Morgunblaðið - 06.04.1997, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 6. APRÍL 1997 9
___________FRÉTTIR_______
Fjársöfnun í rannsókn
DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur
beðið embætti lögreglustjóra í
Reykjavík að athuga fjársöfnun aðila
sem tengdust áður söfnuninni Þjóð-
arátak gegn fíkniefnum, en hafa að
undanförnu haft samband við fólk í
nafni samtakanna Forvamir gegn
fíkniefnum og falast eftir fjárstuðn-
ingi.
I þessum tilvikum sem um ræðir
er oftast hringt heim til fólks og það
beðið um krítarkortanúmer, vilji það
gefa til söfnunarinnar, og upphæð
síðan gjaldfærð til reiknings samtak-
anna eða boðist er til að sækja pen-
ingana til viðkomandi.
Sækja þarf um leyfí til dómsmála-
Hægir á
bílasölu
SALA á fólksbílum dróst saman um
24,8% í mars miðað við sama mánuð
í fyrra samkvæmt bráðabirgðatölum
um bifreiðainnflutning. Alls seldust
567 bílar í mánuðinum en 754 bílar
í mars 1996. Fyrstu þtjá mánuði
ársins hefur bílasala aukist um
7,57% miðað við sama tímabil í fyrra
en um mánaðamótin febrúar-mars
var aukningin um 30%.
Hallgrímur Gunnarsson, formað-
ur Bílgreinasambandsins, segir að
ekki sé hægt að draga þá ályktun
að almennt dragi úr bílasölu á þessu
ári af tölum fyrstu þriggja mánaða
ársins. Óvissa á vinnumarkaði í
mars hafi haft áhrif á bílasöluna.
„í upphafi ársins voru fyrirheit
um betri kjör á þessu ári og þeir
bjartsýnu festu kaup á bílum e.t.v.
vegna þess,“ sagði Hallgrímur.
Hann segir að bílasala hafi í raun
ekki verið sérstaklega mikil fyrstu
mánuði ársins og í fyrra hafi hún
verið eins og í meðalári. Þá voru
fluttir inn um 8 þúsund nýir bílar
sem þýðir að það taki um 15 ár að
endurnýja bílaflota landsmanna.
♦ ♦ ♦-----
Skattalækkun
vegna tann-
viðgerða
í FRUMVARPI sem lagt hefur verið
fram á Alþingi er lagt til að skatt-
stjóri geti lækkað tekjuskattstofn
manns sem borið hefur verulegan
kostnað af tannviðgerðum. Flutn-
ingsmenn eru þingmennirnir Jó-
hanna Sigurðardóttir, Kristín Hall-
dórsdóttir, Margrét Frímannsdóttir
og Kristján Pálsson.
Bent er á í greinargerð með frum-
varpinu að útgjöld heimilanna vegna
tannviðgerða hafi þrefaldast 1980-
1995. Þegar eru fyrir hendi heimild-
ir til lækkunar á tekjuskattstofni
vegna sjúkleika, slysa, mannsláta,
framfærslu veikra barna, menntunar
barna, eignatjóns ofl. Flutnings-
menn segja að jafn mikið geti dreg-
ið úr gjaldþoli einstaklinga við ýms-
ar tannviðgerðir eins og við ofan-
greindar ástæður.
Þakdúkar og
vatnsvarnarlög
Þakdúkar og
vatnsvarnarlög á:
► þök
► þaksvalir
► steyptar
rennur
► ný og gömul hús
- unnið við öll veðurskilyrði
FAGTÚN
Brautarholti 8 • sími 562 1370
ráðuneytisins fyrir opinberum fjár-
söfnunum og hafa umræddar safnan-
ir ekki fengið slíkt leyfi, eða þær
verið tilkynntar til lögreglustjóra.
Kvartanir hafa borist til lögreglu og
ráðuneytis vegna söfnunar undan-
farnar vikur fyrir Forvarnir gegn
fíkniefnum.
„Þessir tilteknu aðiiar sem standa
fyrir Qársöfnun í þessu nafni hafa
hvorki sótt um leyfi fyrir henni né
tilkynnt um hana til réttra aðila.
Slíkar safnanir þurfa að uppfylla
skilyrði laga, bæði að leyfi sé fyrir
þeim og að þeim fjármunum sem
safnast sé ráðstafað á réttan hátt.
Fyrir nokkru kom upp tilvik þar
sem aðrir aðilar undir nafni Ungs
fólks gegn vímuefnum söfnuðu fé
með sölu merkja og öðrum aðferðum,
undir því yfirskini að fá fjármagn til
að beijast gegn fíkniefnum. Þeir
höfðu heldur ekki sótt um tilskilin
leyfi en innkoma af söfnun sem þeir
höfðu staðið fyrir áður, hafði að
þeirra sögn runnið í stofnkostnað
fyrir átakið. í þeim tilvikum sem nú
er um að ræða, er hins vegar óskandi
að ekkert ólögmætt sé á seyði og
peningarnir renni til þess ágæta
málstaðar sem um ræðir og fólk
hefur gefið til í góðri trú,“ segir
Ómar Smári Ármannsson aðstoðar-
yfirlögregluþjónn.
Ný
námskeið
TOPPITIL TAAR i.
Námskeið sem hefur veitt ótalmörgum konum
frábæran árangur.
Þetta kerfi er eingöngu ætlað konum,
sem beijast við aukakílóin.
Uppbyggilegt, lokað námskeið. Fimm tímar
í viku, sjö vikur í senn. Góður matarkúr
senr fylgt er eftir daglega með andlegum
stuðningi, einkaviðtölum og
fyrirlestrum um mataræði og
hollar lífsvenjur. Heilsufundir þar senr
farið er yfir förðun, klæðnað, hvemig
á að bera líkamann og efla sjálfstraustið.
TOPPITIL TAAR n.
- framhald
ífst 1- aprí'-
jr pantanir
jldar eftir
apríl-
Námskeið fyrir þær sem vilja
halda áfram í aðhaldi.
Tímar 3x í viku
Fundir lx í viku í 7 vikur.
Art Deco
borðstofusett
Mahogny
borðstofusett
Nýkomnar vörur
Antik munir, Klapparstíg 40. si'mi 552 7977
Alþingismenn og borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins
fyrir Reykjavík eru með viðtalstíma í hverfúm borgarinnar
á mánudögum.
A morg^xn verða
Friðrik Sóphusson
fjármálaráðherra
&
Hilmar Guðlaugsson
borgarfulltrúi
í Austurbæ
Valhöll, Háaleitisbrautl, kl. 17-19
Þetta er kjörið tækifæri fyrir alla Reykvíkinga til að ræða
málin og skiptast á skoðunum við kjörna fúlltrúa
Sjáifstæðisflokksins.
Hafðu áhrif og láttu þínar skoðanir heyrast.
Upplýsingar um viðtalstíma er að fínna á heima.síðu
Sjálfstæðisflokksins http://www.centrum.is/x-d
VÖRÐUR - FULLTRÚARÁÐ SJÁLFSTÆÐISFÉLAGANNA í REYKJAVÍK
Stökktu til
Benidorm
6. maí
í15 daga
frá kr. 29-932
J{ðeins
Heimsferðir bjóða nú einstakt tilboð þann 6. maí til
Benidorm. Þú tryggir þér sæti í sólina og 5 dögum fyrir
brottför hringjum við í þig og látum þig vita á hvaða
hóteli þú gistir. A Benidorm er yndislegt veður í maí og
þú nýtur rómaðrar þjónustu Heimsferða allan tímann.
Verð kr.
29.932
Verð kr.
39.960
M.v. hjón með 2 börn í íbúð,
6. maí, 15 nætur, flug, gisting,
ferðir til og frá flugvelli, skattar.
Bókunarstaða
21. maí — 21 sæti
28. maí — 18 sæti
4. júní — uppselt
11. júní - 21 sæti
M.v. 2 í íbúð, 15 nætur, 6. maí.
Vikulegt flug í allt sumar
K/'J
Af| •• r"
O. J
HEIMSFERÐIR
Austurstræti 17,2. hæð • Simi 562 4600