Morgunblaðið - 11.04.1997, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.04.1997, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FRÁ sýningu Leikfélags Menntaskólans á Akureyri á Sjö stelpum. Morgunblaaið/Knstjan Stelpur á villigötum Sýningin Ný aðföng framlengd VEGNA mikillar aðsóknar hefur verið ákveðið að fram- lengja sýninguna Ný aðföng til sunnudagsins 20. apríl. Sýningin saman stendur af innkaupum af gjöfum sem safninu hefur borist á undan- förnum tveimur árum. Alls eignaðist safnið 403 verk á tímabilinu 1994-1996 en ein- ungis brot þessara verka er nú sýnt, 35 verk eftir 24 ís- lenska listamenn og fimm er- lenda. Listasafn íslands er opið alla daga nema mánudaga kl. 11-17 og er kaffistofa safns- ins opin á sama tíma. Bóka- safnið er opið þriðjudaga til föstudaga kl. 13—16. Barbara Vo- gler sýnir í Hafnarborg ÞÝSK/NORSKA listakonan Barbara Vogler opnar sýningu á teikningum í kaffistofu Hafnarborgar, menningar- og listastofnunar Hafnarfjarðar, á morgun, laugardag, kl. 14. Barbara Vogler hefur tekið þátt í mörgum samsýningum og hefur haldið 30 einkasýn- ingar. Á sýningunni í Hafnar- borg verða teikningar unnar með blýanti, litblýanti og pa- stellitum á handunninn pappír. Barbara segir verkin undir þeim áhrifum sem hún varð fyrir í sinni fyrstu íslandsferð, en nú er hún komin aftur og dvelur í gistivinnustofunni í Hafnarborg, segir í kynningu. Sýningin í kaffistofu Hafn- arborgar verður opin virka daga frá kl. 9-18 en 11-18 um helgar fram til 28. apríl. LEIKRIT Samkomuhús Akurcyrar SJÖ STELPUR eftir Eric Thorstensson. Leikarar: Berglind Gylfadóttir, Berglind Rós Karlsdóttir, Edda Hrönn Sveinsdótt- ir, Freyja Dögg Frímannsdóttir, Grétar Orri Kristinsson, Hadda Hreiðarsdóttir, Harpa Elín Haralds- dóttir, Hildur Friðriksdóttir, Hilmar Kristjánsson, Hólmai' Om Finnsson, Snorri Öm Clausen og Steinimn Sig- fúsdóttir. Leikstjóri: Guðbjörg Thor- oddsen. Lýsing: Ingvar Bjömsson. Ljósastjórn: Ingibjörg Birta Sigurð- ardóttir. Tónöstampptaka: Heimir Hlöðversson. Hljóðmaður: Oddný Eva Böðvarsdóttir. Sýningarstjóri: Hildur Friðriksdóttir. LEIKFÉLAG Menntaskólans á Akureyri sýnir þessa dagana leikrit- ið Sjö stelpur eftir Eric Thorstens- son. Leikritið gerist á upptökuheim- ili fyrir unglingsstúlkur sem hafa ánetjast eiturlyfjum eða ratað á villi- götur á einn eða annan hátt. Því má segja að efni verksins eigi brýnt erindi við ungt fólk í dag ekki síður en á blómaárum hippatímans þegar það er skrifað. Fullorðnir geta einn- ig nokkurn lærdóm af því dregið því hart er deilt á afskiptaleysi og skiln- ingsleysi foreldra gagnvart ungling- um sínum. Leikhópurinn hefur „mið- að leikritið að“ sínum þörfum, eins og segir í leikskrá, en reyndar hefði gjarnan mátt aðlaga verkið enn bet- ur íslenskum raunveruleika en gert er því nokkur atriði virka ankanna- leg í íslensku samhengi, eins og til dæmist sjóbrettaferðir og orðalag á stöku stað. Það er Guðbjörg Thoroddsen sem leikstýrir verkinu og að því koma um 20 nemendur MA, þar af 12 leik- arar. Menntaskólastelpurnar smellp- assa inn í hlutverk stúlknanna ólán- sömu, þær eru á réttum aldri og fara allar vel með hlutverk sín. Sér- staklega má nefna Eddu Hrönn Sveinsdóttur sem var óhugnanleg í hlutverki Barböru sem er forfallinn sprautufíkill. Ég gæti trúað að per- sóna hennar ein og sér gæti styrkt margan unglinginn í trú sinni á vímulausa tilveru. Freyja Dögg Frí- mannsdóttir var einnig trúverðug í hlutverki Maju og hún var sérstak- lega skýrmælt og örugg í textaflutn- ingi, en nokkuð skorti á það atriði hjá nokkrum leikaranna. Berglind Rós Karlsdóttir, Berglind Gylfadótt- ir, Hadda Hreiðarsdóttir, Hildur Friðriksdóttir og Steinunn Sigfús- dóttir fóru einnig vel með sín hlut- verk og í heild er stúlknahópurinn vel samstilltur. Starfsfólk heimilisins er leikið af þeim Hörpu E. Haraldsdóttur, Snorra Erni Ciausen, Grétari Orra Kristinssyni og Hólmari Erni Finns- syni og fulltrúi barnaverndarnefndar er Hilmar Kristjánsson. Þeim er nokkur vorkunn þar sem þau eru öll að leika iangt „upp fyrir sig“ í aldri. En þau lögðu sig öll fram. Helst má finna að því að textaflutn- ingur var víða óskýr og mjög oft allt of hraður. Leikmynd og búningar eru í ein- földum raunsæisstíl og lýsing notuð hóflega. Leikskrá fylgir miðum en á henni eru nokkrir stórir gallar, þar er t.a.m. ekki getið um þýðanda verksins og leita þarf vandlega til að finna höfund þess! Einnig er skrá- in ekki vel prófarkalesin. En hér er kannski verið að nöldra yfir atriðum sem ekki skipta öllu máli í sýningu sem sett er upp af áhuga og gleði menntaskólanema. Sýningin á erindi við ungt fólk og foreldra þess og hefðu þau margt að ræða að sýningu lokinni. Soffía Auður Birgisdóttir Tæknilegar tilvísanir KRISTJÁN Steingrímur: Land 2. Olía, lakk og sandblástur á striga. MYNPLIST Listasafn ASÍ - Ásmundarsal Málvcrk Kristján Steingrímur Opið kl. 14-18 alla daga nema mánud. til 13. apríl; aðgangur ókeypis. ÞAÐ er verðugt viðfangsefni að skoða með hvaða hætti það myndmál sem listamenn nýta til að vinna úr áreitum náttúrunnar endurspeglar þróun myndlistarinnar á síðari hluta þessarar aldar í almennum skilningi, t.d. frá hlutveruleika til abstraktlist- ar, til hugmyndalistar, til nýja mál- verksins og til enn síðari hreyfinga, sem enn eru í getjun. Víst er að land- ið sækir á listamenn með ýmsum hætti; flestir vinna úr því innan ramma hins hefðbundna myndmáls, en aðrir leita nýrri aðferða sem þeir telja henta sér betur og verða um leið til þess að áhorfendur kynnast nýjum sjónarhomum á það sem áður hefur verið talið þekkt og fullreynt. Kristján Steingrímur er einn þeirra, sem þannig hefur leitað nýrra leiða, og er þar skemmst að minnast sýninga hans á Kjarvalsstöðum 1992 og í Listasafninu á Akureyri ári síð- ar. Þar sýndi hann málverk unnin á álplötur, kenndar við stað og tíma, þar sem viðfangsefnið var öðru frem- ur veðrabrigði augnabliksins; þessu til áherslu setti hann alþjóðleg veður- merki sem og rökrásir rafeindatækn- innar inn í fletina, sem ættu þá að gegna því hlutverki að flytja merk- ingu úr einu formi yfír í annað. I sýningarskránni frá 1992 leiddi Ólafur Gíslason af þessu tilefni hug- ann að þeim mörgu hliðum merking- arinnar, sem slíkt listaverk geta kall- að fram, og með hvaða hætti raun- heimur, listaverk og hugmyndaheim- ur gætu tengst í eina heild í slíkum verkum. Slíkar vangaveltur eiga ekki síður við sýninguna sem nú stendur yfir í Listasafni ASI í Ásmundarsal. I stað veðurmerkjanna eru hins vegar komnar aðrar ábendingar, sem eru ekki síður tímanna tákn, þó með öðr- um hætti sé. í örlitlum inngangi seg- ir listamaðurinn eftirfarandi um þetta: „Verkin sem hér eru sýnd eru eins konar staðarlýsingar. Hvert þeirra felur í sér raunveruiega tilvís- un, sem getur orðið áhorfendum að veganesti. Leiðarlok eru ekki nauð- synlega hin sömu, en forsendur til að svo verði eru til staðar." Kristján Steingrímur sýnir hér tvö glerverk undir heitinu „Vettvangur", en málverkin nefnir hann einfaldlega „Land“. Þær tilvísanir, sem eru nefndar að ofan, eru hins vegar af- sprengi tæknialdar, tölur sem tengj- ast hnattrænu staðsetningarkerfi (GPS) og flestir ferðalangar um fjöll og firnindi, vetur sem sumar, kann- ast orðið vel við. Með þessum ábendingum er vísað til þess að í gegnum hráar tölur er tæknin orðin mikilvirkur þáttur í með hvaða hætti menn rata um land- ið; staðsetningar byggjast í samtím- anum á GPS-punktum fremur en staðarheitum eða örnefnum. í verk- um sínum er listamaðurinn þó ekki að fjalla um staðsetningar sem slík- ar (enda reynast punktarnir hér ekki visa á merk kennileiti), heldur það andrúmsloft, ástand eða hughrif, sem kviknuðu með honum — hvort sem það var við svartan sand á hæð milli jökulkvísla, í grænleitu mistri við jaðar skriðjökuls, við ólgandi samspili veðurs og vinda við fjallsr- ætur, í mjúkri þokunni framan við vegavinnuskúrinn á heiðinni eða við tilbúnar aðstæður sýningarsalarins. Tölurnar í miðjum verkunum trufla ekki þessi hughrif, heldur verða þær fremur til að gera hið almenna sér- stakt með ákveðinni tilvísun á þann stað sem kveikti ímyndina. Það hefur verið sagt að Mark Rothko hafí fundið sitt þekkta mynd- mál 1949 og síðan orðið frægur fyr- ir að nýta það til óendanlegrar fjöl- breytni í einföldu litaspili í þá rúmu tvo áratugi sem hann átti ólifaða. Kristján Steingrímur hefur greinilega fundið myndmál, sem hann telur henta sér, og verður fróðlegt að sjá með hvaða hætti hann heldur áfram að nýta það til að takast á við íjöl- breytt viðfangsefni í framtíðinni. Ér rétt að hvetja sem flesta list- unnendur til að líta inn í Ásmundar- sal áður en sýningunni lýkur. Eiríkur Þorláksson Síðustu sýningar á Konur skelfa SÍÐUSTU sýningar á leikritinu Konur skelfa verða laugardag- inn 12. apríl, sunnudaginn 20. apríl og fimmtudaginn 24. apríl. Leikritið hefur verið sýnt 70 sinnum á Litla sviði Borgar- leikhússins frá frumsýningu 1996. Verkið er „toilet“-drama í tveimur þáttum eftir Hlín Agn- arsdóttur og gerist á kvennak- lósetti á skemmtistað í miðborg Reykjavíkur. Alheimsleikhúsið sýnir verk- ið í samstarfi við Leikfélag Reykjavíkur og hlaut til þess styrk frá Leiklistarráði. Leik- endur eru Anna Elísabet Borg, Ásta Arnardóttir, Kjartan Guð- jónsson, María Ellingsen, Steinunn Ólafsdóttir og Val- gerður Dan en höfundurinn annaðist leikstjórn. Schubert- tónleikar í Kirkjuhvoli falla niður AF óviðráðanlegum orsökum falla niður 6. tónleikar Schu- berthátíðarinnar í Kirkjuhvoli í Garðabæ 12. apríl. Þar áttu Bernadel-kvartettinn og með- limir úr Caput-hópnum að flytja kammerverk eftir Franz Schubert. Næstu tónleikar Schubert- hátíðarinnar í Garðabæ verða 3. maí, en þá mun hinn heims- frægi söngvari Robert Holl, einn af mestu núlifandi snill- inga á sviði ljóðasöngs, koma hingað til lands og flytja söng- ljóð eftir Franz Schubert við undirleik Gerrit Schuil. Stílvopnið HALDIN verður sýning á veg- um Dægrardvalar í Lista- og menningarmiðstöðinni Hauks- húsum, Álftanesi, 12.-13. apríl. Þá sýna hjónin Magnea Jóna Reynaldsdóttir og Stefán Geir Karlsson á Marbakka skúlptúra og ljóð sem mynda heild. Sýningin verður opin frá kl. 14-17 báða dagana. Söngvinir með tónleika í Hjallakirkju KÓR aldraðra í Kópavogi, Söngvinir, halda tónleika í Hjallakirkju í Kópavogi laugar- daginn 12. apríl kl. 16. Stjórnandi er Sigurður Bragason, Jón Sigurðsson leik- ur á píanó og Þorvaldur Björns- son leikur á harmonikku. Flutt verður dagskrá eftir innlenda og erlenda höfunda. Sýningu Sigurðar Þóris að ljúka SÍÐASTA sýningarhelgi hjá Sigurði Þóri í Norræna húsinu, sem staðið hefur yfir frá 22. mars, lýkur sunnudaginn 13. apríl. Sigurður Þórir sýnir einn- ig í Listhúsi Ófeigs og lýkur þeirri sýningu einnig á sunnu- dag. Sýningin í Norræna hús- inu er opin kl. 14-19. Myndefni Sigurðar Þóris er maðurinn og hans nánasta umhverfi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.