Morgunblaðið - 15.04.1997, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1997 27
LISTIR
A nótum Háskólakórs
HÁSKÓLAKÓRINN
TONLIST
Scltjarnarncskirkju
/ KÓRTÓNLEIKAR
Verk eftir Egil Gunnarsson, Hjálmar
H. Ragnarsson, Lcif Þórarinsson,
Paul Hindemith og Arna Harðarson.
Stjórnandi Hákon Leifsson. Sunnu-
dagur 13. apríl.
HÁSKÓLAKÓRINN hélt sína
árlegu vortónleika í sínum venju-
bundna stað, Seltjarnameskirkju,
og verð ég að segja að fróðlegt
væri að heyra kórinn einu sinni í
öðru húsi, við annan hljómburð en
þann hinn mikla í kirkjunni á Sel-
tjarnarnesi. Við slíkar aðstæður,
þegar kirkjan syngur nær því fyrir
kórinn, sýnir kór tæplega sitt
ágæti.. Við slíkar aðstæður ættu
aðeins lélegir kórar að syngja og
Háskólakórinn á síður en svo heima
í þeim hópi, þótt kannske megi eitt-
hvað finna að og þá helst það, að
hljómurinn er mattur og sérstak-
lega þó herrarnir tenór og bassi. Á
þessu ber mest í veikum söng, enda
erfiðast fyrir bæði leika og lærða
að láta röddina hljóma í veikum og
miiliveikum söng. Á þessu bar
minna í sterkum söng, en virðuleg-
ur kór sem Háskólakórinn þarf að
ráða við hvorutveggja og því væri
hollt fyrir kórinn að syngja við að-
stæður sem vinna á móti honum.
Kórinn byrjaði á Ave Maríu eft-
ir Hjálmai' H. Ragnarsson, við
kaþólskan helgitexta. Hjálmar hef-
ur góða tilfinningu fyrir kór-
hljómnum og söng kórinn fallega
þessa ágætu Ave Maríu hans.
Næst komu fjögur lög eftir Egil
Gunnarsson við ljóð eftir meistara
Þórberg, Hjartsláttur lífsins, Fjórt-
án ára, Á Þorláksmessukvöld og
Borgin á bjarginu. Ef Egill þessi
er sá hinn sami og átti síðar á
efnisskránni verkið Martröð, þá
heyrðist enginn skyldleiki þar á
milli. Lögin við ljóð Þórbergs voru
afar lítið áhugaverð, en Martröð
við ljóð Arnar Arnarssonar var
mjög vel skrifað, þó ekki í þeim
skilningi að auðvelt væri að syngja
það, því svo margt var þarna sam-
ankomið af umferðarhættum að
martröð væri hvetjum kór.
Kannski var það aðallega böss-
unum að kenna að hljómurinn var
ekki alltaf hreinn, því bassinn var
gjarnan eins og þokulúður, sér-
staklega í veikum söng, en í svona
rnúsik þarf tónninn einmitt að vera
mjög þéttur ef verkið á að heppn-
ast. Eigi að síður var hér um rnjög
áhugaverða tónsmíð að ræða, og
hljóta að koma fleiri góðir hluth'
úr perina þessa Egils seinna. Á
undan Martröð söng kórinn sex lög
eftir Paul Hindemith. Að öllum lík-
indum þarf atvinnumannakór til
að fá þessi lög til að lifna. Auð-
veld eru þau ekki í flutningi og
margt hljómaði fallega, en í heild-
ina voru þau dálítið líflaus.
Einfalt og fallegt lag eftir
Hjálmar H. Ragnarsson kom fyrst
eftir hlé og síðan ágætur „kórsats"
eftir fyrrverandi stjórnanda kórs-
ins, Árna Harðarson, og aftur út-
setningar á tveim þjóðlögum eftir
Hjálmar og nú á léttari og ijör-
ugri nótum. Svolítið vafasamt
fannst mér af stjórnandanum að
slá hveija nótu í síðara laginu, sem
syngst á töluverðum hraða, hætt
er við að léttleikinn náist þá ekki.
Afar fallega útsett hjá Jakobi Hall-
grímssyni var Móðir mín í kví kví
og sömuleiðis útsetning Atla Ing-
ólfssonar á þjóðlaginu Eg veit eina
baugalínu. Að vísu er útsetningin
úr allt öðrum heimi en útsetning
Jakobs, og ekki verður maður áber-
andi var við þjóðlagið sjálft, en
eigi að síður áhugaverð. Barn í
dalnum, einnig þjóðlag, útsett af
Árna Harðarsyni er byggt á effekt-
um, sem auðheyrilega áttu greiðan
aðgang að áheyrendum.
Atli Heimir getur leyft sér að
skrifa í gömlum madrigalstíl við
texta eftir Odd Björnsson úr leik-
ritinu Dansleik og í lokin átti Leif-
ur Þórarinsson þtjú lög sem hann
kallar Maríuvers, við texta Stefáns
frá Hvítadal, Vilborgu Dagbjarts-
dóttur og það síðasta við kaþólskan
helgitexta. Þetta eru fögur lög hjá
Leifi og heiðarlega unnin, eins og
öll hans skrif.
Kannske var það minnisstæðast
við þessa tónleika öll þau ágætu
tónverk sem kórinn flutti og ekki
heyrast daglega og ekki má
gleyma að óska kórnum til ham-
ingju með 25 ára starf, sem von-
andi ekkert lát verður á.
Ekki er lítilfjörlegri gagnrýni
minni á kórinn stefnt gegn stjórn-
anda hans Hákoni Leifssyni. Hann
hefur auðheyrilega mikinn metnað
fyrir kórinn og fer fram og þrosk-
ast með árunum, eins og góðu vínin.
Ragnar Björnsson
Sýningar
Smáborgara-
brúðkaupsins
hafnar að nýju
LEIKFÉLAG Selfoss hefur
hafið sýningar að nýju eftir
páskafrí á Smáborgarabrúð-
kaupinu eftir Bertolt Brecht
í leikstjórn Viðars Eggerts-
sonar.
Sýnt var á föstudag og
laugardag og síðustu sýning-
ar verða 17., 18. og 19. apríl
og hefjast allar sýningarnar
kl. 20.30 í Kaffileikhúsinu,
Sigtúnum 1, Selfossi.
Enn um dóp
MR-kórinn
með tón-
leika í Há-
teigskirkju
KÓR Menntaskólans í Reykjavík
heldur tónleika í Háteigskirkju
á morgun, miðvikudag, kl. 20.30.
Flutt verður hátíðarkantatan
„Rejoice in the Lamb“ fyrir ein-
söng, kór, pákur og orgel eftir
Benjamin Britten.
Tónskáldið samdi verkið eftir
1943 fyrir St. Matthew’s
Church, Northampton, en text-
inn er eftir Christopher Smart
og var saminn á 18. öld. Hann
er lofsöngur, þar sem „þjóðir,
tungumál, blóm og skepnur lof-
syngja guð“.
Á tónleikunum í Háteigs-
kirkju verður kantatan flutt í
upprunalegri mynd. Eggert
Pálsson leikur á pákur og Mar-
teinn H. Friðriksson á orgel.
Einsöngvai'ar eru nemendur
úr MR: Árný Ingvarsdóttir, Mar-
ía Mjöll Jónsdóttir, Jónas Guð-
mundsson og Árni Björnsson.
Stjórnandi í verki Brittens er
Þórunn Björnsdóttir.
Kórinn syngur einnig mótett-
ur og sálma eftir Caldara, Moz-
art, Gumpelzheimer, Þorkel
Sigurbjörnsson og Jón Nordal.
Stjórnandi Kórs Menntaskólans
í Reykjavík er Marteinn H. Frið-
riksson.
LEIKLIST
Hótcl Sclfoss
KOSTIR HINS VILLTA
LÍFERNIS
Höfundar: Björgvin J. Hreiöai-sson,
Björn Þ. Jóhannsson, Eyrún B.
Magnúsdóttir, Lena B. Kristjánsdótt-
ir, Rúnar Þórarinsson. Leikstjóri:
Guðmundur Karl Sigurdórsson.
Leikai-ar: Karen Guðmundsdóttir,
Helgi Valur Ásgeirsson, Kolbrún
Dögg Eggertsdóttir, Heiðveig Hanna
Friðriksdóttir, Rakel Magnúsdóttir,
Guðni Kristinsson, Gunnar Sigurðs-
son, Helgi Valberg Jensson, Leifur
Viðarsson, Adólf Ingvi Bragason,
Helgi Haraldsson, Sigtryggur Bjart-
ur Kristinsson, Anna Valgerður Sig-
urðardóttir, Sigurðui' A. Þorvarðar-
son, Böðvar Jens Ragnai'sson, Jón
Hnefill Jakobsson, Daldís Yr Guð-
inundsdóttir, Kristín Aina Hauks-
dóttir, Ragnheiður Antonsdóttir,
Ljós: Stefán F. Stefánsson, Sigurður
A. Þoi-vai'ðarson. Hljóð: Einar
Björnsson. Frumsýnt á Hótel Selfossi
10. apríl.
FJöLBRAUTASKÓLI Suður-
lands sýnir um þessar mundir verk
sem „fæddist á nýju ári. Hugmynd-
in kviknaði í áramótagleði og strax
á nýársdag var hafist handa“ (til-
vitnun í leikskrá), við skriftir senni-
lega. En einnig getur verið að átt
sé við tiltekt, því, svo ég komi mér
strax að efninu, sviðsmyndin bar
fæðingarstað verksins glöggt vitni;
íbúð sem greinilega hafði hýst
klikkað partý, a.m.k. að mati leik-
manns. Málið var bara það að
partýið stóð enn, held ég. Eða, ég
held að gestirnir hafi haldið það.
Leikritið, Kostir hins villta líf-
ernis, er frumsamið. Höfundar eru
fimrn og skrifa um það sem þeir
þekkja og þeim er hugleikið; veru-
leikann sjálfan. Sá veruleiki er
harðari og óvægnari við þátttak-
endur en veruleikinn sem flestir
telja sér trú um að sé hinn raun-
verulegi. Þeir sem lifa í veruleika
verksins sigla hraðbyri á áfanga-
stað. Áfangastaðurinn er sjálfstor-
tíming, tneð örstuttu stoppi í eymd.
Leikritið fjallar um dóp og
dauða, ekki beint nýtt yrkisefni á
þessum síðustu og (ég er meiri
bjartsýnismaðui' en svo að ég segi
verstu) jafngóðu tímum (ég er ekki
það mikill bjaitsýnismaður að ég
segi beztu). Söguþræðinum svipaði
ögn til kvikmyndarinnar „Train-
spotting" og endirinn var ansi líkur
lokaatriði kvikmyndarinnar „Sid
and Nancy“.
Þetta yrkisefni er samt ekki
verra en mörg önnur, ef vel er að
verki staðið. Og vel var að verki
staðið á Selfossi þó að stundum
hafi þetta leiðst út í einum of mikla
prédikun um vitleysu eiturlyfja-
neyzlu. Margt kom fram sem ekki
hefur komið fram í umræðunni
hingað til, t.d. var margt til í „ein-
ræðu“ miðilsins (Sigtryggs Bjarts
Kristinssonar). En samt; orðræða
hans var í örlítilli mótsögn við verk-
ið„ Hann sagði m.a. að fólk þyrfti
hvorki dóp né guð til að komast
af, aðeins trú á sjálft sig.
Leikritið er kynnt í leikskrá sem
söngleikur, sem þýðir að hljóm-
sveit kom við sögu. Sú var nokkuð
þétt og iéttleikandi og _réð þar
mestu bassaleikur Árna Ólasonar.
Lögin voru, eins og verkið sjálft,
frumsamin. Áhrifa margra hljóm-
sveita gætti, t.d. var nokkuð sterk-
ur Metallicu-keimur af einni byrj-
uninni. Söngurinn var þó æði
misjafn en Rakel Magnúsdóttir fór
á kostum í Þureyjarlaginu.
Leikritið var raunsætt í meira
lagi. Sem dæmi tek ég sjúkraflutn-
ingamennina tvo (Böðvar Jens
Ragnarsson og Jón Hnefill Jakobs-
son), en gegnum þá var hið land-
læga „skítsama-um-hina“-viðhorf
tjáð. Leikritið var meira að segja
svo raunsætt að kveikt var í sígar-
ettum. Logandi sígarettu hef ég
ekki séð á sviði síðan Ingvar E.
Sigurðsson töfraði eina slíka fram
úr frakkaermi sinni í hlutverki
Scullerys í Strætinu á Smíðaverk-
stæðinu 1993. Svo skemmtilega
vill til að leikstjóri þessa verks,
Guðmundur Karl Sigurdórsson, fór
einmitt með hlutverk Scullerys í
uppfærzlu Leikfélags Selfoss
1996.
Stórgóð sýning með boðskap
sem mætti alveg fara að fá smá-
hvíld, svo fólk verði ekki ónæmt
fyrir honum. Til þess er hann of
mikilvægur.
Heimir Viðarsson
Morgunblaðið/Sig. Fannar
ÚR söngleiknum „Kostir hins villta lífernis”.