Morgunblaðið - 11.04.1997, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 11.04.1997, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIIMNINGAR FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 1997 39 laus á sjúkrahús. Sá slasaði var Ingimundur. Ingimundur kom ótrú- lega fljótt til vinnu miðað við það högg sem hann fékk. Honum var fagnað hlýtt af vinnufélögum þegar hann kom tilbaka aftur. Ég held að hreysti hans og harka hafí bjarg- að honum. Samt tel ég að afleiðing- ar þessa hafi háð honum lengi á eftir. En hann kvartaði aldrei. Mér fannst Ingimundur orðinn Reykjavíkurbarn, þegar hann var búinn að eignast lítinn bíl og keyrði konu sína og dóttur um borgina, þá fannst mér fjallkóngurinn langt að baki. Ingimundur sendi stundum les- endabréf til Morgunblaðsins og þá kom í ljós að hann fylgdist ótrúlega vel með og var að gagnrýna ýmis- legt sem miður fór í þjóðfélaginu eða leggja eitthvað til sem væri til bóta, og þegar hann var hættur störfum sá ég hann býsna oft á þingpöllum - honum var ekki sama hvað var að gerast. Mér kom þetta ekki á óvart því á bak við þetta hógværa fas bjó góð greind og þekking. Ég sendi Guðlaugu konu hans og Elínu Sæunni dóttur hans og öðrum aðstandendum hans hlýjar samúðarkveðjur. Þegar þessi gamli vinur minn og fjallkóngur er lagður til moldar, þá má segja: Hann var drengur góður. Guðmundur J. Guðmundsson. Einn af þeim fyrstu mönnum sem ég kynntist þegar ég kom til Stykkishólms, árið 1942, var Ingi- mundur. Hann var þá að erinda við sýsluskrifstofuna, var að taka við jörðinni, og hafði mikinn hug á að allt kæmi til skila. Ég fann strax og hann rétti mér höndina að þar fór traustur maður. Við ræddum saman um stund og hann fór ánægður til baka. Og sannarlega átti vináttan eftir að vara lengur en þetta augnablik, því við urðum góðir vinir sem hjálpuðum hvor öðrum og sú vinátta hefur haldist alla tíð. Hann var ekki margmáll um hlutina, meitlað hvert orð og full einlægni fylgdi hveiju orði. Ég fann strax að þarna var maður á ferð sem ekki mátti vamm sitt vita. Því miður bjó hann ekki lengi á jörðinni, því atvikin höguðu því svo að hann flutti til Reykjavík- ur, en ég fann að það voru honum þung spor, því honum þótti svo vænt um jörðina og ætlaði sér að láta draumana rætast að gera hana að betri jörð og hlúa að gróðri og fjölga þar fé og var kominn vel á veg þegar hann yfirgaf sveitina og fluttist suður. Það varð honum því mikil gleði er hann sá síðar hversu vel ábúendurnir sem á eftir komu, luku ætlunarverkinu, og hann frétti að nú væri búið þarna stórbúi. Lík- lega einu besta búi í Helgafells- sveit í dag. Þetta varð honum mik- il gleði. Eftir að Ingimundur fór suður vann hann hjá Reykjavíkurhöfn. Hann reyndist þar sem annars stað- ar trúr og traustur. Ingimundur giftist eftir að henn kom suður, Guðlaugu Jónsdóttur, og eignuðust þau eina dóttur, Elínu Sæunni, sem strax færði þeim mikla gleði og hamingju. Elín lærði hjúkrun og vann á spítölum í Reykjavík. Var það Ingimundi mik- ill styrkur, sérstaklega eftir að hann veiktist og lá þunga og erfiða legu seinustu þijú árin sem hann lifði. Þá reyndist ekki síður kona hans honum traust bæði sem lífs- förunautur og hjálp meðan hennar heilsa leyfði, en hún er nú á Dvalar- heimilinu í Hafnarfirði. Þessi fáu orð eru þakklæti mitt fyrir að hafa kynnst jafn tryggum og góðum vini og Ingimundur var mér, bréfin hans geymi ég og orna mér við lestur þeirra og alla þá hlýju sem þau veita mér. Góður Guð blessi hann og verndi á lífsins leiðum. Innilegar samúðar- kveðjur sendi ég ástvinum hans og óska þeim alls hins besta. Árni Helgason, Stykkishólmi. HÁVARÐUR BERGÞÓRSSON + Hávarður Berg- þórsson fæddist í Nesi í Norðfirði hinn 20. febrúar 1921. Hann lést 7. apríl siðastliðinn í Landspitalnum í Reykjavík. Foreldr- ar hans voru Árni Bergþór Hávarðs- son og kona hans, Stefanía Maria Magnúsdóttir. Ung- ur missti hann móð- ur sína. Honum var komið í fóstur til Gísla Þorvarðar- sonar og Jóhönnu Gunnarsdótt- ur, ábúenda í Papey. Systkini hans voru: Ari Magnús, f. 1913, nú látinn. Stefán Halldór, f. 1915, nú látinn. Guðmundur, f. 1922, Björg, f. 1923. Hávarður átti tvö börn af fyrra hjónabandi, þau Stefaníu Maríu, f. 22.4. 1943, gift Herði Gilsberg og eiga þau tvo syni, og Bergþór, f. 5.9. 1946, og á hann fjögur börn. Hinn 23.12. 1950 gekk Há- varður að eiga Þórunni Magn- úsdóttur, f. 25.3.1930, frá Vest- mannaeyjum. Þeirra börn eru: 1) Aðalheiður, f. 9.7. 1954, gift Gunnari Gunnarssyni og eiga þau fjögur börn. 2) Bjarni, f. 9.7. 1959, kvæntur Fjólu Kristjánsdótt- ur og eiga þau tvo syni, 3) Björg, f. 10.7. 1960, gift Víði Þorgeirssyni og á hún þijú börn. 4) Þórarinn, f. 23.2. 1962, kvæntur Láru Thorarensen, þau eiga tvo syni. 5-6) Tvíburadrengir, f. 18.12. 1962, þeir dóu við fæðingu. Þórunn átti tvo drengi fyrir hjóna- band, þá Magnús Þór Magnússon, f. 15.1. 1942, kvæntur Matthildi Ingvarsdótt- ur og eiga þau þijú börn, en Matthildur á einn son af fyrra hjónabandi. Jón Hafdal Héðins- son, f. 29.5. 1959, kvæntur EI- ínu Kr. Þorvaldsdóttur, þau eiga tvö börn. Hávarður og Þórunn áttu tvær uppeldisdæt- ur, þær Jóhönnu Ósk og Aðal- steinu Láru Aðalsteinsdætur. Hávarður stundaði sjó- mennsku mestan sinn starfsfer- il. Hann lauk vélstjóranám- skeiði 1942 og stýrimannanám- skeiði 1951. Útför Hávarðs fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Strengur er brostinn harpan er hljóð, úr höndinni mátturinn flúinn. Við minningarbirtu frá bemskunnar glóð, til björtustu vona er knúinn. Ég man er við lékum hjá lítilli tjöm, lóur í melgrasi smugu. Minningin verður svo veraldargjöm, hún virkar á sorgina þungu. Nú þegar lést hefur líkamans kvöl og lífsmáttur þrotið að vömum, þá veit ég þú, Drottinn minn, bætir það böl sem búið er ekkju og bömum. Gef þú í einlægni ættmenna íjöld þitt almætti og kærleik að flnna. mildaðu sorg þá er situr við völd, leið sannleik til bamanna þinna. (A.A.) Fátækleg orð megna ekki að segja frá því þakklæti og þeirri ást sem ég bar til þín fyrir þá hlýju sem þú ætíð sýndir mér. Þú tókst mig að þér sem korna- bam og gekkst mér í föðurstað. Það hlutverk fórst þér vel úr hendi og aldrei bar skugga á þá vináttu sem við bámm hvor til annars. Megi algóður guð vefja þig örmum og leiða þig um æðri tilverustig. Jón Hafdal. Elsku afi minn! Endurminningin er svo sannar- lega ólíkindatól. Þrátt fyrir staðgóða þekkingu á íslensku veðurfari, finnst mér eins og alltaf hafí verið sólskin þegar ég var lítil og bjó hjá ykkur ömmu á Hrauni. Sífellt sumar, eilíflega sól. Þú, reffilegur í rúllukragapeysu með hatt, gekkst nýslegin túnin. Ég með skaftsagaða hrífu og þóttist forkur, þó að Bogga, amma og mamma þyrftu alltaf að raka aftur það sem ég var búin að raka. Þú á Zetornum dróst heyvagninn, ég og Alla Lára á kafi í heyinu, spangól- andi og spekúlerandi í dýrð himins. Þú brýndir hundrað sinnum fyrir okkur að passa okkur nú á heyblás- aranum og við hlýddum, því við vild- um ekki missa útlimi, en peysan sem Þórarinn og Bjarni prófuðu að henda í blásarann kom samt heil út. Peys- ur eru ekki eins viðkvæmar og stelp- ur. Það var líka glaðasólskin þegar þú komst fyrir kattarnef hananum sem hafði horn í síðu minni. Hann elti þig hauslaus þijá hringi í kring- um Willy’s-jeppann, en amma stóð inni í gangi og ætlaði alveg að pissa á sig af hlátri. Ég vissi á eftir að þú myndir passa mig fyrir öllum heimsins hönum. Já, það er langt síðan. Kannski ekki á mælikvarða eilífðarinnar, en langt samt. Síðan ég lá á milli ykk- ar ömmu (hef áreiðanlega eyðilagt hjónalíf ykkar til fjölda ára dettur mér í hug núna) og sagði: „Afi, núðuðér við“ þegar þú ætlaðir að laumast til þess að hætta að tala við mig og fara að lesa hetjusögur við lúxorlampann. Þá tók ég Stínu sem stækkaði óðum blómleg og heit (eða var það feit?) fram yfir fóst- bræðurna Þormóð og Þorgeir. Og við sungum, hvort við gerðum, um hana Stínu, um konuna sem hengdi sig út af stráknum slátrarans, og ekki sjaldan um Jón og hans bitra hálfbróður. Þó að við vorkenndum bróðurnum fannst mér nú samt allt- af svolítið fyndið að hann skyldi fá núll komma ekki neitt í flestum fög- um meðan Jón dúxaði. En sagan endaði vel, það var fýrir öllu. Furðulegt hvað tíminn leið svo hratt. Allt í einu vorum við bæði orðin tuttugu árum eldri og farin að ræða þjóðfélagsmein þegar við hittumst. Við bölvuðum öllum morð- ingjum og mammonsdýrkendum heimsins og ræddum nauðsyn þess að gera byltingu á íslandi. Sú bylt- ing er enn ógerð, en mikið hefðum við tekið okkur vel út í fararbroddi byltingarmanna: Þú með íslenska fánann, hefðir áreiðanlega sagt eitt- hvað jafn áhrifaríkt og „vér mótmæl- um allir“, ég með eggjabakka æp- andi sundurlausar svívirðingar. Þú varst svo íslenskur og skemmtilega öfgakenndur í skoðun- um. Réttsýnn og ótrúlega mælskur. Mig langar að hafa ýmislegt eftir þér, en ég veit ekki hvort það er við hæfi, þar sem orð mín birtast nú í þessum miðli (þeir gætu tekið upp á því að ritskoða - hvað veit mað- ur?) en ég man allt sem þú sagðir, það verður að nægja. Ég man líka allar sögurnar þínar. Þegar þú varst strákur í Papey og fannst sjórekinn mannsfót í hvítu stígvéli (úff) og þú og konan sem hvarf, jörðuðuð hann með viðhöfn. Þegar þú slóst við Stebba Jóns og snerir hann niður með braki og brestum (hann skrif- aði seinna um það í bók sem þú hlóst svo mikið að við lestur að amma gat ekki sofið). Þegar þú boxaðir á stríðsárunum og þóttir svo einstak- lega efnilegur, þegar þú sigldir á erlendar hafnir og skemmtir þér. Ég man líka eftir sorglegu sög- unum. Þegar þér var kalt á höndum og fótum og þú áttir hvorki sokka né vettlinga, þá var mamma þín dáin og þú varst bara fjórtán ára. Ég man eftir svipbrigðum þinum þegar þú sagðir frá því þegar stálk- úlan stóð í mömmu og þú þurftir að beita heimlichtakinu (stálkúluna geymdirðu svo lengi í læsta koffort- inu þínu og passaðir vel að enginn kæmist í það). Og klökkvanum í rödd þinni þegar þú rifjaðir upp þeg- ar mamma varð undir mótorhjólinu og þú þurftir að grátbiðja flugmann- inn um að fljúga með hana suður í bandbrjáluðu veðri. Sú saga endaði líka vel eins og allar sögurnar sem þú sagðir mér. Þú varst mesta hörkutól sem ég hef kynnst, en samt svo óendanlega mjúkur. Þú útdeildir kossum í allar áttir, hlýjum faðmlögum og varst ósínkur á fallegu orðin. Þú varst alltaf hress, alltaf spaugandi, þeyt- andi stökum og sögum í allar áttir. Eða kannski ekki alltaf, ég má ekki láta þá staðreynd að þetta er minn- ingagrein hindra mig í að segja satt og rétt frá. Auðvitað gastu stundum fokið upp í bræði yfir smámunum og ég líka. Við gátum rifist heiftar- iega yfir því hvort væri skynsam- legra að stunda sjó og gera þjóðinni gagn eða „nudda rassinum við skóla- bekk alla ævi“. Ég öskraði stundum og skellti hurðum yfir karlrembunni í þér og þú fussaðir og sveiaðir yfir kvenrembunni í mér. En hvað bræð- in var samt fljót að ijúka úr þér! Stundum sagði ég eitthvað svo sví- virðilegt að ég var farin að búa mig undir að þú talaðir aldrei við mig aftur, en nei, eftir örfá andartök varstu aftur farinn að brosa og kalla mig litlu stúlkuna hans afa. Við rifumst líka stundum út af kirkju og prestum, en það var áður en ég áttaði mig almennilega á eðli trúar þinnar. Þú sagðir mér einhvem tíma að prestar héldu þig trúlausan og sumir jafnvel hundheiðinn, en þú gafst sjaldan mikið fyrir skoðanir presta. Þú gafst meira fyrir skoðan- ir hins vísa Meistara frá Nazaret, enda var hann byltingarmaður líkt og þú. Hann hefði heldur ekki sætt sig við íslenska kirkju á tuttugustu öld. Hann hratt um borðum víxlar- anna í helgidómnum og gagnrýndi mammonsdýrkendurna fyrir tvöþús- und árum. Hann sagði ríkum mönn- um að gefa eigur sinar fátækum svo að allir hefðu jafnt. Og hann safn- aði ekki auði. „Góðir menn eiga aldr- ei peninga," sagði Þórbergur og pen- inga varst þú alla ævi blessunarlega laus við að eiga, afi minn. Þú áttir það sem Þórbergi og Kristi þótti miklu merkilegra. Þú áttir nefnilega bæði vit og kærleika. Og kærleikurinn í húsi ykkar ömmu var einmitt alveg eftir for- skrift Páls postula: „Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður; kærleikurinn öfundar ekki; kærleik- urinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp; hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki sins eigin; hann reiðist ekki, tilreiknar ekki hið illa; hann gleðst ekki yfír órétt- vísinni, en samgleðst sannleikanum; hann breiðir yfir alt, trúir öllu, von- ar alt, umber alt.“ (1. Kor. 13. 4-7.) Þið amma voruð svo ekta góð. Allir alltaf velkomnir að Hrauni þó að húsið væri lítið. Ég man ekki hversu margir gistu þegar mest var, en ég man að þú sagðir að Hraun hefði þann undraverða eiginleika að stækka eftir því sem fleira fólk kæmi inn í það. Og það hefur senni- lega verið rétt, allavega man ég ekki eftir þrengslum þó að gestir skiptu tugum. Þið báruð umhyggju fyrir svo mörgum en ætluðust ekki til þess að fá neitt í staðinn. Það er hinn sanni kærleikur, hin sanna mennska. Jú, ætli það hafi ekki bara verið alltaf sól? „Alltaf sól á Hrauni,“ sagðirðu svo oft og mér er lífsins ómögulegt að muna annars konar veður. Einn morguninn stóðum við tvö úti á hlaði. Þú bentir mér á bleik fjöllin í Reyðarfirðinum og kenndir mér litla vísu um morgunroðann. Þú varst svo stoltur af íslandinu þínu. Þú dáðist að fjöllunum, túnun- um og hafinu umhverfis og ljómaðir þegar þú sagðir: „Það er fallegt á Hrauni." Hvernig ætti ég að kveðja þig, afi minn? Þú sem í huga mínum ert stærri en stærðirnar. „Hinsta kveðja" segir fólk, en svoleiðis hlusta ég ekki á. „Vér mótmælum allir“ enn og aftur. Ég krefst þess að fá að mæta þér í Eilífðarlandinu þar sem upp rennur endalaust sumar og við getum sungið um hana Stínu, horft saman á morgunroðann og ég fæ aftur að líta brosið í bláu augun- um þínum. í sólhvítu ljósi hinna siðhærðu daga býr svipur þinn. Eins og tálblátt regn sé ég tár þín falla yfir trega minn. Og fjarlægð þín sefur í faðmi mínum í fyrsta sinn. (Steinn Steinarr.) Innilegar þakkir fyrir allt og allt. Þórunn Hrefna. Elsku afi. Oft hugsa ég til þess tíma sem við áttum saman. Efst í huga mér eru þó ferðir okkar út í Papey. Ég veit að þér þótti svo vænt um að koma til Papeyjar, fara á veiðar og rifja upp gamla tíma. Þarna varstu í þínu náttúrulega umhverfi, því eyna þekktirðu eins og lófann á þér og raunar gott betur en það. Þú sýndir mér staði, kenndir mér að veiða lunda og sagðir auðvitað ótal sögur á þinn skemmtilega hátt. Minnist ég sérstaklega ferðar- innar á Díönu, bátnum sem við gerðum upp saman, nánast frá grunni. Hvað við höfðum það gott þar sem við lágum á friðsælum sjónum í Áttæringsvoginum, snæð- andi lunda sem við höfðum veitt í Höfðanum fyrr um daginn. Skrupp- um síðan í land og upp að bæ í kvöldkaffi til Siggu. Það er mér ómetanlegt að hafa átt með þér þessar stundir. Ég mun minnast þín, ekki aðeins sem barn- góðs og elskulegs afa, heldur líka , sem allrabesta vinar míns. Þinn nafni, Hávarður. Elsku afi minn. Mér þykir leitt að þú skulir vera dáinn. Manstu þegar við skoðuðum fuglana saman? Það er gott að þú ert ekki veikur lengur. Ég bið að heilsa öllum í himnaríki. Kveðja, Sjafnar. Hávarður Bergþórsson lést í Landspítalanum 7. apríl sl. Frá því við kynntumst Hávarði haustið 1972 á bryggjunni í Neskaupstað hefur verið um óskoraða vináttu að ræða, O þó oft væri langt í kílómetrum á milli okkar. Með Hávarði er genginn mikill höfðingi og ijúfmenni. Hann var náttúrubarn og hafsjór af fróð- leik sem hann miðlaði til allra sem vildu nema og minni hans á ör- nefni, fugla og dýralíf var ótrúlegt. í honum endurspeglaðist alþýðu- menning af sjaldséðu næmi bæði þegar hann málaði og þegar frá- sagnarlist hans fékk að njóta sín. Oftar en ekki minntist Hávarður á Gísla í Papey og þá ávallt með sér- stakri virðingu og kallaði hann alltaf „húsbónda sinn“ og manni varð það Ijóst að Gísli hafði sáð hjá honum sem unglingi í Papey fijósömum , hugsunum, mikilli lífselsku og virð-flfc ingu fyrir náttúrunni en þó jafnframt að náttúran væri til að nýta hana. Hávarði sveið alltaf ranglæti og barðist gegn því sem mest hann mátti og mátti ekkert aumt sjá. Hann var frumkvöðull og athafna- maður og trúði á mátt eigin handa og var ótrúlegt afrek hans í þeim efnum þegar hann byggði með því sem næst berum höndum söltunar- stöðina Hraun í Reyðarfirði og rak hana með sínu fólki. Auðsöfnun var honum fjarlæg og fáfengileg og aldr- ei gleymdi hann því að lifa lífinu lif-,, andi. Líf Hávarðs og okkar hefur fléttast saman nú í 24 ár og við höfum mikið lært af Hæa vini okk- ar. Við þökkum í dag fyrir að hafa fengið að njóta vináttu hans öll þessi ár og söknum hans sárt en vitum að trú hans hefur flutt hann nú á góðan stað og hann lifir alltaf í minn- ingu okkar. Far í friði vinur og fóstri.^_ Atli og Kristjana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.