Morgunblaðið - 11.04.1997, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.04.1997, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Stutt í stafrænt sjón- varp í Bandaríkjunum Detroit. Morgunblaðið. Vatna vextir í Minnesota FLÓÐ af völdum leysinga hafa víða valdið miklum vandræðum á sléttum norðanverðra Banda- ríkjanna undanfarna daga, eink- um þó ofanverðum svonefndum Miðvesturrikjum. Ár hafa brotist yfir bakka sína og viða hafa vatnavextir ekki verið meiri í 30 ár. Eigandi merar skammt frá St. Peter í Minnesota greip til þess ráðs að setja björgunarbelti um háls dýrsins. Flóðin eiga enn eftir að vaxa en óveiyuleg fro- statíð á næturna hefur hægt á þeim. Frostin hafa þegar valdið tjóni á ávaxtauppskeru allt suður í Ohioárdal. HELMUT Kohl, kanzlari Þýzka- lands, og Jacques Chirac, forseti Frakklands, ítrekuðu enn á fundi í Bonn á miðvikudagskvöld að þeir væru staðráðnir í að koma Efnahags- og myntbandalagi Evr- ópu (EMU) á laggirnar á tilsettum tíma, 1. janúar 1999. Leiðtogarnir samþykktu auk þess að halda nokkra fundi í við- bót á þeim tveimur mánuðum, sem eftir eru fram að leiðtogafundi Evrópusambandsins í Amsterdam, en þar á að reyna að ljúka ríkj- aráðstefnu sambandsins og ná endanlegu samkomulagi um end- urskoðun stofnsáttmála þess og breytta stofnanauppbyggingu. Talið er að ákvörðun Kohls um að bjóða sig fram til endurkjörs á næsta ári auki líkurnar á því að ekki verði horfið frá áformum um EMU. Engu að síður gengur illa að kveða niður efasemdir um að Þýzkaland muni standast skilyrði Maastricht-sáttmálans fyrir þátt- töku í EMU. Fjárlagahallinn í Þýzkalandi 3,2% af VLF Portúgalskt dagblað, E1 Publico, birti í gær frétt um að samkvæmt spá framkvæmda- Fjarskiptanefnd bandarísku alríkis- stjórnarinnar ákvað í síðustu viku að innleiða stafræna tækni við sjón- varpsútsendingar - tækni sem mun skila sér í auknum myndgæðum og öllu dýrari sjónvarpstækjum. Þessi ákvörðun fjarskiptanefndar- innar á eftir hafa víðtæk áhrif á næstum hveiju einasta heimili í Bandaríkjunum. Á næstu tíu árum verður núverandi tækni smátt og smátt lögð af og til að njóta þeirrar nýju til fullnustu, verða bandarískir sjónvarpsnotendur að festa kaup á nýrri tegund sjónvarpstækja, sem áætlað er að kosta muni í upphafi um tvö þúsund dollara (um 140 þús- und krónur). Þó er gert ráð fyrir að verðið fari lækkandi með tímanum, þegar framleiðsla og sala nýju tækj- anna eykst. Þeim sem vilja fresta þessum kaupum verður gefinn kost- ur á að kaupa svokallaðan mynd- breyti sem gerir venjulegum sjón- varpstækjum kleift að ná stafrænum útsendingum. Sameining sjónvarps og tölvu Framúrskarandi mynd- og hljóð- gæði eru það sem áhorfendur munu NÝTT efnasamband er talið gefa vissar vonir um að í framtíðinni megi veita lækningu við Parkinsons- veiki, að sögn vísindamanna við Guilford-lyfjarannsóknastofnunina í Baltimore í Bandaríkjunum. Hafa þeir þróað efnasamband sem virðist hafa snúið við taugahrörnun í heila tilraunamúsa. Milljónir manna þjást af Parkin- sonsveiki sem lýsir sér í hægfara stjórnar Evrópusambandsins myndi Þýzkaland ekki ná því markmiði að fjárlagahalli á næsta ári yrði innan við 3% af vergri lands- framleiðslu. Blaðið segir að hagfræð- ingar fram- kvæmdastjórn- arinnar geri ráð fyrir 3,2% fjár- lagahalla í Þýzka- landi og 3,8% á ít- alíu. Öll önnur ríki ESB nema Grikkland muni hins vegar stand- ast kröfur Maastricht um fjárlaga- halla. Fulltrúi E1 Publico staðhæfir við Eeuters-fréttastofun að upp- lýsingarnar séu fengnar frá fram- kvæmdastjórninni. Embættis- menn framkvæmdastjórnarinnar segjast hins vegar aldrei tjá sig um „vangaveltur fjölmiðla“ og benda á að formleg spá fram- kvæmdastjórnarinnar verði ekki gefin út fyrr en 23. apríl. Vitað er að framkvæmdastjórn- in endurskoðar oft þær spár, sem settar eru fram í vinnuplöggum, nokkrum dögum áður en formleg spá um efnahagsþróun í aðildar- ríkjunum er gefin út. fyrst taka eftir í stafrænu (digital) sjónvarpi. Myndflöturinn verður stærri, myndin mun skýrari, og hljóðgæði verða á borð við það sem nú tíðkast á geisladiskum. Sjón- varpsstöðvar munu einnig eiga möguleika á að senda út á allt að sex hljóðrásum í einu, þannig að áhorfendur gætu mögulega horft á sömu myndina með ensku, spænsku eða frönsku tali, svo dæmi séu tek- in. Þar sem stafræn sjónvarpstæki munu nema sendingar, sem eru í eðli sinu þær sömu og tölvur nota, er talið að þessi nýju sjónvarpstæki muni í æ ríkari mæli líkjast einka- tölvum. Gert er ráð fyrir að áhorf- endur geti nýtt sér tækin til að skoða sig um á alnetinu og velja ýmsa þjónustu sem sjónvarpsstöðv- ar eiga eftir að bjóða upp á. Stærstu borgirnar fyrst Samkvæmt ákvörðun fjarskipta- nefndarinnar í síðustu viku, munu áhorfendur í tiu stærstu borgum landsins ná stafrænum útsending- um um jólin 1998. Um aldamótin er áætlað að rúmur helmingur hrörnun þessa hluta heilans sem stjórnar hreyfíngum. Engin lækning er við veikinni og engin veit hvað veldur henni, sem smám saman brýt- ur niður taugatrefjar i hreyfistjórn- stöð heilans. Við tilraunir hefur vísindamönn- um tekist að auka vöxt taugaenda í heila tilraunamúsa með þeim ár- angri að þær hafa náð aftur nær fullkomnu valdi á hreyfingum sínum. INNRI markaður Evrópusam- bandsins (ESB) hefur skilað að- ildarríkjum þess umtalsverðum árangri samkvæmt nýrri skýrslu sem framkvæmdastjórn ESB birti í þessari viku. Hag- vöxtur er talinn hafa aukist með tilkomu hans, atvinnuleysi er talið minna og viðskipti meiri. Hvað hagvöxtinn varðar er hann talinn hafa verið að meðaltali 1% hærri í árslok 1994 en hann hefði verið hefði innri markaðarins ekki notið við. Samanburður fyrir árin 1995 og 1996 liggur hins vegar ekki fyrir enn. „Nýju“ aðildarríkin, þ.e. Spánn og Portúgal og Grikk- land, sem gengu í ESB á síðasta áratug, bættu stöðu sina hlut- fallslega talsvert meira, sem og írland, en nýjustu aðildarríkin, þ.e., Austurríki, Svíþjóð og Finn- land, eru ekki inni í þessum sam- anburði. Aðild að ESB er talin hafa skilað Spánverjum og Portúgölum um 7% hagvexti umfram efnahagsþróunina eins og hún er talin hafa orðið án aðildar. Ágóði íra er enn meiri á undangengnum 10 árum, eða landsmanna sjái stafrænt sjónvarp. Árið 2006 mun myndrænum (ana- log) útsendingum verða hætt í Bandaríkjunum og er þá gert ráð fyrir að allar sjónvarpsstöðvar í landinu hafi fest kaup á nýjum tækjabúnaði fyrir stafrænar út- sendingar. Japanir slást í hópinn Aðrar þjóðir hafa einnig tilkynnt að þær muni taka upp stafræna tækni á komandi árum. Nokkrum dögum áður en Bandaríkjastjórn tilkynnti um áform sín sögðust Japanir ætla að flýta uppsetningu stafræns kerfis þar í landi um nokk- ur ár. Japanir reyndu á síðasta ára- tug að þróa hágæða sjónvarp í myndræna kerfinu, en gáfu þau áform upp á bátinn, þegar ljóst var að stafrænt kerfi yrði ofan á. Tals- maður japönsku stjórnarinnar sagði í síðustu viku að stafrænar útsend- ingar myndu hefjast þar í landi fyr- ir aldamót. Evrópuþjóðir hafa einn- ig ákveðið að taka upp stafrænar útsendingar og gert er ráð fyrir að þær heijist í Bretlandi á næsta ári. Vísindamennirnir munu skýra frá niðurstöðum rannsóknanna á árs- fundi bandarísku efnafræðisamtak- anna (ACS) í næstu viku. Gera verð- ur umfangsmiklar tilraunir á efna- sambandinu áður en hægt yrði að hefja lyfjaframleiðslu og er því nýs lyfs við veikinni ekki að vænta fyrr en eftir a.m.k. 5-10 ár, að sögn vís- indamannanna. um 40%, en tengslin þar eru hins vegar óljóasri þar sem tals- vert lengra er um liðið frá inn- göngu þeirra. Innri markaðurinn skilaði 600 þúsund nýjum störfum í skýrslunni er jafnframt reynt að leggja mat á framlag innri markaðarins til baráttunn- ar gegn vaxandi atvinnuleysis í Evrópu. Eru þar færð rök fyrir því að heildarfjöldi starfa innan ESB sé um 600 þúsundum fleiri vegna innri markaðarins og því sé fráleitt að kenna tilkomu hans um versnandi atvinnu- ástand innan ESB. Þvert á móti megi ætla að hann muni verða enn betra vopn gegn atvinnu- leysi eftir því sem hann verði virkari. Innri markaðurinn er einnig talinn hafa aukið umfang við- skipta um sem nemur 20-30% auk þess sem ætla megi að hann hafi aukið áhuga erlendra fjár- festa á Evrópusambandinu. Þannig hafi 48% allrar erlendr- ar fjárfestingar í heiminum runnið til aðildarríkja ESB. Þá eru vanþróaðri aðildarríki ESB talin talsvert lengra á veg komin í að uppfylla inntökuskil- yrði eurosins, sem hleypt verður af stokkunum 1. janúar 1999 að öllu óbreyttu, fyrir tilstilli innri markaðarins. Verða að gæta sín á N-Kóreu NORÐUR- og Suður-Kóresk- ir landamæraverðir skiptust á aðvörunarskotum er hópur norður- kóreskra hermanna fór inn yfir landamæri S-Kóreu í gær. Sunn- anmenn, sem urðu þeirra varir, skutu 10 skotum í loft upp og svöruðu Norðamenn eftir að hafa hörfað til baka. Atvikið átti sér stað 100 km austur af landamærastöðinni í Panmunjon. William Cohen, varnarmálaráðherra Banda- ríkjanna, heimsótti stöðina í gær og sagði atvikið undir- strika nauðsyn þess að Vest- urlönd yrðu að hafa góðar gætur á Norður-Kóreumönn- um. Verkföll í Frakklandi SKYNDIVERKFÖLL lömuðu flugsamgöngur í Frakklandi í gær og starfsemi sjúkra- húsa raskaðist vegna að- gerða aðstoðarlækna. Þá kom sólarhringsverkfall prentara í veg fyrir að dag- blöð kæmu út en þeirra var þó hægt að njóta á alnetinu (Internet). Herör gegn spillingu BORÍS Jeltsín sagði spillingu í rússneska stjórnkerfínu stríð á hendur í útvarpsávarpi í gær. Margar fyrri tilraunir hans af því tagi frá 1991 hafa reynst árangurslausar. Nú kvaðst hann ætla að bera þjófnað og mútuþægni emb- ættismanna ofurliði. Senn kosið í Indlandi STJÓRNMÁLAKREPPAN í Indlandi dýpkar með degi hverjum og sagði talsmaður H.D. Deve Godwa for- sætisráð- herra í gær, að búast mætti við að nýjar þing- kosningar yrðu senn boðaðar, annað hvort í maí eða júní. í dag verða greidd at- kvæði um vantraust á stjórn Godwa á þingi. Saddam reis- ir moskur SADDAM Hussein Iraksfor- seti hefur mælt svo fyrir um, að á hverjum afmælisdegi hans skuli vígð ný stórmoska í landinu og skóflustunga jafnframt tekin að nýrri mosku. Allar eiga þær að bera nafn hans. Verður fyrsta afmælismoskan vígð á sex- tugsafmæli Saddams 28. apríl nk., að sögn írösku fréttastof- unnar INA. Chirac og Kohl ítreka að staðið verði við EMU Bonn, Brussel. Reuter. Innri markaðurinn ágóði fyrir ESB Brussel. Morgunblaðið Dagur Parkinsonsveikinnar Binda vonir við nýtt efni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.