Morgunblaðið - 11.04.1997, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.04.1997, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ ■ ERLEIMT ÍSRAELSKIR hermenn leita skjóis undan bensinsprengjum æstra Palestinumanna i miðborg Hebron. Netanyahu sefar reiði Palestínumanna Segir ísraela ekki vilja taka bæi Jerúsalem. Reuter. BENJAMIN Netanyahu, forsætis- ráðherra ísraels, reyndi í gær að sefa reiði Palestínumanna sem fyrrtust við yfirlýsingar sem Yitz- hak Mordechai, vamarmálaráð- herra ísraels, lét falla fyrr um daginn, þess efnis að ísrael myndi ekki eiga í „neinum vandræðum með að endurheimta" bæi á Vest- urbakkanum, sem færðir hafa ver- ið undir sjálfstjóm Palestínu- manna. Sagði Netanyahu að ísra- elsmenn hefðu „engan áhuga“ á að taka þessa bæi aftur, þó að þeir myndu vissulega geta það. í skiptu borginni Hebron á Vest- urbakkanum særðu ísraelskir her- menn sjö Palestínumenn í gær, þegar óeirðir héldu þar áfram. Á þriðjudag biðu þrír Palestínumenn bana fyrir byssukúlum öryggis- sveita Israelsmanna. Aðalsamningamenn sjálfstjórn- aryfirvalda Palestínumanna héldu til Bandaríkjanna í gær, þar sem þeir munu eiga viðræður við Mad- elaine Albright utanríkisráðherra og Dennis Ross, sérlegan sátta- semjara Bandaríkjastjómar, um áætlun Bandaríkjamanna sem mið- ar að því að koma friðarferlinu á réttan kjöl. Þýfi Görings að finna á Malagra. Morgunblaðið. GÖRING flugmarskálkur, einn dyggasti undirsáti Adolfs Hitlers, lét flytja til Spánar 200 mjög verð- mæt listaverk sem innrásarsveitir þýskra nasista tóku herfangi í Hollandi á árum síðari heimsstyij- aldarinnar. Hugsanlegt er að lista- verkin séu enn á Spáni. Þetta kemur fram í gögnum bandarísku njónsastofnunarinnar OSS, forvera leyniþjónustunnar CIA, sem opinberuð hafa verið í Washington í Bandaríkjunum. Samkvæmt göngum þessum lét Herman Göring, sem var annálað- ur fyrir listhneigð sína jafnt sem fúlmennsku, flytja 200 listaverk frá Hollandi til Spánar. Fram kemur að listaverkin hafi verið Spáni? mjög verðmæt og er talið að nú- virði þeirra væri á bilinu 7-30 milljónir króna. Fimm eða sex listaverkanna eru hins vegar sögð vera mun verðmætari í skjölum OSS. Ekki kemur fram í þessum gögnum eftir hveija listaverkin séu en samkvæmt öðrum heimild- um, breskum, var þarna um ræða verk eftir þekkta meistara á borð við Rembrandt, Van Dyck, Ru- bens, Jon Steen og Cranash. Verk- in voru tekin úr Goudstikker-sýn- ingarsalnum í Amsterdam er þýskir nasistar hernámu Holland. Síðan virðist Göring hafa komist yfir þau og voru þau flutt til Spán- ar sem hans eign. Rannsókn TWA-slyssins Sáu flugskeyti yfir New York? St. Paul. Reuter. FLUGMENN hjá bandaríska flug- félaginu Northwest Airlines segjast hafa séð eitthvað, sem líktist flug- skeyti, yfir New York kvöldið 17. mars. Var skýrt frá því í dagblað- inu Saint Paul Pioner Press í gær. Blaðið sagði, að þeir, sem ynnu að því að rannsaka hvað hefði komið fyrir þegar farþegaþota frá TWA fórst í fyrrasumar með öllum innanborðs, væru að setja saman og fara yfir ratsjárupptökur frá umræddu kvöldi. Auk þess hefðu tvær aðrar flugáhafnir, önnur hjá Delta Airlines og hin hjá US Airways, gefið líka skýrslu og flug- mennirnir hjá Northwest. Bandaríski sjóherinn var að reyna eldflaug eða flugskeyti á þessum sama tíma en talið er, að það hafi verið gert mörg hundruð km sunnar eða úti af Florida. Flug- menn, sem voru yfir New York, hefðu ekki getað séð þau skeyti. LISTIR Tónlistarlega fullkominn Parsifal Frönsk blöð og alþjóðleg hafa nú gefið uppfærslu Bastillu-óperunnar á Parsifal einkunn, en Kristinn Sigmunds- son er þar meðal söngv- ara. Þórunn Þórsdótt- ir las gagnrýni blað- anna og sá að hún er skínandi fyrir flutning tónlistarinnar, blendin hvað annað varðar. Morgunblaðið/Kristinn Kristinn Sigmundsson STJÓRNANDI, hljómsveit og söngvarar I Parsifal eftir Richard Wagner fá ein- róma lof gagnrýnenda, en óperan er nú á sviði Bastillunnar í París, eins og komið hefur fram í blaðinu. Hún er mikið þrekvirki, fimm stunda löng, og Kristinn Sig- mundsson syngur í miðkaflanum. Hann fer með hlutverk Klingsors, sem gengur illum öflum á hönd þegar honum er neitað um inn- göngu í bræðralag hins heilaga kaleiks. Þetta lokaverk Wagners frá 1882 er eins konar forsaga Lohengrin, því hann var sonur Parsifals. Óp- eran er uppfull af trúarlegum og dulrænum táknum, en í þessari uppfærslu er áhersla lögð á hið raunsæislega í sögunni. Leikstjóri og búningahönnuður fá yfirleitt ekki eins góðar viðtökur blaða og tónlistarfólkið. „Parsifal er til fyrirmyndar,“ seg- ir Le Monde, „svissneski stjómand- inn Armin Jordan hefur hárfína til- finningu fyrir söngvurunum og kall- ar fram það besta hjá þeim. Hann er að mörgu leyti djarfur en lætur hljómsveitina aldrei yfirgnæfa sönginn. Það er aðdáunarvert hvemig hann heldur sjálfum sér til hlés í djúpri virðingu fyrir tónlist Wagners... Ruglingsleg leikstjórn Graham Vick dregur athyglina nokkuð frá kjarna verksins, and- legri og trúarlegri leit söguhetj- anna, en áheyrendur virðast ekki láta það á sig fá og fagna ákaft í leikslok." Nákvæmir og sannfærandi Gagnrýnandinn Alain Lompech segir að gengnir séu Wagner- söngvararnir miklu; Flagstadt, Nil- son, Melchior, Vinay, Mödl, Hotter, Windgassen. En sá sem fari í Bast- illuna þessa dagana verði ekki fyrir vonbrigðum. Einsöngvarar hafi kannski ekki allir sterka rödd, en það komi ekki að sök, þeir séu ná- ÞRJÁ næstu föstudaga, 11., 18. og 22. apríl kl. 17.30, heldur Halldór Björn Runólfsson listfræðingur röð fyrirlestra í húsakynnum Myndlista- skólans í Reykjavík sem nefnist Manneskjan í listinni. í fyrirlestrunum verður í stórum dráttum rakin þróun 20. aldar listar sem hefur manneskjuna að mynd- efni. í þeim efnum er ekki um neina ákveðna stefnu að ræða heldur per- sónulegan áhuga hinna ýmsu lista- manna. í kynningu segir: „Á seinustu ára- kvæmir í flutningi og leikur þeirra jafnan sannfærandi. Undantekn- ingin sé Gwynne Howell í hlutverki Titurel, en einlægni í túlkun hafi bætt upp ónákvæmni í söng. „Thomas Moser er ljóðrænn Moz- art-tenór, hvorki hefðbundinn Pars- ifal, né Samson eða Óþelló. En túlk- un hans sýnir músíkalskan skilning og tilfinningu og hún er óþvinguð." Blaðið minnist einnig á Kathryn Harries í hlutverki Kundry og Wolf- gang Schöne sem Amfortas. Monde kvartar, enn einu sinni, yfír hljómburði í salnum og segir að annars hafi leikstjórnin verið helsti galli sýningarinnar. Þótt hún hverfi í skugga tónlistarinnar sé áberandi að Vick ráði lítið við hóp- senur og nýti þar sviðið illa. Það sé annars afar einfalt og ágætlega hannað af Paul Brown. Lýsing fær líka hrós og þykir fylgja tónlistinni vel. Búningar fá hins vegar last og kveðst Lompech þreyttur á sam- krullsfötum þar sem öllu ægi saman og ástæðulausri framúrstefnu. Höfðinglegur Klingsor Gallalaus Parsifal er fyrirsögn greinar Eric Dahan í Liberation. Þar fjallar hann almennt um óper- una, margslungna tónlistina sem lýsi þjáningu mannsins. Því sé við- eigandi sá einfaldleiki sem stjórn- andi, leikstjóri og leikmyndateikn- ari hafi í hávegum. Þannig njóti sín „stórfenglegar raddir“ Jan Hendrick Rootering (Gurnemanz), Howell, Schöne, Moser, Harries og Kristins Sigmundssonar. Figaro segir leikstjórnina skorta virðuleika sem hæfí óperunni og ósamræmi skapist í því sem séð er og heyrt. Því jafn og fallegur heild- arsvipur einkenni flutning tónlistar- innar. Jordan færi áheyrendum Wagner í tærustu mynd. Um Krist- in segir gagnrýnandinn, Pierre Pet- it, að hann túlki Klingsor á höfðing- legan og áhrifaríkan hátt. í vikublaðið Figaroscope skrifar tugum hefur manneskjan aftur á móti sótt í sig veðrið i myndlistinni og má það þakka stórauknum áhuga manna á félags- og sálarfræði. Mað- urinn er ekki lengur homreka í inynd- listinni sem illa gerður hlutur heldur er hann nú í sumum tilvikum aftur orðinn þungamiðja hennar. Þá hefur sókn kvenna innan listarinnar haft afgerandi áhrif á þróun mála. Svo virðist sem myndlistin sé á góðri leið með að jafna sig fullkomlega eftir áfallið sem hún varð fyrir þegar ljós- myndin stal frá henni senunni." hins vegar Jaques Doucelin að leik- stjórn og svið hafi verið hreint og tært og tónlistarstjómin „guðdóm- leg“. Ef Moser hafi stundum sýnt veikleikamerki í titilhlutverkinu, gegni öðru og betra um Harries, Schöne, Rootering og Kristinn. Leikstjórinn fær loksins hrós Ádeilublaðið kímna, Canard Enc- hainé, tekur sjálfstæða afstöðu að vanda. Luc Décygnes segir Parsifal í sjálfu sér fáránlega óperu, en leik- stjóm Grahams Vick sé fyrirtak. Hann sé mikill fagmaður og takist á vitsmunalegan máta að setja upp ljóðræna og tæra sýningu. Hann varpi ským ljósi á verkið án þess að trufla það á nokkum hátt. Við þetta njóti hann fulltingis stjóm- andans, sem fái hljómmikla og tæra tónlist frá vel stemmdri hljómsveit. „Þannig fáum afar vel heppnað verk. Kraftaverk! eins og þeir segja í óperunni“. I stórblaðinu Herald Tribune seg- ir að tónlistin fái að njóta sín í Bastillunni. Stjórn Jordans sé ljóð- ræn og flausturslaus en aldrei lang- dregin. „Og ekki vantar raddirnar. Moser kemur úr Mozart í Wagner án þess að missa sinn fyrirhafnar- lausa ljóðræna streng, sem hann sameinar dramatískum styrk... Harries er skínandi... Schöne þróttmikill... Rootering andar út frábærum bassa, en Gurnemanz getur auðveldlega verið leiðinleg- asta hlutverk óperubókmennt- anna... Mikil unun er að hlusta á Howell... Kristinn Sigmundsson gæðir hinn fallna engil lífi með ör- lagaþrunginni og sterkri túlkun.“ Loks segir ítalska fréttastofan Ansa að óperugestir verði fyrir von- brigðum með sviðsmynd og búninga í Parsifal. Allt byiji vel með einföld- um „zen-garði“ en svo fari í verra með englum og garðveislu í 2. þætti. Tónlistin sé aftur á móti áhrifarík, þökk sé Armin Jordan og fyrsta flokks liði söngvara. „Dúbblur“ JÓN Örn Bergsson og Friðrik Þorsteinsson opna ljósmyndasýn- ingu í Myndás, ljósmyndastöð, Skólavörðustíg 41, á morgun, laugardag. Sýninguna nefna þeir „Dúbblur". Á sýningunni eru myndir þar sem gerð er tilraun með tvítökur á filmur. Myndsmiðirnir voru aldr- ei á sama tíma og mynefnin ekki fyrirfram ákveðin. Myndirnar eru teknar á íslandi og í Svíþjóð á árunum 1990-1992. Sýningin er opin kl. 9-18 virka daga og 10-16 laugardaga og lýk- ur henni 2. maí. Manneskjan í listinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.