Morgunblaðið - 11.04.1997, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 11.04.1997, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 1997 49 IDAG BRIDS IJmsjón Guðmundur l’áll Arnarson „ÞRJÚ grönd vinnast úti um allan sal. Ég skil þetta ekki!“ Austur gefur; NS á hættu. Norður ♦ 3 V ÁKD106 ♦ 8753 ♦ G103 Vestur Austur ♦ 107 ♦ 98654 V 9754 llllll V G2 ♦ 942 ♦ ÁK ♦ D865 + Á942 Suður ♦ ÁKDG2 v 83 ♦ DG106 ♦ K7 Vestur Norður Austur Suður - - 1 spaði Pass Pass 2 hjörtu Pass 3 grönd Pass Pass Pass Sá sem vitnað er til að ofan hafði fulla samúð með makker sínum sem fór þijá niður á þremur gröndum! Spilið kom upp í flórðu um- ferð íslandsmótsins. Útspilið var lauffímma, fiórða hæsta. Austur drap á ásinn og spilaði tvistinum til baka. Eftir þessa byijun, leit út fyrir að laufið skiptist 4-4 með drottningunni í vestur. Austur hafði þegar lofað fimmlit í spaða og ÁK í tígli hlaut hann að eiga fyrir opn- uninni. Þar með var ekki rúm fyrir fleiri en tvö hjörtu. Að þessu athuguðu spilaði sagnhafi hjarta á ásinn í þriðja slag (gosinn gat verið blankur), tók svo flóra slagi á spaða og spilaði síðan hjarta á tíuna! Fleiri urðu slagir sóknarinnar ekki. Þessi spilamennska er rök- rétt, en þó mælir eitt gegn henni. Án hjartagosans er austur aðeins með 11 punkta og þar af engan í fimmlitn- um. Og ekki er víst að allir myndu opna á slík spil. NEI maðurinn minn sagði mér ekki hvernig veiði- buxur ég ætti að kaupa á hann. Hann veit ekki einu sinni að liann er að fara á veiðar. AF hverju í ósköpunum kemurðu aldrei inn og kvartar? slökkva á sjónvarpinu, Guðbrandur? Árnað heilla /?/AARA afmæli. A Ovlmorgun, laugardag- inn 12. apríl, verður sextug Stella Björk Baldvinsdótt- ir, Baldursgarði 3, Kefla- vík. Hún og eiginmaður hennar Magnús Guð- mundsson taka á móti gestum frá kl. 19 á afmælis- daginn í húsakynnum Karlakórs Keflavíkur, Vest- urbraut 17-19. 50 ÁRA afmæli. í dag, föstudaginn 11. aprfl, er fimmtugur Guðjón Ein- arsson, skipstjóri, Mána- gerði 1, Grindavík. Eigin- kona hans er Elínborg Ása Ingvarsdóttir. Þau taka á móti gestum í húsi Verka- lýðsfélags Grindavíkur frá kl. 20.30 á afmælisdaginn. r/AÁRA afmæli. í dag, Ovrföstudaginn 11. apríl, er fimmtugur Gunnar Ing- varsson, vélfræðingur og forstjóri, Kaplaskjólsvegi 93, Reykjavík. Eiginkona hans er Hólmfríður Frið- riksdóttir. Þau hjónin verða að heiman. pf /AÁRA afmæli. Á OUmorgun, laugardag- inn 12. apríl, verður fimm- tug Guðmunda Ólafsdótt- ir, Esjubraut 5, Akranesi. Hún og eiginmaður hennar Þröstur Stefánsson taka á móti gestum í kaffisal H.B. kl. 18 á afmælisdaginn. AUÐVITAÐ höfum við laust borð fyrir uppáhalds viðskiptavininn okkar. HÖGNIHREKKVÍSI stjörnuspA cftir I'rances Drake HRÚTUR Afmælisbarn dagsins: Þú ert sjálfstæður ogferð þínar eigin leiðir, en þarft að taka tillit tilþeirra sem íkringum þigeru. Hrútur (21. mars- 19. apríl) Það ríkir gott samstarf á vinnustað, sem kemur sér vel þegar leysa þarf vanda- mál sem upp koma. Naut (20. april - 20. maí) Iffö Einhver fjárútlát verða vegna yngri kynslóðarinnar og nóg að gera í kvöld. Tvíburar (21. maí - 20. júní) 4» Þú færð viðurkenningu fyrir vel unnin störf og nú er tíma- bært að byija á nýju spenn- andi verkefni. Krabbi (21. júní — 22. júlí) Njóttu ánægjulegrar stundar með einhveijum þér ná- komnum. Vertu einn með sjálfum þér og njóttu sköp- unarhæfileika þinna í kvöld. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) <ef Settu heimilið í forgang í dag og komdu lagi á ókláruð mál. Njóttu kvöldsins með fjölskyldunni. Meyja (23. ágúst - 22. september) Dagurinn lofar góðu þó þú hafir áhyggjur af smávanda- máli heima fyrir. Njóttu frið- sældar með féiaga þínum í kvöld. Vog (23. sept. - 22. október) Forðastu í lengstu lög að deila við einhvern þér ná- kominn um ijármál. Fáðu þér fremur góða bók að lesa. Þér býðst að fara í ferðalag. Sþoródreki (23. okt. - 21. nóvember) Þú ættir að efla styrk þinn og eldmóð því nú er að hefj- ast skapandi tímabil hjá þér. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) Dómgreind þín er góð í fjár- málum og trúnaðarsamtal stendur fyrir dyrum. Eirðar- leysis gæti orðið vart með kvöldinu. Steingeit (22. des. - 19.janúar) Vinur þinn færir þér gæfu og nú er tíminn til að gera framtíðaráætlanir. Eitthvað óvænt kemur upp á í kvöld. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) ðk Þú færð góðar fréttir sem hafa mikið að segja fyrir fjöl- skylduna. Hyggjuvit þitt kemur sér vel í vinnunni. Fiskar (19. febrúar-20. mars) Þú verður í góðum félagsskap í dag, en varastu að eyða of miklu. Heimspekileg málefni eiga hug þinn allan núna. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi byggjas t ekki á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Rýmingarsala Ótrúlegt verð. Stærðir 2-14 ára. Barnastígur, Skólavörðustíg 8 Elizabeth Arden Kynning í Grafarvogsapóteki í dag, föstudag, á Exceptional varalitunum frá Elisabeth Arden og fleiri spennandi nýjungum. GRAFARVOGS APOTEK SÍÍSTEX. ÍSLENSKUR TEXTÍLIÐNAÐUR H.F. Aðalfundur ÍSTEX hf. verður haldinn föstudaginn 18. apríl 1997 kl. 16.00 í húsnæði félagsins í Mosfellsbæ. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 16. grein samþykkta félagsins. 2. Tillaga um heimild til handa stjórn til kaupa á eigin hlutabréfum, samkvæmt 11. grein samþykkta félagsins. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá, endanlegar tillögur, ársreikningar og skýrsla stjórnar, munu liggja frammi á skrifstofu félagsins í Mosfellsbæ viku fyrir aðalfund, hluthöfum til sýnis. Aðgöngumiðar og fundargögn verða afhent á fundarstað, Álafossvegi 40a, Mosfellsbæ, á fundardag. Mosfellsbæ, 9. apríl 1997. Stjórn ÍSTEX hf. Æjk FJÖLBRAUTASKÓLINN BREIÐHOLTI OPIÐ HÚS laugardaginn 12. aprfl 1997 kl. 14 .00 - 17.00 Á myndlistabraut leiðbeina kennarar í módelteikningu. Á snyrtibraut verður húðgreining og ráðgjöf um snyrtivörur. íþróttabraut kynnir starfsemi sína og býður gestum í sund. ••••• Á handíðabraut sýna nemendur fatnað sem unnið hefur til verðlauna. Húsasmíðanemar verða við smíðar. Rafvirkjanemar vinna í stýringum og nýlögnum. Nemar í líffræði kryfja ??? Nemendur kynna frábært félagslíf. ••••• Kaffi og kökur. Kór FB syngur. Aristofanes verður með uppákomu, og fleira, og fleira, og fleira. Komið og kynnist skóla sem hefur eitthvað fyrir alla. Fjölbrautaskólinn Breiðholti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.