Morgunblaðið - 11.04.1997, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 11.04.1997, Blaðsíða 57
t MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 1997 57 I 1 I I I I i i i i ( I ( ( ( ( I ( ( I j ( f I I MYNDBÖND/KVIKMYNDIR/ÚTVARP-SJÓIMVARP Urslitakvöld stuttmyndadaga í KVÖLD verður úrslitakvöld stutt- myndadaga haldið í Loftkastalan- um og hefst dagskráin kl. 21. Þá verða sýndar þær myndir sem flest atkvæði hlutu samkvæmt niður- stöðu áhorfenda og dómnefndar. Gestir kvöldsins velja sigurmyndina og gilda atkvæði þeirra til jafns á við atkvæði dómnefndarinnar. Með- an dómnefnd telur atkvæði og kemst að niðurstöðu verða sýndar tvær verðlaunastuttmyndir frá stuttmyndahátíðinni í Tampare í Finnlandi, auk sýnidæmis frá Kvik- myndafélaginu Plútoni. Þeir Plúton- félagar munu fyrstir veita verðlaun og það fyrir bestu klippinguna. Það eru 10 tímar í klippiaðstöðu hjá þeim. Þá kemur Félag framhalds- skólanema og veitir Hallbjörninn sem eru verðlaun í léttari kantinum og veitt fyrir besta áhættuleikinn eða annað í svipuðum dúr. Há- punktur kvöldsins verður um kl. 23, en þá stígur á svið formaður dóm- nefndar, Hrafn Gunnlaugsson sjálf- ur, og veitir verðlaun fyrir hönd Reykjavíkurborgar. Fyrstu verð- laun eru 200.000 krónur, fyrir ann- að sæti eru veittar 100.000 krónur og þriðju verðlaun eru 50.000 krón- ur. Þetta verður þétt og spennandi dagskrá sem allir ættu að geta haft gaman af. STUTTMYNDIN Klósettmenning vakti athygli í keppni síðasta árs. Leikstjóri „Shine“ til Kyrrahafsins LEIKSTJÓRINN Scott Hicks, sem leikstýrði myndinni „Shine“ sem tilnefnd var til Óskarsverð- launa, hefur tekið að sér að leik- stýra myndinni „Snow Falling on Cedars". Handrit myndarinnar verður byggt á skáldsögu Davids Guter- sons og er drama sem fjallar um japansk-amerískan mann sem er fyrir rétti ákærður fyrir morð. Sagan fjallar um réttarhöldin, konu mannsins og blaðamann sem fjallar um málið. Myndin, sem gerist á eyju í Norðvestur- Kyrrahafi, fjallar einnig að mikl- um hluta um hvaða áhrif fordóm- ar hafa i réttarkerfinu. ? ffur þú prófað ostafylltu pizzurnar~ FOSTUDAGSMYIMDIR SJONVARPSSTOÐVANNA Sjónvarpið ►23.25 Einhver skemmtilegasta hryllings- og spennumynd seinni ára er Skjálfta- hrollur (Tremors, 1989). Úti í eyði- mörkinni er krummaskuð sem heitir því kaldhæðnislega nafni Perfection og þar er ekki allt með felldu og Fred Ward í góðu stuði - rambar á illa leikið lík og fyrr en varir leikur allt á reiðiskjálfi af völdum óvina úr neðra. Ron Underwood leikstýrir sinni fyrstu mynd af öryggi og hú- mor. ★★★Stöð2 ►13.00og 1.15 - Sjá umfjöllun í ramma. Stöð 2 ►21.00 Tim Burton leik- stjóri og Michael Keaton aðalleikari slepptu höndunum af Leðurblöku- manninum í þriðju mynd nýju syrp- unnar, Að eilífu Batman (Batman Forever, 1995). í staðinn komu Joel Schumacher og Val Kilmer og þótt báðir skili viðunandi verki er heildar- útkoman heldur tilgerðarleg og rugl- ingsleg. Jim Carrey með sína þreyt- andi stæla bætir ekki upp á sakirnar en Tommy Lee Jones á sína spretti sem hitt illmennið. ★ ★'/« Stöð 2 ►23.10 Kynlífsatriði milli Bruce Willis og Jane March, einkum í sundlaug, vöktu athygli á spennu- myndinni Litbrigði næturinnar (Color Of Night, 1994), sem státar af svo fáránlegri sögufléttu að hún verður forvitnileg fyrir bragðið. Ric- hard Rush leikstjóri reynir að fínna annaðhvort haus eða sporð á efninu en finnur hvorugt. Algjör furðufisk- ur. ★★ Sýn ►21.00 Apaplánetan4 (Conquest Of The Planet Of The Apes, 1972), fjórða myndin í syrpu vísindaskáldskapar eftir sögu Pierr- es Boulle kemst seint í úrvalsdeildina en samt má hafa nokkuð gaman af Dansað við dauðann EIN óvenjulegasta kvikmynd sem gerð hefur verið í Bandaríkjunum er Línudansarinn (All That Jazz, 1979, Stöð 2 ►13.00 og 1.15). Höfundur hennar, Bob Fosse, var í áraraðir frumlegur og vel metinn danshöfundur uns hann hóf að leikstýra kvikmyndum með sama sóma - söngva- og dansmyndunum Sweet Charity (1969) og Cabaret (1972) ogLenny (1974) um ævi grínistans Lennys Bruce. Fosse fór að kenna sér hjartameins um fimm- tugt og eftir að hann gekkst undir opinn hjartaskurð gerði hann Línudansarann (sem er nú hæpinn titill). Myndin flakkar fram og tilbaka í lífi leikstjóra og danshöfundar sem - rétt eins og Fosse sjálfur - er kvensamur vinnusjúklinur, keðjureykir og deyr loks úr hjartaslagi. Hjartaslag Fosses sjálfs kom átta árum síðar; þá fannst hann látinn í hótelherbergi sínu úr þeim sjúkdómi sem Línudansarinn lýsir. í millitíðinni gerði hann eina mynd til viðbótar - Star 80 um líf og dauða Playboymódelsins Dorothy Stratten. Línudansarinn er til skiptis þessari deltu um apaþræla sem gera uppreisn gegn þrælahöldurum sínum af mannkyni. Roddy McDowall er enn með í leiknum sem er undir stjórn J. Lee Thompson. ★ ★ Sýn ►23.15 Ekki fínnast umsagnir um spennumyndina Hættuspil (Through TheFire, 1989) sem mun fjalla um að því er virðist ótengda ROY Scheider í hlutverki leikstjóra síns í Línudansar- anum. orkumikil gandreið tilfinninga og hreyfmga annars vegar og tilgerðar hins vegar. En hún verðskuldar athygli og á köflum hrifningu. ★ ★ ★ atburði, árás og morð, sem tvinnast saman með dularfullum hætti. Að- standendur - leikstjórinn Gary Marcum og leikaramir Tamara Hext, Tom Campitelli og Randy Strickland - eru jafndularfullir og afurð þeirra. Ámi Þórarinsson SNJÓBRETTA- ÚTSALA ÁRSINS Skór/jakkar/buxur/hanskar o.fl. á frábæru tilboði Misstu ekki af þessu! SMASH Laugavegi 89, sími 511 1750. Kringlunni, sími 553 1717. Bretti frá 14.900 Bindingar frá 6.900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.