Morgunblaðið - 06.04.1997, Side 27

Morgunblaðið - 06.04.1997, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. APRÍL 1997 27 Þróun í dreifingu og smásölu matvæla VERSLUNARRÁÐ íslands gengst fyrir morgunverðarfundi þriðjudaginn 8. apríl nk. með prófessor John Daw- son í Sunnusal Hótel Sögu kl. 8-9.30. „Þróun á sviði dreifingar og smá- sölu matvæla hefur verið hröð á und- anfömum áratug og óhætt er að full- yrða að enn sér ekki fyrir endann á henni. Hvað einkennir þessa öru þró- un og hvert stefnir hún? Hverjir verða undir og hveijir ofan á í hinni óvægnu samkeppni? Hvemig em íslenskir inn- og útflutningsaðilar eða matvæla- framleiðendur í stakk búnir til að takast á við þessa þróun í nútíð og framtíð? Framsögumenn eru dr. John Daw- son, prófessor við Háskólann í Edin- borg, Höskuldur Ásgeirsson, fram- kvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs ÍS og Sigurður Jónsson, fram- kvæmdastjóri Kaupmannasamtaka íslands. Umræður og fyrirspumir að framsögum loknum. Dr. John Dawson hefur getið sér gott orð fyrir hagnýtar rannsóknir og ráðgjöf á sviði dreifingar og smá- sölu matvæla bæði á Bretlandseyjum og meginlandi Evrópu auk þess að sinna kennslu og fræðistörfum við áskólann í Edinborg og á Spáni. Framsögur verða á ensku undir yfír- skriftinni „Present and Future Deve- lopments in European Food Retail- ing,“ segir í fréttatilkynningu frá Verslunarráði íslands. ------» ♦ ♦------ Fyrirlestur um endur- vinnslu og förgun VÉLADEILD Tækniskóla íslands stendur fyrir fyrirlestraröð um um- hverfismál á þessari önn. Fyrirlestr- arnir em hluti af umhverfisfræðiá- fanga sem kenndur er í véladeild skól- ans. Næstkomandi þriðjudag, 8. apríl, mun Magnús Stephensen, bygging- artæknifræðingur og deildarstjóri hjá Sorpu, fjalla um stöðuna í sorphirðu, endurvinnslu og förgun á Islandi. Einnig mun hann horfa með spá- mannsaugum til framtíðar hvað þessi málefni varðar, segir í fréttatilkynn- ingu. Fyrirlestur Magnúsar hefst kl. 17 og er haldinn í stofu 325 á 2. hæð í húsnæði Tækniskólans á Höfðabakka 9. Fyrirlesturinn er ölium opinn, en að honum loknum verða umræður. -----------» ♦.■♦----- Lýst eftir ökumanni LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir ökumanni ljósblárrar fólksbifreiðar af tegundinni Dodge Aries, sem átti aðild að umferðarslysi í Feilsmúla skammt vestan Grensásvegar, við innkeyrsluna að bifreiðastöð Hreyfils fímmtudaginn 27. mars sl. um kl. 13.50. Sextán ára gömul stúlka á reið- hjóli var á leið austur eftir gangstétt- inni sunnan götunnar þegar hún varð fyrir Dodge-bifreiðinni, sem einnig var ekið austur Fellsmúla og beygt til hægri í veg fyrir stúlkuna. Við áreksturinn féll stúlkan í götuna en ökumaður bifreiðarinnar, sem var karlmaður á sextugsaldri með der- húfu á höfði, ók á brott án þess að huga að stúlkunni sem handleggs- brotnaði. Ökumaður Dodge-bifreiðarinnar er beðinn um að gefa sig fram við rann- sóknardeild lögreglunnar í Reykjavík hið fyrsta. Moreomblaðið/Jón Svavarsson V ann marg- miðlunartölvu Á FRAMADÖGUM, atvinnulífsdögum Há- skóla íslands þann 7. mars sl., efndu Lands- banki Islands og Landsbréf til verðlaunaget- raunar. Getraunin fólst í því að sýningar- gestir svöruðu nokkrum spurningum um þjónustu fyrirtækjanna. I verðlaun var AST margmiðlunartölva frá EJS. Dregið hefur verið úr réttum lausnum og er vinningshafi Soffía Haraldsdóttir, nem- andi áfjórða ári í viðskiptafræði við Há- skóla Islands. Verðlaunin voru afhent þann 18. mars sl. í Háskólabíói, í frimínútum hjá háskólanemum sem sækja tíma þar. Á mynd- inni er vinningshafinn ásamt syni sínum og fuiltrúum Landsbankans og Landsbréfa þeim Tómasi Hallgrímssyni, útibússtjóra í Vesturbæjarútibúi og Sigurbjörgu Bene- diktsdóttur, ráðgjafa hjá Landsbréfum. HmPIMÍSÍIiIiIííSEBÍI Þab er fátt sem kemur í stabinn fydr langdrœgni og öryggi NMT farsímans

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.