Morgunblaðið - 06.04.1997, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 06.04.1997, Qupperneq 24
24 SUNNUDAGUR 6. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ SIGURÐUR Oddsson, framkvæmdastjóri Plastos, í framleiðslusal fyrirtækisins að Suðurhrauni í Garðabæ. Morsunblaðlð/Go11' FRAMTÍÐIN ER í PLASTINU VIÐSKIPn AIVINNULÍF Á SUNNUDEGI ► Sigurður Oddsson fæddist í Reykjavík árið 1942. Hann tók stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík og lagði síðan stund á byggingaverkfræði við Tækniháskólann í Zurich. Hann vann ýmis verkfræðistörf en hóf störf hjá Plastosi sem framleiðslu- stjóri árið 1977. Hann er nú framkvæmdastjóri fyrirtækisins. eftir Kjarton Magnússon LASTOS ehf. var upphaf- lega stofnað af athafna- manninum Oddi Sigurðs- syni, föður Sigurðar. Odd- ur varð einn af frumkvöðlum plast- iðnaðar á íslandi þegar hann tók þátt í að stofna Plastprent hf., fyrstu glastpokaverksmiðjuna, árið 1960. Árið 1973 slitnaði upp úr samstarfí Odds og meðeigenda hans í Piast- prenti og dró hann sig þá út úr rekstri fyrirtækisins og stofnaði Plastos, Plastpokaverksmiðju Odds Sigurðssonar. Fyrirtækið óx fljótt og dafnaði enda hefur notkun plast- umbúða aukist jafnt og þétt frá stofnun þess. Fyrirtækið hóf starf- semi sína í bílskúr Odds og hafði þá tveimur starfsmönnum á að skipa. Um þessar mundir er fyr- irtækið að flytja framleiðslu sína í nýbyggingu að Suðurhrauni 2, Garðabæ og starfsmennirnir eru orðnir 90. Plastos er nú í eigu Sig- urðar og fjölskyldu auk þess sem stjórnarformaðurinn Jenný St. Jens- dóttir á hlut í félaginu. Fyrirtækið sinnir nú alhliða framieiðslu umbúða úr plasti en fæst að auki við, lím- miðaframleiðslu og innflutning, m.a. á pökkunarvélum, kjötvinnslu- vélum og tölvuvogum. Byrjaði í bílskúrnum Sigurður segist hafa alist upp í plastinu. „Pabbi hóf rekstur Plast- prents í bílskúrnum heima þegar ég var fjórtán ára gamall. Ég vann öll sumur hjá fyrirtækinu og sextán ára gamall fór ég til Þýskalands til að læra framleiðslu myndamóta fyrir plastprentun, og blöndun prentlita. Þetta sumar í Þýskalandi hefur reynst mér ómetanlegur grunnur alla tíð síðan en þó aldrei eins og fyrstu mánuðirnir voru í Plastosi. Eftir verkfræðipróf í Sviss vann Sigurður þar í tvö ár en kom síðan heim og hóf vinnu hjá Hönnun hf. og síðar hjá verktakafyrirtækinu Breiðholti hf. Þar vann hann þar til hann tók við stöðu bæjarverkfræð- ings á Seyðisfírði. Árið 1978 hóf hann síðan störf hjá Plastosi, sem þá var í örum vexti. „Það var góður skóli fyrir mig að vinna við ýmis verkfræðistörf áður en ég helgaði mig plastinu," segir Sigurður. „Ég var þó alltaf með annan fótinn í plastinu á einn eða annan hátt. Eftir að ég kom heim frá Sviss báðu Haukur Egg- ertsson og pabbi, sem þá áttu Plast- prent í sameiningu, mig um að hanna og teikna nýtt hús fyrir fyrir- tækið. Eg tók verkefnið að mér og lagði mig allan fram. Málin þróuð- ust hins vegar þannig að faðir minn ákvað að ganga úr Plastprenti og keypti Haukur hlut hans. Pabbi stofnaði Plastos og vildi ég ganga til liðs við hann en hann neitaði og sagði að fyrirtækið hefði ekki efni á að hafa verkfræðing á launaskrá. Ég held að hann hafí talið það vera betra að ég spreytti mig á verk- fræðistörfum. Ég hóf því störf hjá Breiðholti en þar lauk vinnudegi yfirleitt kl. 17 og ég varði flestum kvöldum og helgum í sjálfboðavinnu hjá Plastosi. Síðar ákváðum við hjónin að breyta til og flytjast til Seyðisfjarðar en 1977 bað pabbi mig um að koma til starfa hjá fyrir- tækinu.“ Sjálfsögð kurteisi að prútta við ítala -Hvernig gekk ykkur feðgunum að vinna saman? „Við pabbi vorum ekki alltaf sam- mála og stundum fannst mér hann krefjast mikils af mér en hann var líka kröfuharður við sjálfan sig. Ég er mjög þakklátur fyrir að hafa fengið að vinna með honum og kynnast honum betur. Hann var heiðarlegur í viðskiptum og vonandi hef ég lært eitthvað af honum. Hann gat verið harður og var t.d. ófeiminn við erlenda framleiðendur, sérstaklega Dani sem hann vissi að höfðu háa álagningu og ítali en um þá sagði hann að þeim þætti það dónaskapur við sig ef ekki væri prúttað um verð. Eg dáðist oft að honum þegar ég hlustaði á hann tala við þá og ná fram á „diploma- tískan" hátt því, sem ég hélt að væri ekki hægt. Hann var mjög vinnusamur og ég man t.d. vel eftir þvi þegar hann var að byija með Plastos, þá orðinn sextugur. Það skorti alls til alls en hann sagði: „Með mikilli vinnu höfum við það.“ Síðar, þegar ég kom frá Seyðisfirði og gekk til liðs við fyrirtækið, var alveg sama hversu mikið blés á móti, alltaf var viðkvæðið hjá honum eins; þá sagði hann gjarnan að við hefðum nú oft séð hann svartari." Þjóðarsáttin var bjargvættur Plastos hóf starfsemi sína í bíl- skúr eins og komið hefur fram en síðan fluttist fyrirtækið í Vatna- garða. Um hríð hafði það aðsetur á Grensásvegi, þá Bíldshöfða en um miðjan síðasta áratug var ráðist í byggingu stórhýsis undir starfsem- ina við Krókháls 6, sem gjörbylti vinnuaðstöðunni. „Fyrst eftir að að við fluttum á Krókhálsinn gekk mjög vel. Húsið var byggt á mjög hagstæðum tíma en að sjálfsögðu var mikið tekið að láni. í kringum 1990 var helst not- ast við það meðal að lækka verð- bólguna með því að hækka vexti en það tel ég álíka gáfulegt og að slökkva eld með olíu. Síðan var sett verðstöðvun á framleiðendur en ekki bankavexti. Svo hækkaði verðbólg- an og þá var um að gera að hækka vextina meira. Mörg fyrirtæki fóru á hausinn. Við töpuðum um tuttugu milljónum króna á slíkum fyrirtækj- um á einu ári. Samt tókst okkur að skila hagnaði en það var óneitan- lega erfitt að standa í skilum árið eftir. Líklega hefði tekist að stöðva verðbólguna með því að brenna upp öll fyrirtæki í landinu ef verkalýðs- félögin hefðu ekki tekið í taumana með þjóðarsáttinni. Það hefur ekk- ert hjálpað íslenskum iðnaði eins mikið og þjóðarsáttin." Miklar breytingar framundan Um þessar mundir er liðið ná- kvæmlega eitt ár frá því að Sigurð- ur undirritaði samning um sölu á Krókhálsi 6 til íslenska útvarpsfé- lagsins. Framkvæmdir við nýbygg- ingu Plastos í Suðurhrauni hófust hinn 1. ágúst og einungis sex mán- uðum síðar eða í janúar hófust flutn- ingar á framleiðsluvélum og um- búðalager í nýja húsnæðið. Nú er framleiðslan komin á fullan skrið að Suðurhrauni. Þetta eru skjót umskipti á skömmum tíma í rekstri fyrirtækisins. Sigurður hyggur þó á enn frekari breytingar en hann seg- ir að ráðgert sé að skipta fyrirtæk- inu í tvennt á árinu. Plastos muni annast framleiðslu og prentun á plastpokum í nýja húsinu í Suður- hrauni en sérstakt fyrirtæki verði stofnað um límmiðaprentunina, vélainnflutninginn og aðra starf- semi og það verði áfram staðsett í núverandi húsnæði að Krókhálsi 1. Nokkur aðdragandi var að kaup- um Islenska útvarpsfélagsins á hús- inu við Krókháls 6. Plastos átti hús- næðið en ÍÚ leigði hluta þess undir starfsemi slna. Bæði fyrirtækin voru í örum vexti og þurftu viðbótarhús- næði undir starfsemi sína. Annað hvort varð því að fara og er örugg- lega algengara að húseigandinn láti leigjandann fara. í þessu tilviki var það þó leigjandinn sem keypti eig- andann út og var ástæðan sú að Stöð 2 var orðin föst að Krókhálsi 6 í þeim skilningi að það hefði orðið mjög dýrt að finna annað hentugt húsnæði undir sjónvarpsrekstur, innrétta það upp á nýtt og flytja allan tækjakostinn þangað. Hagkvæmt að byggja úr límtré Sigurður segir að sú saga hafi gengið í kringum kaupin að Plastos hafí notfært sér þessa aðstöðu til að knýja kaupverðið upp úr öllu valdi og hafi þannig getað byggt stórhýsið í Garðabænum á skömm- um tíma. „Kjaftasögur eru og verða aldrei annað en kjaftasögur. Það er rétt að húsnæðisþrengsli höfðu háð okkur í nokkur ár. Prentvélamar vom komnar til ára sinna en til að geta komið nýrri vél fyrir þurftum við að flytja pokadeildina upp á þriðju hæð þar sem Stöð 2 hafði komið sér vel fyrir. Að frumkvæði Ragnars Tómassonar lögfræðings hitti ég Jón Ólafsson í fyrsta sinn í janúar eða febrúar í fýrra til að ræða um hugsanlega sölu á húsinu. Við höfðum gagnkvæman skiining á málum hvor annars og komumst strax að þeirri niðurstöðu að betra væri fyrir okkur að flytja. Síðan var unnið úr því og komist að samkomu- lagi sem allir gátu sætt sig við. Það hefur ef til vill gefíð þessum sögum byr undir báða vængi að nýbygging okkar er mun stærri en gamla hús- ið. Það er vegna þess að nýja húsið er byggt úr límtré og því miklu ódýrara í byggingu en steinsteypt hús. Sjóðirnir mega fjúka Sigurður segir aðspurður að bygging hússins kosti rúmlega tvö hundruð milljónir króna en segist hafa fengið lítinn stuðning við bygg- ingu hússins úr þeim sjóðum, sem gegna eigi því hlutverki að efla og styðja íslenskan iðnað. En hvernig líst honum á sameiningu iðnlána- sjóðs og iðnþróunarsjóðs? „Slík sameining kemur- of seint og er í raun tímaskekkja. Það ætti , frekar að leggja þessa sjóði niður og það væri mér a.m.k. að sársauka- lausu. Skuldir Plastos við þessa sjóði i hafa ekki aukist þrátt fyrir að við séum að byggja. Ég vil sem minnst um þá segja annað en það að það er ekki þeim að þakka að við erum nú flutt í nýtt hús.“ Æðri máttarvöld hjálpa -Hvernig fer Plastos að því að byggja fyrir rúmlega 200 milljónir | án viðbótarstuðnings þessara sjóða? , „Það er líklega fyrst og fremst af bjartsýni og trú á almættið og 1 ef ekki væru lífeyrissjóðimir þá væri ég í slæmum málum með fyrir- tækið. Það þótti mikil bjartsýni er við hófum byggingu við Krókháls 6 fyr- ir tólf áram. Eg fylgdist náið með framkvæmdum og bað þá oft til Guðs að dæmið gengi upp. Við flutt- um inn í húsið sex mánuðum eftir I að fýrsta botnplatan var steypt. Mér j var oft hrósað fyrir dugnaðinn og á endanum var ég farinn að trúa því að ég hefði gert þetta einn. I nýja húsinu í Garðabænum lét ég setja kross í báða endagafla hússins Drottni til dýrðar og til að minna mig á hver það er sem öllu ræður. Ég hefði gefíst upp í haust ef ég hefði ekki vitað að Drottinn leiddi verkið. í gegnum árin höfum við oft eins og fyrir tilviljun komist að ‘ einhveiju í sambandi við reksturinn ; eða tekið ákvörðun, sem reyndist . vel. Pabbi hafði þá jafnan á orði að einhver vekti yfir okkur. Ég er ekki í neinum vafa hver það er.“ Sigurður segist vera mikill ham- ingjumaður í einkalífi en hann kynntist konunni sinni, Erlu Aðal- steinsdóttur, við pokavél hjá Plast- prenti fyrir 35 árum. Þau eiga þrjú börn og þijú barnabörn. „Það hefur tvímælalaust verið mesta lán mitt í P lífinu að hafa hana mér við hlið en * hún vinnur enn í fýrirtækinu ásamt , sonum okkar tveimur, Oddi og Aðal- ’ steini. Erla er gjaldkeri fyrirtækis-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.