Morgunblaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 12
amm GOLF Woods í græna jakkanum TIGER Woods með sigur- bros á vör og kominn í græna jakkann. Hann gerði sér lítið fyrir og sigr- aði á Augusta með 12 högga mun, lék á 270 höggum, sem er 18 högg- um undir pari vallarins. Yngst- urog bestur Tiger Woods sýndi hvers hann er megnugur í bandarísku meistarakeppninni TIGER Woods kom sá og sigr- aði íbandarísku meistara- keppninni í golfi sem lauk á Augusta golfvellinum í Banda- ríkjunum á sunnudaginn. Það hefur verið talað um að þessi 21 árs gamli Bandaríkjamaður fatfrn FOLK ■ TIGER Woods varð um helgina yngstur allra til að sigra í banda- rísku meistarakeppninni í golfi, aðeins 21 árs gamall. Gamla metið átti Severino Ballesteros frá Spáni, en hann var 23 ára þegar hann vann árið 1980. ■ WOODS\ék hringina fjóra á 270 höggum, eða 18 höggum undir pari vallarins, og það hefur enginn gert í mótinu áður. Gamla metið, 271 högg, áttu Jack Nicklaus, sem náði árangrinum árið 1965, og Raymond Floyd sem lék það eftir árið 1976. ■ WOODS varð 12 höggum á undan næsta manni. Þar með sló hann met sem Jack Nicklaus átti frá árinu 1965 en þá sigraði hann með níu högga mun. ■ WOODS lék síðustu 54 brautirn- ar á 200 höggum (66-65-69) og bætti þar með met Johnnys Millers frá árinu 1975 en þá lék hann á 202 höggum (71-65-66). ■ WOODS lék annan og þriðja daginn á 131 höggi (66-65) og bætti þar með met Nicks Prices sem lék á 132 höggum árið 1986. ■ WOODS lék fyrstu 54 holurnar á 201 höggi og jafnaði þar með met Raymonds Floyds frá árinu 1976. ■ WOODS er yngsti keppandi sem hefur haft forystu í mótinu eftir 36 holur og einnig eftir 54 holur. sé næsti „stórkylfingur" en nú hafa þær raddir þagnað þvi Tiger Woods er „stórkylfingur- inn“. Hann gerði sér lítið fyrir og sigraði á Augusta með 12 högga mun, lék á 270 höggum, sem er 18 höggum undir pari vallarins, Woods setti fjögur met með þessum árangri sínum, og í rauninni mun fleiri ef ailt er talið. Aldrei hefur eins ungur kylfingur klæðst græna jakkanum, sem sigur- vegari hvers árs klæðist, aidrei hefur kylfingur slegið eins fá högg í keppninni, aldrei hefur kylfingur sigrað með eins miklum mun og það hefur aldrei blökkumaður klæðst græna jakkanum. Já, Tiger Woods tók fyrsta „stór- mótið" sitt sem atvinnumaður svo sannarlega með trompi. Tom Kite, sem varð í öðru sæti, heilum tólf höggum á eftir Woods, lagði til við verðlaunaafhendinguna að völlurinn yrði lengdur, bætt við sandglompum og grasið utan brautar yrði haft hátt og þétt. Þetta telur Kite einu leiðina til að jafna leikinn, og hefur hann mikla reynslu af keppni sem þessari því þetta var í 24. sinn sem hann mætti til leiks. „Mótshaldarar hljóta að hafa áhyggjur. Hér eru þeir með góðan völl sem er mjög erfiður en svo kemur einhver og leik- ur hann eins og einhvern æfinga- völl,“ sagði Kite. Ósanngjarnt Woods er gríðarlega högglangur og um leið nákvæmur þannig að erfitt virðist fyrir aðra kylfinga að halda í við hann þegar hann er í stuði. Þegar hann tekur upp „dræv- erinn“ á teig á par fimm holunum er nærri öruggt að hann þarf ekki að nota nema fleygjárn í annað högg til að komast inná flöt. Hann notar samt ekki „dræverinn“ nema við „hátíðleg" tækifæri, vill miklu frekar nota tré númer þijú og síðan járn númer átta. Það sem ef til vill gerir hann eins góðan og raun ber vitni er að hann kann líka að pútta, það Reuter sýndi hann fyrsta daginn. Þá lék hann fyrri níu holurnar á 40 högg- um, tók sig saman í andlitinu á síð- ari níu og lék þær á 30 höggum. Sumum finnst ósanngjarnt að Woods skuli látinn leika á sama velli og frægir kylfingar liðinna ára hafa gert. Kylfingar eins og Bobby Jo- nes, Byron Nelson, Sam Snead, Ben Hogan, Arnold Palmer og Jack Nick- laus því þeir standist engan veginn samanburð við snillinginn unga. Sví- inn Jesper Parnevik, sem var að taka þátt í keppninni í fyrsta sinn eins og Woods, sagði eftir mótið. „Hér þarf að koma upp „Tiger-teig- um“, fimmtíu metrum aftar en þeir teigar sem við leikum á. Verði það ekki gert gæti svo farið að Woods sigraði næstu tuttugu árin.“ Parne- vik gæti hugsanlega lent á móti Woods í Ryder-keppninni sem verður í haust. Woods segir að það sé vel hægt að sigra á fjórum stóru mótunum, en hann hefur tekið þátt í 15 mótum sem atvinnumaður og sigrað fjórum sinnum. „Ef maður sigrar fjórum sinnum, og er svo heppinn að það gerist á réttu mótunum, hefur mað- ur sigrað á þeim öllum,“ sagði kapp- inn þegar hann var spurður um þennan möguleika. Keppinn var spurður hvort hann ætti eftir að verða mesti kyflingur allra tíma. „Ég veit það ekki, en markmið mitt er að verða bestur. Ég veit að það er háleitt markmið en mér finnst að menn verði að stefna hátt og til að ná árangri verð- ur að stefna að einhvetju. Ef mér tekst þetta ekki þá verður að hafa það, en ég veit altént að ég hef reynt,“ sagði Woods. Tiger Woods er engum líkur. Auk þess að vera frábær kylfingur hefur hann óbilandi sjálfstraust. Á blaða- mannafundi eftir sigurinn um helg- ina sagðist hann vera tveimur árum á eftir áætlun. „Ég keppti fyrst í Bandaríksku meistarakeppninni þegar ég var 19 ára og þá var ég viss um að ég myndi sigra, en það tókst ekki fyrr en tveimur árum síð- ar,“ sagði Woods. Allir lofuðu frammistöðu Woods um helgina, en Nick Faldo, meistar- inn frá því í fyrra, setti ofaní við strák þegar hann klæddi hann í græna jakkann. Faldo sagði að það færi ekki vel við jakkann að vera í rauðri golfpeysu. Woods hafði betur við þetta tækifæri eins og svo oft áður. „Mamma telur að rautt sé minn litur og að mér gangi alltaf best í rauðu. Ég geri alltaf eins og mamma segir.“ Hvað gat Faldo sagt? ENGLAND: 211 111 112 2121 ITALIA: 112 X X 2 X X 1 1122

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.