Morgunblaðið - 11.04.1997, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.04.1997, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 1997 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Kaup á Nýja bíói fyrir atvinnuleikhús Bæjarráð andvígt tillögu um kaupin BÆJARRÁÐ Akureyrar getur ekki lagt til að tillaga húsnefndar Samkomuhússins um kaup á húsi Nýja bíós fyrir atvinnuleikhús bæj- arins verði samþykkt. Heildar- kostnaður við húsakaup, endur- bætur, breytingar og viðbyggingu við Nýja bíó er áætlaður um 120 milljónir króna. Leikhúsráð Leikfé- lags Akureyrar hefur lýst yfir ein- róma stuðningi við tillögu hús- nefndar um kaup á Nýja bíói. Ingólfur Ármannsson, formaður húsnefndar Samkomuhússins, sagði að nefndinni hefði verið falið að skoða möguleika á staðsetningu og húsnæði fyrir atvinnuleikhús til frambúðar, en vegna húsfriðunar- takmarkana er ekki unnt að gera fullnægjandi úrbætur á Samkomu- húsinu til lengri tíma. Húsnefnd- inni var því falið að skoða mögu- leika á nýju húsnæði. Þrír kostir voru einkum skoðaðir, að kaupa Sjallann, Nýja bíó eða að reisa nýtt hús. Húsnefndin var sammála um að mæla með kaupum á bíóhús- inu og vó staðsetning þess þar þungt. Heildarkostnaður við húsa- kaup, endurbætur, breytingar og viðbyggingu vegna Nýja bíós er að sögn Ingólfs svipaður og ef ráðist yrði í nýbyggingu. Samkomuhúsið áfram Bæjarráð er ekki samþykkt til- lögu húsnefndar og er því ljóst að nýta verður Samkomuhúsið fyrir starfsemi atvinnuleikhúss í næstu framtíð. Bæjarráð hefur óskað eft- ir hugmyndum frá húsnefndinni um brýnustu úrbætur svo hægt verði að nota húsið áfram. Ingólfur sagði að í undirbúningi væru lagfæringar á Samkomuhús- inu, m.a. á sal og eins verður lögð í það hitaveita. Framkvæmdir hefj- ast í næsta mánuði og er áætlað að þær kosti um 20 milljónir króna. IHAPPDRÆTTI lae 'eg|||| Vinningaskrá 46. útdráttur 10. aprfl 1997 íbúðarvinningur Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 57221 Ferðavinningar Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 32689 52584 54113 71344 Kr. 50.000 Ferðavinningar 1519 30064 32736 47351 55441 70481 5544 32099 38073 50367 61224 76889 Húsbúnaðarvinningar Kr. 10.000 Kr. 20.000 ( 6 11158 22556 33300 41253 51423 60373 71918 1135 11451 22679 33463 41463 51744 61027 72009 1243 11700 22747 34635 41481 51827 61028 72354 1491 12413 23193 35181 41719 51840 62102 72616 2340 12552 23371 35230 42210 51985 62188 73328 2997 12773 23481 35339 42286 52413 62231 73388 3299 13331 24019 35459 42371 52991 62544 73850 3379 13389 24213 35543 42886 53283 62738 73987 3989 13490 24473 35956 42957 53414 63076 74497 4099 13868 25296 36179 44845 53512 63149 74783 4511 13935 25742 36241 45264 53737 63257 74880 4898 13965 25842 36330 45284 53784 64436 75075 5899 14343 26200 36380 45343 54769 64613 75249 6251 14566 26431 36452 45378 54969 64780 75513 6877 14908 26471 36873 46041 55132 64915 75867 7272 15205 27134 37107 46330 55243 65339 76183 7315 15660 27262 37294 46685 55386 67778 76275 7587 15735 27568 37348 47704 55434 68094 76470 8004 16260 28120 37542 47768 55550 68373 76911 8035 16965 28227 38480 48170 56145 68556 77092 8552 17094 28817 38709 48613 56492 68718 77241 8566 17151 29112 38914 48722 57303 69020 77562 8900 17699 29728 39631 48749 57495 69126 78004 8909 18224 31414 39660 48787 57676 69214 78122 8948 18726 31817 39667 48942 58111 69264 79467 9008 19189 31887 40234 49429 58273 69537 79689 9120 19946 31906 40295 49791 58512 69986 79766 9465 21914 31909 40720 50144 59347 70370 79813 9563 22197 33155 40959 50453 59783 71710 10752 22335 33269 41004 50611 60083 71787 Næsti útdráttur fer fram 17 apríl 1997 Heimasíða á Interneti: Http//www.iln.is/das/ Morgunblaðið/Knstján STARFSFÓLK í Sunnu apóteki, Bryndís Sigurðardóttir, Lára Pálsdóttir, Soffía Örlygsdóttir og Bergþór Haraldsson í húsakynn- um apóteksins í matvöruverslun KEA í Sunnuhlíð. Verslunarmiðstöðin Sunnuhlíð Sunnu apótek opnað NÝTT apótek, Sunnu apótek verður opnað í matvöruverslun Kaupfélags Eyfirðinga í Verslun- armiðstöðinni Sunnuhlíð í Glerárhverfi á Akureyri í dag. Bergþór Haraldsson lyfsali segir að ætlunin sé að þjónustu íbúa hverfisins sem og aðra bæj- arbúa, en um 5.000 manns búa í Glerárhverfi og hafa þeir fram til þessa þurft að sækja þjónustu lyfjaverslana í miðbæ Akur- eyrar. Viðbrögð við opnun apó- teksins í þessu hverfi hafa þegar verið mjög jákvæð, að sögn Berg- þórs. Elli- og örorkulífeyrisþegar fá 20% afslátt af lyfjum samkvæmt lyfseðli í Sunnu apóteki. „Staðsetning þessa apóteks er RAGNA Hermannsdóttir opnar myndlistarsýningu í Gallerí+, Brekkugötu 35 á Akureyri á morg- un, laugardaginn 12. apríl, kl. 16 og verður hún opin til kl. 18. Sýn- ingin verður opin tvær næstu helg- ar á milli kl. 14 og 18 og einnig eftir samkomulagi við húsráðendur í Brekkugötu á öðrum tímum. Síðasti sýningardagur er 20. svolítið óvenjuleg, en það er inni í matvöruverslun,11 segir Berg- þór og bendir á að næg ókeypis bílastæði við verslunarmiðstöð- ina standi viðskiptavinum til boða. „Það er mikill kostur að hafa apótek í verlsunarmiðstöð- inni.“ Sunnu apótek er í rúmlega 90 fermetra húsnæði og þar eru fjögur stöðugildi. Opið verður frá kl. 9 til 19 alla virka daga og frá kl. 11 til 15 á laugardögum en lokað á sunnudögum. Lyf verða ekki framleidd í apótekinu, en að sögn Bergþórs verður sam- vinna um slíka framleiðslu höfð við Stjörnuapótek sem eins og Sunnu apótek er í eigu Kaupfé- lags Eyfirðinga. apríl næstkomandi. Á sýningunni eru þrjár ljósmyndaraðir, Krot: landslag, fuglar og eftirmyndir af eftirlíkingum: andlitsmyndir. Ragna er fædd í Bárðardal 1924. Hún er ljósmyndari og hefur lært myndlist í Myndlista- og hand- íðaskólanum, í Bandaríkjunum og Ríkisakademíunni í Amsterdam. Hlutafjárkaup 1 Samheija Starfsmenn áhugasamir FRESTUR rann út í gær sem um 330 starfsmenn Samhetja höfðu til að skrá sig fyrir hlutabréfum. Nýttu þeir sér það nánast allir. Um var að ræða kaup á tæplega 13 milljóna króna hlut í félaginu að nafnvirði, í eigu fimm hluthafa, þeirra Þorsteins Más og Finnboga Baldvinssona, Kristjáns og Þorsteins Vilhelmssona og Aðalsteins Helgasonar. Rétt til kaupa höfðu þeir starfs- menn sem unnið hafa hjá Samheija í eitt ár eða lengur. í nýafstöðnu hlutafjárút- boði Samheija, þar sem boðn- ar voru 45 milljónir króna að nafnverði á genginu 9, varð eftirspurnin níföld á við fram- boð. Starfsmenn sem kaupa sinn hlut á genginu 5. Barnakóra- mót og tónleikar BARNAKÓRAMÓT verður haldið í Þelamerkurskóla helgina 12. til 13. apríl. Um 100 börn úr fjórum barnakór- um munu koma saman og syngja. Þrír kóranna eru frá Akureyri, Kór Lundarskóla, Barnakór Glerárkirkju og Barnakór Akureyrarkirkju og einn, Kór Borgarhólsskóla, kemur frá Húsavík. Kórtónleikar verða í Glerárkirkju sunnudaginn 13. apríl kl. 16.30 og er öllum heimill aðgangur. Tónleikarn- ir eru afrakstur barnastarfs- ins í Þelamerkurskóla og munu kórarnir syngja hver í sínu lagi og einnig nokkur lög saman. Ljósmyndaraðir í Gallerí+ Framkvæmdastj óraskipti hjá Flutningamiðstöð Norðurlands Oskar tekur við af Þórarni ÞÓRARINN ívarsson lætur af starfi framkvæmdastjóra Flutningamið- stöðvar Norðurlands hf., FMN, dótturfyrirtækis Samskipa á Akur- eyri um næstu mánaðamót. Við starfinu tekur Óskar Óskarsson, deildarstjóri rekstrardeildar FMN. Þórarinn mun starfa hjá fyrirtæk- inu eitthvað áfram en tekur í fram- haldinu við starfi hjá Samskipum. Óskar er sonur Óskars Jónssonar á Dalvík en fyrirtæki hans, Óskar Jónsson og Co hf., sameinaðist FMN vorið 1995 og hefur sonurinn starfað hjá FMN síðan. Hann sá m.a. um útgerð Sæfara á Dalvík en FMN yfirtók rekstur feijunnar þann 1. maí í fyrra. Óskar sagði það leggjast vel í sig að taka við starfi framkvæmdastjóra. „Ég þekki flutningarekstur nokkuð vel, þótt ég sé nú að takast á við marga nýja og mun stærri hluti en áður. Ég hef því verið að setja mig inn í hlutina að undanförnu." Starfsemin undir sama þak Þórarinn hefur verið í starfi framkvæmdastjóra FMN í um tvö ár og hann segir starfið hafa verið mjög skemmtilegt, enda mikið verið að gerast á þessum tíma. Áður starfaði hann við svipaða hluti í Vestmannaeyjum. Flutningamið- stöð Norðurlands varð til er Sam- skip yfirtóku rekstur Skipaaf- greiðslu KEA um áramótin 1993—’94. Frá þeim tíma hefur fyr- irtækið stækkað mikið og umsvifin aukist. Landflutningafyrirtækið Stefnir á Akureyri sameinaðist FMN einnig vorið 1995. Eigendur Stefnis og Óskars Jónssonar eignuðust við það hlut í FMN en nú er verið að ganga frá kaupum Samskipa á þeim eign- arhlutum í félaginu. Veltan um 400 milljónir króna Fyrirtækið flutti starfsemi sína að Tryggvabraut 5 á Akureyri í lok síðasta árs, þar sem skipa- og bíla- afgreiðslan sameinast undir sama þaki. FMN keypti húsnæði Þórs- hamars af Kaupfélagi Eyfirðinga á síðasta ári og hefur þar yfir að ráða um 1.500 fermetrum undir starfsemi sína. Hjá fyrirtækinu starfa um 50 manns og hefur það yfir að ráða um 20 flutninga- og sendibílum auk þess sem það leigir mikið af flutningabílum til viðbótar. Rekstur Flutningamiðstöðvar Norðurlands hefur gengið vel frá upphafi og eru forsvarsmenn fyrir- tækisins bjartsýnir á framtíðina. Velta fyrirtækisins á síðasta ári var tæpar 400 milljónir króna. > I í \ I i > I- ! I 1 i I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.