Morgunblaðið - 11.04.1997, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 11.04.1997, Blaðsíða 56
56 FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ MYNDBÖND/KVIKMYNDIR/ÚTVARP-SJÓNVARP MYNDBÖND SÍÐUSTU VIKU Ást og skuggar (OfLove and Shadows) ★ ★ Stolt Celtic - liðsins (Celtic Pride) ★ ★ 'h Töfrandi fegurð (Stealing Beauty) ★ ★ ★ Eyja Dr. Moreau (The Island ofDr. Moreau) ★ 'h I hefndarhug (Heaven’sPrisoner) -k'h Skriftunin (Le Confessional) ★ ★ ★ ★ Margfaldur (Muitiplicity)'k ★ 'h Hættuleg ást (Sleeping With Danger) ★ Draumar og brimbretti (Blue Juice)k ★ Draumurinn um Broadway (Manhattan Merengue) I nunnukiaustri (Changing Habits) ★ ★ Morðstund (A Time to Kill)k ★ ★ IbúðJoe (Joe’s Apartment) k'h Alaska (Alaska) ★ ★ Tryggingasvindl (Escape Clause) ★ ★ 'h Drápskrukkan (TheKillingJar)-k'h Stóra blöffið (The Great White Hype)k ★ Hin fullkomna dóttir (The Perfect daughter)k 'h , Englabarn (Angel Baby)k ★ 'h Fatafellan (Striptease) ★ ★ Háskólakennari á ystu nöf (Twilight Man)k ★ ★ Jack Reed IV: Löggumorð (Jack Reed IV: One of Our Own) ★ ★ MYNPBONP Leiðinlegar persónur Dauðsmannseyjan (Dead Man’s Island)______ Spcnnumynd ★ Framleiðandi: Papazian-Hirscli Ent. Prod.. Leikstjóri: Peter Hunt. Handritshöfundur: Peter. S. Fisch- er eftir sögu Carolyn G. Hart. Kvik- myndataka: Robert D. Hayes. Tón- list: Arthur B. Rubinstein. Aðalhiut- verk: Barbara Eden, William Shatn- er og Morgan Fairchild 91 mín. Bandaríkin. CBS Video/20th Cent- ury Fox Home Ent./Skífan 1997. Utgáfudagur: 2. apríl. BARBARA Eden leikur rann- sóknarblaðakonu sem boðuð er á eyju í eigu gamals vinar. Hann segir að einhver vilji hann feigan, og biður hana að hjálpa sér að komast að því hver það er. Þessi sjónvarps- mynd er venjuleg rann- sóknarspennumynd, þar sem áhorfendur grunar ekki hver morð- inginn er fyrr en rétt í lokin. Það er ágætt, en því miður er þetta mikil miðlungs mynd á allan hátt, þar sem smekkleysa skemmir fyrir; allt „look“ er mjög „amerískt“, tón- listin er ömurleg og lélegur karl- rembuhúmor svífur yfir vötn- unum. Blaðakon- an er mjög leiðin- leg týpa, en hún er jafnframt sögumaður myndarinnar. Hún útskýrir allt sem fyrir augu hennar ber, og hvað sé í þann mund að gerast, svo að áhorfendurnir, sem hún heldur annaðhvort blinda eða mjög heimska, skilji örugglega hvað um er að vera. Það er ekki hægt að hæla neinum leikara, en ekki held- ur persónusköpuninni, þannig að aðstandendur myndarinnar geta kennt hver öðrum um útkomuna. Hildur Loftsdóttir Vandaðir, handunnir gönguskór frá Ítalíu með breiðu sniði. Sérstaklega ^ þægilegir fyrir íslenskar fætur. Ontario Sympatex vatnsvörn. Fjöðrun í sóla. Efni: Þykkt heillegt leður. Þyngd: 840 gr. Stærðir: 36 - 48. Notkun: Okkar vinsælustu skór. Góðir í meðallangar og langar göngur. Góður stuðningur og mikil vatnsheldni. p Sympatex Ivatnsvörn. Fjöðrun I sóla. Efni: Nylon og rúskin. Þyngd: |660 gr. Stærðir: 36 - 48. Notkun: Sórlega þægilegir í styttri og meðallangar göngur. Vatnsvarið „bycast" leður. Svartir á litinn. Fjöðrun í sóla. Þyngd: 730 gr. Stærðir: 36 - 48. Notkun: Góðir bæði í léttar og/eða langar göngur. Góðir á götuna. Vetrarskór. Burma Stubai Stífur sóli. Blár á litinn. Efni: Þykkt heillegt leður. Þyngd: 1030 gr. Stærðir: 41 - 47. Notkun: Fjallamennska, klifur. Góður sóli fyrir mannbrodda. Göngur í erfiðu landi. >ar sem gönguferðin byrjar! Sympatex vatnsvörn. Efni: Nylon og rúskin. Þyngd: 490 gr. Stæröir: 36 - 48. Notkun: Léttar göngur, göngustígar og góðir vetrarskór á götuna. EYJASLÓÐ 7 107 REYKJAVÍK SimiSII 2200 1 1 CHARLTON Heston fangi á Apaplánetunni í fyrstu myndinni. Afkomendur apanna SÝN hefur að undanförnu sýnt Apaplánetuseríuna og í kvöld er fjórðamyndin Conquest of the Þlanet of the Apes á dagskrá. Anna Sveinbjarnardóttir end- urnýjaði kynni sín af myndunum og velti fyrir sér gæðum, vin- sældum og boðskap. APAPLÁNETUSERÍAN kom á markaðinn á milli 1968 og 1973. Hver á fætur annarri birtust þær í kvikmyndahúsunum: Planet of the Apes, Beneath the Planet of the Apes, Escape From Planet of the Apes, Conquest ofthe Planet of the Apes, og Battle for the Planet of the Apes. Á þeim tíma sem serían kom á markaðinn var hún litin sömu augum og Nigtmare on Elm Stre- et- og Friday the 13th-seríurnar á níunda áratugnum. Algjör rusl- afþreying fyrir unglinga sem foreldrar ættu nú helst að halda krökkunum frá. Það er ekki hægt að deila um það að gæði apamyndanna eru æði misjöfn. Apabúningarnir hafa ekki elst vel, leikstíllinn er frosinn og flatur í flestum tilfell- um, og lítill metnaður sjáanlegur hjá leikstjórum eins og J. Lee Thompson og Ðon Taylor. Engu að síður, eða kannski vegna þess að myndirnar voru án alls listræns metnaðar eða lit- aðar foreldralegri ábyrgðartil- finningu, var Apaplánetuserían gífurlega vinsæl meðal banda- rískra unglinga. Heil kynslóð horfir til baka með fortíðarþrá og minnist Go Ape-hátiðanna þegar byrjað var að sýna fyrstu myndina klukkan ellefu að morgni og síðan kom hver mynd- in á fætur annarri fram á kvöld. í kjölfar kvikmyndanna komu bækur, leikfígúrur, teiknimynda- blöð, og myndir í tyggjópökkum. Einnig voru framleiddir sjón- varpsþættir, bæði leikinn þátta- röð og teiknimyndaflokkur. Enn í dag á Apaplánetuserían dygga aðdáendur sem taka myndirnar á leigu eða grípa tækifærið þegar þær birtast á sjónvarpsskjánum. Áhugaverðir gallagripir Þrátt fyrir ýmsa galla hafa apamyndirnar upp á margt skemmtilegt að bjóða. Serían í heild tekst t.d. á við þær þvers- sagnir sem tímaflakk skapar yf- irleitt í vísindaskáldsögukvik- myndum. Heildarsýnin kemur frá handritshöfundinum Paul Dehn sem hélt utan um fram- haldsmyndirnar fjórar. Hugmyndirnar sem liggja til grundvallar seríunni eru einnig ekki úr lausu lofti gripnar. Átök- in milli apa og manna í kvik- myndunum eru sprottin upp úr kynþáttaátökunum í Bandarikj- unum á sjöunda áratuginum. Aðskilnaðarstefnan og darw- inískur hugsunarháttur apanna sem Chaiiton Heston hittir í fyrstu myndinni snýr á hvolf öll- um hugmyndum okkar um stöðu mannsins í heiminum. Útlendingahatur og óttinn við hið óþekkta er stór hluti af þeirri heimsmynd sem Apaplánetuser- ían skapar, ekki ólíkt þeim heimi sem við búum í í dag. Boðskapur Apaplánetuseríunnar er skelfi- legur; hatrið mun alltaf sigra að lokum. Það verður spennandi að sjá hvernig Oliver Stone segir þessa sögu en heyrst hefur að hann og Arnold Schwartzeneg- ger ætli að endurgera fyrstu myndina. Þrjár myndir um Dorothy Dandridge HALLE Berry, Janet Jackson og Whitney Houston eru allar að undirbúa kvikmynd um líf Dorothy Dandridge. Dandridge var kvikmyndaleikkona sem naut töluverðra vin- sælda eftir seinni heimsstyijöld og var m.a. útnefnd til Oskarsverðlauna árið 1954. Hún var mjög óhamingjusöm í einkalífi og dó aðeins 43 ára gömul. Mynd Halle Berry sem er í vinnslu hjá HBO er líklegust til að koma fyrst fyrir augu áhorfenda. Halle Berry
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.