Morgunblaðið - 11.04.1997, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.04.1997, Blaðsíða 28
I 28 FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Neyðarskýli Slysa- varnafélags Islands Til hvers og fyrir hverja? NÝLEGA rak á fjörur undirrit- aðs árbók Slysavarnafélags íslands 1996. Á bls. 40 í bókinni segir svo í skýrslu björgunardeiidar félagsins í kaflanum um neyðarskýlamál, i sem ritaður er af deildarstjóra björgunardeildar: „Unnið hefur verið skipulega að uppbyggingu neyðarskýla í landinu og verður því starfi haldið áfram á komandi árum.“ Við lestur þessa rifjaðast upp umræða sem verið hefur um neyðarskýli félagsins í fjölmiðlum á undanförnum mánuðum og nú síðast í Morgunblaðinu 22. febrúar sl. og hnigið hefur nokkuð í aðra átt. Skoðum þetta betur. í fréttum Ríkissjónvarpsins 28. júlí sl. var sagt frá því að hópur göngumanna hafi komið að tómum kofanum í neyðarskýli Slysavama- félags íslands á Látraströnd þegar leitað var þangað til þess að koma boðum til byggða eftir að kona í hópnum slasaðist alvarlega á fæti. í neyðarskýlinu reyndist ekki vera neitt til neins, talstöð hafði verið fjarlægð og því var þess ekki kost- ur fyrir fólkið að láta af sér vita og biðja um hjálp fyrir þann slas- aða. í fréttinni kom fram að víða er búnaður fjarlægður úr neyðarskýl- um á sumrin vegna ágangs ferða- manna. Þegar fréttamaður leitaði skýr- inga á þessu hjá SVFÍ varð fram- kvæmdastjóri félagsins, Esther Guðmundsdóttir, fyrir svörum og sagði: „Óprúttnir ferðamenn hafa því miður verið að stela frá okkur og eyðileggja þannig að þetta verð- ur því miður að vera svona. Það kostar heilmikið að reka svona skýli, bara svona talstöð eins og við notum í hveiju skýli kostar á bilinu 50-60 þúsund. Síðan er þarna neyðarmatur og við erum með teppi og við erum með olíu og gas til þess að hita. En þetta telur allt í krón- um og við höfum bara ekki efni á því að fæða og sjá fyrir ferða- manninum sem er þarna í skemmtiferð." Við þetta er það að athuga að ferðamenn í skemmtiferðum um óbyggðir landsins eru væntanlega hvorki betri né verri en aðrir landsmenn og ekki til þess vitað að óprúttnir landsmenn leggist í ferðalög um óbyggðir umfram aðra landsmenn. Það er því miður hins vegar svo, að allir sem einhverjar eigur eiga geta orðið fyrir því að óprúttnir skemmi þær eða jafnvel steli en sem betur fer halda flestir sem fyrir því verða starfsemi sinni áfram eins og ekkert hafí í skorist í stað þess að gefast upp. Þá verður ekki hjá því komist að spyija sem svo hvort sú staða sé komin upp að ferðamaður sem slasast í óbyggðum eigi þess ekki lengur kost að _ njóta aðstoðar Slysavamafélags íslands hafi hann verið í skemmtiferð? Á bls. 102 í Árbók Slysavarnafé- lagsins 1996 er mynd sem sýnir staðsetningu um 80 neyðarskýla félagsins. Ekkert kemur þar fram um búnað einstakra skýla en flest- ir munu ætla að þau væru með a.m.k. lágmarks neyðarútbúnaði, s.s. talstöð eða síma, neyðarblys- um, hitunartækjum o.þ.h., þannig að þau stæðu undir nafni sem neyð- arskýli. En hvers vegna er ekki jafnframt því að kynna staðsetn- ingu skýlanna gerð grein fyrir búnaði þeirra og hvort hann sé breytilegur frá ein- um tíma til annars þannig að þeir sem þurfa að leita í þau viti hvort það sé þeim í raun til bjargar? Skýringuna á þessu kann að vera að finna á bls. 41 í Árbókinni, en þar segir í skýrslu björgunardeildar SVFÍ þar sem fjallað er um neyðarskýlamál: „Ekki er vitað um ástand allra neyðarskýla Slysavarnafélagsins.“ Ástæða er til að spyija hver er til- gangurinn með því að vera að kynna staðsetningu skýlanna þegar ekki er vitað um ástand þeirra? Miðað við viðhorf framkvæmda- Hver eru markmið Slysavarnafélags íslands, spyr Guðbjörn Olafsson, og hvernig ætlar stjórnin að ná þeim? stjóra félagsins væri a.m.k. ástæða til að athuga fyrst, hvort óprúttnir ferðamenn hafi e.t.v. stolið skýli í heilu lagi, þannig að með vissu sé vitað hvort yfirleitt sé í skýli að vísa. Á bls. 16 í Árbókinni kemur fram að framkvæmdastjóri félagsins, Esther Guðmundsdóttir, og gjald- keri stjórnar félagsins, Garðar Ei- ríksson, hafi sótt ráðstefnu Alþjóð- legu sjóbjörgunarfélaganna, sem Guðbjörn Ólafsson haldin var í Uruguay í febrúar 1995. Með í för voru makar við- komandi og má ætla að ferð þessi hafi kostað hátt í 1 millj. króna. Hefði ekki verið nægjanlegt að aðeins annað þeirra hefði farið til Suður-Ameríku en hitt hefði sem best getað í staðinn gert úttekt á neyðarskýlunum án þess að það hefði íþyngt fjárhag félagsins frek- ar? Hefði þessi háttur verið hafður á hefði félagið auk þess fróðleiks sem sóttur var til Suður-Ameríku haft haldgóðar upplýsingar um ástand sinna eigin neyðarskýla heima á íslandi. í viðtalinu við framkvæmdastjór- ann kemur fram að Slysavarnafé- lag íslands hafi ekki efni á að reka skýlin á sumrin og hafa þau búin neyðarbúnaði. Skoðum þetta nán- ar. Á bls. 57 í Árbókinni er birtur úrdráttur úr ársreikningi félagsins 1995. Þar kemur fram að heildar rekstrartekjur námu 168,7 millj. króna á árinu. Bankainnistæður, viðskiptakröfur og verðbréf í eigu félagsins í árslok námu 90 millj. króna og hafa aukist um 16 millj. króna frá árinu áður. Þá kemur einnig fram að félagið á björgunar- tæki á lager að verðmæti 14,5 millj. króna og jafnframt að lager þessi hafi aukist að verðmæti um 4,1 millj. króna frá árinu áður. Vonandi kemst enginn óprúttinn landsmaður í lagerinn. Trúi því svo hver sem vill að Slysavarnafélag íslands hafi ekki efni á því að standa sómasamlega að rekstri og viðhaldi neyðarskýla félagsins. í grein eftir Esther Guðmunds- dóttur, framkvæmdastjóra félags- ins, í Morgunblaðinu 8. ágúst sl. staðfestir hún enn frekar vand- ræðagang og stefnuleysi félagsins varðandi neyðarskýlin, sem hún telur vera liðlega 80 talsins, og telur þar flesta aðra kosti vænlegri en þann að treysta á skýlin eða búnað þeirra þegar í nauðir rekur. í viðtali við DV 13. sept. sl. ítreka framkvæmdastjórinn og Gunnar Tómasson, forseti félagsins, að skýlin séu ekki fyrir ferðarmenn. Jafnframt kemur fram að ferða- merm leiti mikið í skýlin. í Morgunblaðinu 22. febr. sl. er enn á ný verið að fjalla um ásókn ferðamanna í skýlin og er þar haft eftir framkvæmdastjóranum að verið sé að skoða þessi mál og þá m.a. hvort ekki sé rétt að taka nið- ur eitthvað af neyðarskýlunum sem hún telur núna að séu um 70 um allt land. Þarna virðast forráða- menn Slysavarnafélags íslands loks eigja varanlega lausn á vand- ræðagangi sínum með neyðarskyl- in. Miðað við umræðuna má ætla að fyrst verði tekin niður skýlin þar sem ferðamanna er von. Öll þessi umræða vekur þá spurningu hvort ekki væri skyn- samlegt fyrir félagið að bjóða aðil- um í ferðaþjónustunni að yfirtaka neyðarskýlin. Ekki er að efa að þeir aðilar myndu með glöðu geði leyfa nauðstöddum að nýta sér skýlin ef á þarf að halda. Til þess að létta nýjum rekstraraðilum að standa undir kostnaði við rekstur skýlanna og búa þau neyðarbúnaði gæti Slysavarnafélag íslands veitt hinum nýju rekstraraðilum skýl- anna hlutdeild í lögvernduðum tekj- um félagsins af spilakössum sem væntanlega skilar því yfir 100 millj. króna í hreinar tekjur á þessu ári. Er ekki réttur tími núna fyrir félag- ið að taka upp viðræður við ferða- þjónustuaðila, þannig að hægt sé að finna þessum málum nýjan far- veg áður en ferðamenn fara að valda forráðamönnum Slysavarna- félags íslands frekara ónæði á komandi ferðamannavertíð? Á hátíðarstundu taka forsvars- menn Slysavarnafélags íslands það gjarnan fram og það með réttu, að félagið sé eign þjóðarinnar. Á undanförnum misserum hafa mál- efni þess oft verið til umfjöllunar í flölmiðlum og virðist ekki allt með felldu um starfsemi þess og stjórn- un sé litið til þeirrar umræðu. Er ekki orðið tímabært að stjórn Slysavarnafélags íslands geri eig- endum þess, þ.e. landsmönnum öll- um, grein fyrir því hver séu mark- mið Slysavarnafélags íslands um þessar mundir og hvernig stjórnin áformar að ná þeim? Höfundur er áhugamaður um útivist og ferðalög. Göngnbrýr Ferðafélags Islands FRÁ Hagavatni. í LÖGUM Ferðafélags íslands stendur m.a.: „Tilgangur félagsms er að stuðla að ferðalögum á ís- landi og greiða fyrir þeim.“ Allt frá fyrsta degi hefur félagið haft þessi markmið að leiðarljósi. Má þar m.a. nefna skipulagðar hóp- ferðir um landið, stuðning við könnun hálendisleiða, byggingar sæluhúsa víðsvegar um landið og útgáfu landkynningarrita (Árbók FI)_ svo nokkuð sé nefnt. Á síðustu áratugum hefur áhugi manna aukist mjög á gönguferð- um um óbyggðir landsins. En á mörgum þessum gönguleiðum eru ár, sem í vatnavöxtum geta reynst hættulegur farartálmi og ávallt varasamar, ekki síst ókunnugum. Þegar sýnt var hvert stefndi ákváðu forystumenn Ferðafélags íslands, án teljandi stuðnings op- inberra aðila, að hefjast handa og byggja brýr yfir þau vatnsföll, sem voru hættulegust gangandi mönn- um. Hin vinsæla gönguleið milli Landmannalauga og Þórsmerkur var opnuð formlega haustið 1978 þegar 18 metra löng brú var byggð yfir Fremri-Emstruá. Sum- arið 1988 kom mikið flóð í ána og ruddi brúnni algjörlega burt. Menn brugðu skjótt við og brúuðu ána aftur um haustið á öðrum stað, þar sem hún stendur nú. 1981 var byggð brú yfir Ljósá (á ,,Laugaveginum“) skammt norðan Þórsmerkur. Næsta vetur Þúsundir vinnustunda liggja að baki gerðar göngubrúa víðs vegar um landið. Tómas Ein- arsson þakkar sjálf- boðaliðum óeigingjarnt starf og fjárstuðning. Á slóðum Ferðafélags íslands ruddi áin henni burt. 1984 var önnur brú byggð, en hún fór sömu leið. Að fenginni þessari reynslu var þriðja brúin byggð sumarið 1986. Hún stendur enn. 1982 var byggð brú yfír Fúlu- kvísl sunnan við Hrútfell á Kili. Snjóþyngsli brutu hana niður veturinn eftir. 1985 var önnur brú byggð á sama stað, efnismeiri og á hærri stöplum. Hún stendur enn. Sumarið 1993 var brú sett á ána nokkru norðar við svonefnt Hlaup. 1984 var byggð brú á Farið, þar sem það fellur úr Hagavatni. Sumarið 1988 kom hlaup í ána og laskaðist brúin þá talsvert. Síð- ar sama sumar var hún endur- byggð og styrkt til muna. Það hefur dugað síðan. 1985 var byggð brú yfir Kalda- klofskvísl (á „Laugaveginum"). Snjóþyngsli löskuðu brúna svo að hana varð að efla og endurbyggja sumarið 1989. Það dugir enn. 1986 var brú byggð yfir Krossá undir Valahnúki á Þórsmörk. Þessi brú er efnismesta og stærsta mannvirki sinnar tegundar, sem félagið hefur byggt. Hún er 44 m löng. I samvinnu við ferðafélagið Útivist og Farfugla var önnur brú byggð á Krossá innst í dalnum haustið 1993. 1989 áttu Ferðafélagsmenn hlut að byggingu brúar yfir Rauðá, sem rennur hjá Stöng í Þjórsárdal í samvinnu við Þjórsár- dalsnefnd og Gnúpveijahrepp. Á síðari árum hafa deildir fé- lagsins einnig byggt göngubrýr. Ferðafélag Skagfírðinga hefur byggt tvær brýr. Aðra yfir Fossá sem er ein af upptakakvíslum Jök- ulsár vestari. Hina yfír Tinná, innst í Austurdal. Ferðafélagið Hörgur lagði fram vinnu er brú var byggð yfir Barká. Ferðafélag Akureyrar hefur unnið ötullega að merkingu gönguleiða um Glerárdal. í því skyni hefur félagið byggt þar göngubrýr og Ferðafélag Djúpa- vogs hefur byggt göngubrú yfir Geithellnadalsá. Mikið fjármagn og mikil vinna liggur í þessum framkvæmdum öllum. Ferðafélag íslands og deild- ir þess hafa lagt fjármunina fram að mestu leyti, en sem betur hefur þetta málefni notið velvilja ýmissa aðila, sem hafa greitt fyrir þeim og veitt fjárhagslegan stuðning. En þá eru ótaldar þær þúsundir vinnustunda sem sjálfboðaliðar hafa lagt af mörkum endurgjalds- laust. Án þeirra hefði félagið litlu fengið áorkað. Þeim ber fyrst og fremst að þakka fyrir vel unnin verk. Höfundur er heiðursfélagi í FÍ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.