Morgunblaðið - 11.04.1997, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.04.1997, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. APRÍL1997 27 LISTIR ÞÓREY Aðalsteinsdóttir í hlutverki Siggu og Sunna Borg sem Valgerður. HALLDÓR E. Laxness og Trausti Ólafsson, höfundar leikgerðar Vefarans mikla frá Kasmír höndinni. Það er til dæmis jarðefni á gólfinu og það má auðvitað túlka á margan hátt. Heimurinn eins og hann er sýndur á sviðinu er meira og minna í brotum. Víðförli Steins Elliða er hins vegar frekar gefin til kynna með öðrum hætti, til dæmis ljósum, tónlist og leikhljóð- um.“ Hveijar eru þá í stuttu máli megináherslur í leikgerð Vefarans? „Því er ekki hægt að svara að fullu í einni setningu," segir Trausti. „Þetta er örlagasaga með mikilli áherslu á aðalpersónurnar, sem eru auðvitað Steinn Elliði og ekki síður Diljá. Þetta er trúlega umfram allt verk um manninn sem stendur frammi fyrir vali. Manninn sem er að leita fullkomnunar, en spurningin er hvort hann fórnar ekki því besta sem lífið hefur að bjóða. Þá verður þetta nefnilega ekki síst ákaflega sterk ástarsaga, sagan um konuna gagnvart mann- inum sem ætlar að sigra heiminn og leggja hann undir sig.“ Leikstjóri Vefarans er Halldór E. Laxness, en Finnur Arnar Arnarson gerir leikmynd, Kristján Edelstein sér um tónlist og leik- hljóð, Hulda Kristín Magnúsdóttir búninga og Jóhann Bjarni Pálma- son lýsingu. í hlutverki Steins Ell- iða er Þorsteinn Bachmann en Marta Nordal leikur Diljá. Þráinn Karlsson leikur föður Alban, Guð- björg Thoroddsen fer með hlutverk Jófríðar, móður Steins, og Sunna Borg leikur ættmóðurina Valgerði Ylfingamóður, en Örnólf, föður- bróður Steins, leikur Hákon Wa- age. í öðrum hlutverkum eru með- al annarra Aðalsteinn Bergdal, Jón Júlíusson, Jónsteinn Aðalsteinsson og Þórey Aðalsteinsdóttir. „í LAUSU LOFTI“ MYNPLIST II o r n i ð Grafík/málverk ELÍN P. KOLKA SIGRÍÐUR EINARS- DÓTTIR Opið alla daga frá 14-18. Til 16 apríl. Aðgangur ókeypis. TVÆR stöllur í list og námi hafa tekið sig saman um frum- raun á sýningarvettvangi í Horn- inu á Hafnarstræti. Báðar hafa að baki nám við skóla fagurlista í Toulouse í Frakklandi í lok átt- unda og upphaf níunda áratugar- ins, þótt ekki sköruðust leiðir þeirra fyrr en í Myndlista- og handíðaskólanum, þar sem þær útskrifuðust með árs millibili 1987 og 1986, annars vegar úr grafíkdeild en hins vegar úr málunardeild. Þetta er þó einungis frumraun um markverðar athafnir á höfuð- borgarsvæðinu, því báðar hafa að baki einkasýningar heima og erlendis auk þess að hafa tekið þátt í nokkrum samsýningum á Stórreykjavíkursvæðinu og úti á landi. Það má segja að listspírurnar eigi það helst sameiginlegt að fara hægt af stað og hafi einkum sýnt utan alfaraleiða í listinni að segja má, þannig hélt Elín P. Kolka tvær einkasýningar í Þýskalandi árið 1995, í Kappeln - Ellenberg og Tarp, sem eru héruð eða borgarkjarnar sem rýnirinn veit engin deili á. Elín vinnur í mjög einföldum myndheildum, annars vegar í mjög hreinum og klárum form- skipunum í lit, sem minna á mýkri tegund strangflatalistar og hins vegar í fijálsu línuspili. Það má strax merkja það af vinnubrögðunum með línurnar að um ætingar er að ræða, en hins vegar eru grafísk einkenni ekki eins auðsæ á flatamyndun- um. Það er eitthvað fínt, létt og elskulegt í þessum vinnubrögð- um, en um svipmikil átök við efnviðinn er naumast að ræða, hvorki um mikla formræna frá- sögn né að tekist sé kröftuglega á við fyrirbæri á hlutvöktum grunni. Helst var það hið ljóð- ræna línuspil sem augað leitaði til aftur og aftur fyrir lífsmögn og yndisþokka í mjög hreinni og fágaðri grafískri útfærslu. Sigríður Einarsdóttir hefur áður haldið einkasýningar á Skagaströnd og á Blönduósi. Hún er meira fyrir að hræra upp í hugarfluginu en beita skipulagi og rökvísi í myndheildum sínum og í þá veru gjörólík stöllu sinni. Hér er meiri rómantík á ferð og um leið frjáls og óformleg beiting miðlanna á milli handanna. Und- anskilin er aflanga myndin „Stjörnuleikur“ (10), sem er markviss í byggingu og lit og býr að auk yfir tónrænni hrynj- andi. Þá er úrskerandi tjákraftur í myndinni „Þeytingur" (15) og sömuleiðis myndinni „Svipur" (23). Eitthvað segir mér um fram- kvæmdina í heild, að hér sé ekki um samfelld vinnubrögð að ræða hjá hinum ungu listakonum held- ur ígrip, og nokkur tími vilji líða á milli listrænna athafna. þannig séð gæti heiti sýningarinnar ver- ið réttnefni og tími kominn til að stíga föstum fótum til jarðar. Bragi Ásgeirsson mikla ólgu og margir urðu til að andmæla þeim. VEFARINN mikli frá Kasmír segir frá Steini Elliða, sem er á 19. ári þegar sagan hefst, og greinir frá nokkrum árum í lífi hans. Steinn kastast öfga á milli og er ómögulegt að festa hendur á skoðunum hans. Steinn kemur fram sem boðberi helstu kenn- ingakerfa samtímans - hug- myndir hans eru í stöðugri endur- skoðun. Þannig er Steinn Elliði hinn dæmigerði nútímamaður eins og Halldór lýsir honum í Af menníngarástandi. Hann „hefur hundraðogfimtíu lífskoð- anir en eingin þeirra er hans eig- in. Hans eigin lífskoðun er hin eina sem hann ekki hefur.“ Af hálfu höfundar er engin tiiraun gerð til að ritstýra þessum hug- myndum Steins eða annarra sögupersóna bókarinnar í þágu ákveðins boðskapar og verður hann ekki dreginn til ábyrgðar fyrir þær! Vefarinn mikli er m.ö.o. það sem kallað hef- ur verið fjölradda verk. Segja má að Steinn Elliði sé í meginatrið- um klofinn milli þess guðlega og jarðneska, andlega og líkamlega. í honum togast á and- stæður sem virðast ósættanlegar því að vilji sálar og holds er ekki sá sami. Þessir gagn- stæðu pólar tákngerast í guði og konunni: „Konan er nefnilega hvorki meira né minna en hættulegasti meðbiðill guðs og keppinaut- ur þar sem sál mannsins er í tafli,“ segir Steinn á einum stað. Eini verðugi „keppinaut- ur“ guðs um sál hans er Diljá, stúlkan sem elskar hann og hann er ástfanginn af, þ.e.a.s. þegar hún er ekki ímynd freistarans djöful- lega: „Alt í lífi mínu er lygi, Diljá, guð og djöfullinn, himinn og helvíti, alt lygi nema þú.“ Segja má að Diljá sé fulltrúi skynseminn- ar, jarðsamband Steins, „persónugervíng hinnar fijóu rnoldar" eins og segir í Vefaran- um mikla. Diljá afhjúpar Stein með einföldum spurningum, sér í gegnum hann og biður hann á einum stað að taka af sér grímuna og á þar við að Steinn skýli sér stöðugt bak við kenningar, orð, sem séu ekki hann sjálfur heldur gríma sem forði honum frá því að horfast í augu við lífið. Undir lok verksins, þegar kapphlaup guðs og Diljár um sál Steins nær há- marki, eru hugrenningar hennar birtar þar sem hún segir: „Hvað hann er heilagur og ógurlegur í kirkju sinni, þessi guð! Kirkja hans er máttugri en lögmál nátt- úrunnar og kallar til sín manns- sálir að austan og vestan, norðan og sunnan, kallar þær úr öllum höfuðáttum til þess að rísa gegn eðli hins skapaða og hefja sig úr duftinu uppávið til eilífðarinn- ar. Jesús Kristur er skríngilegur harðstjóri: óvinir hans krossfestu hann, og hann krossfestir vini sína í staðinn. Kirkjan er ríki krossfestra. Hvað máttu ástir vesallar skapaðrar konu gegn hinni heilögu kirkju Jesú Krists, sem er máttugri en sköpunarverkið?" STEINN Elliði er ekki einangruð per- sóna í skáldsögu heldur hefur hann miklu víðtækari skírskotun, - hann er tákngervingur nýrra tíma. Glíma hans við hinstu rök tilverunnar, þegar yfirvof- andi er að sólin, tunglið og stjörnurnar verði útmáð af festingunni, er ekkert einsdæmi. Steinn á sér marga „bræður" og meðal þeirra er höfundurinn sjálfur, enda þótt niðurstöður þeirra geti verið aðrar en hans. Sagan er í ríkum mæli sjálfskönnun og er fróðlegt að bera saman Halldór Kiljan Laxness og Stein Elliða, skoðanir þeirra á klausturvist og krist- indómi, stjórnmálum og kvenfólki, en um hugmyndir skáldsins á þessum tíma má með- al annars lesa í Af menníngarástandi sem fyrr var vitnað til. Halldór lýsti hins vegar niðurstöðum Vefarans mikla svo í Alþýðubók- inni árið 1929, tveimur árum eftir útkomu hans: „Vefarinn mikli" er ekki sorgarleikur einnar mannssálar, heldur verða menníngar- skil þar sem tjaldið er dregið niður í „Vefaran- um“. Þaðan í frá eru ekki annars úrkostir en heija nýan leik, - á nýrri jörð, undir nýum himni. Lausn „Vefarans" gefur einga von. Frumhugsun kristindómsins er með öllu ósamrýmanleg frumhugsun jarðnesks lífs, - það er upphaf og endir „Vefarans". Sé guð alt og maðurinn blekkíng ein og hégómi, þá liggur í augum uppi að manninum er best að halla sér útaf og deya, svo að guð geti verið alt í friði.“ Með þeim orðum má segja að Halldór hafi kvatt hina kaþólsku trú, „þó án þess að afneita grundvallarhugmynd kirkj- unnar", eins og hannsagði hálfri öld síðar í minningabók sinni Ungur eg var. Hann hafði lokað klausturportunum á eftir sér. ALLDÓR Kiljan Laxness sneri aftur til íslands á vordögum 1926 með Vefarann mikla frá Kasmír í far- teskinu. Honum gekk hins vegar treglega að fá bókina gefna út. „Ég held Vefarinn hafi verið boðinn öllum íslenskum útgefendum sem öndin blakti í, en einginn vildi leggja nafn sitt við svo lélega bók; þeir töldu líka óhugsandi að nokkur maður vildi kaupa þetta.“ Halldór gaf bókina út sjáifur ári síðar fyrir eigin reikning „og leigði götu- stráka og sérvitrínga til að selja hana í heft- um við húsdyr fólks. Þetta framtak gaf svo góða raun að ég fór til Amriku fyrir ágóðann og dvaldist þar hátt á þriðja ár,“ sagði skáld- ið síðar. Utgáfan vakti misjöfn viðbrögð. Sumir fundu verkinu flest til foráttu, enda sagan harla óvenjuleg á þeim tíma. Ritdómur Guð- mundar Finnbogasonar landsbókavarðar í timaritinu Vöku birtist hér í heild en hann lét sér nægja tvö orð um Vefarann mikla frá Kasmír: „Vélstrokkað tilberasmjör". Öllu frægari er hins vegar ritdómur Kristjáns Albertssonar í sama tímariti en Kristjáp var áhrifamikill í menningarumræðunni á íslandi á þriðja áratugnum. Hann skrifaði: „Loksins, loksins tilkomumikið skáldverk, sem rís eins og hamraborg upp úr flatneskju íslenskrar ljóða- og sagnagerðar síðustu ára! ísland hefur eignast nýtt stórskáld - það er blátt áfram skylda vor að viðurkenna það með fögnuði." Sænski bókmenntafræðingurinn Peter Hallberg, sem mikið rannsakaði verk Halldórs Laxness, sagði síðan í bók sinni um æskuverk hans að vafamál væri hvort nokkru sinni hefði komið út bók á Norðurlöndum, sem gæfi jafn sterka og fjölskrúðuga lýsingu á hugsunarhætti eftirstríðsáranna og Vefar- inn rnikli." Ýmsir telja að með Vefaranum mikla frá Kasmír hefjist nútíminn í íslenskri sagna- gerð. Vissulega má færa gild rök fyrir því þar sem verkið er að sönnu nútímalegt og á sinni tíð á skjön við flest það er ritað hafði verið á íslenska tungu. Ekki varð hins vegar framhald á þessari þróun að sinni. íslenskir lesendur þurftu að bíða í nokkra áratugi eft- ir frekari „módernisma“ í íslenskri skáldsagnagerð. Framúrstefnuskeiði Hall- dórs Laxness var að ljúka - í bili. Hann sneri sér að því að skrifa stór og mikil raun- sæisverk á borð við Sölku Völku, Sjálfstætt fólk og Heimsljós. Með þeim endurnýjaði hann kröftuglega íslenska frásagnarlist sem færði honum Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 1955. Höfundur er cand. mag. ííslenskum bókmenntum og útgáfustjóri Vöku- Helgafells. Helstu heimildir: Árni Siguijónsson: Laxness og þjóðlífið 2. Frá Ylfíngabúð til Urðarsels. Rvík 1987. Hallberg, Peter: Halldór Laxness. Njörður P. Njarðvík íslenskaði. Rvík 1975. Sami: Vefarinn mikli. Um æskuskáldskap Ilalldórs Laxness. Björn Th. Björnsson íslenskaði. Rvík 1957-60. Halldór Guðmundsson: „Loksins, Loksins." Vefarinn mikli og upphaf íslenskra nútímabókmennta. Rvík 1987. Halldór Laxness: Af menníngarástandi. Rvík 1986. Sami: Alþýðubókin. Rvik 1929. Sami: Dagar hjá múnkum. Rvik. 1987. Sami: Seisejjú, mikil ósköp. Rvík 1977. Sami: Skáldatími. Rvík. 1963. Sami. Úngur eg var. Rvík 1976. Sami: Vefarinn mikli frá Kasmír. 2. útgáfa 1948. Matthías Viðar Sæmundsson: Myndir á sandi. Rvík 1991. Ólafur Ragnarsson og Valgerður Benediktsdóttir: Lífsmyndir skálds. Rvík 1992. Laxness
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.