Morgunblaðið - 11.04.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.04.1997, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Við bænahald í hlíðum Everest EVERESTfararnir leggja í dag af stað í þriggja daga ferð upp Everestfjall þar sem þeir koma fyrir næstu búðum, sem verða í 6.500 metra hæð. Þangað fara þeir með tjald, svefnpoka, göngubúnað og annan búnað sem þeir nota þegar þeir gera atlögu við tindinn. Islensku fjallgöngumennirnir hafa nú fengið allan búnað sinn, en hann tafðist í tolli í höfuð- borg Nepals. Fram að þessu hafa þeir verið með tjöld og klifurskó að láni frá öðrum leið- angursmönnum. Björn Ólafsson sagði að þeir væru afskaplega ánægðir með þetta. Þeir væru núna komnir í dúnúlpurnar og svæfu í vetrarsvefnpokum und- ir þykkum loftdýnum. Harðfisk- urinn að heiman hefði einnig verið vel þeginn. Búdda á okkar bandi í pistli sem Everestfararnir sendu inn á alnetið í gær segja þeir frá trúarhátíð sherpanna, en hún er hluti af undirbúningi þeirra undir komandi átök. Björn sagði í samtali við Morg- unblaðið að þetta hefði verið athyglisverð athöfn, en nokkuð löng. „I dag fórum við ekkert upp i Tja.ll því sherparnir voru með bænastund, Piya. Þeir eru trúað fólk og taka ekki annað í mál en að tala við guðina áður en tekist er á við hættulegt verk- efni. Þeir fara fram á það við okkur að við tökum þátt í helgi- stundinni með þeim. Það þykir okkur sjálfsagt, meira af okkar eigin hjátrú en af umburðar- lyndi við trú annarra. Okkur þykir vænlegra að Búdda og aðrir guðir sem sherparnir trúa á séu á okkar bandi. Sherparnir reistu lítið altari efst í hól hér í tjaldbúðunum, upp úr því stendur stöng með nepalska fánanum. Ut frá stönginni og út í nærliggjandi hóla eða stórgrýti voru strengd- ar línur með áföstum bæna- flöggum. Bænirnar berast svo til heimkynna guðanna með vindinum. Marglit bænaflöggin strengd út um allt Það var Lama eða búdda- munkur sem stýrði athöfninni sem hófst með því að bænir voru kyrjaðar í um klukku- stund. Hjá honum sátu Jon Tin- ker leiðangursstjóri og Babu Sherpa sem er sirdar eða yfirs- herpi leiðangursins, og aðrir röðuðu sér í kring um altarið. Te, hrísgjón, mjöl, rauðvín, vískí og kex var borið á milli, og ýmist áttu menn að borða og drekka veigarnar eða kasta þeim á altarið. Einnig fengu allir um hálsinn rautt bænaband sem á að bera þar til heim er komið. Þessi athöfn er mikil- vægur hluti af leiðöngrum 1 þessum heimshluta og nú þegar þeim er lokið líta sherparnir svo á að leiðangurinn sé hafinn. Aðrir hafa haldið Puja undan- farna daga og grunnbúðir orðn- ar skrautlegar á að líta með marglit bænaflöggin strengd út um allt.“ A heimasíðu Everestfaranna er hægt að fá frekari upplýs- ingar um leiðangurinn. Slóðin er http://www.mbl.is/everest. KHUMBU skriðjökullinn fellur fram um einn metra á dag. Landslagið þar er mjög hrikalegt og síbreytilegt. SÍÐASTI hluti leiðarinnar yfir Khumbu er upp snarbrattan ísvegg, en á hann hafa verið lagðir álstigar sem eru samtals nærri 25 metrar á hæð þegar þeir hafa verið bundnir saman. Kostnaður við byggingu magnesíumverksmiðju næmi um 36 milljörðum króna Þýskt fyrirtæki tilbúið til framkvæmda FJÁRFESTINGARKOSTNAÐUR við byggingu magnesíumverk- smiðju á Reykjanesi myndi nema 505 milljónum Bandaríkjadala, eða um 36 milljörðum króna samkvæmt niðurstöðum hagkvæmnisathugun- ar á framkvæmdinni sem kynnt var á aðalfundi Islenska magnesíumfé- lagsins í gær. Þýska fyrirtækið Saltgitter An- Iagenbau, dótturfyrirtæki Preussag AG sem er eitt stærsta fyrirtæki Þýskalands, lýsti því jafnframt yfir á fundinum að það væri reiðubúið að gera bindandi samning um byggingu verksmiðju og ábyrgjast að hún gengi, með 50 þúsund tonna árlega framleiðslu hreins magnes- íums, fyrir ofangreinda upphæð. Arðsemi frá 10,7% til 12,5% Hagkvæmniskönnunin leiddi jafnframt í ljós að arðsemi slíkar verksmiðju miðað við fjárfestingar- kostnað myndi nema um 10,7% en 12,5% miðað við hlutafé. Júlíus Jónsson stjórnarformaður félagsins segir að við gerð könnunarinnar hafí komið í ljós ýmsir þættir sem skapi möguleika á að lækka kostn- að, og gætu þeir þýtt um 8% lækk- un stofnkostnaðar og um 10% lækkun rekstrarkostnaðar. Menn vilji lækka áætlaðan byggingar- kostnað um ein 12-14%. „Náist þessi sparnaður myndi heildararðsemi aukast umtalsvert, eða í um 17-20%. Hluthafar telja að bæta verði arðsemina í um 15% ef hægt eigi að laða að fjárfesta og ráðast í framkvæmdir, en þeir telja góða möguleika á að ná því marki. Hafin er vinna við að fá til liðs við verkefnið samstarfsaðila á sviði fjármögnunar, en við myndum ekki reyna slíkt öðru vísi en að telja okkur hafa góðar vonir um að það takist,“ segir Júlíus. Á fundinum var samþykkt að veita stjórn félagsins heimild til að tvöfalda hlutafé, eða úr 200 millj- ónum króna í 400 milljónir króna. Júlíus kveðst vona að ekki þurfí svo mikla hlutafjáraukningu, en markmiðið sé að í lok þessa árs geti forsvarsmenn ákveðið hvort verksmiðjan verði byggð eða ekki. Fáránlegt væri að hætta „Frá því að við hófumst handa hefur verið miðað við að halda áfram þangað til eitthvað stöðvaði gang málsins. Ennþá hefur ekkert slíkt gerst og því mun lengra sem menn komast hljóta líkur á því að verksmiðjan rísi að aukast. Niður- staða könnunarinnar sýnir að fár- ánlegt er að hætta, en hún er ekki alveg nógu góð til að stökkva af stað. Sjálfur væri ég ekki ósáttur við um 11% arðsemi, en hugsanleg- ir fjárfestar þurfa að sjá hærri pró- sentu,“ segir Júlíus. Hagkvæmasta staðsetning fyrir byggingu slíkrar verksmiðju er tal- in vera við Kópu, norðan Hafn- arbergs. Athuganir félagsins hafa leitt í Ijós að eftirspurn eftir magn- esíum, einkum í bílaiðnaði, er næg til að réttlæta 50 þúsund tonna viðbótarframleiðslu í heiminum. Júlíus segir að undirtektir nokkurra stórra bílaframleiðenda hafí verið slíkar að búast megi við að áhugi þeirra á kaupum um helmings fyrir- hugaðrar framleiðslu verði stað- festur með viljayfirlýsingu, þegar og ef ákvörðun um byggingu verk- smiðju verði tekin. Slík verksmiðja er talin myndi veita allt að 400 manns vinnu, auk þess að skapa óbeint um 300-400 störf. Mengun innan marka Júlíus segir jafnframt að mark- aðssambönd hafi náðst og fyrirhug- aðir langtímasölusamningar á verulegu magni framleiðslunnar séu komnir nokkuð á veg. Ljóst sé að um 25% af heildartækjabúnaði verði íslensk framleiðsla. Eftir mat á umhverfisáhrifum, telji stjórn félagsins jafnframt að áhrif á um- hverfí af byggingu og starfsemi verksmiðjunnar séu í lágmarki og að umhverfismengun verði innan þeirra marka, sem íslensk lög og reglur kveða á um. Samið var við Saltgitter Anlag- enbau um að stjórna tveggja þrepa hagkvæmniskönnun tækniþáttar- ins og mati á hagkvæmni verkefn- isins, en Amalgamet Canada hefur annast markaðskönnun og sölu- skipulagningu. Dagsbrún/Framsókn greiöa atkvæði Lítil kjörsókn SAMEIGINLEGRI atkvæðagreiðslu félagsmanna í Dagsbrún og Fram- sókn um kjarasamningana lauk kl. 17 í gær. Að sögn Snæs Karlssonar hjá Dagsbrún höfðu um ellefu hundruð manns greitt atkvæði um miðjan dag í gær af alls 6.500 félög- um sem voru á kjörskrá. Hann sagði að kjörsókn hefði mátt vera meiri en menn vonuðust þó til þess að hún yrði yfir 20% áður en yfir lyki. At- kvæðagreiðslan hófst sl. þriðjudag. Talning hefst næstkomandi þriðjudag og verður niðurstaðan birt sama dag. Snær segir að ef samn- ingarnir verða felldir verði að taka þá upp aftur. Umboðið náði til þess að gera þennan samning. Verði kja- rasamningarnir felldir í einstökum félögum verða þau að ákveða hvern- ig verði haldið á málum í framhaldi af því. Verkföll hefjast viku eftir að samningar eru felldir, þ.e. á mið- nætti 21. apríl. „Ég á þó fastlega von á því að samningarnir verði samþykktir því ég tel að öll skynsemi mæli með því,“ sagði Snær. i I I -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.