Morgunblaðið - 06.04.1997, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 06.04.1997, Qupperneq 20
20 SUNNUDAGUR 6. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ Aftur verður keypt mj ólk í Barónsfjósinu Innan skamms mun í fjósinu, sem franski baróninn Gauldréc Boilleau byggði fyrir aldamót yfir kýmar sín- ar, verða opnuð ný búð verslunarkeðjunnar 10-11. Geta bæjarbúar þá aftur sótt sér mjólk í þetta fjós, sem mun hafa verið fýrsta mjólkurbú á íslandi. Þar var stórhuga maður á ferð og saga hans öll hin ævintýraleg- asta. Af þessu tilefni riflar Eiín Pálmadóttir upp ævi hans og tilurð byggingarinnar, sem nú verður nútíma verslunarmiðstöð. FJÓSIÐ á horni Hverfisgötu og Barónsstígs lét Gauldréc barón reisa sumarið 1899 yfír 40 kýr. Kostaði það 16-20 þúsund krón- ur, sem var enginn smápeningur um aldamótin, enda ekkert til sparað. Hugmyndin var sú að hafa kýrnar á Hvítárvöllum í Borgarfirði á sumrin og gera smjör, skyr og osta úr mjólkinni og flytja hey þaðan. Til að annast flutninga keypti hann lítinn gufubát, sem nefndur var Hvítá og kost- aði 12 þúsund krónur og ennfremur lítinn flutningabát til að hafa í eftirdragi fyrir 3.000 krónur. Svo stofnkostnaðurinn var ekki lítill. Þetta var fyrsta kúabúið sem sett var á stofn hér á landi í því skyni að selja mjólk og varð baróninn því brautryðjandi á því sviði. Ætlaði hann að græða á því að selja mjólk í Reykjavík. En mjólkurpottur- inn kostaði ekki nema 15 aura og kýrnar mestu gallagripir og dýrar á fóðrum. Baróninn sat sjálfur oft að búi sínu á Hvítárvöllum, þar sem var stórt bú, einkum með sauðfé og var Sigurður Fjeldsted í fyrstu ráðsmaður hans hér syðra. Sigurður Þórólfsson, kennari og síðar stofnandi Hvítárbakkaskóla, réðst þangað til hans og segir svo frá því í „Gömlum minningum", sem gefn- ar voru út 1992: „Vorið 1900 fór ég til barónsins og var ráðsmaður yfír kúabúinu í Reykja- vík til næsta vors; En þá hætti búið og ég fór utan. Ég hafði gott kaup og ýmis léni þetta ár. Yfír árið hafði ég 400 kr., auk fæðis handa mér og húsnæði handa mér og konu minni. Hún fæddi sig sjálf og Kristínu litlu dóttur okkar En ég hafði líka fjögurra tíma frí um miðjan daginn að vetrinum til þess að kenna í barnaskólanum. Starf mitt var að sjá um sölu á mjólkinni og alla aðra vinnu á búinu. Ég hélt reikninga, réð starfsfólk og borgaði því. Líkamlega vinnu hafði ég enga enda enginn tími til hennar fyrir mig. Mér féll ágætlega við baróninn. Hann var hinn prúðasti maður og mesta góðmenni. Hann lærði íslensku fyrsta veturinn sem hann var hér uppi og talaði hana sæmilega. Það eitt sem mér þótti að hjá honum var níska hans við kýrnar. Þær fengu aðeins meira og minna illa verkaða stör, sem margar þeirra átu illa. Nokkuð af heyinu hafði blotnað á leiðinni suður, og var erfitt að þurrka það aftur í kring um hlöðuna, svo það myglaði víða í hlöðunni. Kýrnar mjólkuðu því illa, enda margar illa valdar, sín úr hverri áttinni. Þær bestu komust í 10 marka nyt, en margar að- eins í 8 eða 7 eftir burðinn. Að öðru leyti iánað- ist heldur ekki með þær. Þeim brá við sumar- hagana, voru tjóðraðar á túnblettinum, sem baróninn leigði dýru verði, þvert á móti mínum vilja. En það voru margir sem skiptu sér af máium hans og nörruðu hann til ýmissa óheillakaupa til þess að græða á honum. Hon- um hætti til að vera of talhlýðinn. Hann trúði þeim best, sem reyndust honum verst eða jafn- vel féflettu hann. Hvorki Sigurður Fjeidsted eða ég gátum komið í veg fyrir það að ýmsir næðu valdi yfir honum í gróðaskyni. Sá sem byggði fyrir hann fjósið og hlöðuna féfletti hann mest, græddi á því 2-3 þúsund krónur. Það var innan handar fyrir baróninn að klekkja á honum fyrir þetta, en það vildi hann með engu móti. Hann var svo friðsamur. Meðan Sigurður Fjeldsted var við búið, var enginn hagnaður af þessum búskap fremur en síðara árið. Þessvegna vildi Sigurður ekki vera lengur ráðsmaður við búið. En eftir tveggja ára búskap í Reykjavík seldi baróninn flestar kýrnar og hætti við mjólkurbú þetta. Hann flutti 10-12 bestu kýrnar til Hvítárvalla og ætlaði að stækka kúabúið þar. Þessar kýr hafði ég valið, en keypt þær hærra verði en flestar aðrar kýr barónsins. Hann vildi enga kú borga hærra verði en 100 kr. Hann gat illa skilið að góðar kýr fengist ekki fyrir það verð, né heldur hitt, að kýr mjólkuðu ekki vel Morgunblaðið/Kristinn í FJÓSI barónsins var brunnur, sem er þar enn og verður þessi gamli brunnur væntanlega sýnilegur í hinni nýju verslun. FJÓS barónsins á Hvítárvöllum á horni Hverfisgötu og Barónsstígs, þar sem brátt verður opnuð ný búð verslunarkeðjunnar 10-11. nema þær hefðu hollt og gott fóður, en það þótti honum of kostnaðarsamt. Þessvegna mjóikuðu þær tæplega fyrir fóðri og öðrum kostnaði. Baróninn sigldi sumarið 1901 og kom ekki aftur." Heimsmaðurinn furðulegi Hvernig skyldi þennan tigna ævintýramann hafa rekið á ís- lenskar fjörur og til að setja upp kúabú, sem hann hafði sýnilega lítið vit á, í bæ eins og Reykjavík? Sigurður segir að baróninn hafí eigi haft fuli íjárráð. „Eldri bróðir hans sendi honum árlega allmikla peninga. Ég tók t.d. eitt sinn á móti 5.000 kr. á pósthúsinu til hans frá þessum eldri bróður. En erfitt var að fá nokkuð að vita um fortíð barónsins. Hann hafði ungan pilt með sér, sem hét Lekn- er. Hann kallaði baróninn frænda sinn. Piltur þessi var oft hjá mér á búinu, einkum að vetrinum. Sumir héldu að hann væri sonur barónsins, en það var víst vitleysa. Þennan vetur var pilturinn 19 ára en baróninn 36 ára. Þegar ég spurði Lekner um þetta og annað, sem snerti þá frændur persónulega, sagði hann: „Má ekki segja,“ eða: „Veit bara ekki.“ Piltur- inn talaði íslensku ágætlega og var bráð- greindur. En hann var farinn að hnýsast í Gauldréc Boilleau barón. stúlkur. Einkum var það ein sem hann var farinn að elta og hún hann. Það var snoppu- fríð stúlka, af slæmri ætt og fávís. Þetta þótti baróninum slæmt. Hann bað mig að hafa gætur á honum og láta hann ekki hitta stelpuna. Þetta gerði ég eftir mætti. En erfitt var það. Ég gat gert hann frá- hverfan stelpunni, en þá viidi hann kynnast annarri. Úr því varð þó lítið. En hvað sem þessu líður þá komst ég að því að barón- inn var eigi hraustur á sálarlífinu og hann hafði víða farið og vildi græða fé, en var ekki nógu ráð- deildarsamur, þótt hann væri hámenntaður maður og vel gef- inn í ýmsu. Ég saknaði baróns- ins, því hann reyndist mér ein- staklega vel og var mér þakklát- ur fyrir allt, sem ég gerði fyrir hann.“ Sellóleikari og hefðarmaður Gauldréc-Boilleau barón. Faðir hans var franskur og hafði verið sendiherra Frakka í Líma í Perú, en móðir hans var dóttir öldungaráðsmanns í Banda- ríkjunum. Var hann því af góðum ættum og höfðu foreldrar hans verið efnaðir. Sjálfur hafði hann lokið námi við Eton háskólann í Englandi. Honum er svo lýst, að hann hafí verið meðalmaður á hæð, dökkur á brún og brá og snyrtimenni, seintek- inn og hægur í öllu dagfari, en fjörug- ur þegar menn fóru að kynnast honum og hrókur alls fagnaðar í samkvæm- um og þegar hann hafði gesti hjá sér. Annars fór hann einförum og vildi sem fæstum kynnast. Reyndu ýmsir heldri borgarar Reykjavíkur að komast í kunningsskap við hann og vita deili á honum og ferðalagi hans, en hann forðaðist sem mest að tala við menn, og svaraði oft engu þótt Morgunbiaðíð/Rax yrt væri á hann á ensku og þýsku og lét sem hann skildi ekki. En hann var þó mikill málamaður og gat talað sjö tungumál þegar hann kom hingað. Is- lensku lærði hann á ótrúlega skömmum tíma. Hann kunni vel að leika á hljóðfæri, sérstak- lega á selló og lék tvisvar á hljómleikum hér í bænum. Er mælt að kvenfólki hafi litist mæta vel á hann. Tómas Guðmundsson skáld skrifar í grein um baróninn að hann hafi stund- að nám í tónfræði og sellóleik af miklu kappi undir handleiðslu færustu kennara í Þýska- landi. Hafði honum m.a. boðist að flytja verk César Francks á hljómleikahátíð í Múnchen, en dregið sig til baka á síðustu stundu. I London vakti sellóleikur hans eindæma at- hygli og nafn hans á allra vörum, en sama gerðist þegar honum er boðið að halda sjálf- stæða tónleika á aðalhljómleikatímabilinu í Brighton, m.a. verk eftir sjálfan sig sem mús- íkgagnrýnendur töluðu um sem einn mesta tónlistarviðburð ársins. Hann hafði æft sig af ofurkappi og allir miðar voru uppseldir. En á síðustu stundu var þessi „snjallasti sellóleik- ari álfunnar" horfínn og forráðamenn hljóm- leikanna neyddust til að aflýsa hljómleikahald- Til upplýsingar skrifaði Árni Óla grein í Lesbók Morgnublaðsins 1936 um þennan mann sem kom hingað 1898 og mikið var um talað, bæði vegna ættgöfgi hans og þó sérstak- lega vegna þess að hann gerðist hér bóndi og réðst í ýmsar framkvæmdir sem öðrum hafði ekki dottið í hug. „Maður þessi var C. Gauldréc keypti sér hús hér í bænum. Hafði Guðlaugur Guðmundsson sýslumaður byggt það. Þetta hús er nr. 90 við Laugaveg. Brátt kom í ljós að erindi hans hingað var ekki það að kynnast landinu sem ferðamaður, heldur hafði hann hugsað sér að gerast stórbóndi á íslandi. Frétti hann nú að jörðin Hvítárvellir í Borgarfirði mundi föl og fór hann þá þangað

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.