Morgunblaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 6
6 B ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ HANDKNATTLEIKUR ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1997 B 7 + HANDKNATTLEIKUR Langþráð stund TÁR. Þau eru tvenns konar, tár gleði og tár sorgar. Hvoru tveggja flutu í KA-heimiiinu á sunnudaginn, stuðningsmenn Aftureldingar urðu að sætta sig við tap en gleðitárin voru heimamanna; litlir strákar og gamlar konur fögnuðu, telpur, rosknir menn og miðaldra. Állir brostu sínu breiðasta, hvort sem um var að ræða ráðherra, núverandi eða fyrrverandi, sitjandi alþingismann eða fyrrverandi. Þarna voru sjómenn og sægreifar, fiskverkafólk og for- stjórar, verkamenn og vinnuveitend- ur. Ef samheitið var stuðningsmaður KA föðmuðust menn og kysstust. Sameinuðust í einlægri, taumlausri gleði. Það er ekki einu sinni víst að tárin séu þomuð enn. Gult var ríkjandi litur á Akureyri á iaugardag - rauðir geislar Aftur- eldingar voru víkjandi. Skemman Akureyringar stunduðu hand- knattleik utandyra eins og aðrir í byijun, gamla íþróttahúsið við Laug- argötu mun eitthvað hafa komið við sögu en snemma á sjöunda áratugn- um fengu þeir inni í skemmu í eigu Rafveitu Akureyrar á Gleráreyrum. 28. janúar 1967 var svo Skemman (með stórum staf) tekin í notkun skammt frá rafveituskemmunni; húsið var reist sem vélageymsla fyr- ir Akureyrarbæ en hefur aldrei verið notuð sem slík. Þar hafa iistamenn stigið á svið, hafið upp raust sína og þanið fiðlustrengi, þar hafa menn notið myndlistar og ljóðlistar. En hús þetta hefur fyrst og fremst verið vettvangur íþróttalistar. Horaðir strákgemlingar og ungar stúlkur sóttu þar leikfimitíma í áraraðir og íþróttaskemman á Gleráreyrum var lengi vel eina húsið á Akureyri þar sem keppnisguð íþróttanna var blót- aður í einhvetjum mæli. Þar stigu menn eins og Alfreð Gíslason og Erlingur Kristjánsson fyrstu skref sín á handboltavelli. Stemmningin var oft góð í Skemmunni í gamla daga. Hvort sem það voru KA og Þór sem mætt- ust eða Akureyrarfélögin tóku á móti gestum að sunnan. Oft var haft á orði að þakið hefði næstum rifnað af Skemmunni, hávaðinn í áhorfendum hefði verið slíkur. Alltaf sat það nú samt fast, en líklega hafa KA-menn verið minnugir þessa þegar þeir reistu höll sína á Lundart- úni, því stemmningin er líklega hvergi meiri hérlendis en einmitt þar og þakið örugglega vel njörvað nið- ur. Skemman (með stóra stafnum) var meira að segja vettvangur landsleikja. Ég man þegar ísland tók á móti Póllandi og Jerzey Klempel stökk upp við miðlínuna og skoraði. Þá hafa Akureyringar sennilega áttað sig á því að Skemm- an var líklega ekki eins stór að inn- an og sumir þeir höfðu haldið. Seinna meir var enda byggð Höll á túninu sunnan við sundlaugina, þar sem hátt var til lofts og vítt til veggja og KA-heimilið kom enn síð- ar til sögunnar. Biggi Bjöms KA átti lengi eitt af betri liðum 2. deildarinnar. En það var ekki fyrr en gamalreyndur handknatt- leiksmaður úr Hafnarfirði var ráð- inn til liðsins að segja má að fyrsta skrefið í þeirri löngu, ströngu og oft erfiðu göngu, sem lauk loks á laugardaginn, hafi verið tekið. Birg- ir Björnsson var ráðinn þjálfari 1978 og ég fullyrði að þá hafi orðið hugarfarsbreyting hjá félaginu. Þá fóru menn að trúa. Og hann átti stóran þátt í því að Alfreð Gíslason varð að alvöru handboltamanni; leiddi tröllið fyrstu „alvöru" skrefin. Enda faðmaði Alfreð Birgi vel og innilega á gólfi KA-heimilisins að loknum sigrinum á Aftureldingu á laugardag. Hann vissi að þar var mættur maður sem bar að þakka. Alfreð, vafinn um hönd og hné, Stundin, þegar Erlingur Kristjánsson hóf íslandsbikarínn á loft, var langþráð mörgum Akureyríngnum. Skapti Hallgrímsson fylgdist með síðasta úrslitaleik KA og Aftur- eldingar og lætur hugann reika í framhaldi þessa fyrsta sigurs landsbyggðarinnar á höfuðborgarsvæðinu á þessum vettvangi. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson í ÞÁ gömlu góðu... Alfreð Gíslason í lelk gegn Tý frá Vest- mannaeyjum í 2. delldlnni í íþróttaskemmunni á Akureyrl. skrýddur gullpeningi og kúabjöllu, lyfti „gamla manninum" á loft í þakkarskyni. Grettistak Alfreð faðmaði líka Sigurð Sig- urðsson að sér; Sigurður var for- maður handknattleiksdeildar KA þegar Alfreð kom heim og saman drifu þeir íþróttahús félagsins upp á einu sumri ásamt fleirum. Segja má að þeir séu mennirnir á bak við ævintýrið. Alfreð hefur lyft grettis- taki á Akureyri. Þegar hann kom var KA miðlungslið, en hann hefur sýnt í verki hvetju hægt er að áorka ef kjarkur, þor og trú eru fyrir hendi. Þessi tröllvaxni ljúflingur, sem aldrei hafði orðið Islandsmeistari, hafði sannarlega ástæðu til að brosa breitt; verk hans hjá KA var full- komnað. Hann er fræknasti íþrótta- maður Akureyringa um árabil, vann glæsta sigra úti í hinum stóra heimi en sneri síðan í heimabæinn til að sá þeim fræjum sem hann hafði safn- að í mal sinn á árunum í Þýskalandi og á Spáni. Og uppskeran hefur verið ríkuleg eins og við mátti bú- ast. Hann getur nú snúið sér sæll og glaður að næsta verkefni; því að byggja upp gott lið hjá Hameln í Þýskalandi. Alfreð faðmaði Julian Duranona líka fast að sér. Kúbumaðurinn sem síðar varð íslendingur hleypti nýju blóði í lið KA og íslenskan hand- knattleik. Margir brostu út í annað þegar fréttist af því að KA væri að fá þennan landflótta Kúbumann til liðs við sig vorið 1995; mann sem væri búinn að vera í útlegð í Argent- ínu um tíma, væri meiddur og eng- inn vissi hvort búinn væri að vera sem handboltamaður eða ekki. Skildu ekki í Alfreð að taka þessa áhættu. Alfreð hafði hins vegar þá trú á honum sem þurfti, og þó Duranona drifi varla á markið, vegna meiðsla - einsog einhver orðaði það einhvern tíma - fyrst eftir að hann kom til landsins, var Alfreð rólegur. Gaf honum tíma og það borgaði sig. Bannorð! Boltaleikir bannaðir, stóð á skilti fyrir utan Anfield Road, heimavöll enska knattspyrnufélagsins Liverpo- ol hér í eina tíð. Og þótti nokkuð fyndið. Ámóta skilti er að fínna í anddyri á neðri hæð KA-heimilisins, væntanlega ætluðum skólabörnum á leið í leikfimitíma, en miðað við það sem á undan var gengið í húsinu á laugardag er ekki annað hægt en halda því fram að skilaboðin séu nokkuð skondin: Öll háreysti, átök eða hrindingar eru stranglega bann- aðar. Handknattleikur karla er varla nema fyrir hrausta, helst fíleflda, því vel er tekið á, átök eru mikil, hrindingar tíðar og áhorfendur í KA-heimilinu sjá svo til þess að há- reysti er óvíða meiri. „KA, KA, KA,“ ómaði um sali og ganga heimilisins við Lundartún á laugardag. Reyndar um götur og torg fram eftir nóttu. „Alfreð, Al- freð, Alfreð,“ hljómaði einnig í KA- heimilinu um stund - en hefði að ósekju mátt hljóma lengur. Hann er að kveðja félagið og á þakkir skildar - vænan skammt. Gullpeningar síð- ustu ára eru fyrst og fremst honum að þakka. Áhangendur Elgorriaga Bidasoa hlupu með hann í gullstól og nafn hans hljómaði lengi eftir síðasta leik hans með spænska félag- inu um árið og gaman verður að sjá hvernig honum reiðir af í Þýska- landi, þar sem hann tekur við Ham- eln í sumar. Árangur KA er vitaskuld ekki verk eins manns, en hefði Alfreðs ekki notið við hefði laugardagurinn ekki verið sú mikla gleðistund sem raun bar vitni. Og gaman var að sjá þegar Alfreð var „tolleraður" eftir sigurinn að færri komust að en vildu; margir vildu vera með í að hylla hetjuna. Byggðastefna Sigur KA á laugardag var ekki einsog hver annar sigur. Um var að ræða fyrsta íslandsmeistaratitill fé- lagsins í handknattleik og einnig má segja að KA-menn hafi brotið ísinn fyrir hönd landsbyggðarinnar. Einokun suðvesturhornsins var rof- in. Það sem hefur gerst er í raun byggðastefna sem bragð er að. Er það ekki besta byggðastefnan að menn á vettvangi bretti upp ermarn- ar og afreki það sem þá dreymir um, eins og KA-menn hafa gert? Taki af skarið. Sýni fram á hvað er mögu- legt að gera af eigin rammleik - ef kraftur, dugur og áræði eru fyrir hendi. KA-menn fóru Iangt á mikilli sam- heldni. Eins og Gehorge Hagi, fyrir- liði rúmenska landsliðsins, komst skemmtilega að orði í viðtali hér í blaðinu í fyrrahaust: „Nafnið er ekki Hagi, heldur Rúmenía." Þegar kem- ur er út í leik skiptir ekkert annað máli en að standa sig fyrir málstað- inn, hvort sem um er að ræða leik fyrir þjóðina eða leik fyrir félagið sitt. Nafnið er ekki Björgvin, ekki Erlingur eða Duranon. Nafnið er KA. „Áfram Akureyri," sagði Jónas heitinn í Brekknakoti, sá mikli Þórs- ari, stundum hér í eina tíð í Skemm- unni. Titillinn á laugardaginn var sigur fyrir Akureyringa. Það er vel við hæfi að höfuðstaður Norðurlands eigi góð íþróttalið, raunar nauðsyn- legt andlegri heilsu bæjarbúa. Það hefur oft sýnt sig, bæði nú og þegar knattspyrnuliðum bæjarins hefur gengið vel; ekki síst þegar KA varð Islandsmeistari 1989. íþróttir skipa stóran sess í huga margra bæjarbúa, hvort sem þeir eru „bláir og gulir“ eða „rauðir og hvítir“ - og það að eiga lið sem ná árangri skiptir öllu. Fáir nenna að fylgjast með þeim sem gutla í meðalmennsku. Fólk fylgist með íþróttum til að hafa gaman af. Það vill sjá árangur. Það hefur hand- knattleiksmönnum KA tekist að veita bæjarbúum síðustu árin og gaman verður að sjá hvort fleiri fylgja í kjölfarið. Einar Þorvarðarson, þjálfari Aftureldingar Meiðsl, reynsla og Duranona íslandsmeistarar KA 1997 Morgunblaðið/Golli ÍSLANDSMEISTARALIÐ KA. Aftari röð frá vlnstri: Inglbjörg Ragnarsdóttir nuddari, Leó Örn Þorleifsson, Sverrir A. BJörnsson, Guðmundur A. Jónsson, Erlingur Kristjánsson fyrirllði, Helðmar Felíxson, Þorvaldur Þorvaldsson, Julian Róbert Duranona, Sergei Ziza og Arni Stefáns- son llðsstjóri. Fremri röð frá vinstri: Halldór Slgfússon, Sævar Árnason, Björgvin Björgvinsson, Hörður Flókl Ólafsson, Jakob Jónsson, Hermann Karlsson, Jóhann G. Jóhannsson og Alfreð Gíslason. Markverðir KA hætta t,ÞAÐ að er ólýsanleg tilfinning að hafa klárað dæmið i dag og orðið Islandsmeistari," sagði Guðmundur Arnar Jónsson, markvörður KA. „Við höfum verið að leika vel í úrslitunum og má segja að Alli hafi verið með okkur á réttum tíma. Þá skiptir það mjög miklu máli að hann kom inn í vörnina. Hún fór loksins að vinna vel saman eftir að hann kom inn og þá kom sjálfstraustið hjá mér aftur og ég fór að verja betur og er ég nokkuð ánægður með frammistöðu mína í úrslit- unum. Það skiptir mjög miklu máli fyrir markvörð að hafa góða vörn fyrir framan sig. Með innkomu Alla gerðist það lika að liðsheildin breyttist mjög til hins betra og við fórum að spila eins og við eigum að okkur, og náðum að innbyrða þann stóra. Leikurinn \ dag var minn síðasti fyrir KA. Ég er á förum til Reykja- víkur og ætla að hætta að leika hand- ^1 bolta. Ég var í raun ReynirB. hættur fyrir tveimur Eiríksson árum þegar haft var skrifar frá samband við mig og ég Akureyri s]ó til og kom norður. Þessi tvö ár hafa verið alveg frábær og höfum við náð að vinna alla stóru titlana á þessum tíma. Ég vil þakka öllum í KA og ekki síst dyggum áhorf- endum fyrir þennan tíma og skil ég hér við í sjöunda himni. Ég á örugg- lega eftir að hugsa oft til baka um þessi ár og minnast þeirra með mikilli Mjög hamingjusamur „ÉG ER mjög þreyttur - en einn- ig mjög hamingjusamur,“ var það fyrsta sem Róbert Julian Duran- ona sagði þegar sigurinn var í höfn. Framan af vetri var Duranona ekki eins og hann á að sér. „Það var erfitt fyrir mig að spila vel vegna þess að liðið var að leika allt öðruvísi en í fyrra. Við Pat- rekur höfðum náð mjög vel sam- an, hann er mjög góð skytta, sótti vel að vörninni og „blokker- aði“ iðulega vel fyrir mig þannig að ég átti oft auðvelt með að skjóta. [Sergej] Ziza kom í haust í stöðu leikstjórnanda og ég fékk ekki eins góð skotfæri eins og liðið fór að leika þá.“ Duranona sagðist hafa lagt á það ríka áherslu í vetur að leika fyrir liðsheildina; reyna að opna fyrir hornamanninn og senda á línuna auk þess að skjóta sjálfur. Undir vorið hafí menn hins vegar orðið sammála að það væri best að Duranona skyti meira í leikjum en hann hefði gert. Hann sagðist hafa velt þessu fyrir sér eftir bik- arúrslitaleikinn, þar sem KA tap- aði fyrir Haukum. „Alfreð sagði mér svo eftir tapið gegn Stjörn- unni [í fyrsta leik úrslitakeppn- innar] að ég skyldi skjóta meira. Ef ég skoraði meira yrðu hinir leikmennirnir ánægðari með mig og þeir færu að spila betur sjálf- ir.“ Margir velta því nú fyrir sér hvort Duranona verði áfram hjá KA eða ekki. „Ég veit það ekki. Nú bíð ég eftir tilboðum,11 sagði hann. „Tvö eða þtjú lið hafa þeg- ar rætt við mig en mér liggur ekkert á. Ég verð vonandi í lands- liðinu á HM í Japan, kannski ákveð ég mig fyrir þá keppni hvar ég leik næsta vetur en kannski ekki fyiT en eftir HM. Og ég veit ekki hvort ég leik á íslandi næsta vetur eða í útlöndum.“ ánægju. Að lokum óska ég svo KA góðs gengis í framtíðinni.“ Ánægður á íslandi „Ég er mjög ánægður eftir mitt fyrsta ár hér á íslandi“, sagði Zergei Ziza, leikmaður KA. „Ég var mjög kvíðinn þegar ég flutti til íslands í fyrra þar sem ég vissi ekki hvað beið mín, en sá kvíði var ástæðulaus því mér hefur liðið vel hér og ég kann mjög vel við mig. Ég er mjög ánægður með leik okkar í úrslitakeppninni og hefur liðið náð mjög vel saman undir því álagi sem verið hefur. Þá eru áhorfendur KA al- veg frábærir og er það mín skoðun að þeir eigi 99% af árangrinum en við sem spilum bara 1%. Mér hefur fundist mjög gaman að spila hér og get vel hugsað mér að gera það áfram. Líf mitt er handbolti og hann er lífsviður- væri mitt og þannig verður það. Hvort ég verð í herbúðum KA á næsta ári kemur í ljós innan tíðar,“ sagði Ziza að lokum. Yndisleg tilfinning „Það er alveg yndisleg tilfinning að vinna íslandsmeistaratitilinn, maður áttar sig ennþá betur á því eftir að vera búinn að horfa á eftir honum í hendur annarra tvisvar sinnum áður,“ sagði Jóhann G. Jóhannsson eftir leik- inn. „Ég er mjög sáttur við leikinn á heildina litið. Ég tel það hafa verið vendipunkt í upphafi síðari hálfleiks þegar við náðum þriggja marka for- skoti. Þeir náðu að vísu að minnka muninn undir lokin, en viljinn var meiri hjá okkur á lokamínútunum. Það var líka frábært að ná að innsigla sig- ur okkar með síðasta markinu. Það var frábært að klára dæmið hérna á heimavelli og taka á móti bikarnum fyrir framan okkar frábæru áhorfend- ur, sem áttu mikinn þátt í sigrinum eins og svo oft áður. Eftir slakt gengi síðari hluta vetrar þar sem ég tel að við höfum verið að spila langt undir getu höfum við verið á uppleið alla úrslitakeppnina. Það skipti auðvitað mjög miklu máli að Alli skyldi fara að leika í vöminni en hann og Erlingur eru geysilega sterkir saman og náðu að binda vömina vel saman. Það verður spennandi að sjá hvaða þjálfara við fáum á næsta ári en það skiptir miklu máli um það hvaða mann- skapur verður áfram hjá KA. Ég held að við getum komið mjög sterkir til leiks á næsta ári og stefnum auðvitað að því að halda titlinum hérna fyrir norðan. Það mun örugglega hjálpa okkur mikið að nú þekkjum við þá til- finningu að verða Islandsmeistarar. Hættur „Ég er hættur að leika handbolta,“ sagði Hermann Karlsson markvörður eftir leikinn. „í raun hætti ég í fyrra en lét til leiðast að leika með KA í vetur, en það var alltaf á hreinu að þetta yrði síðasta árið mitt á milli stanganna. Þetta er búið að vera rosa- lega gaman og í raun skemmtilegra en ég gerði mér vonir um. Það er frá- bært að enda ferilinn með því að vinna íslandsmeistaratitilinn." Einar Þorvarðarson, þjálfari Aft- ureldingar, sagði við Morgun- blaðið eftir leik að meiðsl hjá lykil- mönnum hefðu sett strik í reikning- inn, lið KA hefði reynsluna framyfir Aftureldingu í þessum slag auk þess sem það hefði Róbert Julian Duran- ona. „Eins og gengur og gerist meið- ast menn en við urðum fyrir meiri áföllum en KA á því sviði og náðum ekki að stilia upp sterkasta liði okk- ar,“ sagði Einar. „Einar Gunnar hefur ekkert getað æft í margar vikur og að missa Bjarka og Sigurð til viðbótar á þessari stundu var meira en við þoldum. Það er mjög erfitt að koma hingað og verða að sigra, að ég tali ekki um svona mikilvægan leik. KA var í úrslitum þriðja árið í röð og hafði reynsluna fram yfir okkur en það sem skipti öllu máli var að liðið er með Duran- ona. Hann lauk þessu fyrir KA með mörkum sínum í kjölfar aukakasta. Við reyndum að stöðva hann í fyrstu þremur leikjunum án árangurs. Nú reyndum við að loka fyrir hina og gáfum honum skotleyfi sem hann einfaldlega nýtti sér.“ Einar sagði að koma Alfreðs í vörn KA hefði haft mikið að segja. „KA var í vandamálum fram eftir vetri en Alfreð náði að binda vörnina saman og liðið er á toppnum á hár- réttum tíma. Við vorum að beijast um deildarmeistaratitilinn og náðum honum en í úrslitakeppninni kemur andlegur styrkur liðanna í ljós, vilja- styrkur einstakra leikmanna. Þar hefur reynslan mikið að segja og við höfum lært mikið. Ég er mjög stolt- ur af mínum mönnum. Þeir hafa ' staðið sig frábærlega og stigið skref í vetur sem koma þeim til góða í framtíðinni, skref sem eiga að verða til þess að Afturelding verði áfram topplið á íslandi." Búinn að bíða lengi Alfreð Gíslason var vitaskuld í sjöunda himni eftir að sigurinn var í höfn. „Ég er búinn að bíða lengi eftir þessu og hélt reyndar að möguleikinn væri löngu farinn.“ „Ég hef aldrei verið jafn langt niðri, sem leikmaður eða þjálfari, og eftir tapið gegn Stjörnunni í fyrsta leik úrslitakeppninnar um daginn. En þannig vildi til að þá hringdi í mig gamall FH-ingur, sem aldrei hefur gert það áður; og benti mér á að þegar þeir urðu Islandsmeistarar fyrir nokkrum árum var byijunin Hverjir eru bestir? Morgunblaðið/Golli KA-MENN fögnuðu að vonum þegar tltilllnn var í höfn og ekkl var gleðin mlnní þegar blkarinn því tll staðfestlngar var afhentur. Árnl Stefánsson, Alfreð Gíslason og Jakob Jónsson hafa verið lengi í eldlínunni og ðnægjan var ekki minni hjá Sergei Ziza og Julian Róbert Duranona. eins; þeir töpuðu fyrir Stjörnunni í fyrsta leik úrslitakeppninnar en fögnuðu meistaratitlinum nokkru síðar. Við vorum skítlélegir í fyrsta leiknum en þetta símtal lyfti mér upp og ég trúði að við gætum farið alla leið. Við vorum síðan frábærir í næstu leikjum.“ Alfreð sagði sigurinn mikilvæga í Mosfellsbænum á fimmtudaginn fyrst og fremst hafa náðst vegna þess hve liðsheild KA var samhent. „Þeir léku mun betur í dag [laugar- dag] en þá; hefðu þeir leikið eins og á fimmtudaginn hefðum við unnið þá með 10 marka mun í dag.“ Alfreð lýsti því yfir hátíðlega eftir að íslandsmeistaratitillinn var í höfn að nú væri hann hættur að leika handknattleik. „Ég hætti fyrst fyrir fjórum árum - en nú þarf ég að flýja land til að geta endanlega hætt,“ sagði þessi stóri og sterki leikmaður, sem var frábær í vörn KA-liðsins í síðustu leikjum. Enda bætti hann við, með bros á vor: „Ég skil ekki hvernig Þorbjörn kemst hjá því að velja mig með í landsliðið!“ KA-menn léku ekki sérlega vel framan af vetri, að margra mati, „en þegar á reyndi spiluðum við mjög vel sem lið. Menn sem höfðu ekki verið að leika eins vel í vetur og ég vonaði sprungu líka út á réttum tíma, til dæmis Julian [Duranona] og Guðmundur Arnar [Jónsson, markvörður]. Svo þegar á leið voru sífellt fleiri í hópnum sem fóru að leika mjög vel. Það hjálpaðist allt að.“ Og sigurinn var líka langþráður því Alferð hafði ekki áður orðið ís- landsmeistari. „Þessi titill er sá sem skiptir mestu fyrir mig af öllum sem ég hef unnið til. Hann stendur næst hjartanu." Alfreð ætlaði ekki að leika með í vetur. Hann kom í fyrsta sinn inn á gegn Gróttu á Seltjarnarnesi skömmu fyrir jól. „Það var algjör tilviljun; ég vildi ekki vera með 13 manns á skýrslu og fór því í búning en ætlaði mér aldrei inn á.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.