Morgunblaðið - 11.04.1997, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 11.04.1997, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 1997 41 -H i i i i i 1 « I i « 4 4 I i i i 1 ( ( i i í BJÖRNKÁRI BJÖRNSSON + Björn Kári Björnsson fæddist í Viðey 26. júlí 1927. Hann lést í Reykjavík 2. apríl síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Björn Bjarnason, f. 20. júní 1884 í Eystri- Tungn í Landbroti í V-Skaftafells- sýslu, d. 8. apríl 1957 í Reykjavík, verkstjóri h,já Kárafélaginu, fyrst í Reykjavík og síð- an í Viðey, og Þorbjörg As- grímsdóttir, f. 20. september 1895 í Reykjavík, d. 14. desem- ber 1964 í Reykjavík. Systkini Björns Kára voru: Laufey Kjartanía, f. 21. september 1911, Hilbert Jón, f. 10. mars 1914, d. 19. nóvember 1974, Bjarni Kristinn, f. 14. febrúar 1917, d. 26. mars 1992, Ásgrím- ur Stefán, f. 14. desember 1922, d. 13. febrúar 1995, og Sigurð- ur Guðni, f. 3. maí 1936. Björn Kári giftist 31. desem- ber 1951 Magdalenu Margréti Ólafsdóttur, f. 29. ágúst 1931, sem starfar nú sem sjúkraliði á Skjóli í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Ólafur Gunnar Einarsson, f. 1. september 1887, d. 19. júni 1974, bifreiðar- stjóri, og Guðrún Halldórsdótt- ir, f. 14. júlí 1908, d. 29. apríl 1993. Dætur Björns Kára og Magdalenu Margrétar eru tvær: 1) Berglind, f. 18. júní 1952, gift Eiríki Þorsteinssyni, f. 27. apríl 1950. Þau eiga tvo syni: Björn Steinar, f._ 14. júní 1973, og Ásgeir, f. 23. febrúar 1977. Þau búa í Svíþjóð. 2) Birna, f. 19. maí 1955, gift Scott Mir- man, f. 8. október 1958. Þau skildu en eiga einn son, Ross Björn Mirman, f. 6. október 1984. Sam- býlismaður Birnu er Scott E. Zoll, f. 19. apríl 1959. Þau búa í Indiana, Bandaríkjunum. Björn Kári fór ungur að stunda sjó. Hann réð sig sem messadreng á Súðina og lenti í skotárás þýskrar orrustuflug- vélar á Skjálfandaflóa 16. júní 1943. Síðan var hann mikið á togurum, lengst af á Geir. Hann lauk námi sem húsasmið- ur frá Iðnskólanum í Reykjavík 1955. Hann starfaði hjá Reykjavíkurhöfn og síðan Vita- og hafnamálaskrifstofunni. Hann sinnti viðhaldi á vitum um allt land, leysti oft vita- verði af í leyfum og gegndi störfum vitavarðar m.a. í Galt- arvita, á Horni og Reykjanesi. Á árunum 1982-84 stundaði hann smíðar í Svíþjóð en síðan réð hann sig aftur til Reykja- víkurhafnar og vann í Faxa- skála til starfsloka. Útför Björns Kára fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Mér var illa brugðið þegar mér var tilkynnt 2. apríl síðastliðinn að Björn Kári, föðurbróðir minn, hefði orðið bráðkvaddur. Þegar ég sá hann síðast var hann svo hress og kátur að ég var viss um að hann ætti eftir mörg ár ólifuð. Þó að hann hefði formlega hætt störfum í febrúarlok biðu hans mörg verk- efni sem hann hlakkaði mikið til að fást við næstu árin, en það er deginum ljósara að maðurinn ákvarðar en guð ræður. Ég á margar ljúfar minningar um Björn Kára eða Bjössa, eins og hann var oftast kallaður. Minn- ingarnar um hann eru að vísu nokk- uð slitróttar frá bernskuárum mín- um en síðan hrannast þær upp í huganum. Á menntaskólaárum mínum heimsótti ég oft Bjössa og fjölskyldu hans á Brávallagötu og þá kynntist ég því_ vel hve góður drengur hann var. í annríki lífsins lágu leiðir okkar alltof sjaldan sam- an en á síðustu árum auðnaðist mér að kynnast honum og eigin- konu hans betur, einkum þegar ég heimsótti þau í sumarbústað þeirra í nágrenni Reykjavíkur. Bjössi var alltaf viðmótsþýður og brosmildur. Hann lét ekki mik- ið á sér bera á mannamótum en við nánari kynni var hann ákaflega glettinn og sagði skemmtilega frá ýmsu sem á daga hans hafði drif- ið. Bjössi flíkaði ekki hæfileikum sínum en hann var góður smiður eins og t.d. heimili hans og sum- arbústaður bera vott um. Eg vissi alltaf að Bjössi væri laginn að teikna en hann sýndi mér fyrst nokkur verka sinna fyrir fáum árum. Hann málaði myndir í frí- stundum og sumar þeirra prýða nú veggi hjá vinum og vandamönn- um. I fyrrasumar hringdi hann í mig og bað mig af mikilli hógværð að koma og skoða málverk sem hann vildi gefa mér ef mér litist vel á það. Það þarf ekki að orð- lengja það en málverkið hangir nú_á vegg í stofunni hjá mér. I Bjössa sá ég alltaf hæglæti og mýkt Þorbjargar ömmu en það var samt engin lognmolla í kringum hann frekar en Björn afa. Ég skynj- aði líka alltaf mikið æðruleysi í fari Bjössa. Hann átti greinilega sinn guð en talaði ekki mikið um hann. Hann lagði traust sitt á æðri máttarvöld og bara tók því sem að höndum bar. Ég hef grun um að lífsbaráttan í Viðey og reynsla hans á sjónum hafi sterk- lega mótað þennan þátt i fari hans. Með sorg í hjarta kveð ég nú kæran frænda um leið og ég sendi eiginkonu hans, dætrunum tveimur og fjöiskyldum þeirra innilegustu samúðarkveðjur mínar. Sævar Hilbertsson. Hver miraiing dýrniæt peria að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur i verid var gjöf sem gleymist eigi og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Það var fyrir sex árum að ég kynntist Birni Kára, þegar ég hóf störf hjá Reykjavíkurhöfn. Björn Kári var þá trésmiður f bækistöð, en ég ráðinn sem umsjónarmaður húseigna. Kynni okkar voru ekki mikil í upphafi en fyrir þremur árum breytti hann til og kom sem húsvörður í Faxaskála og Hafnar- húsi. Þá hófst samstarf okkar sem varð mjög náið og bar þar aldrei skugga á. Ekki ætla ég að þakka mér það góða samstarf, heldur var Björn svo einstakur starfsmaður og félagi að það fór ekki hjá því að samskiptin yrðu farsæl. Lífsregla Björns var, hvað get ég gert fyrir þig, en ekki — hvað getur þú gert fyrir mig? Björn var einstaklega vinnusamur maður og eru þeir margir sem eiga heima hjá sér handtök sem hann innti af hendi eftir að vinnudegi lauk. Björn var mikill fjölskyldumaður og var tilbúinn að vinna langan vinnudag og jafnvel um helgar til að geta svo átt tíma til að heimsækja dæt- ur sínar sem búa erlendis. Mér eru kærar morgunstundir okkar Björns í Faxaskála. Bjöm mætti gjarnan kl. 7 á morgnana, hellti á könnuna og sátum við þá gjarnan að spjalli þar til vinnutími hófst. Þar kynntist ég fjölskyldu- manninum Birni. Hann sagði mér frá dætrunum í Svíþjóð og Amer- íku, dóttursonum og síðast en ekki síst talaði hann um Möllu sína. Þegar hann talaði um Möllu talaði hann ekki um Möllu heldur sagði hann alltaf „mín“, með svo mikilli ást og virðingu. Björn sagði ekki bara skemmti- lega frá, hann var lfka tilbúinn að hlusta. Hann hafði yfír að ráða ótrúlegri næmni á annarra líðan og sá og fann hvernig öðrum leið. Það var ekki sjaldan þegar við ræddum málin yfir morgunkaffinu að hann leit á mig og sagði „láttu það bara koma“. Þá fann hann að eitthvað var að íþyngja mér. Þessar stundir og umhyggja eru dýrmætar gjafir í mínum huga. Það er sorglegt til þess að hugsa að Björn hætti störfum vegna ald- urs fyrir einum mánuði. Hann horfði björtum augum til þess, að fara nú að fást við allt sem hann langaði til. Koma upp sumarhúsinu við Krókatjörn þar sem hann var búinn að steypa undirstöður. Mála myndir, en af þvf hafði hann mikla ánægju. Heimsækja dæturnar og svo ótal margt fleira, fyrir utan öll stórverkin sem þú ætlaðir að taka að þér í Ameríku, Bjössi minn, og ég ætlaði að koma til þína sem handlangari, þegar við vorum að spauga síðustu dagana þína áður en þú hættir störfum. Það var aðeins lengra en til Ameríku sem þú fórst. Það hefur vantað góðan handverksmann á himnum og það verður þar sem við hittumst næst. Með þessum línum kveð ég þig, kæri vinur, og þakka þér allar góðu stundirnar sem við áttum saman á liðnum árum. Malla mín, ég á ekki orðin sem geta sefað sorgina, en fögur minn- ing um góðan dreng mun deyfa sársaukann. Ég votta þér, dætrun- um, tengdasyni og barnabörnum, mína dýpstu samúð. Góður drengur er genginn, góður maður er dáinn. Minnir hann oft á máttinn, maðurinn slyngi með ljáinn. Allra okkar kynna, er ánægjulegt að minnast. Mér finnst slíkum mönnum, mannbætandi að kynnast. (Kristján Árnason frá Skálá.) Sigurður Hermannsson. Þar sem ég sit hér heima í Borás í Svíþjóð, þá langar mig tii að minn- ast hans Bjössa afa. Abbí blú, skæ of blú, drím of jú, æ lov jú er það fyrsta sem mér kemur í hug um þannan síkáta afa minn. Þetta iag söng afi fyrir okkur bræðuma, mömmu okkar, frænkur, vini og vandamenn. Þetta var eiginlega yfírlýsing frá afa til alheimsins um að lífið væri dásamlegt og hve gott það er að fá að vera til. Ég var aðeins Iftill drengur þeg- ar ég gerðist hjálparsveinn hjá afa. Með hamar í hendi og nagla í poka var ég orðinn stórsmiður eins og afi. Samstarf verktakanna Litla Bjöms og Stóra Bjöms var hafið. Verkin voru mikil og stór og mér þótti ég vera tilbúinn til að takast á við heiminn og reyndar allan geiminn. Við bræðurnir fluttum ásamt foreldrum okkar búferlum til Sví- þjóðar árið 1978. Ég var á fímmta ári og Ásgeir bróðir minn var að- eins 11 mánaða. Þótt vegalengdin milli okkar ömmu og afa væri mik- il, þá var nálægðin sterk. Okkur bræðrunum eru ógleymanlegar þær stundir, sem við áttum með afa og ömmu í Svíþjóð. Alltaf stakk afi hendinni í vasann og laumaði að okkur bræðrunum aurum eða góð- gæti. Mikið var hann djúpur vasinn hans afa. Ég var 15 ára, þegar ég fór að koma til íslands í sumarvinnu. Afi kom mér í vinnu hjá Fiskvinnslu Hafliða úti á Granda. Hann vissi að þeir Hafliðamenn mundu gera mig færan í flestan sjó. Þar var okkur afa tekið sem fjölskyldumeð- limum. Ég þurfti að vera mættur þar snemma á morgnana til vinnu. Á hverjum morgni var afi mættur í eldhúsið og hafði lagt á borð heitt kókómalt fyrir mig og uppáhalds- drykkinn sinn, sem var kalt kaffí frá kvöldinu áður. Hann flautaði bæði og söng bomba romba romm. Hann var léttur og kátur, en ég sat hins vegar með stírurnar í aug- unum og velti fyrir mér, hvernig nokkur maður gæti verið svona kátur klukkan fimm að morgni. Afi var alltaf í góðu skapi jafnt morgun sem miðjan dag. Hann var síkátur og mátti ekkert aumt sjá. Einnig eru okkur bræðrum minnis- stæðar kvöldferðir okkar afa á ís- landi. Á sumarkvöldum var farið í bíltúr. Fyrst á dagskrá voru ískaup- in. Þvílíkan rosaís höfðum við bræður aldrei séð. Síðan niður á höfn að skoða bátana, því það elsk- aði afí að gera. Afi sagði okkur frá öllu, sem fyrir bar á leiðinni. Okkur þótti alltaf jafn fyndið, þegar hann sagði „þessi strákur" og átti við menn, sem okkur bræðrunum þótti heldur en ekki komnir af stráka- aldrinum. Hann afí var alltaf svo ungur i anda og honum fannst ell- in sækja hart að mörgum mannin- um og þótti honum erfítt að horfa upp á „strákana" eldast. Og upp í sumarbústaðinn lá leiðin. Afi söng og trallaði alla leiðina. Eitt sumarið var ákveðið af leggja land undir fót og fara á Laugarvatn. Spennan var mikil, því að við áttum að fá að vera í hjólhýsi, sem afi fékk lánað. Þenn- an dag gerði hins vegar mikinn storm. Tjöld nágrannanna fuku allt um kring og hjólhýsið var um það bil að takast á loft, þegar amma sagði: „Nú er nóg komið. Vekjum afa og komum heim!“ Þetta var dæmigert fyrir afa. Hann svaf á meðan óveður geis- aði. Við hlógum mikið að þessari stuttu en viðburðaríku ferð. Við bræðurnir eigum ótal minn- ingar sem þessar og þær eiga eftir - að lifa með okkur og ylja okkur um hjartaræturnar í framtlðinni. Ég sit hér og skrifa í gegnum tár- in heldur ósáttur við að afí sé far- inn frá okkur. Ég veit, að við eigum eftir að hittast síðar. Afa verður sárt saknað. Björn Steinar og Ásgeir. Góður vinur minn, Björn Kári, er látinn. Þegar hringt var til mín og sagt að Bjössi, eins og við kölluðum hann, hefði orðið bráð- ^ kvaddur við vinnu sína kom það mér mjög á óvart, því daginn áður kom hann í heimsókn til okkar á Fiskislóð 98 og virtist vera hinn hressasti. í þetta sinn var hann ekkert að flýta sér og sagði mér að nú væri hann hættur hjá Reykja- víkurhöfn, þar sem hann hafði unn- ið í mörg ár. Við spjölluðum saman um ýmislegt, m.a. hvað framundan væri hjá honum. Ekki hafði Bjössi áhyggjur af framtíðinni, því hann var með vinnusömustu mönnum sem ég hefi þekkt. Mörg voru þau handtökin sem hann vann fyrir mig og mína í gegnum árin og hefí ég alltaf staðið í mikilli þakkarskuld við hann fyrir allt það. Það er mikil gæfa að hafa kynnst öðrum eins manni. Um leið og ég kveð vin minn færi ég Magdalenu, dætrum og fjölskyldu mína dýpstu samúð. Hvíl í friði, kæri vinur. Helgi Hafliðason. • Fleiri minningargreinar um Bjöm Kára Björnsson bíða birt- ingar ogmunu birtast í blaðinu næstu daga. + Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elsku- legrar móður, tengdamóður og ömmu, BJARNFRÍÐAR SIGURJÓNSDÓTTUR, dvalar- og hjúkrunarheimilinu Seljahlíð, Hjallaseli 55, Reykjavfk. Þórður S. Gunnarsson, Helga Sigþórsdóttir, Þórunn Helga Þórðardóttir. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför LEIFS JÓNSSONAR, Klapparstíg 1A, Reykjavík. Björg Kristjánsdóttir, Gunnar Leifsson, Laura Ann Howser, Kristján Leifsson, Guðrún Anna Auðunsdóttir, Aðalbjöm Leifsson, Björg, Leifur George, Valdfs, Kristófer Smári. + Þökkum öllum þeim, sem sýndu okkur vin- semd og hlýhug við andlát og útför GUÐLAUGARJÓHÖNNU JÚLfUSDÓTTUR, Mávahlfð 7, Reykjavfk. Guðmundur Jónsson, Þórir Skúlason, Una O. Guðmundsdóttir, Júlfus Skúlason, Svanborg Jónsdóttir, Jón Guðmundsson, Guðrún M. Sigurbjörnsdóttir, Viðar Guðmundsson, barnabörn og barnabamabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.