöra mikið
þá og þá, en sú stund kemur aldr-
ei, þeir eru svo vanir við að tíminn
Hði án þess að birja á því að þeir
geta ekki annað enn dregið það, en
ekki fleikt frá sjer þessu móki,
þessu bölfaða ætlunar móki! og
deyja svo þýðingarlausir limir á
þjóðlíkamanum eða þjóðar heild-
inni. Æ guð styrki okkur í fyrirtækj-
um okkar, og þá von hef jeg að við
eigum gleðilega framtíð fyrir hönd-
um elskulega hjartans unnusta! jeg
vann glaður fyrir mig og lifi í þeirri
von að þú einnig getir verið glöð,
og notið þín og tímans þessa góðu
stund.
SKÁPUR sem Níels
smíðaði og Halldór
samdi ljóð um.
Hann er geymdur á
Byggðasafni
Húnvetninga og
Strandamanna á
Reykjum í
Hrútafirði.
MIÐDALSGRÖF sem Halidór Jónsson byggði í Kirkjubólshreppi.
Mig langcði til að
læra þegar jeg var
á æskuárunum en
þótti leiðin erfið,
eða hjelt hún
mundi verða það,
f átæktar vegna,
sá líka eptir að
fara f rá f öður
mínum og
bræðrum meðan
þess var kostur.
Svo þegar jeg
komst í
sjálfsmennskuna,
þóttist jeg
ofgamall til þess
að byrja nám, og
ekki heldur nógu
stefnufastur. Varð
svo ekki neitt úr
neinu.
Halldór Jónsson
PERSÓNULEGAR
heimildir. Handrit
Halldórs og Níelsar;
dagbækur, bréf,
ljóðauppskriftir og
samtíningsbækur.
voru þeirra grunnskóli og jafnvel
ástin var skilyrt af menntuninni,
því í bréfum Níelsar til Guðrúnar
ástmeyjar sinnar kemur ljóslega
fram að samband þeirra standi og
falli eftir því hvort þráin til mennta
lifí með þeim báðum eða ekki. En
hvað hélt menntunaráhuga þeirra
bræðra lifandi þegar árin liðu?
Menntun von sorgarinnar
Sigurður Gylfi leitar fanga í
rannsóknum sínum á dauðanum.
„Börn sem ólust upp á nítjándu öld
þurftu mörg hver að horfa á eftir
foreldrum sínum eða systkinum
yfir móðuna miklu auk þess sem
þeim var haldið stíft að vinnu,“
segir hann. „Ótímabær dauðsföll,
til dæmis af völdum sjúkdóma og
slysa, voru nánast árviss viðburður
sem hver maður upplifði á nítjándu
öldinni og fram á þá tuttugustu.“
Halldór og Níels upplifðu djúpa
sorg við fráfall ættingja, en þeir
hömdu hana eins og kostur var af
illri nauðsyn. „Sorgina varð að
hemja með góðu eða illu, að öðrum
kosti var hætta á að fólk missti
algjörlega tökin á lífi sínu.“
Sigurður telur að vonin til að sigra
dauðann með því að bæta ástandið
hafí falist í að sækjast eftir
menntun til að bæta hag sjálfs sín
og þjóðfélagsins í heild. Bjartari
framtíð í augum Halldórs og
Níelsar fólst í menntun. „Menntun
var því nokkurs konar lykill að
möguleikum þeirra bræðra og
vonum í sorg og gleði.“
Menntun var hins vegar stórmál
sem krafðist sterkrar efna-
hagslegrar stöðu eða bakhjarls sem
fæstir meðalbændur höfðu.
„Halldór og Níels áttu því litla sem
enga möguleika á að afla sér
formlegrar menntunar," segir
Sigurður Gylfí „en þrátt fyrir það
héldu bræðurnir áfram að láta sig
dreyma."
Markmið bræðranna náðust
ekki, þeir höfðu svarað kalli tímans
en stjórnvöld brugðust.
Menntunaráhuginn logaði meðal
Strandamanna og löngunin eftir
framsæknum verkefnum var sterk
en hið opinbera svaraði ekki
ákallinu.
Dagbækur alþýðu og
sannleikurlnn
Kenningar Sigurðar Gylfa
Magnússonar snerta grundvöll
íslenskrar alþýðumenningar og
kalla á áframhaldandi
einsögurannsóknir, bæði til að
veita skýrari innsýn í íslenska
sveitasamfélagið og til að rekja
ýmsar ranghugmyndir sem núna
lifa með þjóðinni.
Lög, opinber umræða og
dagbækur alþýðunnar sýna hver
sína hlið á sögu fræðslunnar á
íslandi og heildarmyndin fæst ekki
að mati Sigurðar nema með því
að rannsaka bæði smáar og stórar
einingar. Það er niðurstaðan. ■
Bjarnar-
fjörbur
Drangsnes
ur