Morgunblaðið - 11.04.1997, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.04.1997, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 1997 13 FRÉTTIR FULLTRÚAR nokkurra bæjarfé- laga, sem Morgunblaðið hafði sam- band við í gær, telja ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af því að flug- samgöngur versni þótt ekki verði af stofnun Flugfélags íslands. Þeir lögðu áherslu á að bæjarfélög þeirra nytu áfram góðrar og öruggrar 'flugþjónustu á hagkvæmum kjörum " og sögðust vart hafa forsendur til að tjá sig um ákvörðun Sam- keppnisráðs. „Við treystum því hvernig sem málin fara að eftir fyrsta júií verði tilætluðum markmiðum náð um aukna samkeppni og bætta þjón- ustu og hagkvæmni, að flugrekend- ur bregðist á hverjum tíma við þörf- um markaðarins í þessum efnum án þess að slakað sé í nokkru á öryggi," sagði Jakob Björnsson bæjarstjóri á Akureyri. Jakob sagði menn nokkuð sátta við þjónustu og Samgöngunefnd eftir fund með Samkeppnis- stofnun og Flugleiðum Óeðlilegt að leita ekki upp- lýsinga „STRAX og skýrsla Samkeppnis- stofnunar kom út gerðum við ráð- stafanir til að boða fulltrúa Sam- keppnisstofnunar og fulltrúa Flug- leiða til þess að ræða þessi mál við okkur,“ sagði Einar Kr. Guðfinns- son, formaður samgöngunefndar Alþingis, en skýrsla Samkeppnis- stofnunar um stofnun Flugfélags íslands verður tekin til umflöllunar á fundi nefndarinnar i dag klukkan 15. Einar sagði að þessi vika væri nefndavika hjá Alþingi og fundur samgöngunefndar hefði verið ákveðinn áður. „Þetta er í rauninni hefðbundinn fundur en tilefni þess að við köllum á þessa aðila er þessi skýrsla. Fundurinn er til að fjalla um þingmál sem eru fyrir nefndinni en við töldum ástæðu, vegna þess hve stórt mál þetta er, til þess að kalla þessa fulltrúa til okkar.“ Um það hvort það væru óeðlileg afskipti af starfi sjálfstæðrar stofn- unar eins og Samkeppnisstofnun er samkvæmt lögum, að kalla fulltrúa hennar á fund nefndarinnar vegna tiltekins máls ítrekaði Einar með áherslu að ekki væri um sérstaklega boðaðan fund að ræða. Stór þáttur í samgöngumálum „Það er mjög algengt og eðlilegt í sjálfu sér að þingnefnd óski eftir upplýsingum vegna þess að hér er komið inn á mjög stóran þátt í sam- göngumálum landsins og það væri að mínu mati óeðlilegt ef samgöngu- nefndin leitaði ekki upplýsinga um hvað þarna er á seyði, ekki síst í ljósi þess að gert er ráð fyrir því að ný skipan í flugrekstri taki gildi um mitt ár. Þess vegna tel ég mjög eðlilegt að nefndin kalli eftir þeim upplýsingum sem hún getur í þess- um efnum.“ Einar Kr. Guðfinnsson sagði hins vegar ekkert komið fram í málinu sem gæfi tilefni til þess að álíta að breyta ætti lögum um Samkeppnis- stofnun en efnislega vísaði hann til þess að hann yrði ekki búinn ac kynna sér málið út í hörgul fyrr er að lokinni yfirferðinni á nefndar- fundinum á morgun. FLÍSASKERAR ÓG FLÍSASAGIR fe úpíUi i iS1 Stórhöfða 17, við GuUinbrú, sími 567 4844 Þurfum áfram góðar og öruggar flugsamgöngur ferðatíðni, menn hefðu hins vegar lengi óskað eftir að fyrsta vél á morgnana legði upp frá Akureyri en ekki Reykjavík sem gæfi betra færi á að reka erindi sín syðra árla dags. Jakob kvaðst vona að aukin samkeppni gæti lækkað verð, mönnum hefði lengi fundist fargjöld há, en það mætti þó ekki ganga út yfir öryggisatriði. „Við höfum búið við nokkuð góð- ar flugsamgöngur hér á Höfn, sér- staklega yfir sumarið. Við erum á eins konar jaðarsvæði því það eru um 470 km landleiðina til Reykja- víkur og því krefjumst við góðrar þjónustu og þurfum góðar flugsam- göngur,“ segir Anna Sigurðardóttir settur bæjarstjóri á Höfn í Horna- firði aðspurð um flugsamgöngur miili Hafnar og Reykjavíkur. Anna Sigurðardóttir kveðst hins vegar ekki hafa neinar forsendur til að velta fyrir sér þeim hræring- um sem nú eiga sér stað varðandi innanlandsflug Flugleiða. „Þetta hefur ekki komið til um- ræðu hjá okkur og ég á ekki von á því nema breyting verði á þjón- ustunni,“ segir Olafur Lárusson for- seti bæjarstjórnar Vestmannaeyja. Hann sagði flugsamgöngur í dag góðar, tvær til fjórar ferðir væru daglega með Flugleiðum og íslands- flugi milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur og Flugfélag Vest- mannaeyja stundaði leiguflug á flugvöllinn á Bakka eftir þörfum. „Ég get ekki séð að neinar breyting- ar verði á flugsamgöngum hér, markaðurinn er það stór að honum verður áreiðanlega sinnt áfram og því drögum við andann tiltölulega rólega," sagði Ólafur ennfremur. Sjá ekki breytingar Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á ísafirði, kvaðst enn ekki hafa kom- ist til þess að kynna sér úrskurðinn efnislega og því væri hann ekki tilbú- inn að tjá sig um hugsanleg áhrif hans fyrir flugsamgöngur við byggð- arlagið. Viðbrögð Helga Halidórssonar, bæjarstjóra á Egilsstöðum, voru svipuð, þar sem hann var ekki farinn að lesa úrskurð Samkeppnisráðs. Hann sagðist þó ekki hafa neinar forsendur til að ætla annað en að hann væri réttmætur. „Hér hefur verið aukning í farþegaflugi á und- anförnum árum, þannig að ég á ekki von á að það verði um stórkost- legar breytingar á flugsamgöngum hingað að ræða.“ Einstakt iifrigöngutilboð i Dísneyklubbínn Ef þú tekur tilboðinu innan .10 daga færðu skemmtilegis Mikka mús-tösku að gjöf. SKEMMTILEC MIKKA MUS-TASKA FYLCIRMEÐ I KAUPBÆTI Disneykubburinn er lifandi og fjölbreyttur bókakúbbur fyrir börn. Pe\r sem gerast félagar innan 10 daga fá tvasr vanáaðar og skemmtilegar asvintýrabaekur frá Walt Disney, ásamt blaði klúbbsins Gáska, á aðeinslélllllll Disneykubburinn opr\ar börnum töfranái asvintýraheim og hver bók veitir þeim ótaláar ánaegjustunáir. Tryggðu barninu |?ínu góðar baekur og tösku að gjöf. Siminn er 550 3000 VAKA-HELGAFELL h' SIÐUMULA 6, 108 REYKJAVIK,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.